Vanin Catherine skrifaði:
Bonjour, Je regrette que les explications de ce modèle ne soient pas disponibles en version transversale comme hélas beaucoup de vos modèles . Je ne sais pas tricoter avec des aiguilles circulaires et encore moins de haut en bas .
01.02.2025 - 20:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vanin, vous retrouverez sous les onglets "Vidéos" et "Leçons" en haut de page, différentes vidéos & leçons montrant les différentes étapes pour réaliser ce type de modèles. On tricote ici d'abord en allers et retours, mais si vous ne voulez pas tricoter en rond ensuite, cette leçon pourra vous aider à faire les ajustements nécessaires. Bon tricot!
03.02.2025 - 10:36
Louisa skrifaði:
Wat een prachtige trui, maar…ik zou deze trui graag van onder naar boven breien. Hoe lees ik dan het patroon?
01.11.2024 - 09:25DROPS Design svaraði:
Dag Louisa,
Dit patroon is geschreven om van boven naar beneden te breien, het kan helaas niet zomaar andersom, maar in theorie is het zo dat je opzet waar je afkant, dat je meerdert waar je mindert en vice versa. Als je veel brei ervaring hebt zou je dit kunnen doen.
02.11.2024 - 17:50
Hélène Valtre skrifaði:
Bonjour je ne comprend pas combien de pelotes il le faut pour un 42 Merci
23.09.2024 - 14:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Valtre, pour trouver votre taille, mesurez un vêtement similaire que vous avez et dont vous aimez la forme et comparez ces mesures à celles du schéma - cf ici: Vous trouverez ensuite la quantité indiquée pour chaque taille, divisez la quantité Soft Tweed par 50 g (1 pelote) et Kid-silk par 25 g (1 pelote) pour avoir la quantité exacte de pelotes pour votre taille dans les 2 couleurs et dans les 2 laines. Bon tricot!
23.09.2024 - 16:41
Marianne skrifaði:
Når skal man begynne med striper på armene på Land sailor?
09.08.2024 - 23:46DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, du begynder med striberne samtidig som du tager ud til ærmegab, det står når du kommer et stykke ned på BAKSTYKKET :)
15.08.2024 - 08:27
Joanna skrifaði:
Witam, czy zmieni się ilość wełny przy swetrze jednolitym (bez pasków)? Jeśli tak, to jaka ilość obu włóczek będzie potrzebna?
08.07.2024 - 08:34DROPS Design svaraði:
Witaj Joanno, wzięłabym po 1 motku obydwu włóczek mniej. Tak powinni być bezpiecznie. Pozdrawiamy!
09.07.2024 - 08:17
Anne skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas la portion du patron, après l’augmentation à 81 m. au dos où j’ai placé un marqueur. Je dois continuer en allers-retours pour 13 cm de plus ou 13 cm en tout? Et je dois continuer à augmenter ?
26.06.2024 - 00:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Anne, vous placez un marqueur de chaque côté (dans la 1ère et dans la dernière maille) et vous mesurez désormais à partir de ce marqueur, soit 13 cm en plus - retrouvez cette étape dans cette leçon. Bon tricot!
26.06.2024 - 08:02
Kerry Hullett skrifaði:
When working the back piece the stripes are worked at 13 cm from shoulders - on the front at 23 cm - why is there this difference? Surely this means that the stripes will not match up`?
27.05.2024 - 01:05DROPS Design svaraði:
Dear Kerry, the difference is because the shoulders were mostly worked in the front piece. Therefore, the 10 extra cm are from the shoulder parts; the stripes should align once the body is joined correctly during assembly. Happy knitting!
27.05.2024 - 01:33
Kerry Hullett skrifaði:
I wanted to knit this in Soft Tweed without adding the Kid silk as I don't like the slightly mottled colour this gives - will this change the tension?
30.03.2024 - 19:01DROPS Design svaraði:
Dear Kelly, yes it will. Even though the Kid Silk is a relatively thin yarn its "halo" gives a considerable substance and changes tha gauge. If you want to knit the piece without it, you will have to knit a gauge swatch and recalculate the stutch and rownumbers. Happy Knitting!
