Chantal skrifaði:
Quand vous dites : Terminer le dos/le devant et les manches séparément. Est ce que je dois faire un Rang et tricoter jusqu’à mon demi dos???? Merci
01.07.2024 - 20:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Chantal, le début des tours peut rester au milieu dos lors de la division, vous tricotez simplement le tour indiqué en mettant les mailles des manches en attente et vous montez les mailles sous les manches pour les remplacer et continuez en rond le bas du pull (à la fin du tour de division, coupez le fil et reprenez en rond au milieu des mailles montées sous la manche) vous tricoterez les manches à la fin. Retrouvez cette façon de faire dans cette leçon, la division se fait à partir de la photo 9). Bon tricot!
02.07.2024 - 10:07
Patricia skrifaði:
Puedo ver el patron en español,por favor...
30.04.2024 - 02:39
Murielle Pham skrifaði:
Bonjour Quand on fait une rehausse, la prise de mesure se fait avant ou seulement après ? Merci pour votre reponse
04.12.2023 - 18:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Pham, on mesure l'ouvrage à partir du marqueur placé au milieu devant, ainsi, sans la réhausse dos. Bon tricot!
05.12.2023 - 08:42
Vanessa skrifaði:
Wird die Nase wirklich mit eingestrickt? Dann habe ich 3 Farben in einer Reihe oder stickt man am Ende mit Maschenstich die rote Nase auf? Ansonsten komme ich super zurecht, die Anleitung ist toll!
02.12.2023 - 14:57DROPS Design svaraði:
Liebe Vanessa, hier wurden die Nasen eingestrickt, aber gerne können Sie sie auch danach mit Maschenstich aufsticken, je nach Wunsch. Viel Spaß beim stricken!
04.12.2023 - 07:51
Gertraud Lindlacher skrifaði:
Habe die Nackenerhöhung gestrickt, sollte ich den Markierer jetzt nach unten versetzen? Sonst stimmt es ja nicht mehr? Oder denke ich zu kompliziert?
31.10.2023 - 21:20DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ländlicher, nach der Erhöhung beginnen die Runden immer noch in der Mitte vom Rückenteil. Viel Spaß beim stricken!
02.11.2023 - 17:04
Reindeer Dance Sweater#reindeerdancesweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Daisy. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, hringlaga berustykki og marglitu mynstri með hreindýrum. Stærð 2 – 14 ára.
DROPS Children 47-18 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- UPPHÆKKUN: Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað í hring, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þig langar ekki til að hafa upphækkun. Byrjið frá réttu og prjónið 11-12-13-14-15-16-17 lykkjur slétt fram hjá merkiþræði í byrjun umferðar (mitt að aftan), snúið, herðið á þræði og prjónið 22-24-26-28-30-32-34 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 33-36-39-42-45-48-51 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 44-48-52-56-60-64-68 lykkjur brugðið. Snúið herðið á þræði og prjónið 55-60-65-70-75-80-85 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 66-72-78-84-90-96-102 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að merkiþræði mitt að aftan. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-84-86-88-90-94-96 lykkjur með litnum marsipan í DROPS Daisy yfir stuttan hringprjón 3 og stuttan hringprjón 4 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 4 og haldið lykkjum eftir á hringprjóni 3. (í minnstu stærðunum er hægt að setja lykkjurnar á sokkaprjóna 3 ef stuttur hringprjónn 3 er of langur). Uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 7 cm. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er stroffið prjónað eins og áður jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkantinum. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26-28-30-32-32-34 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING = 104-110-114-118-122-126-130 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (mitt að framan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Nú er prjónuð UPPHÆKKUN aftan í hnakka – lesið útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, haltu áfram eins og útskýrt er að neðan. Prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 2-2-3-3-4-4-5 cm frá prjónamerki mitt að framan, aukið út 24-26-30-34-38-42-46 lykkjur jafnt yfir = 128-136-144-152-160-168-176 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 3-3-4-4-5-5-6 cm frá prjónamerki. Nú er mynstrið prjónað jafnframt því sem haldið er áfram með útaukningu eins og útskýrt er að neðan – lesið LEIÐBEININGAR og MYNSTUR í útskýringu að ofan. Prjónið A.1 alls 16-17-18-19-20-21-22 sinnum hringinn á berustykki. JAFNFRAMT í hverri umferð með ör í mynsturteikningu er aukið út eins og útskýrt er að neðan: ÖR-1: Aukið út 32-32-32-40-40-40-48 lykkjur jafnt yfir = 160-168-176-192-200-208-224 lykkjur. ÖR-2: Aukið út 32-32-32-32-40-40-40 lykkjur jafnt yfir = 192-200-208-224-240-248-264 lykkjur. ÖR-3: Aukið út 16-16-16-16-16-16-16 lykkjur jafnt yfir = 208-216-224-240-256-264-280 lykkjur. ÖR-4: Aukið út 0-4-8-4-0-4-0 lykkjur jafnt yfir = 208-220-232-244-256-268-280 lykkjur. Þegar A.1 er lokið, prjónið sléttprjón með litnum marsipan. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Prjónið þar til stykkið mælist 13-14-15-16-17-18-19 cm frá prjónamerki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 31-33-35-37-39-41-43 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 62-66-70-74-78-82-86 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 31-33-35-37-39-41-43 lykkjur í sléttprjóni (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 140-148-156-164-172-180-188 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í aðra hlið á stykkinu – mitt í 8 lykkjurnar sem fitjaðar voru upp undir ermi. Klippið þráðinn og byrjið umferð við prjónamerki, eða prjónið fram að prjónamerki með litnum marsipan (umferðin byrjar hér). Prjónið sléttprjón hringinn með litnum marsipan. Prjónið þar til stykkið mælist 15-18-21-24-25-26-27 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð garðaprjón þar sem aukið er út um 12-14-14-16-16-18-20 lykkjur jafnt yfir = 152-162-170-180-188-198-208 lykkjur. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 36-40-44-48-50-52-54 cm frá öxl. ERMI: Setjið 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi með litnum ljós beige = 50-52-54-56-58-60-62 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi – þ.e.a.s. mitt í 8 lykkjurnar. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu, það á að nota hann þegar fækka á lykkjum. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2-2-3-4-4-4-4 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 3.-3½.-4.-4½.-5.-6.-7. hverjum cm alls 6 sinnum = 38-40-42-44-46-48-50 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 18-22-26-30-34-38-41 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-4-4-4-4-6-6 lykkjur jafnt yfir = 42-44-46-48-50-54-56 lykkjur. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 22-26-30-34-38-42-45 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermin á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #reindeerdancesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 47-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.