Joelle TAN skrifaði:
Bon jour en lisant l'explication de ce model, que veut dire : AVEC I-CORD ? serait il possible de mettre en video la mise en place des bordure avec le dos et les devant ? merci
08.03.2024 - 11:42DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tan, les 2 mailles I-cord des bordures des devants se tricotent comme on le montre dans cette vidéo en début/en fin de rang, pour la bordure d'encolure des devants. Bon tricot!
08.03.2024 - 13:39
Jette Overgaard skrifaði:
I beskrivelsen af bærestykket passer maskeantallet ikke. I str. M har man 111 masker, men ifølge beskrivelsen bruger man kun 101 masker og har således 10 masker tilovers?
06.03.2024 - 09:12DROPS Design svaraði:
Hei Jette Når du skal starte på bærestykket har du 111 masker (str. M) og på første pinne strikker du slik: 6 stolpemasker, A.1 (=1 maske), 2 masker retstrik, 2 rett, Øk 1 maske til raglan, 20 masker glattstrikk, øk 1 maske til raglan, 2 rett, 2 masker retstrik, A,2 (=10 masker), A.3 over de neste 20 maskene, A.4 (=11 masker), 2 masker retstrik, 2 rett, øk 1 maske til raglan, 20 masker glattstrikk, øk 1 maske til raglan, 2 rett, 2 masker retstrik, A.1 (=1 maske), 6 stolpemasker som før. Bare med tall (og uten raglanøkning) = 6+1+2+2+20+2+2+10+20+11+2+2+20+2+2+1+6=111 masker, slik det står beskrevet i oppskriften. mvh DROPS Design
11.03.2024 - 09:36
María Dolores Martín skrifaði:
Podrían explicar cómo continúa el patrón A .2- A.3- A.4 en la espalda después de la repetición A.3. o añadir una fotografía del suéter por la espalda. Talla XXXL Tal vez en la espalda no sigue la misma frecuencia que A.1?. Gracias
05.03.2024 - 12:29DROPS Design svaraði:
Hola María Dolores, todas las fotos que disponemos de este patrón están colgadas en esta página web. De todas formas, la espalda y el delantero se trabajan igual y todo junto en una pieza, en redondo. Trabajas A.2-A.3-A.4 sobre todo el canesú, de forma igual en el delantero y espalda hasta dividir para el cuerpo y las mangas y después trabajas A.5 sobre todos los puntos del cuerpo.
10.03.2024 - 20:18
Tiina Johansson skrifaði:
Jag får inte bakstycket att stämma i antal maskor, under delen "OK". Jag får det till att et ska vara 36 maskor totalt på bakstycket om jag stickar 2 m, A2,A3 =20m, A4=12m, 2m, Det står att det ska vara 45 m på nedersta raden. Vad gör jag för fel. Vänligen Tiina Johansson
04.03.2024 - 22:26DROPS Design svaraði:
Hej Tiina. Du stickar såhär: 2 m + 10 m (=A.2) + 20 m (A.3x2) + 11 m (A.4) + 2 m =45 m. Mvh DROPS Design
05.03.2024 - 07:50
Ineke Van Der Meer skrifaði:
Kan dit patroon ook op gewone breinaalden gebreid worden? Ik ben 69 jaar en altijd op gewone breinaalden gebreid Ik kan nl. niet breien met rondbreinaalden.
04.03.2024 - 14:01DROPS Design svaraði:
Dag Ineke,
Om een patroon aan te passen om op rechte naalden te breien hebben we een instructie gemaakt. Deze vind je hier. Het is helaas niet geschikt voor alle patronen.
05.03.2024 - 22:48
María Dolores Martín skrifaði:
Por favor, al corregir el patrón de calados deben corregir también el recuento de puntos para que al dividir cuerpo y mangas no haya errores. Gracias
04.03.2024 - 13:19
Michèle ERHEL skrifaði:
Bonjour, que voulez-vous dire "quand on porte le top ? et serait-il possible d'avoir un tuto pour la bordure avec i-cord? Par avance merci
26.02.2024 - 13:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Erhel, les bordures devant droit/gauche sont considérées droite/gauche quand on porte le top et pas quand il est posé à plat. Une correction viendra probablement pour la bordure, mais vous pouvez d'ores et déjà regarder cette vidéo pour savoir comment tricoter les 2 mailles I-cord en début / en fin de rang. Bon tricot!
26.02.2024 - 14:14
Delphine skrifaði:
Bonjour. Je suis d'accord avec Dam, il y a un problème avec le nombre de mailles dans les explications du i-cord. Je pense qu'il y a aussi une erreur dans le diagramme A2: il manque un jeté à la fin du 3ème et du 5ème rang. Merci de me dire si c'est moi qui me trompe.
