Brigitte Poignonnec skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas votre réponse car vous m indiquez que pour A1 on met 1m devant et pour A2 les 2 m derrière, or la correction mentionne 2 m derrière pour A1 et 1m devant pour A2.
19.03.2025 - 16:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Poignonnec, vous avez raison, autrement dit, suivez simplement la légende des diagrammes qui est juste :) Désolée pour la confusion. Bon tricot!
20.03.2025 - 10:24
Brigitte Poignonnec skrifaði:
Bonjour, il y a une erreur sur les explications pour l échantillon. Si l échantillon est trop petit, donc avec pas assez de mailles, ce sont des aiguilles plus grosses qu il faut utiliser et non le contraire comme c est écrit.Pouvez vous confirmer également que pour A1 c est une maille sur l aiguille torsade et non 2 comme indiqué sur le modèle. Je viens de voir cela sur les commentaires après avoir eu un doute et devoir détricoter ce que je viens de faire.
19.03.2025 - 10:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Poignonnec, si vous avez trop de mailles pour 10 cm, c'est que vos mailles sont trop petites et que vous devez essayer avec des aiguilles plus grosses pour les "agrandir", mais si vous n'avez pas assez de mailles pour 10 cm, vous devez alors utiliser des aiguilles plus petites pour les "rétrécir" et ainsi - dans les 2 cas obtenir l'échantillon - retrouvez plus d'infos ici. La légende des diagrammes a été corrigée, A.1 et A.2 sont donc justes ainsi: dans A.1 on met 1 m devant et dans A.2 les 2 m derrière pour tricoter 1 maille (qui sera devant).. Bon tricot!
19.03.2025 - 16:06
Jacobs skrifaði:
Alors moi je dis des points à la place de dire des mailles, donc je pense que vous m’avez compris. Excusez-moi pour l’erreur. Bonne journée.
18.03.2025 - 11:33
Jacobs Patricia skrifaði:
Bonjour, je vois qu’il y a encore des erreurs dans le modèle à partir de l’augmentation à 182pour la taille M. Ce n’est pas augmenter 22 points avec le point fantaisie c’est 23 et dans la taille SMl en dessous c’est aussi 23 fois et non pas 22 fois sinon il nous reste trop de points. Et avec une augmentation de plus ça tombe pile, c’est le deuxième modèle que je fais avec vous et je trouve souvent des erreurs dans les explications. Bonne journée.
18.03.2025 - 11:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Jacobs, vous ne devez pas tricoter 21-22-23 fois (en taille S-M-L) le diagramme A.3 mais 21-22-23 fois (3 m jersey puis le diagramme A.3), ainsi vous augmenterez 21-22-23 fois 2 mailles dans chaque A.3 et vous aurez bien de 126-136-146 +(2x21-22-23)=168-180-192 mailles. Bon tricot!
18.03.2025 - 16:55
Jacobs Patricia skrifaði:
Donc il y a une erreur dans le A1, c’est une maille derrière et pas 2 mailles derrière.!! comme le précise le commentaire avant moi !!!
10.03.2025 - 15:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Jacobs, effectivement, merci pour l info.
11.03.2025 - 17:01
Jacobs Patricia skrifaði:
Bonjour, ce que je ne comprends pas sur le modèle c’est le début I-CORD quand le premier. Point et le dernier, on passe le fil comme si qu’on tricoter à l’envers et après on tricote le suivant à l’endroit mais quand je fais la ligne suivante, je me retrouve avec une jetée donc je crois que je dois me tromper quelque part, je ne comprends pas merci de m’expliquer correctement, j’ai essayé plusieurs choses mais je ne comprends pas. Cordialement. Patricia jacobs
10.03.2025 - 09:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Jacobs, retrouvez dans cette vidéo comment tricoter ces mailles: les 2 premières mailles du rang sont les mailles I-cord suivies de 4 mailles point mousse, et on termine par 4 mailles point mousse + les 2 dernières mailles I-cord, à la fois sur l'endroit et sur l'envers. Vous ne devez pas avoir de jeté, on doit simplement glisser 1 maille comme pour la tricoter à l'envers en mettant le fil devant, puis remettez le fil derrière pour tricoter la maille suivante. Bon tricot!
