Toril skrifaði:
Er det ikke forskjell på høyde bak og foran? Det pleier å være flere omganger på bakstykket.
13.03.2025 - 10:50DROPS Design svaraði:
Hei Toril, Dette mønsteret har lik høyde bak og foran. Hvis du vil ha høyere bak må du strikke forkortede pinner . Her er lenke til en video som viser hvordan man strikker forkortede pinner samtidig som man øker til raglan: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1735&lang=no Håper det hjelper og god fornøyelse!
13.03.2025 - 17:51
Selam skrifaði:
...., increase 2- stitches evenly between marker-threads 2 and 3 while working A.1, A.2 2- times, A.3 across the front piece, I do not understand this either there are 24 st: how it is possible to knit A1 and A2 2 times and also A3 when I only have 24st on the back ?
18.01.2025 - 11:01DROPS Design svaraði:
Dear Selam, you knit the A.1 diagram 1 time, A.2 diagram 2 times, A.3 diagram 1 time. Since A.1, A.2 and A.3 all 6 stitches (on the first row/round) that is 6+12+6= 24 stitches. Happy Knitting!
19.01.2025 - 14:21
Selam skrifaði:
Does that mean you are not counting the marker sts?\r\nHow do you get 100 total then?\r\nI had 88 st before round 1.
18.01.2025 - 01:43DROPS Design svaraði:
Dear Selam, if you read carefully the first round of the yoke, you will see that the raglan sitches are not counted into the stitchnumber of patterns A.1, A.2, A.3 first row. The increases at the first round worked beside the colored patterns. Happy Knitting!
19.01.2025 - 14:12
Selam skrifaði:
Corrected : After round one on the Raglan I have 24 ts but line 2 in the pattern is only for 20sts , what am I doing wrong. How many stitches should I have on the sleeves after first increase?bak and front?
17.01.2025 - 21:58
Selam skrifaði:
After round one on the how I have 24 ts but line 2 in the pattern is only for 20 , what am I doing wrong. How many stiches should I have on the sleeves after first increase ?
17.01.2025 - 21:56DROPS Design svaraði:
Dear Selam, when you start knitting the row, you knit the (A.1, A.2, A.3) patterns (6+6+6= 18th stitch). When you increase in the first round, you increase 1 stitch at eash side of the sleeve that is 18+2 = 20 stitch, and that is what on the second row of the pattern. Happy Knitting!
18.01.2025 - 01:39
Margaux skrifaði:
Zu Beginn der Passe:„ Die 3. und 4. RUNDE insgesamt 11-11-11-17-20-17 x stricken (= 22-22-22-34-40-34 gestrickte Runden) „Nur die dritte und vierte Runde? Das kann nicht stimmen. Wie entsteht denn das Muster in der Höhe? Und weiter in der Passe: „Die 1. und 2. RUNDE insgesamt 12-12-15-9-12-15 x stricken (= 24-24-30-18-24-30 gestrickte Runden) = 236-236-248-296-332-320 Maschen auf der Nadel.“ \r\nAuch hier. Wie entsteht das Muster, wenn fortwährend nur R. 1 und 2 gestrickt werden?
16.12.2024 - 22:58DROPS Design svaraði:
Liebe Margaux, hier meinen wir nur, daß diese Raglanzunahmen in jeder 2. Runde insgesamt 11 bis 17 Mal insgesamt gestrickt werden, und wie bei den 3. und 4. Runden beschrieben, stricken Sie Muster wie im Diagram gezeichnet mit Zunahmen bei der 3. Runde und keine Zunahme bei der 4. Runde. Viel Spaß beim Stricken!
18.12.2024 - 09:18
Emma skrifaði:
Det virker til at den går galt med antal masker i størrelse xxxl fra 4.omgang i bærestykket og frem. Der er færre masker end xxl.
06.10.2024 - 17:58DROPS Design svaraði:
Hej Emma, opskriften stemmer, maskeantallet justeres senere i opskriften som brystvidden bliver større :)
16.10.2024 - 11:15
Paola Baldi skrifaði:
Molto elegante.mi piace il core sfumato con lo sfondo del motivo
01.10.2024 - 00:03
Su skrifaði:
Delft Tile
09.08.2024 - 15:25
Su skrifaði:
Lago di Como
09.08.2024 - 15:14
River Breakup#riverbreakupsweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, norrænu mynstri, tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-30 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eins og útskýrt er að neðan. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI Á UNDAN LASKALYKKJU: Gerið uppslátt um hægri prjón með því að leggja þráðinn yfir hægri prjón frá bakhlið að framhlið, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt í fremri lykkjubogann. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI Á EFTIR LASKALYKKJU: Gerið uppslátt um hægri prjón með því að leggja þráðinn framan við prjóninn og síðan að draga þráðinn frá framhlið að bakhlið, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt í aftari lykkjubogann. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 168 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 28) = 6. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn - svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr mitt í þessum 2 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur að röngu og saumaður niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-88-88-104-104-104 lykkjur á hringprjón 5 með litnum ljós blár DROPS Air. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 (fitjað er upp með grófari prjónum til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff þannig: * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 11-11-11-13-13-13 cm. Síðar á að brjóta kant í hálsmáli inn að röngu og við frágang þá verður kantur í hálsmáli ca 5-5-5-6-6-6 cm. