Karin skrifaði:
Question pour les manches : faut-il continuer les augmentations au début de A1 et la fin de A3 ? Ou seulement tricoter le point fantaisie sans augmentations ? Merci d'avance pour votre réponse
11.01.2026 - 14:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Karin, sur les manches vous continuez le point fantaisie sans augmentations. Bon tricot!
11.01.2026 - 16:54
Annie Thiffault skrifaði:
Dans les rangs du point de fantaisie de A1à A3 le rang 7 et le le rang et le 15 rang il n’y a aucune augmentation donc ds les 24 rangs d’augmentation des manches ses deux rangs ne compte pas ds les 24 rangs j’imagine qu’on doit en faire deux de plus pour arriver au bon nombre de mailles à la fin des augmentations?
08.01.2026 - 02:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Thiffault, à chaque fois que l'on tricote les diagrammes A.1 et A.3, on augmente 6 fois, pour augmenter 24 fois pour les manches, vous devrez répéter 4 fois les diagrammes en hauteur (4 x 6 augmentations à chaque motif en hauteur = 24 augmentations au total en hauteur). Bon tricot!
09.01.2026 - 07:47
Helle Morell skrifaði:
Mønster nr 250-1 når man begynder på mønster på ærme. Skal jeg lave omslag lige efter omslaget ved raglandudtaget? Altså 2 omslag (udtag) lige efter hinanden? Strikker derefter a1a2 det er 10 m står der strikkes over 12 m? Strikker a3 så har jeg 6 m tilbage inden raglan?
07.01.2026 - 08:35DROPS Design svaraði:
Hei Helle. Har du husket de 4 maskene i hver raglanlinje med merke i? Det økes med 1 kast før 1. maske med merke (bakstykket), så strikkes masken med merke før økningen i A.1. I arbeidet er det satt 4 merker i en maske = raglanlinjene, og det økes både før og etter disse maskene. mvh DROPS Design
26.01.2026 - 09:44
Fernanda skrifaði:
Estou com dificuldade com o gráfico, sou canhota. Teria que fazer de modo espelhado?
30.12.2025 - 17:18DROPS Design svaraði:
Bom dia, Sim, em princípio, sim. Aconselhamos a que efectue uma pesquisa para encontrar conselhos para quem tricota à esquerda. Bons tricôs!
05.01.2026 - 10:44
Gerli skrifaði:
I'm starting sleeves. (Both sleeves between marks are 19 stiches wright!? ). Then I need to start knitting a sleeve pattern like that: Description is: knit A1, A2, next 12 stiches then A3. As I see it is 13 stiches alltogether. But sleeve having 19 stitches! I don't get it! I started in a middle of a pattern with a row where there is 19 stitches ... Weird
20.12.2025 - 10:49DROPS Design svaraði:
Dear Gerli! Diagram A.2 is knitted over 12 stitches, which means it is repeated twice. 4+12+3 = 19 sts. Happy knitting!
21.12.2025 - 23:04
Perrine skrifaði:
Bonjour, Pour ce modèle, puis je utiliser 1 seul fil , je voudrais mettre ALPACA seulement et ne pas ajouter le KID SILK. Est ce que ça fonctionne pour obtenir les bonnes dimensions? merci Perrine
19.12.2025 - 11:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Perrine, si vous voulez utiliser un seul fil, il vous faudra choisir une laine du groupe de fils C pour garder la même tension, sinon vous devrez tout recalculer sur la base d''1 fil Alpaca. Bon tricot!
19.12.2025 - 17:20
Sylke skrifaði:
Bei der Größe XXL braucht man mindestens 200 g Kid Silk.
25.11.2025 - 07:20DROPS Design svaraði:
Liebe Sylke, hier wird man mit Alpaca und Kid-Silk zusammen stricken = 2-fädig; in XXL braucht man 300 g Alpaca / 50 g das Knäuel = 6 Knäuel je 167 m = insgesamt 1002 m. / 210 m das Knäuel Kid-Silk = 4.77 Knäuel = 5 Knäuel je 25 g = 125 g Kid-Silk. Viel Spaß beim Stricken!
