ColetteDundas skrifaði:
Hi how many rows do I do the I cord for? Is it every row until neck measures 9cm? Thankyou
17.04.2025 - 16:30DROPS Design svaraði:
Dear Colette, the bands with i-cord are worked on every row, until the lower edge of the jacket. You will continue having 7 band stitches as you continue working the jacket so you will continue with the i-cord. Happy knitting!
20.04.2025 - 19:52
Femke Burnet skrifaði:
Hi, there is a mistake in the diagram explanation. The double decrease symbol is explained as a single decrease.
04.03.2024 - 19:01DROPS Design svaraði:
Fixed, thanks for noticing!
05.03.2024 - 09:40
Nadia Murat skrifaði:
Je tricote le modèle 250-36.nC’est un gilet avec des boutons.\r\nLe diagramme des explications est le même que le diagramme du pull 250-35.\r\nPourtant dans le gilet il y a des allers et retours. Les retours n’existent pas dans le diagramme. Comment corriger cette erreur?\r\nLorsqu’on tricote le pull en rond avec le point jersey, tous les rangs sont tricotés à l’endroit.\r\nMais pour tricoter le gilet, on ne tricote pas en rond.
01.03.2024 - 12:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Murat, les diagrammes montrent tous les rangs, ceux sur l'endroit aussi bien que ceux sur l'envers, autrement dit, vous allez lire les rangs sur l'endroit de droite à gauche et les rangs sur l'envers de gauche à droite; pour le pull, on lit tous les rangs de droite à gauche car on est toujours sur l'endroit. Bon tricot!
01.03.2024 - 14:37
Lavender Harvest Cardigan#lavenderharvestcardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, hringlaga berustykki, gatamynstri og I-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 250-36 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 5 lykkjur í garðaprjóni. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Prjónið þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um hringinn á berustykki): Lykkjum er ekki aukið út yfir ystu 10 lykkjur í hvorri hlið. Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur), mínus lykkjur sem ekki á að prjóna yfir (t.d. 20 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 4,7. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 5 lykkjur eru eftir í umferð þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að kantur í hálsmáli hefur verið prjónað til loka. Fellið síðan af fyrir næstu 5-5-6-6-6-6 hnappagötum með ½-9-8-8-8½-8½ cm millibili. Neðsta hnappagatið á að vera staðsett í skiptingunni á milli sléttprjóns og stroffs á fram- og bakstykki. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Hálsmál og berustykki er prjónað fram og til baka frá miðju að framan og er prjónað ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka er lykkjum skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við fram og til baka á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Ermar eru síðan prjónaðar niður á við í hring á sokkaprjóna / hringprjóna. Kantur í hálsmáli er brotin tvöfalt að röngu og saumaður niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 92-96-100-108-108-116 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Air. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 (lykkjur eru fitjaðar upp á grófari prjóna til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt og 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka. Þegar kantur í hálsmáli mælist 4 cm, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 104-108-112-120-120-128 lykkjur. Haldið áfram með stroff eins og áður, en 7 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar eins og KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Prjónið þar til kantur að framan mælist 9 cm – endið eftir umferð frá röngu. Síðar á að brjóta kant í hálsmáli tvöfalt og við frágang verður kantur í hálsmáli ca 4 cm. Setjið 1 merki að innanverðu í kanti að framan. Berustykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 18-20-23-27-27-27 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan (kantar að framan eru prjónaðir eins og áður) = 122-128-135-147-147-155 lykkjur. Síðan er prjónað sléttprjón fram og til baka með 7 lykkjum í kanti að framan í hvorri hlið eins og áður. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 2-3-5-5-4-6 cm frá merki, aukið út 21-23-24-28-36-36 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 143-151-159-175-183-191 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 7 lykkjum í kanti að framan í hvorri hlið þar til berustykkið mælist 3-4-6-6-5-7 cm frá merki.