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 32-32-32-36-36-36 lykkjur í umferð (= mitt að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Prjónið síðan með hringprjón 5. Nú eru sett 4 merkiþræðir í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja slétt og þessar 2 lykkjur er nú kallaðar fyrir laskalykkjur og eru prjónaðar í sléttprjóni með litnum ljós blár. Setjið 1. merkiþráðinn í byrjun umferðar, teljið 20 lykkjur (= ermi), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 24-24-24-32-32-32 lykkjur (= framstykki), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 20 lykkjur (= ermi), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju. Það eru 24-24-24-32-32-32 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta merkiþræði (= bakstykki). Nú er prjónað MYNSTUR og aukið út fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan og prjónið þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 1 lykkju í sléttprjóni með litnum ljós blár (= 1 laskalykkja), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1, A.2, A.3 yfir lykkjur á ermi, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu hvoru megin við 2 laskalykkjur, aukið út 2-2-2-6-6-6 lykkjur jafnt yfir á milli 2. og 3. merkiþráða og prjónið jafnframt A.1, A.2 alls 2-2-2-4-4-4 sinnum, A.3 yfir lykkjur á framstykki, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu hvoru megin við 2 laskalykkjur, prjónið A.1, A.2, A.3 yfir lykkjur á ermi, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu hvoru megin við 2 laskalykkjur, aukið út 2-2-2-6-6-6 lykkjur jafnt yfir á milli 4. og 1. merkiþráða og prjónið jafnframt A.1, A.2 alls 2-2-2-4-4-4 sinnum, A.3 yfir lykkjur á bakstykki, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu á undan síðustu lykkju í umferð og prjónið síðustu lykkju í sléttprjóni (= 1 laskalykkja) = 100-100-100-124-124-124 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður, nýjar lykkjur eru prjónaðar inn jafnóðum inn í mynstrið eins og útskýrt er í mynsturteikningu (munið eftir að prjóna uppsláttinn eins og útskýrt er í LASKALÍNA). UMFERÐ 3: Prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalykkjur (= 8 lykkjur fleiri). UMFERÐ 4: Prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður, nýjar lykkjur eru prjónaðar jafn óðum inn í mynstur eins og útskýrt er í mynsturteikningu (munið eftir að prjóna uppsláttinn eins og útskýrt er í LASKALÍNA). Prjónið UMFERÐ 3 og 4 alls 11-11-11-17-20-17 sinnum (= 22-22-22-34-40-34 prjónaðar umferðir) = 188-188-188-260-284-260 lykkjur. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. ATH: Í hvert skipti sem A.1 til A.3 er prjónað 1 sinni á hæðina, er pláss fyrir 2 mynstureiningar fleiri með A.2 á breiddina. Haldið áfram í sléttprjóni, kant að framan og mynstur eins og áður og aukið síðan út fyrir laskalínu á undan / á eftir laskalykkjum þannig: UMFERÐ 1: Prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður og aukið út fyrir laskalínu á eftir 2. merkiþræði, á undan 3. merkiþræði, eftir 4. merkiþræði og á undan 1. merkiþræði, þ.e.a.s. einungis er aukið út á framstykki og bakstykki, ekki er aukið út yfir ermar (= 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2: Prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður, nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur (munið eftir að prjóna uppsláttinn eins og útskýrt er í LASKALÍNA). Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 12-12-15-9-12-15 sinnum (= 24-24-30-18-24-30 prjónaðar umferðir) = 236-236-248-296-332-320 lykkjur í umferð. Öll útaukning fyrir laskalínu er nú lokið, aukið hefur verið út alls 24-24-27-27-33-33 sinnum á framstykki/bakstykki og 12-12-12-18-21-18 sinnum á ermum. Mynstrið endar / byrjar annað hvort með heilli eða hálfri mynstureiningu A.2 við hliðina á hverri laskalínu. Prjónið síðan í sléttprjóni og mynstur eins og áður, án þess að auka út, þar til stykkið mælist 22-22-25-25-30-30 cm frá merki mitt að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Setjið fyrstu 44-44-44-56-62-56 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-16-22-16-16-22 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 74-74-80-92-104-104 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 44-44-44-56-62-56 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-16-22-16-16-22 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 74-74-80-92-104-104 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig og byrjun umferðar er í skiptingunni á milli bakstykkis og nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið mitt undir ermi. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 168-180-204-216-240-252 lykkjur. Prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður (A.2 er einnig prjónað yfir 10-16-22-16-16-22 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið mitt undir ermum, þannig að mynstrið gangi jafnt upp hringinn á öllu fram- og bakstykki), þar til stykkið mælist ca 44-46-48-49-51-53 cm frá merki mitt að framan – endið þegar prjónuð hefur verið 1 umferð með litnum ljós blár eftir heila rúðu á hæðina. Í næstu umferð frá réttu byrjar stroff JAFNFRAMT er aukið út um 30-34-38-42-46-46 lykkjur jafnt yfir í umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 212-228-256-272-300-312 lykkjur, prjónið þannig: Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og notið litinn ljós blár og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 28-32-36-40-44-44 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 196-212-240-256-284-296 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm er fellt af. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá merki mitt að framan og ca 56-58-60-62-64-66 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 44-44-44-56-62-56 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 10-16-22-16-16-22 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-60-66-72-78-78 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 10-16-22-16-16-22 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Haldið áfram með mynstur frá berustykki umferðina hringinn – mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi þegar lykkjum er fækkað mitt undir ermi eins og útskýrt er að neðan, en mynstrið gengur jafnt upp þegar úrtöku er lokið. Þegar ermin mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 3-2-2-1½-1½-1½ cm alls 3-6-6-9-9-9 sinnum = 48-48-54-54-60-60 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist ca 40-41-39-37-33-34 cm frá skiptingunni – endið á sama hátt og á fram- og bakstykki. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið stroff með litnum ljós blár (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 8-8-10-10-12-12 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 56-56-64-64-72-72 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm fellið af. Ermin mælist ca 46-47-45-44-40-41 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #riverbreakupsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.