25.11.2025 - 09:17
Ml skrifaði:
Bonjour vos tailles correspondent à quel toir de poitrine ? Merci
18.11.2025 - 13:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Mi, découvrez ici comment trouver votre taille d'après le schéma des mesures en bas de page. Bon tricot!
18.11.2025 - 17:09
Jeanne skrifaði:
Als ik het telpatroon bekijk, zie ik dat er niet elke 2e naald gemeerderd wordt, hoe kun je dan een doorlopend gaten patroon zien aan de overgang mouw/ voor en achter pand.
30.10.2025 - 09:09DROPS Design svaraði:
Dag Jeanne,
De meerderingen die in het telpatroon getekend zijn, zijn voor de mouwen. Op de panden meerder je met gaatjes.
01.11.2025 - 14:59
Johanneke skrifaði:
Bij de verdeling van de mouwen en het lijf staat er bij het eerste deel van het achterpand 38 steken voor maat M. De helft van de eerder genoemde 76 steken. Vervolgens staat bij het tweede deel achterpand 44 steken in maat M. Waar komen die zes extra steken vandaan? Moet dit niet ook 38 zijn?
24.10.2025 - 14:38DROPS Design svaraði:
Dag Johanneke,
Je hebt gelijk, dat klopt inderdaad niet, dat moeten ook 38 steken zijn. Het is aangepast in de beschrijving.
24.10.2025 - 17:36
Remembering Spring#rememberingspringsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöfölum kanti í hálsmáli, laskalínu, gatamynstri og ¾ löngum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 250-1 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á undan/eftir lykkjum með merki. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður á framstykki/bakstykki slétt – þannig að það myndist gat. Uppslátturinn á ermum er prjónaður snúinn slétt – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni á framstykki/bakstykki og inn í gatamynstur á ermum. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað ofan frá og niður í hring á hringprjóna. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka er lykkjum skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Eftir að fram- og bakstykkið hefur verið prjónað eru ermar prjónaðar niður á við í hring á sokkaprjóna / hringprjóna. Kantur í hálsmáli er brotin tvöfalt að röngu og saumaður niður. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-108-114-118-122-126 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði DROPS Alpaca og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Skiptið yfir á hringprjón 3,5 (fitjað er upp á grófari prjóna til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið hringinn í sléttprjóni þar til stykkið mælist ca 2½ til 3 cm. Prjónið 1 umferð brugðið, kantur í hálsmáli er síðar brotinn niður hér. Prjónið hringinn í sléttprjóni þar til kantur í hálsmáli mælist ca 6 cm (= ca 3 cm kantur í hálsmáli þegar hann er brotinn tvöfaldur). Setjið eitt merki í byrjun umferðar (= mitt að aftan), berustykkið er mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Prjónið síðan með hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-10-12-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 94-98-102-106-110-114 lykkjur. Nú eru sett 4 merki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 13-14-15-16-17-18 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 19 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 26-28-30-32-34-36 lykkjur (= framstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 19 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, það eru eftir 13-14-15-16-17-18 lykkjur á eftir síðasta merki (= hálft bakstykki). Í næstu umferð er prjónað MYNSTUR og aukið út fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan og prjónið þannig: Prjónið 13-14-15-16-17-18 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 1 lykkju sléttprjón (1. merki situr í þessari lykkju), prjónið A.1, prjónið A.2 yfir næstu 12 lykkjur, prjónið A.3, prjónið 1 lykkju sléttprjón (2. merki situr í þessari lykkju) (= ermi), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 26-28-30-32-34-36 lykkjur sléttprjón, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu (= framstykki), prjónið 1 lykkju sléttprjón (3. merki situr í þessari lykkju), prjónið A.1, prjónið A.2 yfir næstu 12 lykkjur, prjónið A.3, prjónið 1 lykkju sléttprjón (4. merki situr í þessari lykkju) (= ermi), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 13-14-15-16-17-18 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram hringinn með mynstur, en það er aukið út mismunandi á framstykki/bakstykki og ermum – lestu því næstu kafla ÚTAUKNING ERMAR og ÚTAUKNING FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI að neðan, áður en þú prjónar áfram! ÚTAUKNING ERMAR: Á ermum er aukið út alls 17-20-21-23-24-25 sinnum í hvorri hlið (ásamt útaukningu í fyrstu umferð á eftir kanti í hálsmáli). Útaukning á ermum er teiknuð inn í mynsturteikningu A.1 og A.3. Í hvert skipti sem A.1, A.2 og A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, er pláss fyrri 2 mynstureiningar af A.2 á milli A.1 og A.3. Lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri í hvorri hlið á ermum eru prjónaðar í sléttprjóni. ÚTAUKNING FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI: Á framstykki og bakstykki er aukið út fyrir LASKALÍNA alls 22-24-26-29-33-36 sinnum (ásamt útaukningu í fyrstu umferð á eftir kanti í hálsmáli), aukið er út þannig: Aukið út í hverri umferð alls 0-0-0-0-4-6 sinnum, síðan er aukið út í annarri hverri umferð alls 22-24-26-29-29-30 sinnum. Á EFTIR SÍÐUSTU ÚTAUKNINGU: Þegar öll útaukning hefur verið gerð eru 250-274-290-314-338-358 lykkjur í umferð (70-76-82-90-100-108 lykkjur á framstykki/bakstykki og 55-61-63-67-69-71 lykkjur á ermum (ásamt 1 lykkju með merki í hvorri hlið á ermum). Haldið áfram með mynstur og sléttprjón eins og áður, en nú er prjónað án útaukningar. Lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri í hvorri hlið á ermum eru prjónaðar í sléttprjóni. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 19-23-24-26-27-28 cm frá merki í hálsmáli. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 35-38-41-45-50-54 lykkjur í sléttprjóni (= hálft bakstykki), setjið næstu 55-61-63-67-69-71 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi), prjónið 70-76-82-90-100-108 lykkjur í sléttprjóni (= framstykki), setjið næstu 55-61-63-67-69-71 lykkjur á þráð fyrir ermi, fijtið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 35-38-41-45-50-54 lykkjur í sléttprjóni (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 160-172-188-204-228-248 lykkjur. Prjónið hringinn í sléttprjóni þar til stykkið mælist 20-18-19-18-19-20 cm frá skiptingunni. Í næstu umferð byrjar stroffið jafnframt því sem í fyrstu umferð er aukið út um 0-4-4-8-8-12 lykkjur jafnt yfir = 160-176-192-212-236-260 lykkjur, prjónað er þannig: Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið – munið eftir útaukningu). Þegar stroffið mælist 3-3-3-4-4-4 cm, fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 47-49-51-53-55-57 cm frá öxl. ERMAR: Setjið 55-61-63-67-69-71 lykkjur frá annarri erminni af þræði á hringprjóna 4,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 65-71-75-79-83-87 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið hringinn í mynstri eins og áður, lykkjur mitt undir ermi og lykkjum sem ekki ganga jafnt upp í mynstri í hvorri hlið eru prjónaðar í sléttprjóni – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3-3-3-4-4-4 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 4-2½-2-1½-1½-1 cm alls 6-8-9-10-11-12 sinnum = 53-55-57-59-61-63 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 30-27-26-23-23-22 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT því sem aukið er út um 1-1-3-3-5-7 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 54-56-60-62-66-70 lykkjur. Þegar stroffið mælist 3-3-3-4-4-4 cm, fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 33-30-29-27-27-26 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rememberingspringsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 250-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.