Smids skrifaði:
Kon de opmerkingen over het patroon niet zien. Maar zag net dat een voorganger het ook had opgemerkt. Denk ook dat zij de juiste oplossing heeft.
20.05.2024 - 10:19
Smids skrifaði:
Bij de tekens van het telpatroon staat waarschijnlijk een foute verklaring. Bij de verklaring van de driehoek staat 1 steek afhalen 1 breien en dan de afgehaalde steek erover afhalen. Ik denk dat het 2 stekken afhalen 1 steek breien en dan 2 steken overhalen moet zijn. Dan kloppen de omslagen van die rij ook.
20.05.2024 - 10:15
Nicole skrifaði:
De vertaling van het zwartje driehoekje klopt niet. Het zou 'haal 1 steek recht af, 2 recht samen en haal de afgehaalde steek over de samengebreide steken' moeten zijn.
14.05.2024 - 18:31
Marlene Magareth Arentsen Otey skrifaði:
Me encantó este modelo...me encantaría tejerlo
10.05.2024 - 02:34
Ursula Banzhaf skrifaði:
In der Anleitung steht vor dem unteren Bündchen Mädchen zunehmen,bevor man auf die dünneren Nadeln wechselt.meine Frage:sollte man nicht die Maschenzahl wie angegeben,abnehmen bevor man das Bündchen strickt?
03.05.2024 - 10:13DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Banzhaf, ja so viele Maschen muss man vor dem Bündchen zunehmen, damit das untere Rand nicht der Pullover zusammenzieht, da man mehr Maschen für Rippenmuster mit kleineren Nadeln als für glattrechts mit grösseren Nadeln für dieselbe Breite braucht. Viel Spaß beim Stricken!
03.05.2024 - 13:08
Concetta La Scala skrifaði:
Io ho 24 maglie. Posso farlo lo stesso. Grazie
02.05.2024 - 21:12DROPS Design svaraði:
Buonasera Concetta, deve lavorare con il numero di ferri che le permette di ottenere il campione indicato. Buon lavoro!
03.05.2024 - 16:33
Concetta La Scala skrifaði:
Io ho 24 maglie. Posso farlo lo stesso. Grazie
02.05.2024 - 19:53DROPS Design svaraði:
Buonasera Concetta, deve lavorare con il numero di ferri che le permette di ottenere il campione indicato. Buon lavoro!
03.05.2024 - 16:34
Nonne skrifaði:
Heather
21.01.2024 - 13:34
Heike skrifaði:
Brombeertupfer
18.01.2024 - 17:42
Plum Love#plumlovetop |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með stuttum ermum úr DROPS Muskat. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-29 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING (á við um berustykki): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 30) = 3,6. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 3. og 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um í hliðum á fram- og bakstykki): Byrjið 4 lykkjum á undan merkiþræði, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 4 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr mitt í þessum 4 lykkjum), prjónið 2 lykkjur slétt saman (2 lykkjur færri). I-CORD AFFELLING: Í lok umferðer og eftir að síðasta lykkjan í umferð hefur verið prjónuð: Fitjið upp 3 nýjar lykkjur á hægri prjón frá réttu. Lyftir þessum 3 nýju lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sitji 3 lykkjum inn á vinstri prjóni (þegar prjónað er þá herðir þráðurinn á stykkinu, þannig að það myndast lítil snúru kantur). UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. UMFERÐ 2 (rétta): Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið UMFERÐ 2 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið eitt lítið spor sem bindur saman byrjun og lokin á I-cord kantinn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Hálsmál og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan og er prjónað ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka er lykkjum skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Ermar eru síðan prjónaðar niður í hring á hringprjóna. Kantur í hálsmáli er brotin tvöfalt að röngu og saumaður niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 110-114-118-122-126-134 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Muskat. Skiptið yfir á hringprjón 3 (lykkjur eru fitjaðar upp á grófari prjóna til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegri). Prjónið 1 umferð slétt. Síðan er prjónað stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 9 cm. Síðar á að brjóta kant í hálsmáli saman þannig að hann verði tvöfaldur og við frágang verður kantur í hálsmáli ca 4 cm. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 merki í umferð. Berustykkið er núna mælt frá þessu merki. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 30-32-36-40-42-44 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING = 140-146-154-162-168-178 lykkjur. Síðan er prjónað sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar berustykkið mælist 3-3-4-4-5-6 cm frá prjónamerki, aukið út 31-34-38-42-45-50 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 171-180-192-204-213-228 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til berustykkið mælist 4-4-5-5-6-7 cm frá prjónamerki. Nú er prjónað MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan, þ.e.a.s. A.1 er prjónað alls 57-60-64-68-71-76 sinnum hringinn á berustykki. Haldið svona áfram með mynstur. Jafnframt í hverri umferð merktri með ör í A.1, eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING. Ör-1: Aukið út 39-40-48-56-57-62 lykkjur jafnt yfir = 210-220-240-260-270-290 lykkjur. Ör-2: Aukið út 42-47-51-55-66-70 lykkjur jafnt yfir = 252-267-291-315-336-360 lykkjur. Ör-3: Aukið út 44-53-53-61-64-72 lykkjur jafnt yfir = 296-320-344-376-400-432 lykkjur. Ör-4: Aukið út 4-8-8-12-12-16 lykkjur jafnt yfir = 300-328-352-388-412-448 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, mælist berustykkið ca 18-18-19-19-22-23 cm frá merki. Prjónið síðan sléttprjón þar til berustykkið mælist 19-20-22-23-25-27 cm frá merki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 46-51-54-59-64-71 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 58-62-68-76-78-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 92-102-108-118-128-142 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 58-62-68-76-78-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 46-51-54-59-64-71 lykkjur í sléttprjóni (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er núna stykkið mælt frá! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 200-220-236-256-280-308 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið á fram- og bakstykki mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum. Það eru 100-110-118-128-140-154 lykkjur á milli merkiþráða. Látið merkiþræðina fylgja með í stykkinu, merkiþræðirnir eru notaðir þegar fækka á lykkjum í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 5-5-5-7-7-7 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við báða merkiþræðina – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverjum 5-5-5-7-7-7 cm alls 3-3-3-2-2-2 sinnum = 188-208-224-248-272-300 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 20-21-21-22-22-22 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 39-44-44-50-56-60 lykkjur jafnt yfir = 228-252-268-298-328-360 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl. ERMAR: Setjið 58-62-68-76-78-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / hringprjóna 4. Prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 66-70-78-86-90-94 lykkjur. Setjið 1 merki mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi. Byrjið umferð við merkið og prjónið sléttprjón hringinn í 6-5-4-3-3-2 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-8-6-6-2-0 lykkjur jafnt yfir = 58-62-72-80-88-94 lykkjur. Fellið af með I-CORD – lesið útskýringu að ofan. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #plumlovetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.