Andrine skrifaði:
Hva menes med at det skal strikkes 1 omgang med *dobbelt* perlestrikk? Betyr det at jeg skal strikke én runde med A1 mønster?
14.09.2025 - 13:01
Sophie skrifaði:
Je ne suis pas certaine de comprendre pour les augmentations du raglan . Est-ce que je de rais avoir deux jetés de suite si c’est une avant et une après le marqueur? À tous les deux rangs c’est bien un rang avec les jetés, la suivante je la tricote, et ensuite un autre rang avec les jetés? Merci
11.09.2025 - 22:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Sophie, vous avez un jete a 1 maille avant le fil marqueur et a 1 maille apres le fil marqueur, donc vous aurez toujours 2 mailles endroit entre ces jetes. Vous augmentez pour le raglan 27-29-32-36-37-40 fois au total tous les 2 tours, cela veut dire qu'au tour 1 vous faites les jetes, le tour suivant vous les tricotez comme dans la partie RAGLAN, etc. Pour vous aider tricoter les jetes, regardez la lecon DROPS ICI. Bon tricot!
12.09.2025 - 08:42
Ester skrifaði:
Hoe meerder ik in raglan wanneer de steekmarkeerder TUSSEN twee steken zit? Ik heb enkel ervaring wanneer de markeerder IN een steek zit (en zo voor en na een omslag te maken)
02.09.2025 - 21:27DROPS Design svaraði:
Dag Esther,
In dit geval brei je aan elke kant van de markeerdraad telkens 1 tricotsteek. Je hebt dus steeds 2 tricotsteken op de raglanlijnen waartussen de markeerdraad zit. Je meerdert aan beide kanten van deze tricotsteken.
04.09.2025 - 21:47
Suzanne skrifaði:
Il est magnifique. Très beau projet pour moi cet hiver. Merci.
02.09.2025 - 18:43
Line skrifaði:
Magnifique
02.09.2025 - 13:52
Marleen skrifaði:
Hallo, zou u mijn vraag nog willen beantwoorden? Met vriendelijke groeten Marleen
15.08.2025 - 10:44
Agnieszka skrifaði:
Czy możecie proszę poprawić wzór w opisie jak robić reglan? Jest źle opisany- nie jest wyjaśnione w którym miejscu dokładnie robić narzuty (narzut, oczko, znacznik, oczko, narzut). Dodatkowo czy pierwszy narzut należy zrobić "spod druta"? Tak wynika z filmiku, ale nie z opisu. Co drugi komentarz dotyczy tego problemu- warto skorygować wzór...
14.08.2025 - 10:42DROPS Design svaraði:
Witaj Agnieszko, dziękujemy za Twoją uwagę, przyjrzymy się temu i jeśli zajdzie potrzeba zostanie naniesiona stosowna korekta do wzoru. Pozdrawiamy!
14.08.2025 - 14:35
Marleen skrifaði:
Hallo, ik heb een vraag wanneer je een trui van boven naar beneden breit en je bent bij de boord aangekomen, klopt het dan wel dat je dan moet meerderen zoals in het patroon staat? Voor een boord zou je toch moeten minderen zodat hij strakker wordt dan de trui zelf en ook bij de armboorden
11.08.2025 - 08:47DROPS Design svaraði:
Dag Marleen,
Ja, het klopt in dit geval dat je moet meerderen vlak voordat je de boord breit. Dit is om te voorkomen dat de boord het werk samentrekt. Door het meerderen loopt het werk meer rechtdoor.