10.03.2025 - 13:20
Tove Hansen skrifaði:
Den er bare så smuk.
06.03.2025 - 18:53
Dina skrifaði:
Buongiorno, il diagramma A1 è lavorato su 4 maglie mentre A2 è lavorato su 3 maglie?
26.02.2025 - 08:44DROPS Design svaraði:
Buongiorno, entrambi i diagrammi sono su 3 maglie. Buon lavoro!
28.02.2025 - 15:26
Whispering Sands Cardigan#whisperingsandscardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með hringlaga berustykki, litlum köðlum og i-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 258-31 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 4 lykkjur í garðaprjóni. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 4 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. A.3 og A.4 er útaukning, þ.e.a.s. A.3 (= 2 lykkjur fleiri) og A.4 (= 1 lykkja fleiri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 5 lykkjur eru eftir í umferð þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið kant að framan eins og áður og prjónið uppsláttinn slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að kantur í hálsmáli hefur verið prjónaður til loka. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8½-9-9-7½-8-8½ cm á milli hverra hnappagata. Nesta hnappagatið er staðsett í skiptingunni á milli sléttprjóns og stroffs. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 131 lykkjur), mínus kanta að framan og kaðla (t.d. 18 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 5) = 22,6. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 22. og 23. hverja lykkju (lykkjur eru ekki auknar út yfir kanta að framan og kaðla). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn - svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar lykkjur eru prjónaðar upp mitt undir ermi, getur myndast smá gat í skiptingunni á milli lykkja frá fram- og bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja – þessi þráður er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkju á milli fram- og bakstykkis og ermi, þannig að gatið lokast. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka frá miðju að framan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við fram og til baka á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-108-112-116-120-128 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið leiðbeiningar að ofan, A.1, prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) þar til 11 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur brugðið, A.2 og 6 kantlykkjur að framan með i-cord. Haldið svona áfram með stroff í 3-3-3-4-4-4 cm. Í næstu umferð er aukið út um 22-23-24-25-26-28 lykkjur með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir hverri brugðinni einingu (séð frá réttu) = 126-131-136-141-146-156 lykkjur. Haldið áfram með stroff með 2 lykkjur slétt / 3 lykkjur brugðið (séð frá réttu – ATH. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í fyrstu umferð – svo ekki myndist gat), þar til kantur í hálsmáli mælist 4-4-4-5-5-5 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 1 merki að innanverðu í kant að framan í aðra hliðina á stykki (= fyrir miðju að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið fyrstu umferð frá réttu með byrjun frá miðju að framan þannig: Prjónið kant að framan og kaðal eins og áður (= 9 lykkjur), prjónið 108-113-118-123-128-138 lykkjur sléttprjón jafnframt því sem aukið er út um 0-5-10-5-10-10 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, prjónið kaðal og kant að framan eins og áður – munið eftir HNAPPAGAT – lesið leiðbeiningar að ofan = 126-136-146-146-156-166 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón, kaðla og kanta að framan eins og áður. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar berustykkið mælist 4-4-4-5-5-5 cm frá merki, aukið út lykkjur með því að prjóna MYNSTUR – lesið leiðbeiningar að ofan og prjónið þannig: Prjónið kant að framan og kaðal eins og áður, * 3 lykkjur sléttprjón, A.3 *, prjónið frá *-* alls 21-23-25-25-27-29 sinnum, prjónið 3 lykkjur sléttprjón og prjónið kaðal og kant að framan eins og áður = 168-182-196-196-210-224 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni, kaðla og kanta að framan eins og áður þar til berustykkið mælist 8-8-9-10-10-10 cm frá merki. Næsta umferð er prjónið frá réttu þannig: Prjónið kant að framan og kaðal eins og áður, 4 lykkjur sléttprjón, * A.3, 5 lykkjur sléttprjón *, prjónið frá *-* alls 20-22-24-24-26-28 sinnum, prjónið A.3, 4 lykkjur sléttprjón og prjónið kaðal og kant að framan eins og áður = 210-228-246-246-264-282 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni, kaðla og kanta að framan eins og áður þar til berustykkið mælist 12-13-14-15-15-16 cm frá merki. FINNDU ÞÍNA STÆRÐ: Prjónið síðan næstu umferð frá réttu eftir mismunandi stærðum að neðan. STÆRÐ S-M-L: Prjónið kant að framan og kaðal eins og áður, 5 lykkjur sléttprjón, * A.4, 7 lykkjur sléttprjón *, prjónið frá *-* alls 20-22-24 sinnum, prjónið A.4, 5 lykkjur sléttprjón og kaðal og kant að framan eins og áður = 231-251-271 lykkjur. Prjónið síðan frá ALLAR STÆRÐIR. STÆRÐ XL-XXL-XXXL: Prjónið kant að framan og kaðal eins og áður, 5 lykkjur sléttprjón, * A.3, 7 lykkjur sléttprjón *, prjónið frá *-* alls 24-26-28 sinnum, prjónið A.3, 5 lykkjur sléttprjón og prjónið kaðal og kant að framan eins og áður = 296-318-340 lykkjur. Prjónið síðan frá ALLAR STÆRÐIR. ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram í sléttprjóni, kaðla og kanta að framan eins og áður þar til berustykkið mælist 16-18-19-20-20-22 cm frá merki. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan og kaðal eins og áður, 5-5-5-6-6-6 lykkjur sléttprjón, * A.4, 8-8-8-9-9-9 lykkjur sléttprjón *, prjónið frá *-* alls 20-22-24-24-26-28 sinnum, prjónið A.4, 6-6-6-6-6-6 lykkjur í sléttprjóni og prjónið kaðal og kant að framan eins og áður = 252-274-296-321-345-369 lykkjur. Þegar berustykkið mælist 18-20-20-22-22-24 cm frá merki, aukið út 6-4-4-5-5-9 lykkjur jafnt yfir – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 258-278-300-326-350-378 lykkjur. Prjónið sléttprjón, prjónið síðan kaðla og kant að framan eins og áður. Þegar berustykkið mælist 21-23-24-24-26-28 cm frá merki, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 45-49-51-55-60-65 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 46-48-55-60-62-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 76-84-88-96-106-116 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 46-48-55-60-62-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 45-49-51-55-60-65 lykkjur sléttprjón (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 182-198-210-226-250-270 lykkjur. Prjónið sléttprjón, kaðla og kanta að framan eins og áður þar til stykkið mælist 42-44-46-46-48-50 cm frá merki fyrir miðju að framan. Í næstu umferð frá réttu byrjar stroff JAFNFRAMT sem aukið er út um 46-54-58-62-66-74 lykkjur jafnt yfir í umferð – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 228-252-268-288-316-344 lykkjur, prjónið þannig: Skiptið yfir á hringprjón 3,5, prjónið kant að framan og kaðal eins og áður, prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt – munið eftir útaukning) þar til 11 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og prjónið kaðal og kant að framan eins og áður. Þegar stroffið mælist 7-7-7-8-8-8 cm fellið af aðeins laust. Peysan mælist 49-51-53-54-56-58 cm frá merki fyrir miðju að framan og ca 54-56-58-60-62-64 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 46-48-55-60-62-66 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ERMI = 54-56-65-70-74-78 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið sléttprjón hringinn - JAFNFRAMT þegar ermin mælist 4-4-3-3-3-2 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkað er um 2 lykkjur í hverjum 7-7-3½-3-2½-2½ cm alls 5-5-9-10-11-12 sinnum = 44-46-47-50-52-54 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 36-35-34-34-33-31 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 12-14-13-14-16-14 lykkjur jafnt yfir í umferð 1= 56-60-60-64-68-68 lykkjur. Þegar stroffið mælist 7-7-7-8-8-8 cm fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca 43-42-41-42-41-39 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #whisperingsandscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 258-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.