25.02.2024 - 15:47
Boutenaigre skrifaði:
Très joli pull très doux agréable à porter j'aime beaucoup
22.02.2024 - 07:55
Dam skrifaði:
Hi Drops team! The numbers of stitches for the bands provided in the description don't seem to match. Could you please clarify which number is correct? RIGHT BAND WITH I-CORD: RIGHT SIDE: Work 10 garter stitches, slip 1 stitch purl-wise with strand in front, knit 1. --> That makes 12 sts in total, however further in the description there is: RIGHT BAND (when the garment is worn): Cast on 11 stitches with circular needle size 4 mm. --> only 11 sts
21.02.2024 - 14:42DROPS Design svaraði:
Dear Dam, we will check this with the design department and get back to you as soon as possible. Happy knitting!
26.02.2024 - 23:01
Sand Diamond#sanddiamondsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Daisy eða DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, v-hálsmáli, gatamynstri og ¾ löngum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-6 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð í A.1. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Prjónið 9 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 9 lykkjur í garðaprjóni. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 9 lykkjur í garðaprjóni. RANGA: Prjónið 9 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir (á undan lykkju með merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt (merkiþráðurinn situr í þessari lykkju), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Þegar V-hálsmál hefur verið prjónað til loka, er prjónað í hring. Byrjað er á að prjóna 2 lausa kanta að framan. Lykkjur eru fitjaðar upp fyrir hálsmáli á milli lausu kantana að framan og prjónað er fram og til baka. Berustykkið er prjónað ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Eftir fram- og bakstykki eru ermar prjónaðar niður á við í hring á hringprjóna / sokkaprjóna. Kantar að framan frá hvoru framstykki eru saumaðir saman, saumur = mitt að aftan, kantar að framan eru saumaðir við lykkjur í kringum hálsmál. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 11 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Daisy eða DROPS Merino Extra Fine. Prjónið HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 4 cm, prjónið 2 fyrstu lykkjur frá réttu slétt saman, fækkið lykkjum svona í 3. hverjum cm alls 5 sinnum = 6 kantlykkjur að framan. Haldið áfram þar til kantur að framan mælist 21-21-21-23-23-23 cm, endið eftir 1 umferð slétt frá röngu. Klippið þráðinn og leggið stykkið til hliðar. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 11 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Daisy eða DROPS Merino Extra Fine. Prjónið VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 4 cm, prjónið 2 síðustu lykkjur frá réttu slétt saman, fækkið lykkjum svona í 3. hverjum cm alls 5 sinnum = 6 kantlykkjur að framan. Haldið áfram þar til kantur að framan mælist 21-21-21-23-23-23 cm, endið eftir 1 umferð slétt frá réttu, en ekki klippa þráðinn. Nú eru fitjaðar upp 99-99-99-113-113-113 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar, síðan eru prjónaðar 6 lykkjur frá hægri kanti að framan inn í umferð = 111-111-111-125-125-125 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu yfir allar lykkjur, prjónið brugðið yfir nýjar 99-99-99-113-113-113 lykkjur og haldið áfram með kantlykkjur að framan eins og áður yfir 6 lykkjur í hvorri hlið. UPPLÝSINGAR ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: Á framstykki og bakstykki er prjónað gatamynstur eins og útskýrt er í mynsturteikningu, á framstykki fyrst eftir A.1, síðan A.2, A.3 og A.4. Á bakstykki er prjónuð mynsturteikning A.2, A.3 og A.4. Útaukning fyrir V-hálsmáli og laskalínu er teiknuð í mynsturteikningu. Þegar A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið 1 mynstureiningu til viðbótar af A.3 á milli A.2 og A.4. Á ermum er prjónað sléttprjón og aukið út eins og útskýrt er í LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan. Aukið út innan við 2 lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið á ermum. Aukið út í annarri hverri umferð 4-3-2-11-7-6 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 10-13-13-12-14-17 sinnum = 14-16-15-23-21-23 útaukningar í hvorri hlið á hvorri ermi. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan eins og áður, A.1, 2 lykkjur í garðaprjóni – lesið útskýringu að ofan (= vinstra framstykki), 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan, 20-20-20-22-22-22 lykkjur sléttprjón, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, 2 lykkjur slétt (= vinstri ermi), 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 20-20-20-30-30-30 lykkjur, A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni (= bakstykki), 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, 20-20-20-22-22-22 lykkjur sléttprjón, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, 2 lykkjur slétt (= hægri ermi), 2 lykkjur í garðaprjóni, A.1, 6 kantlykkjur að framan eins og áður (= hægra framstykki). Það eru 9 lykkjur á hvoru framstykki, 26-26-26-28-28-28 lykkjur á hvorri ermi (ásamt uppslætti og 2 lykkjur sléttprjón í hvorri hlið) og það eru 45-45-45-55-55-55 lykkjur á bakstykki. Haldið áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu eins og útskýrt er að ofan. