Hélène skrifaði:
Je désire faire ce pull pour moi qui sera une première en tricotant aux aiguilles circulaire car j'ai toujours tricote aux aiguilles droites ce pull est je pense pas trop compliqué .Hélène
15.11.2024 - 19:01
Mari Carmen Ramírez Sarmiento skrifaði:
Me gustaría saber cómo se hace el agujerito de la manga ranglan, que pasos hay que seguir, gracias
05.11.2024 - 18:01
Mari Carmen Ramírez skrifaði:
Me gustaría saber cómo se hace el agujerito de la manga ranglan, que pasos hay que seguir, gracias
05.11.2024 - 12:23
Line skrifaði:
Je ne trouve pas l'explication pour Diminutions-2 ? Merci à l'avance pour la réponse.
13.10.2024 - 01:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Line, simple faute de frappe désolée, le -2 n'a pas lieu d'être et a été effacé, merci pour votre retour. Bon tricot!
14.10.2024 - 08:28
Line skrifaði:
J'aimerais savoir: au moment où je suis à tricoter pour la séparation des 2 côtés je fais grandeur "M", j'ai donc 20 cm. Est-ce que je dois mettre les mailles du dos sur un fil en attente durant que je tricote le devant avec les indications du I-CORD ? merci
22.09.2024 - 15:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Line, vous pouvez effectivement mettre les mailles du dos en attente et tricoter ainsi les côtes en bas du devant jusqu'à la fin. Bon tricot!
23.09.2024 - 08:33
Line skrifaði:
Pour le: échantillon est--ce avec une aiguille 3.5 ou 5 cm ? Merci beaucoup
13.09.2024 - 06:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Line, l'échantillon se tricote avec les aiguilles 5 (mais 5 mm, pas 5 cm). Bon tricot!
13.09.2024 - 09:36
Line skrifaði:
Je ne compte pas l'explication du "Raglan". Est-ce que l'on augmente avant le marqueur ou après. Est-ce que on augmente avant pour le dos devant et après pour les manches ? Merci de me donner le lien pour le vidéo.
07.09.2024 - 17:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Line, les augmentations du raglan se font soit avant + après, soit avant/ soit après les 2 mailles jersey (le marqueur se trouve entre ces 2 mailles) des raglans; vous allez ainsi augmenter après le fil marqueur + avant le fil marqueur au début des manches, du dos et du devant, mais vous augmentez à un rythme différent pour le devant/le dos et pour les manches, autrement dit, vous augmentez d'abord alternativement 8 mailles (dos, devant et manches) et 4 mailles (dos et devant seulement) puis vous augmenterez 8 mailles (dos, devant et manches) en fonction de la taille. Bon tricot!
09.09.2024 - 09:45
Natalia skrifaði:
Hola quería saber si hay video tutorial paso a paso para tejer
15.05.2024 - 17:36DROPS Design svaraði:
Hola Natalia, todos los videos relevantes para realizar esta labor están indicados en el encabezado videos al inicio del patrón. No hay un tutorial completo paso a paso para este patrón.
19.05.2024 - 23:11
Sia skrifaði:
Det står att man ska öka mellan andra och tredje markören ( framstycke ) och sedan mellan tredje och första markören ( bakstycke ). Dock så är väl bakstycket mellan fjärde och första markören?
22.04.2024 - 19:45DROPS Design svaraði:
Hej Sia, du har højre ærme mellem 1. og 2. mærke - forstykket mellem 2. og 3. mærke - venstre ærme mellem 3. og 4. mærke - rygstykket mellem 4. og 1.mærke. Tak for info, det er opdateret :)
23.04.2024 - 14:42
Berit Heggeseth skrifaði:
Hvordan får jeg tak i oppskriften, ser den er gratis men får ikke lastet den ned. Har bestilt garn hos dere.
05.04.2024 - 07:40DROPS Design svaraði:
Hej Berit, jo den ligger online på nettet, så du går bare ind på selve opskriften. Du kan også klikke på symbolet for printer og laste den ned som pdf eller skrive ud hvis du hellere vil det :)
05.04.2024 - 10:48
Sand Valley#sandvalleysweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Bomull-Lin eða DROPS Paris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu, ¾ löngum ermum og klauf í hliðum með I-cord. Stærð XS - XXL.
