Bettonville skrifaði:
Bonjour. Avez-vous in Tito avec film pour expliquer la bordure devant avec I-cord ?
20.03.2025 - 07:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bettonville, tout à fait, retrouvez ici comment on tricote les bordures des devants au point mousse avec 2 mailles i-cord de chaque côté. Bon tricot!
20.03.2025 - 10:22
Jacquelyn Duncan skrifaði:
I'm looking fir the sizes measured in inches for knitting with Drops Melody yarn and using this pattern. Where can I find the sizing for small, med, large , XL etc ? Thank you
18.02.2025 - 12:07
Patrizia skrifaði:
Ma i ferri n.7 non erano stati indicati nella descrizione dell’occorrente!!!!
28.01.2025 - 16:12DROPS Design svaraði:
Buonasera Patrizia, grazie per la segnalazione, abbiamo corretto il testo. Buon lavoro!
29.01.2025 - 23:01
Lorraine skrifaði:
Medium size - Divide body and sleeves: if you add 37,43,61,43,37 = 112 not 147? How many stitches should you knit? Do you knit front pieces and back piece 2x37 + 61 = 135 piece only? Or do you include 6x2 stitches under sleeve? Would make 147 just pattern says sleeves are separate does this include 6 stitches under sleeve, or 2x43 sleeves and 2x6 under sleeve after?
23.01.2025 - 15:46DROPS Design svaraði:
Dear Lorraine, the body section has the back piece stitches, the front piece stitches and the stitches cast on under each sleeve; the 43 stitches for each sleeve are not included and are worked separately later on. So you should have: 37 back piece stitches+ 6 cast on stitches under right sleeve + 61 front piece stitches + 6 stitches cast on under left sleeve + 37 back piece stitches = 147 stitches. Happy knitting!
25.01.2025 - 20:04
Kristine skrifaði:
Ang i-cordstolpen. Det står: «..strikk 1 maske rett og 4 masker i rille.». En maske rett er vel det samme som i rillen, hvordan skiller denne masken seg fra rillen iom at den er spesifikt nevnt?
19.01.2025 - 13:09DROPS Design svaraði:
Hei Kristine. Her er rettmasken det samme som 1 rillemaske, bortsett fra at en rillemaske har forklaring til 2 pinner, mens rettmasken har forklaring på hver pinne. Ved å forklare det slik det står, har man en bedre oversikt over at i-cord kanten består av 2 kantmasker (og hvordan de strikkes) og stolpemaskene består av 4 masker (og hvordan de strikkes). mvh DROPS Design
20.01.2025 - 13:24
Oddny Stenbro skrifaði:
Skulle gjerne strikketøyet i en annen farge, hvordan kan jeg endre farge?
29.11.2024 - 16:50
Lorraine Batchelder skrifaði:
Plse can you help get me started! I have knitted the neck and having difficulty understanding the markers. Insert marker in one of the bands (mid front) is that in the middle of the 6 stitches? Also Insert marker threads without working stitches, I have 93 stitches on my needle (M size) where do you start counting stitches from as there would be 4 stitches left when you have added all the count stitches? Thanks
13.11.2024 - 15:09DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Batchelder, insert this marker just after the front band stitches and leave it here, you will measure piece from here. Note that the markers for the raglan should be inserted in one stitch (and not between stitches), these 4 missing stitches might be the ones with the markers. Happy knitting!
13.11.2024 - 17:26
Ineke Albers skrifaði:
Ik moet net voor de boord aan de onderkant vh lijf 38 steken meerderen maar dan staat er, doe dat als volgt (75, en nog heleboel andere getallen) ik brei 't vest dove feather. Kunt u mij helpen.
23.10.2024 - 15:09DROPS Design svaraði:
Dag Ineke,
Die reeks getallen geeft het aantal steken aan die je op de naald zou moeten hebben na het meerderen. (Het eerste getal moet trouwens 175 zijn en niet 75; dat is nu aangepast.)