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 39-39-39-49-49-49 lykkjur á hvoru framstykki og 75-75-75-95-95-95 lykkjur á bakstykki. Klippið þráðinn. Það á nú að prjóna áfram hringinn yfir allar lykkjur. Færið lykkjurnar yfir á hægri prjón og prjónið án þess að prjóna þær, umferðin á nú að byrja í skiptingunni á milli bakstykkis og hægri ermi (á milli 2 lykkja í garðaprjóni og 2 lykkjur slétt). Prjónið síðan þannig: Prjónið slétt og aukið út yfir lykkjur á hægri ermi eins og áður, prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið yfir fyrstu 33-33-33-43-43-43 lykkjur frá hægra framstykki, setjið næstu 4 lykkjur á hjálparprjón framan við stykkið (= allar lykkjur frá hægra framstykki hafa nú verið prjónaðar eða settar á hjálparprjón), prjónið næstu 4 lykkjur saman 2 og 2 (= þetta eru 4 fyrstu lykkjur frá vinstra framstykki), prjónið 2 fyrstu lykkjur af hjálparprjóni slétt saman og prjónið 2 lykkjur slétt af hjálparprjóni (nú hefur fækkað um 3 lykkjur mitt að framan), prjónið yfir næstu 33-33-33-43-43-43 lykkjur af vinstra framstykki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út yfir lykkjur frá vinstri ermi eins og áður, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.2, prjónið A.3 yfir næstu 50-50-50-70-70-70 lykkjur, A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni. Fyrsta umferð í A.2, A.3 og A.4 hefur nú verið prjónað á bakstykki og á framstykki. Síðan er prjónað þannig: Byrjið í umferð 2 í mynsturteikningu A.2, A.3 og A.4 og prjónið hringinn yfir allar lykkjur. Prjónið slétt og aukið út eins og áður yfir lykkjur frá hægri ermi, 2 lykkjur í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, A.2, A.3 yfir næstu 50-50-50-70-70-70 lykkjur, A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið slétt og aukið út eins og áður yfir lykkjur á vinstri ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.2, prjónið A.3 yfir næstu 50-50-50-70-70-70 lykkjur, A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram með mynstur og útaukningu með þessum hætti þar til prjónaðar hafa verið 1-2-2-1-1-2 mynstureiningar með A.2, A.3 og A.4 yfir A.1. Nú eru 85-95-95-105-105-115 lykkjur á framstykki/bakstykki og 52-56-54-72-68-72 lykkjur á hvorri ermi, alls 274-302-298-354-346-374 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 23-27-27-32-32-36 cm frá öxl. Stærð M-L-XL-XXL og XXXL líkur hér, lestu áfram frá SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: STÆRÐ S: Nú á að prjóna mynstureiningu á hæðina, án þess að auka út. Prjónið þannig: Prjónið slétt yfir lykkjur frá hægri ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.3 yfir næstu 70 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.3, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið slétt yfir lykkjur frá vinstri ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.3 yfir næstu 70 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.3, 2 lykkjur í garðaprjóni. Stykkið mælist ca 27 cm frá öxl. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR – ALLAR STÆRÐIR: Setjið fyrstu 52-56-54-72-68-72 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 15-15-25-15-25-25 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið slétt yfir næstu 85-95-95-105-105-115 lykkjur (framstykki), setjið næstu 52-56-54-72-68-72 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 15-15-25-15-25-25 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið slétt yfir síðustu 85-95-95-105-105-115 lykkjur (bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 200-220-240-240-260-280 lykkjur. Byrjið í 14-2-2-2-2-2 umferð í A.5 og prjónið hringinn yfir allar lykkjur. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist ca 16-18-20-16-18-16 cm, stillið af eftir heila eða hálfa mynstureiningu af A.5 á hæðina. Prjónið síðan með hringprjóni 3, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið), jafnframt því sem aukið er út um 42-42-48-48-48-58 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 242-262-288-288-308-338 lykkjur. Þegar stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm, fellið af, peysan mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl. ERMAR: Setjið 52-56-54-72-68-72 lykkjur frá ermi af öðrum þræðinum á hringprjón 4, prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 15-15-25-15-25-25 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 67-71-79-87-93-97 lykkjur. Setjið 1 merki í miðju af 15-15-25-15-25-25 lykkjum undir ermi – umferðin byrjar á undan lykkju með merki. Prjónið sléttprjón hringinn – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingunni, er lykkjum fækkað mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA, endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-6-6-6 cm = 63-67-75-83-89-93 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 15-16-17-12-13-10 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 13-13-15-17-19-19 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 76-80-90-100-108-112 lykkjur. Fellið af þegar stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. FRÁGANGUR: Kantar að framan frá hvoru framstykki eru saumaðir saman – saumur = mitt að aftan, saumið síðan kanta að framan við lykkjur í kringum hálsmál. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sanddiamondsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.