Lise Heinricy Gottlieb skrifaði:
Jeg havde tjekket valg af sprog, inden jeg skrev, og tekst til diagram er stadig norsk
14.11.2024 - 10:11
Lise Heinricy Gottlieb skrifaði:
Hvordan får jeg tekst til diagram skiftet til dansk?
13.11.2024 - 21:42DROPS Design svaraði:
Hei Lise, Du trykker på språk-meny (hvor det står Norsk) til høyre for foto og velger Dansk. Da får du både oppskriften og diagramforklaring på dansk. God fornøyelse!
14.11.2024 - 07:03
Rachel skrifaði:
Hello, do I need to block the sweater?
20.10.2024 - 18:49DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, usually you won't need to block a piece and, when essential, it will be stated in the pattern. In this pattern it's not necessary, but you can block the sweater if you prefer it. Happy knitting!
20.10.2024 - 20:08
Brenda Holttum skrifaði:
Are any of these patterns in England
13.10.2024 - 17:23DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Holttum, all our patterns are available in English - click on the scroll down menu next to the printer icon to edit language, find this one in English here. Happy knitting!
14.10.2024 - 09:50
Julia skrifaði:
For the yoke, what do you do with the new stitches from raglan increases? if i work them in A.2 in the sleeves, there are stitches left. thank you
06.10.2024 - 15:33DROPS Design svaraði:
Dear Julia, as stated in the RAGLAN section at the EXPLANATION FOR THE PATTERN: "Then work the new stitches in pattern". The raglan increases are already included in the charts; the yarn overs at the start of A.2 and A.5a and at the end of A.4 and A.7a are the increases on each side of the raglan stitch (so you don't need to work extra yarn overs for the raglan, just follow the charts). Happy knitting!
06.10.2024 - 23:08
Marie Roberts skrifaði:
How many raglan increases are there in one round?
06.10.2024 - 15:30DROPS Design svaraði:
Dear Marie, since you have 4 markers and you increase 1 stitch on each side of each marker, you will have 8 raglan increases on each round. Happy knitting!
06.10.2024 - 23:02
Rebecca skrifaði:
Hello! At the start of the yoke, there are 2 stitches left over after adding the 4 stitch markers. (size M) Perhaps did I make a mistake? Also, what do i do with the stitch marker added after the first 43 stitches in the neck edge? Thank you!
22.09.2024 - 22:18DROPS Design svaraði:
Dear Rebecca, you had 126 stitches. Insert 1 marker in the first stitches. Count 14 stitches after it. Insert 1 marker in the next stitch. Count 53 stitches from it. Insert 1 marker in the next stitch. Count 14 stitch after it. Insert 1 marker in the next stitch, there are 41 stitches left: 1+14+1+53+1+14+1+41 = 126 stitches. The marker in the neck is for measuring the piece from there, as stated in the text; use a different colour if possible to not confuse it. Happy knitting!
23.09.2024 - 01:46
Lilia skrifaði:
Czy oczka raglanowe sa czescia schematu? Np. w schemacie A2 w pierwszym rzedzie jest zaznaczone, by zrobic narzut i przerobic 4 oczka. Czy ten narzut jest w takim razie oczkiem raglanowym?
21.09.2024 - 11:42DROPS Design svaraði:
Witaj Lilio, oczka reglanów (4 oczka z markerem) nie są częścią schematu, ale już dodawane oczka na reglany są uwzględnione w schemacie. Pozdrawiamy!
24.09.2024 - 08:55
Diane Scraire skrifaði:
Bonjour , Est-ce que vous pourriez m'expliquer que veut dire A3/ point de riz. Parce que pour moi point de riz ce fait 1 endroit, 1envers sur le premier rang et 1 envers,1endroit sur le deuxième rang et on répète ces deux rangs . Je ne comprend pas A3 /point de riz
08.09.2024 - 16:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Diane, le diagramme A.3 est ici une variante fantaisie du point de riz, vous tricoterez des mailles envers à espace réguliers entre les mailles endroit. Bon tricot!
09.09.2024 - 10:32
TAG skrifaði:
Hvis jeg har forstått oppskriften riktig, er det flere masker foran enn bak. Hvorfor det? Er det fordi flettene/strukturstrikk blir smalere?
