Anne skrifaði:
Alemman reikäkuvion ylimmäisen kuvion ohje puuttuu kokonaan, miten se tehdään?
13.03.2025 - 13:00DROPS Design svaraði:
Hei, alin reikäkuvio ja sen yläpuolella oleva kuvio neulotaan piirroksen A.4 mukaisesti (etu-/takakappaleessa).
14.03.2025 - 18:37
Vibeke skrifaði:
Hej Kan man strikke denne model som kjole. Hvilken kjole model skal jeg så vælge at strikke videre efter, når mønsteret på blusen slutter. Mvh Vibeke
11.03.2025 - 20:15DROPS Design svaraði:
Hej Vibeke, ja alle disse kjoler strikket på samme strikkefasthed: Kjoler - oppefra og ned - 21 masker
14.03.2025 - 13:31
Solange Lefebvre skrifaði:
How come it is impossible to print your patterns anymore?
27.01.2025 - 00:19DROPS Design svaraði:
Dear Solange, you CAN print our patterns, just click on the printer icon, right next to the name of the pattern. Happy Crafting!
27.01.2025 - 02:34
Francine Bicherel skrifaði:
Bonjours comment montez vous vos mailles pour le col du pull soit souple? Je ne tricot pas serré pourtant . Je suis entrain de faire une taille S début par le col mais je trouve que sa fait petit. Bien amicalement en attente de votre réponse.
18.10.2024 - 18:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bicherel, on monte ici les mailles avec l'aiguille 4 avant de continuer avec l'aiguille 3 pour que le montage soit plus souple, si votre montage est toujours trop serré, vous pouvez tenter avec une autre méthode de montage - cf vidéos. Bon tricot!
21.10.2024 - 07:23
FLORENCE LENGLET skrifaði:
Bonjour, Dans vos explications, pour la division Dos/Devant/manches, vous commencez à séparer au niveau de la manche, alors que nous avons mis un marqueurs milieu devant. Mes tours commencent donc au niveau milieu.... me suis-je trompé en démarrant les tours au milieu ?
30.09.2024 - 11:00DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lenglet, le marqueur placé au milieu du devant n'est pas le repère du début des tours mais celui pour mesurer l'ouvrage; autrement dit, les tours commencent à la transition entre la manche et le dos; mais si vous avez tricoté comme indiqué, rien ne va changer pour vous, votre début de tour est juste ailleurs que là où vous le pensiez; les premières mailles sont celles de la manche gauche, et les mailles suivantes celles du devant, etc. Bon tricot!
30.09.2024 - 15:50
Monika Kluge skrifaði:
Sehr schönes Model für sehr schöne Wolle
30.09.2024 - 07:24
Anita Olsson skrifaði:
Enligt bilden är det en hålrad mellan de olika mönsterpartiern. Det finns ingen beskrivning till detta. Hur gör jag?
28.09.2024 - 00:24DROPS Design svaraði:
Hej Anita. Hålraden ska finnas inritad i diagrammen. Mvh DROPS Design
30.09.2024 - 15:07
Joëlle Carnesciali skrifaði:
Je n’aime pas tricoter les pulls en commençant par le haut. Est-il possible d’avoir les explications de ce modèle pour commencer à tricoter par le bas du corps et des manches ? Merci d’avance pour vos réponses et conseils. Cordialement. JC
27.08.2024 - 23:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Carnesciali, nous n'avons que la version de haut en bas pour ce modèle, retrouvez ici tous nos pulls tricotés de bas en haut, l'un d'eux pourra peut-être vous inspirer. Bon tricot!