´ Nú er prjónað MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.1 alls 16-17-18-20-21-22 sinnum, prjónið fyrstu lykkju í A.1, þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt, endið með 7 kantlykkjum að framan eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur. Jafnframt í hverri umferð merktri með ör í A.1, eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING (lykkjum er ekki aukið út yfir ystu 10 lykkjur í hvorri hlið). Ör-1: Aukið út 24-24-24-32-32-32 lykkjur jafnt yfir = 167-175-183-207-215-223 lykkjur. Ör-2: Aukið út 24-24-24-24-32-32 lykkjur jafnt yfir = 191-199-207-231-247-255 lykkjur. Ör-3: Aukið út 20-26-32-36-34-40 lykkjur jafnt yfir = 211-225-239-267-281-295 lykkjur. Ör-4: Í þessari umferð eru 267-285-303-339-357-375 lykkjur, fækkið um 9-4-3-8-12-9 lykkjur jafnt yfir í umferð (fækkið um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman, lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan) = 258-281-300-331-345-366 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, mælist berustykkið ca 20-21-23-23-25-27 cm frá merki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig, frá réttu: Prjónið 7 lykkjur í kanti að framan eins og áður, prjónið fyrstu umferð í A.2 yfir næstu 38-42-44-48-51-56 lykkjur (framstykki), setjið næstu 46-50-54-62-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið fyrstu umferð í A.2 yfir næstu 76-83-90-97-105-112 lykkjur (bakstykki), setjið næstu 46-50-54-62-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur í umferð (í hlið undir ermi) og prjónið fyrstu umferð í A.2 yfir næstu 38-42-44-48-51-56 lykkjur (framstykki) og endið með 7 kantlykkjum að framan eins og áður. Klippið þráðinn. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 182-197-212-227-245-266 lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið þannig (þetta er 2. umferð í A.2): 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.2 þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Haldið áfram með mynstur fram og til baka þannig: Í umferð merktri með ör-5 í A.2 aukið út 0-0-0-0-2-1 lykkju jafnt yfir = 182-197-212-227-247-267 lykkjur. Haldið áfram með mynstur, þ.e.a.s. 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.2 þar til 10 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 3 fyrstu lykkjur í A.2 þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt, endið með 7 kantlykkjum að framan eins og áður. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón fram og til baka með 7 kantlykkjum að framan í hvorri hlið eins og áður þar til stykkið mælist 23-24-24-25-25-25 cm frá skiptingunni. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 30-35-36-41-45-45 lykkjur jafnt yfir (lykkjum er ekki aukið út yfir kanta að framan) = 212-232-248-268-292-312 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Nú er prjónað stroff frá röngu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl. ERMAR: Setjið 46-50-54-62-62-64 lykkjur af þræði í annarri hliðinni á stykki á sokkaprjóna / hringprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur undir ermi, að auki er sett 1 merki mitt ofan á ermi (á milli 2 miðju lykkja á ermi). Nú er prjónað mynstur jafnframt því sem lykkjum er fækkað mitt undir ermi, lestu því báða kaflana áður en þú prjónar áfram. MYNSTUR: Byrjið umferð við merkiþráðinn mitt undir ermi og prjónið A.2 hringinn á erminni (byrjið á umferð 1 í mynsturteikningu). Þegar prjóna á 15. umferð í A.2, teljið út frá miðju á ermi hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi – merkið mitt að ofan á ermi á að passa við ör í A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. ÚRTAKA: Þegar ermin mælist 4-4-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverjum 4-4-2-1½-1½-1½ cm alls 3-4-7-10-10-11 sinnum = 48-50-50-52-54-56 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 39-38-38-38-37-35 cm frá skiptingu. Nú eru eftir 6 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-10-10-8-10-8 lykkjur jafnt yfir = 56-60-60-60-64-64 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 45-44-44-44-43-41 cm frá skiptingu. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið saman op mitt að framan í kanti að framan með smáu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lavenderharvestcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 250-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.