DROPS 248-12 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju á undan/eftir 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (merkiþræðirnir sitja á milli þessa 2 lykkja). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt (það á að myndast gat). I-CORD: FYRSTU 2 LYKKJUR: Prjónið í hverri umferð þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. SÍÐUSTU 2 LYKKJUR: Prjónið í hverri umferð þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Hálsmál og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá hægri öxl, ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka er lykkjum skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Stykkinu er skipt fyrir klauf í hvorri hlið, síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru síðan prjónaðar niður á við í hring á sokkaprjóna / hringprjóna. Kantur í hálsmáli er brotin tvöfalt að röngu og saumaður niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 96-96-104-112-120-120 lykkjur á hringprjón 5. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 (lykkjur eru fitjaðar upp á grófari prjóna til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff þannig: * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 11 cm. Síðar er kantur í hálsmáli brotinn inn að röngu og við frágang þá verður kantur í hálsmáli ca 5 cm. Setjið 1 merki í þessa umferð, berustykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Setjið 4 merkiþræði í stykkið eins og útskýrt er að neðan. Merkiþræðirnir eru settir í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar og merkiþræðirnir eru notaðir þegar auka á út fyrir laskalínu. Setjið fyrsta merkiþráðinn í byrjun umferðar, teljið 20-20-20-24-24-24 lykkjur (hægri ermi), setjið 2. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, teljið 28-28-32-32-36-36 lykkjur (framstykki), setjið 3. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, teljið 20-20-20-24-24-24 lykkjur (vinstri ermi), setjið 4. merkiþráðinn á undan næstu lykkju – það eru 28-28-32-32-36-36 lykkjur í umferð á eftir síðasta merkiþræðinum (bakstykki). Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 2-6-6-6-6-8 lykkjur jafnt yfir á milli 2. og 3. merkiþráða (framstykki) og 2-6-6-6-6-8 lykkjur jafnt yfir á milli 4. og 1. merkiþráða (bakstykki) – lesið ÚTAUKNING = 100-108-116-124-132-136 lykkjur. Síðan er prjónað sléttprjón jafnframt því sem aukið er út fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð á framstykki og bakstykki og í 4. hverri umferð á ermum (í fyrsta skipti sem aukið er út, er aukið út hvoru megin við alla merkiþræðina, í næsta skipti sem aukið er út, er einungis aukið út hvoru megin á framstykki/bakstykki). Aukið svona út alls 22-20-20-24-24-26 sinnum á framstykki/bakstykki og 11-10-10-12-12-13 sinnum á ermum = 232-228-236-268-276-292 lykkjur. Haldið áfram með útaukningu í annarri hverri umferð, en nú er aukið út hvoru megin við 4 merkiþræðina (bæði á framstykki/bakstykki og ermum) alls 0-3-4-2-4-4 sinnum = 232-252-268-284-308-324 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 20-21-22-24-25-27 cm frá merki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Setjið fyrstu 42-46-48-52-56-58 lykkjur á þráð fyrir ermi (lykkjur á milli 1. og 2. merkiþráða), fitjið upp 8-8-10-12-14-16 nýjar lykkjur í umferð (í hlið undir ermi), prjónið 74-80-86-90-98-104 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 42-46-48-52-56-58 lykkjur á þráð fyrir ermi (lykkjur á milli 3. og 4. merkiþráða), fitjið upp 8-8-10-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 74-80-86-90-98-104 lykkjur í sléttprjóni (bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 164-176-192-204-224-240 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið á fram- og bakstykki – mitt í 8-8-10-12-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið merkiþræðina fylgja áfram með í stykkinu – merkiþræðirnir eru notaðir þegar stykkinu er skipt upp fyrir klauf í hvorri hlið. Prjónið fram að fyrri merkiþræði, umferðin byrjar hér. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 18-19-20-19-20-20 cm frá skiptingu. Nú skiptist stykkið við báða merkiþræðina, þannig að það verður klauf í hvorri hlið og hvor hlið er prjónuð til loka fyrir sig. FRAMSTYKKI: = 82-88-96-102-112-120 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 36-38-38-44-46-50 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 118-126-134-146-158-170 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 2 lykkjur I-CORD – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 2 lykkjur I-cord. Haldið svona áfram fram og til baka í 8 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykki. ERMAR: Setjið 42-46-48-52-56-58 lykkjur af þræði í annarri hliðinni á stykki á sokkaprjóna / hringprjóna 5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 50-54-58-64-70-74 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 8-8-10-12-14-16 lykkjur undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingunni, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 1-1-2-3-4-5 sinnum = 48-52-54-58-62-64 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 18-20-20-19-18-17 cm frá skiptingu. Nú eru eftir 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-8-10-10-10-12 lykkjur jafnt yfir = 56-60-64-68-72-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca 22-24-24-23-22-21 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sandvalleysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.