Silvia skrifaði:
Cambiar a una aguja circular de 3 mm. Trabajar el elástico (1 derecho, 1 revés), AL MISMO TIEMPO aumentar 40-46-46-52-54-62-64 puntos repartidos en la 1ª vuelta = 242-264-278-304-324-354-374 puntos. Cuando el elástico mida 4 cm, cerrar con el elástico. Consulta aun no empiezo este proyecto estoy hace muy poco en el tejido. No entiendo este aumento, es para algun efecto? veo las fotos del proyecto y lo veo recto.
21.10.2025 - 15:33
Lisbet Thordal skrifaði:
BÆRESTYKKEUDTAGNING: Strik glatstrik SAMTIDIG tages der 8 masker ud på omgangen, der tages ud både før og efter hvert mærke. Tag ud således på hver 2.omgang 12-14-15-19-21-25-27 gange = 330-354-376-404-422-452-474 masker. Spørgsmål: Strikker jeg så i alt 38 omgange ( str L ) 19 med udtagn. og 19 uden? 19x 8 masker= 152+ 252=404 (str L) Er det korrekt forstået?
18.10.2025 - 00:41DROPS Design svaraði:
Hei Lisbet. Ja, når det økes på hver 2. omgang 19 ganger, blir det strikket 38 omganger. mvh DROPS Design
20.10.2025 - 14:30
Lisbet Thordal skrifaði:
Hej. Bærestykke: efter den sidste markering “Strik glatstrik over de sidste 14-15-16-17-19-20-22 masker (= ca halvt bagstykke)” Jeg strikker str. L og har 18 masker tilbage og ikke 17 indtil omgangsstart. Der er jo 120 masker fra start, så det burde væres 18. Er det måske en trykfejl?
15.10.2025 - 00:52DROPS Design svaraði:
Hej Lisbet. Ja det ser ut som det blivit fel där, vi ber design se över det! Mvh DROPS Design
16.10.2025 - 08:56
Winter’s Breath Sweater#wintersbreathsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Puna. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með axlarsæti. Stærð XS - XXXL.
DROPS 264-34 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar prjónaðar eru upp lykkjur fyrir miðju undir erminni getur myndast lítið gat í skiptingunni á milli lykkja á fram- bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja - þráðurinn er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkjunni á milli fram- og bakstykkis og erma, þannig að gatið lokist. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notaðir prjónar af mismunandi lengd, byrjað er á þeirri lengd sem hentar fjölda lykkja og breyttu eftir þörfum. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermarnar bíða. Síðan eru ermarnar prjónaðar niður á við í hring. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 106-110-116-120-126-132-138 lykkjur á hringprjóna 4 með DROPS Puna. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið 3 umferðir sléttprjón. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 umferðir. Prjónið 2 cm sléttprjón. Setjið 1 merki í byrjun umferðar (= miðja að aftan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Nú eru sett 4 merki í umferðina, merkin eru notuð þegar auka á út fyrir axlarsæti. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 15-16-17-18-20-21-23 lykkjur (= ca hálft bakstykki), setjið 1. merki hér. Prjónið sléttprjón yfir næstu 24 lykkjur (= axlalykkjur), setjið 2. merki hér. Prjónið sléttprjón yfir næstu 29-31-34-36-39-42-45 lykkjur (= framstykki), setjið 3. merki hér. Prjónið sléttprjón yfir næstu 24 lykkjur (= axlalykkjur), setjið 4. merki hér. Prjónið sléttprjón yfir síðustu 14-15-17-18-19-21-22 lykkjur (= ca hálft bakstykki). ÚTAUKNING AXLARSÆTI: UMFERÐ 1: Prjónið sléttprjón jafnframt því sem aukið er út um 4 lykkjur í umferð þannig: Aukið er út til hægri á UNDAN 1. og 3. merki og til vinstri á EFTIR 2. og 4. merki – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Einungis er aukið út á bakstykki og framstykki og fjöldi axlalykkja helst óbreyttur. UMFERÐ 2: Prjónið eins og umferð 1 (= 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 3: Prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur án þess að auka út. Prjónið UMFERÐ 1 til 3 alls 11 sinnum í öllum stærðum (= 88 lykkjur fleiri) = 194-198-204-208-214-220-226 lykkjur. Munið að fylgja prjónfestunni. Á eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 12 cm frá merki í hálsmáli. Síðan er