18.08.2025 - 20:42
Anna skrifaði:
Hej, jag är förvirrad, delningen är väl där ärmen börjar stickas, om 35 cm är XL vad är då XXXL, enligt mönstret 31 cm men det kan väl inte stämma, då blir ärmen jättekort och S ska ärmen mäta 39 cm, jag förstår inte
12.06.2025 - 19:06DROPS Design svaraði:
Hei Anna. Det er kortere erm mål i de større størrelsene pga bredere skuldervidde og lengre ermetopp. Slik at det som står i oppskriften er riktig. Er du redd for at ermene skal bli for korte, kan du fint prøve genseren på og sjekke. mvh DROP Design
16.06.2025 - 09:35
Anna skrifaði:
Hej, måtten på ärmen måste väl vara fel? Jag stickar XL och då borde den vara 37 cm från delningen? Det står att XXXL ska mäta 31 cm från delningen, det borde vara 39cm
11.06.2025 - 20:28DROPS Design svaraði:
Hej Anna, nej det stemmer, du skal strikke til ærmet måler 35 cm i din størrelse :)
12.06.2025 - 12:10
September Song#septembersongsweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord eða DROPS Flora. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, perluprjóni og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 252-21 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan. Á UNDAN MERKIÞRÆÐI: Lyftið uppslættinum frá vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar inn í mynstur. Á EFTIR MERKIÞRÆÐI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar inn í mynstur. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt (= lykkja með merki), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Aðlagið mynstrið af jafnóðum og lykkjum er fækkað undir ermi. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn tvöfaldur að röngu og saumaður niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 120-128-128-136-144-152 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Nord eða DROPS Flora. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 (fitjað er upp með grófari prjónum til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff hringinn þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, * prjónið 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 lykkjur brugðið og 1 lykkju slétt. Prjónið þar til stykkið mælist 9-9-9-11-11-11 cm. Síðar er kantur í hálsmáli brotinn inn að röngu og við frágang þá verður kantur í hálsmáli ca 4-4-4-5-5-5 cm. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki í stykkið á eftir fyrstu 38-40-40-42-44-46 lykkjur í umferð (= ca mitt að framan), stykkið er mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Nú eru settir 4 merkiþræðir í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja og þessar lykkjur kallast nú laskalykkjur og eru prjónaðar í sléttprjóni. Setjið 1. merkiþráðinn við byrjun umferðar, teljið 16 lykkjur (= ermi), setjið 2. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, teljið 44-48-48-52-56-60 lykkjur (= framstykki), setjið 3. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, teljið 16 lykkjur (= ermi), setjið 4. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, það eru eftir 44-48-48-52-56-60 lykkjur á eftir síðasta merkiþræði (= bakstykki). Prjónið 1 umferð með tvöföldu perluprjóni / A.1 (laskalykkjurnar hvoru megin við merkiþræðina eru alltaf prjónaðar í sléttprjóni) jafnframt því sem fækkað er um 1 lykkju á hvorri ermi, 1 lykkja á framstykki og 1 lykkja á bakstykki (= 4 lykkjur færri) = 116-124-124-132-140-148 lykkjur. Prjónið síðan með A.1 hringinn og aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 merkiþræðina – lesið útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 27-29-32-36-37-40 sinnum = 332-356-380-420-436-468 lykkjur (= 8 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð). Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Útaukningu fyrir ermar er nú lokið, en haldið áfram að auka út fyrir laskalínu á framstykki og bakstykki í annarri hverri umferð 4-4-5-3-4-5 sinnum þar til það eru = 348-372-400-432-452-488 lykkjur í umferð (= 4 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð). Prjónið síðan án þess að auka út þar til stykkið mælist 21-22-24-25-27-29 cm frá merki eftir kanti í hálsmáli. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Setjið fyrstu 69-73-79-87-89-95 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9-11-13-15-17-23 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 105-113-121-129-137-149 lykkjur í mynstri eins og áður (= framstykki), setjið næstu 69-73-79-87-89-95 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9-11-13-15-17-23 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 105-113-121-129-137-149 lykkjur í mynstri eins og áður (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 228-248-268-288-308-344 lykkjur. Byrjið umferð eins og áður og aðlagið mynstrið yfir nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum. Prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 48-50-52-53-55-57 cm frá merki mitt að framan. Skiptið yfir á hringprjón 2,5, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 68-72-76-80-88-100 lykkjur jafnt yfir í umferð 1= 296-320-344-368-396-444 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4-4-4-5-5-5 cm fellið af aðeins laust. Peysan mælist 52-54-56-58-60-62 cm frá merki mitt að framan og ca 55-57-59-61-63-65 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 69-73-79-87-89-95 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 3,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 9-11-13-15-17-23 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 78-84-92-102-106-118 lykkjur. Setjið 1 merki í miðju á 9-11-13-15-17-23 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar í þessari lykkju. Haldið áfram með A.1 frá berustykki hringinn – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkað eru um 2 lykkjur í hverjum 4-3-2½-1½-1½-1 cm alls 9-12-14-19-19-25 sinnum = 60-60-64-64-68-68 lykkjur – munið eftir að stilla mynstrið af þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Prjónið síðan þar til ermin mælist 39-38-37-35-33-31 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 16-16-20-20-20-20 lykkjur jafnt yfir í umferð 1= 76-76-84-84-88-88 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4-4-4-5-5-5 cm fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 43-42-41-40-38-36 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #septembersongsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 252-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.