03.09.2024 - 06:00DROPS Design svaraði:
Hej, ja det stemmer, snoningerne bruger flere masker, da de trækker arbejdet sammen :)
06.09.2024 - 09:52
Echo River#echoriversweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Daisy eða DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, köðlum, áferðamynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 252-16 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Lykkjufjöldinn í A.1 er breytilegur, en er alltaf talinn sem 6 lykkjur. Lykkjufjöldinn í A.6 er breytilegur, en er alltaf talinn sem 45 lykkjur. Finndu þína stærð og byrjaðu á örinni sem tilgreind er (á við A.4, A.5a og A.7a). LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan: Á UNDAN LASKALYKKJU: Lyftið uppslættinum frá vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur. Á EFTIR LASKALYKKJU: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með merki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt (merkið situr í þessari lykkju), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn tvöfaldur að röngu og saumaður niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 106-110-114-118-122-130 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Daisy eða DROPS Lima. Skiptið yfir á hringprjón 3 (fitjað er upp á grófari prjóna til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Setjið 1 merki í byrjun umferðar og prjónið í hring þannig: Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir fyrstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur, prjónið A.1, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir næstu 47-49-51-53-55-59 lykkjur, prjónið A.1, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir næstu 42-44-46-46-48-52 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 8 cm – stillið af að síðasta umferð sé önnur umferð í A.1. Síðar á að brjóta kant í hálsmáli inn að röngu og við frágang þá verður kantur í hálsmáli ca 4 cm. Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið brugðið yfir fyrstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur, prjónið A.1 eins og áður, prjónið brugðið yfir næstu 47-49-51-53-55-59, prjónið A.1 eins og áður, prjónið brugðið yfir síðustu 42-44-46-46-48-52. Prjónið síðustu umferð í kanti í hálsmáli þannig: Prjónið fyrstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur slétt, prjónið A.1 eins og áður, prjónið slétt yfir næstu 47-49-51-53-55-59 lykkjur jafnframt er aukið út um 16-14-20-22-20-16 lykkjur jafnt yfir þær (= 63-63-71-75-75-75 lykkjur), prjónið A.1 eins og áður, prjónið næstu 5-5-5-7-7-7 lykkjur slétt, prjónið síðustu 37-39-41-39-41-45 lykkjur slétt JAFNFRAMT er aukið út um 4-2-4-6-4-0 lykkjur jafnt yfir þær (= 41-41-45-45-45-45 lykkjur) = 126-126-138-146-146-146 lykkjur. Byrjum umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 43-43-47-51-51-51 lykkjur í umferð (= ca miðja að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Prjónið síðan með hringprjón 4. Nú eru 4 merki sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkin eru sett í slétta lykkju og þessar lykkjur kallast nú fyrir laskalykkjur og eru prjónaðar í sléttprjóni. Setjið 1. merki í fyrstu lykkju, teljið 14-14-14-18-18-18 lykkjur (= ermi, A.1 situr í miðju af þessum lykkjum). Setjið 2. merki í næstu lykkju, teljið 53-53-61-61-61-61 lykkjur (= framstykki). Setjið 3. merki í næstu lykkju, teljið 14-14-14-18-18-18 lykkjur (= ermi, A.1 situr í miðju af þessum lykkjum). Setjið 4. merki í næstu lykkju, það eru eftir 41-41-45-45-45-45 lykkjur á eftir síðasta merki (= bakstykki). Nú er prjónað MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan, JAFNFRAMT er aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 laskalykkjur – lesið útskýringu að ofan. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið laskalykkju, * prjónið A.2, prjónið A.3 yfir næstu 0-0-0-2-2-2 lykkjur, prjónið A.1, prjónið A.4 – byrjið á tilgreindri ör (= ermi) *. Prjónið laskalykkju, prjónið A.5a, A.6, A.7a, prjónið laskalykkju (= framstykki), prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar (= ermi). Prjónið laskalykkju, prjónið A.2, haldið áfram með A.3 / perluprjón að næstu laskalykkju, aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu (= bakstykki). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð – þegar mynsturteikning A.2 og A.4 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, heldur útaukning áfram og perluprjón / A.3 á sama hátt yfir ermar og bakstykki og nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar mynsturteikning A.5a og A.7a hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.5x og A.7x yfir þessar lykkjur JAFNFRAMT sem síðan er aukið út með A.5b og A.7b hvoru megin við framstykki. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Aukið út fyrir laskalínu alls 29 sinnum í öllum stærðum (= 58 umferðir prjónaðar) = 368-368-376-384-384-384 lykkjur. Nú er útaukningu fyrir ermar lokið, en haldið áfram að auka út fyrir laskalínu á framstykki og bakstykki í annarri hverri umferð 0-2-4-6-8-12 sinnum til viðbótar (= 4 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð) = 368-376-392-408-416-432 lykkjur í umferð. Þegar útaukningu fyrir A.5b og A.7b er lokið (fjöldi útaukninga í hverri stærð er merkt í mynsturteikningu), prjónið A.3 / perluprjón eins og áður yfir þessar lykkjur. Prjónið síðan mynstur eins og áður án þess að auka út þar til stykkið mælist 21-23-24-25-27-30 cm frá merki eftir kanti í hálsmáli – stillið af að síðasta umferð sé síðasta umferð í A.1. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT þegar næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið laskalykkju slétt (= tilheyrir bakstykki), setjið næstu 72-72-72-76-76-76 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 3-7-11-15-23-27 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 123-127-135-139-143-151 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 72-72-72-76-76-76 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 3-7-11-15-23-27 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 100-104-112-116-120-128 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 230-246-270-286-310-334 lykkjur. Setjið 1 merki í aðra hliðina á stykkinu (= í miðju af 3-7-11-15-23-27 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi). Prjónið slétt fram að merki, umferðin byrjar í lykkju með merki og prjónað er í hring. Nýjar lykkjur undir ermi ásamt laskalykkjum eru prjónaðar inn í mynstur A.3 / perluprjón (mynstrið gengur upp undir ermi á milli framstykkis og bakstykkis). Haldið áfram að prjóna mynstur eins og áður hringinn á öllu fram- og bakstykkinu þar til stykkið mælist 46-48-50-50-52-54 cm frá merki mitt að framan – stillið af að síðasta umferð sé annað hvort 3. eða 8. umferð í A.6. Skiptið yfir á hringprjón 3, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 22-26-28-32-38-46 lykkjur jafnt yfir bakstykki í umferð 1 = 252-272-298-318-348-380 lykkjur. Þegar stroff mælist 5-5-5-6-6-6 cm fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 51-53-55-56-58-60 cm frá merki mitt að framan og ca 54-56-58-60-62-64 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 72-72-72-76-76-76 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 4 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 3-7-11-15-23-27 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 75-79-83-91-99-103 lykkjur. Setjið 1 merki í miðju af 3-7-11-15-23-27 nýjum lykkjum undir ermi – umferðin byrjar í þessari lykkju og þessi lykkja er alltaf prjónuð í sléttprjóni. Stillið af að mynstur A.3 og A.1 haldi áfram eins og áður frá berustykki yfir á ermi – mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp undir ermi, en það er mikilvægt að mynstrið verði samhverft hvoru megin við A.1. Prjónið í hring með mynstur eins og áður – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 2-2-2-2-3-2 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 3-2½-2½-2-1½-1½ cm alls 11-12-13-16-18-19 sinnum = 53-55-57-59-63-65 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 38-36-36-35-34-31 cm frá skiptingunni. Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 24-25-26-27-29-30 lykkjur slétt JAFNFRAMT er aukið út um 5-4-5-6-6-7 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 29-29-31-33-35-37 lykkjur), prjónið A.1 eins og áður, prjónið 23-24-25-26-28-29 lykkjur slétt JAFNFRAMT er aukið út um 5-6-7-6-6-7 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 28-30-32-32-34-36 lykkjur) = 63-65-69-71-75-79 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir fyrstu 29-29-31-33-35-37 lykkjur, prjónið A.1, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir síðustu 28-30-32-32-34-36 lykkjur. Haldið svona áfram hringinn með stroff þar til stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm – stillið af að síðasta umferð sé síðasta umferð í A.1. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-41-41-41-40-37 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #echoriversweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 252-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.