28.08.2024 - 09:04
Carmen skrifaði:
Mixed motives
11.08.2024 - 23:38
B Boop skrifaði:
Sandy
11.08.2024 - 15:33
Wicker Island#wickerislandsweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Daisy eða DROPS Puna. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, áferðamynstri, býkúpumynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 255-3 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 108 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 13,5. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir 13. og 14. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman (merkiþráðurinn situr hér), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Stillið mynstrið af jafnóðum og lykkjum er fækkað – mynstrið kemur ekki alltaf til með að ganga jafnt upp undir ermi. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn tvöfaldur að röngu og saumaður niður. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 108-114-117-123-129-135 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Daisy og DROPS Puna. Skiptið yfir á hringprjón 3 (fitjað er upp á grófari prjóna til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið sléttprjón hringinn í 11-11-11-13-13-13 umferðir. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* út umferðina. Nú eru prjónaðar 12-12-12-14-14-14 umferðir í sléttprjóni. Síðar á að brjóta kant í hálsmáli inn að röngu og við frágang þá verður kantur í hálsmáli ca 4-4-4-5-5-5 cm. Byrjun á umferð er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 36-38-39-41-43-45 lykkjur í umferð (= ca mitt að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 8-8-9-11-13-13 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 116-122-126-134-142-148 lykkjur. Prjónið síðan í sléttprjóni. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar berustykkið mælist 1½-2-2-2-2-2 cm frá merki, aukið út um 39-38-39-41-43-47 lykkjur jafnt yfir – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 155-160-165-175-185-195 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til berustykkið mælist 3-4-4-4-4-5 cm frá merki. Prjónið síðan eins og útskýrt er að neðan – mynstur er prjónað samtímis sem aukið er út – lesið MYNSTUR í útskýringu að ofan. A.1: Prjónið A.1 alls 31-32-33-35-37-39 sinnum berustykkið hringinn = 186-192-198-210-222-234 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til berustykkið mælist 5-6-6-6-6-7 cm frá merki. A.2: Prjónið A.2 – JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út þannig: Ör-1: Aukið út 30-36-42-46-54-58 lykkjur jafnt yfir = 216-228-240-256-276-292 lykkjur. Ör-2: Aukið út 56-60-68-76-80-84 lykkjur jafnt yfir = 272-288-308-332-356-376 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2a 0-0-0-0-1-1 sinni til viðbótar. A.3: Prjónið A.3 – JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út þannig: Ör-3: Aukið út 24-24-28-32-32-32 lykkjur jafnt yfir = 296-312-336-364-388-408 lykkjur. Ör-4: Aukið út 16-20-20-28-28-28 lykkjur jafnt yfir = 312-332-356-392-416-436 lykkjur. Haldið áfram að endurtaka A.3a á hæðina þar til stykkið mælist 21-23-24-24-26-28 cm frá merki. Prjónið 1 umferð brugðið. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Setjið fyrstu 60-62-68-78-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-10-12-14-16-20 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 96-104-110-118-128-138 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 60-62-68-78-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-10-12-14-16-20 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 96-104-110-118-128-138 lykkjur sléttprjóni (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 208-228-244-264-288-316 lykkjur. Setjið 1 merki í aðra hliðina á stykki (= mitt í 8-10-12-14-16-20 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi). Prjónið fram að merki, umferðin byrjar hér og prjónað er í hring. Prjónið A.4 hringinn yfir allar lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 43-45-47-48-50-52 cm frá merki mitt að framan. Skipti yfir á hringprjón 3, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 46-46-50-54-62-64 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 254-274-294-318-350-380 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 49-51-53-54-56-58 cm frá merki mitt að framan og ca 54-56-58-60-62-64 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 60-62-68-78-80-80 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 4 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 8-10-12-14-16-20 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-72-80-92-96-100 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 8-10-12-14-16-20 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið A.4 hringinn, síðan er afgangur af ermi prjónað í sléttprjóni – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 5-5-5-3-5-2 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 6-4½-3-2½-2-2 cm alls 6-7-10-14-15-16 sinnum = 56-58-60-64-66-68 lykkjur. A.4 kemur ekki alltaf til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi, stillið þess vegna mynstrið af jafnóðum og lykkjum fækkar. Prjónið síðan þar til ermin mælist 38-36-36-37-35-34 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 12-12-12-12-12-12 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 68-70-72-76-78-80 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 44-42-42-43-41-40 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wickerislandsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 255-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.