30.03.2024 - 21:24
Małgorzata skrifaði:
Witam, dla mnie najlepiej, najprościej i najbardziej zrozumiale rozpisany sposób tworzenia rękawów europejskich, na tym wzorze dopiero zrozumiałam wszystko/ nie jestem bardzo biegła w czytaniu wzorów/ robię sweterek bez pasków, wychodzi super, dziękuję
18.02.2024 - 19:36
Małgorzata skrifaði:
Witam, dla mnie najlepiej, najprościej i najbardziej zrozumiale rozpisany sposób tworzenia rękawów europejskich, na tym wzorze dopiero zrozumiałam wszystko/ nie jestem bardzo biegła w czytaniu wzorów/ robię sweterek bez pasków, wychodzi super, dziękuję
18.02.2024 - 15:00
Land Sailor#landsailorsweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Soft Tweed og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með skáhallandi öxl / evrópskri öxl, V-hálsmáli, röndum og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-8 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (frá réttu): Aukið út um 1 lykkju til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út um 1 lykkju til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING-2 (frá röngu): Aukið út um 1 lykkju til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út um 1 lykkju til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. V-HÁLSMÁL: Aukið er út fyrir V-hálsmáli á framstykki. Öll útaukning er gerð frá réttu! VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umferðina. Í næstu umferð (= ranga) er uppslátturinn prjónaður þannig til að koma í veg fyrir gat: Prjónið uppsláttinn snúinn brugðið. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.2. Í næstu umferð (= ranga) er uppslátturinn prjónaður þannig til að koma í veg fyrir gat: Lyftið uppslættinum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, stingið inn vinstri prjóni í uppsláttinn og setjið uppsláttinn til baka yfir á vinstri prjón, prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. RENDUR: Prjónið rendur þannig: 1½ cm með 1 þræði Soft Tweed í litnum grábjörn og 1 þræði Kid-Silk í litnum toffee. 3 cm með 1 þræði Soft Tweed í litnum marsipan og 1 þræði Kid-Silk í litnum marsipan. 3 cm með 1 þræði Soft Tweed í litnum grábjörn og 1 þræði Kid-Silk í litnum toffee. 3 cm með 1 þræði Soft Tweed í litnum marsipan og 1 þræði Kid-Silk í litnum marsipan. 1½ cm með 1 þræði Soft Tweed í litnum grábjörn og 1 þræði Kid-Silk í litnum toffee. 3 cm með 1 þræði Soft Tweed í litnum marsipan og 1 þræði Kid-Silk í litnum marsipan. 3 cm með 1 þræði Soft Tweed í litnum grábjörn og 1 þræði Kid-Silk í litnum toffee. 3 cm með 1 þræði Soft Tweed í litnum marsipan og 1 þræði Kid-Silk í litnum marsipan. 1½ cm með 1 þræði Soft Tweed í litnum grábjörn og 1 þræði Kid-Silk í litnum toffee. Síðan er prjónað með 1 þræði Soft Tweed í litnum marsipan og 1 þræði Kid-Silk í litnum marsipan að loka máli. LEIÐBEININGAR RENDUR (á við þegar prjónað er í hring): Til að ná fram fallegri litaskiptingu í byrjun og lok umferðar þegar rendur er prjónaðar, er hægt að prjóna þannig: Skiptið yfir í nýjan lit og prjónið 1 umferð. Fyrsta lykkja í 2. umferð er prjónuð þannig: Lyftið fyrstu lykkju frá fyrri umferð upp á prjóninn, prjónið þessa lykkju slétt saman með fyrstu lykkju. LEIÐBEININGAR: Þegar stuttar umferðir eru prjónaðar, þá kemur oft lítið gat þegar stykkinu er snúið – það er hægt að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Setjið þráðinn yfir á hægri prjón og herðið á þræðinum vel að aftan (með þessu þá myndast tvær lykkjur á prjóni). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við, jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Bakstykkið er látið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er prjónað fyrst í 2 hlutum. Byrjað er að prjóna kant í hálsmáli, síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram annarri öxlinn, prjónað er fram og til baka jafnframt því sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu fyrir hálsmáli er lokið. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna. Fram- og bakstykkið skipist síðan fyrir klauf í hvorri hlið og síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað til loka fyrir sig, fram og til baka. Prjónaðar eru upp lykkjur fyrir ermar í kringum handveg. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli á framstykki er saumaður saman og saumað er við kant í hálsmáli aftan í hnakka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 31-31-33-33-35-35 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði DROPS Soft Tweed í litnum marsipan og 1 þræði DROPS Kid-Silk í litnum marsipan (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Lesið ÚTAUKNING-1 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt. Lesið ÚTAUKNING-2 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 3 lykkjur brugðið, aukið út til vinstri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram og aukið út á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu alls 23-25-27-30-32-35 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 77-81-87-93-99-105 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hlið. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið sléttprjón fram og til baka, síðan er aukið út fyrir handveg jafnframt því sem rendur eru prjónaðar. Prjónið RENDUR – lesið útskýringu að ofan, þegar stykkið mælist 12-13-14-14-15-16 cm og JAFNFRAMT er aukið út fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan þegar stykkið mælist 14-15-16-15-16-17 cm. Aukið út fyrir handveg frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-2-3-3-3 sinnum = 81-85-91-99-105-111 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 16-17-18-18-19-20 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi, endið með umferð frá röngu. Útaukning fyrir handveg á að vera lokið og prjónaðir eru 4 cm með röndum. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 6 lykkjur á sokkaprjón 5,5 með 1 þræði DROPS Soft Tweed í litnum marsipan og 1 þræði DROPS Kid-Silk í litnum marsipan (= 2 þræðir). Prjónið kant í hálsmáli frá réttu þannig: A.1, 1 kantlykkja í sléttprjóni. Prjónið kant í hálsmáli fram og til baka með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til kantur í hálsmáli mælist 8-8-8½-8½-9½-9½ cm, síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Ekki klippa þráðinn frá, í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið saman (= kantlykkjan fækkar), prjónið upp 23-25-27-30-32-35 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki frá réttu (þ.e.a.s. prjónuð er upp 1 lykkja í hverri umferð frá réttu meðfram skáhallandi kanti efst á bakstykki) = 28-30-32-35-37-40 lykkjur. Öll mál á lengdina eru gerð héðan! Prjónið fram og til baka í sléttprjóni og með A.1 eins og áður. Þegar stykkið mælist 8-9-9-10-10-11 cm, aukið út lykkjur fyrir V-HÁLSMÁL – lesið útskýringu að ofan. Aukið út 1 lykkju í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 13-13-14-14-15-15 sinnum = 41-43-46-49-52-55 lykkjur. Endið með einni umferð frá röngu, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 6 lykkjur á sokkaprjón 5,5 með 1 þræði DROPS Soft Tweed í litnum marsipan og 1 þræði DROPS Kid-Silk í litnum marsipan (= 2 þræðir). Prjónið kant í hálsmáli frá réttu þannig: 1 kantlykkja í sléttprjóni, A.2. Prjónið kant í hálsmáli fram og til baka með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til kantur í hálsmáli mælist 8-8-8½-8½-9½-9½ cm, klippið þráðinn. Byrjið með hægri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 23-25-27-30-32-35 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki frá réttu (þ.e.a.s. prjónuð er upp 1 lykkja í hverri umferð frá réttu meðfram skáhallandi kanti efst á bakstykki), síðan er prjónað áfram yfir kant í hálsmáli frá réttu þannig: 2 lykkjur brugðið saman (= kantlykkju fækkar), 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt = 28-30-32-35-37-40 lykkjur. Öll mál á lengdina eru gerð héðan! Prjónið fram og til baka í sléttprjóni og með A.2 eins og áður. Þegar stykkið mælist 8-9-9-10-10-11 cm, aukið út lykkjur fyrir V-HÁLSMÁL. Aukið út 1 lykkju í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 13-13-14-14-15-15 sinnum = 41-43-46-49-52-55 lykkjur. Endið með umferð frá röngu. Nú eru framstykkin prjónuð saman í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 36-38-41-44-47-50 lykkjur frá hægra framstykki slétt, síðan er prjónuð 1 lykkja frá kanti í hálsmáli á hægra framstykki slétt saman með 1 lykkju frá kanti í hálsmáli á vinstra framstykki 5 sinnum (þ.e.a.s. hægri kantur í hálsmáli liggur yfir vinstri kanti í hálsmáli = 5 lykkjur færri), prjónið síðustu 36-38-41-44-47-50 lykkjur frá vinstra framstykki slétt = 77-81-87-93-99-105 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka, síðan er aukið út fyrir handveg jafnframt því sem rendur eru prjónaðar. Prjónið RENDUR, þegar stykkið mælist 22-23-24-26-27-28 cm, og aukið JAFNFRAMT út fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan þegar stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm. Aukið út fyrir handveg frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-2-3-3-3 sinnum = 81-85-91-99-105-111 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 26-27-28-30-31-32 cm, endið með umferð frá röngu. Útaukningu fyrir handveg á nú að vera lokið og prjónaðir eru 4 cm með röndum – passið uppá að endað sé á sama stað í mynstureiningu með RENDUR og á bakstykki. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið eins og áður yfir 81-85-91-99-105-111 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 2-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir 81-85-91-99-105-111 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 2-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi) = 166-178-194-210-226-242 lykkjur. Prjónið sléttprjón með röndum hringinn – lesið LEIÐBEININGAR RENDUR, þar til stykkið mælist ca 49-51-53-55-57-59 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Nú skiptist stykkið fyrir klauf í mitt undir ermi í hvorri hlið þannig að það eru 83-89-97-105-113-121 lykkjur fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig. FRAMSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4, síðan er stykkið prjónað fram og til baka í umferð. Í næstu umferð (rétta) byrjar stroffið samtímis sem aukið er út um 26-28-30-32-36-38 lykkjur jafnt yfir í umferð (ekki er aukið út yfir lykkjur í garðaprjóni) = 109-117-127-137-149-159 lykkjur – prjónið þannig: Prjónið 2 lykkjur GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið – munið eftir útaukningu), prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 2 lykkjum í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 7 cm er fellt af. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykkki. BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykki. ERMAR: Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg (ATH! Ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 5-5-5-6-6-6 cm niður á framstykki = mitt ofan á öxl). Notið hringprjón 5,5, byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp 70-74-80-82-88-94 lykkjur í kringum handveg – passið uppá að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur meðfram handvegi hvoru megin við merki. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu, þetta er gert til að ermin passi betur og fái betra form. Byrjið mitt undir ermi. Umferð 1 (rétta): Prjónið slétt 10-10-11-11-11-12 lykkjur fram hjá merki, snúið stykki – lesið LEIÐBEININGAR. Umferð 2 (ranga): Prjónið brugðið 10-10-11-11-11-12 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 3 (rétta): Prjónið slétt 10-10-8-6-7-6 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið. Umferð 4 (ranga): Prjónið brugðið 10-10-8-6-7-6 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið. Endurtakið 3. og 4. umferð þar til snúið hefur verið við 3-3-4-5-5-6 sinnum í hvorri hlið (prjónaðar hafa verið 30-30-35-35-39-42 lykkjur fram hjá merki mitt ofan á ermi). Prjónið frá réttu að byrjun á umferð (mitt undir ermi). Setjið 1 merkiþráð hér, það á að nota merkiþráðinn þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu. Prjónið síðan í hring í sléttprjóni með RENDUR yfir allar lykkjur eins og útskýrt er að neðan. Þegar ermin mælist 4-4-5-6-6-7 cm, mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp (öll mál á lengdina eru gerð mitt ofan á ermi), fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 2-2-3-3-4-5 sinnum, síðan er lykkjum fækkað í hverjum 3-3-2½-2-2-1½ cm 11-12-13-14-15-16 sinnum, fækkið alls 13-14-16-17-19-21 sinnum = 44-46-48-48-50-52 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 43-43-42-41-40-39 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 14-14-14-14-14-14 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 58-60-62-62-64-66 lykkjur. Prjónið stroff í 7 cm. Fellið af. Ermin mælist 50-50-49-48-47-46 cm. FRÁGANGUR: Saumið kanta í hálsmáli mitt að aftan og saumið kant í hálsmáli við hálsmál aftan í hnakka. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #landsailorsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 40 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.