24.10.2024 - 21:26
Petra Ter Beek skrifaði:
Brei dit vest met verbazing, meerderen voor de boord heb ik nog niet begrepen als je van boven naar beneden breit. andersom wel na de noord meerderen
12.10.2024 - 17:22
Genelot skrifaði:
J aimerai trouver un modèle pareil mais avec un col en v.je ne me sens pas capable de le modifier moi même surtout en top down .Pas possible de détricoter si erreur?
10.10.2024 - 06:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Genelot, retrouvez ici tous nos modèles de gilets et vestes avec col V et réalisés de haut en bas, l'un d'eux fera peut-être votre bonheur - vous pouvez ajouter des filtres si besoin. Bon tricot!
10.10.2024 - 09:37
Dove Feather Cardigan#dovefeathercardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Melody eða 2 þráðum Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu. Stærð S - XXXL.
DROPS 252-23 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 4 lykkjur í garðaprjóni. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 4 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 5 lykkjur eru eftir í umferð þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið kant að framan eins og áður og prjónið uppsláttinn slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að kantur í hálsmáli hefur verið prjónaður til loka. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8-8½-9-7½-8-8½ cm á milli hverra hnappagata. Neðsta hnappagatið á að vera staðsett í skiptingunni á milli sléttprjóns og stroffs. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan. Á UNDAN MERKI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Á EFTIR MERKI: Lyftið uppslættinum frá vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr mitt í þessum 2 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við og fram og til baka á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 87-93-95-101-103-109 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði DROPS Melody eða 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: 6 KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og 6 kantlykkjur að framan með i-cord. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm – síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Setjið eitt merki innan við kantlykkjur að framan í annarri hliðinni á stykki (= mitt að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Nú eru sett 4 merki stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkin eru sett í lykkju og þessar lykkjur kallast nú fyrir laskalykkjur og eru prjónaðar í sléttprjóni. Teljið 18-20-20-22-22-24 lykkjur (= vinstra framstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 11 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 25-27-29-31-33-35 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 11 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju. Það eru 18-20-20-22-22-24 lykkjur eftir á prjóni á eftir síðasta merki (= hægra framstykki). Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið sléttprjón fram og til aka með kant að framan eins og áður – munið eftir HNAPPAGAT – jafnframt því sem aukið er út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 merkin – lesið útskýringu að ofan (= 8 lykkjur fleiri). Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 15-16-17-19-20-22 sinnum = 207-221-231-253-263-285 lykkjur. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Haldið áfram í sléttprjóni og kant að framan eins og áður án þess að auka út þar til stykkið mælist 20-22-23-24-26-28 cm frá merki mitt að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 34-37-38-42-44-48 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 41-43-45-49-49-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 72-76-82-86-94-102 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 41-43-45-49-49-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 34-37-38-42-44-48 lykkjur eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 137-147-157-171-185-203 lykkjur. Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður þar til stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm frá merki mitt að framan. Í næstu umferð frá réttu byrjar stroff JAFNFRAMT er aukið út um 38-42-46-48-54-58 lykkjur jafnt yfir í umferð (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 175-189-203-219-239-261 lykkjur, prjónið þannig: Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið kant að framan eins og áður, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið – munið eftir útaukning) þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og kant að framan eins og áður. Þegar stroffið mælist 4 cm í öllum stærðum er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 46-48-50-52-54-56 cm frá merki mitt að framan og ca 50-52-54-56-58-60 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 41-43-45-49-49-53 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 7 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 47-49-53-57-59-65 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið sléttprjón hringinn í umferð – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingunni, er lykkjum fækkað mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 8-6-5-4-3½-2½ cm alls 5-6-7-9-9-12 sinnum = 37-37-39-39-41-41 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 41-39-38-37-36-34 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 11-11-13-13-13-13 lykkjur jafnt yfir í umferð 1= 48-48-52-52-54-54 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 45-43-42-41-40-38 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dovefeathercardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 252-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.