aukið út fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. Það eru 24 lykkjur á hvorri öxl og 73-75-78-80-83-86-89 lykkjur fyrir framstykki/bakstykki. ÚTAUKNING ERMAR: Prjónið sléttprjón – JAFNFRAMT sem aukið er út um 4 lykkjur í umferð þannig: Aukið út 1 lykkju til vinstri Á EFTIR 1. og 3. merki og 1 lykkju til hægri Á UNDAN 2. og 4. merki – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Nú er einungis aukið út á ermum og fjöldi lykkja á bakstykki og framstykki verður sá sami. Aukið svona út í annarri hverri umferð 10-11-13-11-10-8-8 sinnum = 234-242-256-252-254-252-258 lykkjur. ÚTAUKNING BERUSTYKKI: Prjónið sléttprjón – JAFNFRAMT er aukið út um 8 lykkjur í umferð, aukið er út um 1 lykkju bæði á undan og á eftir hverju merki. Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og prjónið þannig: * Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan fyrsta merki, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið 2 lykkjur, færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið fram að næsta merki, aukið út 1 lykkju til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið 2 lykkjur, aukið út 1 lykkju til vinstri *, prjónið frá *-* einu sinni til viðbótar (= 8 lykkjur fleiri), prjónið síðan út umferðina eins og áður. Aukið svona út í annarri hverri umferð 12-14-15-19-21-25-27 sinnum = 330-354-376-404-422-452-474 lykkjur. Stykkið mælist ca 22-24-26-27-28-30-31 cm frá yst á öxl og niður (= 6 cm útaukningsdýpt á axlarsæti og 16-18-20-21-22-24-25 cm útaukning fyrir ermi). Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið yfir fyrstu 49-52-54-59-63-68-72 lykkjur eins og áður (= ca hálft bakstykki), setjið næstu 68-74-80-84-86-90-94 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-6-8-8-10-10-12 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið næstu 97-103-108-118-125-136-143 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 68-74-80-84-86-90-94 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-6-8-8-10-10-12 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi) og prjónið síðustu 48-51-54-59-62-68-71 lykkjur eins og áður (= ca hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 202-218-232-252-270-292-310 lykkjur. Setjið 1 merki í aðra hliðina á stykkinu (= fyrir miðju í 4-6-8-8-10-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi). Prjónið fram að merki, umferðin byrjar hér og prjónað er í hring. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 49-51-53-55-57-59-61 cm frá merki fyrir miðju að aftan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 40-46-46-52-54-62-64 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 242-264-278-304-324-354-374 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4 cm fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 53-55-57-59-61-63-65 cm frá merki fyrir miðju að aftan. ERMI: Setjið til baka 68-74-80-84-86-90-94 lykkjur frá ermi af þræði á hringprjón 4 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 4-6-8-8-10-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ERMI = 72-80-88-92-96-100-106 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju í 4-6-8-8-10-10-12 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið sléttprjón hringinn – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 1 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur 2-2-2-2-3-3-3 sinnum í annarri hverri umferð, fækkið síðan um 2 lykkjur í hverjum 6½-4½-2½-2-2-1½-1½ cm alls 4-6-9-10-10-11-14 sinnum = 60-64-66-68-70-72-72 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 30-29-27-27-26-24-24 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 20 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 80-84-86-88-90-92-92 lykkjur. Þegar stroffið mælist 10 cm fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 40-39-37-37-36-34-34 cm frá skiptingunni. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintersbreathsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 264-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.