Julia skrifaði:
Czy przy tym wzorze mogę użyć Merino extra fine zamiast Soft-Tweed + kid silk? Czy chcąc dziergać jedną włóczką powinnam wybrać grubszą? Drugie pytanie przy rzędzie skróconym nr 2- przerabiamy prawie całość rządka, tak? Przechodzimy przez wszystkie 4 nitki?
03.10.2023 - 10:57DROPS Design svaraði:
Witaj Julio, aby próbka wyszła zgodna, do Merino Extra Fine musisz jeszcze dodać 1 nitkę Kid-Silka. Co do pytania 2: dokładnie jest jak piszesz, w 2-gim rzędzie skróconym przerabiamy aż za nitkę z prawej strony przodu. Pozdrawiamy!
04.10.2023 - 13:43
Jeannine skrifaði:
Mont Blanc
04.08.2023 - 08:25
Hannele Gabrielsson skrifaði:
Kiva klassinen neule ja vielä valkoisenakin😍
03.08.2023 - 19:46
Carita skrifaði:
Fluff
03.08.2023 - 15:52
Bright Moon Rising#brightmoonrisingsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Soft Tweed og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, tvöföldum kanti í hálsmáli og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 245-23 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju á undan/eftir 6 lykkjur í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykki og erma, merkiþræðirnir sitja á milli þessa 6 lykkja (2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-88-88-104-104-104 lykkjur með 1 þræði DROPS Soft Tweed og 1 þræði DROPS Kid-Silk yfir hringprjón 5,5 og hringprjón 4,5 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 5,5 og haldið lykkjunum eftir á hringprjón 4,5 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroffprjón þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 lykkju slétt. Prjónið þar til stroffið mælist 14 cm. Nú eru sett 4 merkiþræðir í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Merkiþræðirnir eru notaðir þegar auka á út fyrir laskalínu og hver merkiþráður er sett á milli 2 lykkja slétt. Teljið 12-12-12-16-16-16 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1 merkiþráð, teljið 20 lykkjur (ermi), setjið 1 merkiþráð, teljið 24-24-24-32-32-32 lykkjur (framstykki), setjið 1 merkiþráð, teljið 20 lykkjur (ermi), setjið 1 merkiþráð, það eru 12-12-12-16-16-16 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta merkiþræði (hálft bakstykki). HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Nú er prjónað hálsmál og stuttar umferðir eins og útskýrt er að neðan. Prjónað er sléttprjón, en 6 lykkjur í hvorri laskalínu eru prjónaðar þannig (séð frá réttu): 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið (merkiþráðurinn situr á milli 2 lykkja slétt). UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan, hvoru megin við 2 fyrstu merkiþræðina (4 lykkjur fleiri), snúið við þegar prjónaðar hafa verið 5 lykkjur fram hjá öðrum merkiþræðinum (í vinstri hlið við hálsmál að framan, séð þegar flíkin er mátuð). UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið sléttprjón og snúið við þegar prjónaðar hafa verið 5 lykkjur fram hjá síðasta merkiþræði. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við alla merkiþræðina (8 lykkjur fleiri), snúið við þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið sléttprjón og snúið við þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning. UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við alla merkiþræðina (8 lykkjur fleiri), snúið við þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning. UMFERÐ 6 (ranga): Prjónið sléttprjón og snúið við þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning. UMFERÐ 7 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 2 fyrstu merkiþræðina (4 lykkjur fleiri), prjónið að miðju að aftan. Stuttar umferðir hafa nú verið prjónaðar til loka og aukið hefur verið út 3 sinnum fyrir laskalínu við hvern merkiþráð = 112-112-112-128-128-128 lykkjur í umferð. Síðan er prjónað í hring yfir allar lykkjur frá miðju að aftan. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur án þess að auka út. BERUSTYKKI: Prjónið sléttprjón og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu þannig: Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð, aukið er út um 1 lykkju hvoru megin við hvern merkiþráð. Aukið svona út 3 sinnum = 136-136-136-152-152-152 lykkjur. Síðan er aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á framstykki/bakstykki. Þ.e.a.s. aukið er út á framstykki/bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð, aukið er út til skiptist 4 og 8 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Aukið svona út 14-16-20-22-24-24 sinnum á fram- og bakstykki (7-8-10-11-12-12 sinnum á ermum). Nú eru 220-232-256-284-296-296 lykkjur í umferð. Stærð S, M, L, XXL og XXXL (útaukning í stærð XL er lokið): Haldið áfram í sléttprjóni og með útaukningu fyrir laskalínu, en nú er einungis aukið út á fram- og bakstykki, útaukningu fyrir ermum er lokið. Aukið út í annarri hverri umferð alls 3-3-2-1-5 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: Nú hefur verið aukið út alls 23-25-28-28-31-35 sinnum á fram- og bakstykki og 13-14-16-17-18-18 sinnum á ermum (ásamt útaukningu í stuttum umferðum í hálsmáli). Á eftir síðustu útaukningu eru 232-244-264-284-300-316 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón án útaukninga þar til stykkið mælist ca 23-25-28-28-31-35 cm, mælt mitt að framan á eftir stroffi í hálsmáli. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 35-37-40-44-47-51 lykkjur (hálft bakstykki), setjið næstu 46-48-52-54-56-56 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-12-12-14-16-18 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 70-74-80-88-94-102 lykkjur (framstykki), setjið næstu 46-48-52-54-56-56 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-12-12-14-16-18 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið þær 35-37-40-44-47-51 lykkjur sem eftir eru (hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 160-172-184-204-220-240 lykkjur. Byrjið í annarri hliðinni, mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp, prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 17-17-16-18-17-15 cm frá skiptingu. Setjið síðustu 80-86-92-102-110-120 lykkjur á þráð, prjónið síðan yfir fyrstu 80-86-92-102-110-120 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 22-24-28-28-28-30 lykkjur jafnt yfir = 102-110-118-130-138-150 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroff þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu): 2 lykkjur slétt í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 2 lykkjur garðaprjón. Prjónið stroff í 12 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. Prjónið á sama hátt yfir lykkjur frá bakstykki. ERMI: Setjið 46-48-52-54-56-56 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-12-12-14-16-18 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 56-60-64-68-72-74 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í nýjar lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 4-3-2½-1½-1½-1 cm millibili alls 6-8-9-11-10-10 sinnum = 44-44-46-46-52-54 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 34-33-31-30-28-25 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-8-10-10-8-10 lykkjur jafnt yfir = 52-52-56-56-60-64 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 44-43-41-40-38-35 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið kantinn í hálsmáli niður að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Saumið saman klauf í hvorri hlið, saumið í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði flatur, saumið frá efst í klauf og ca 4 cm niður (= 8 cm klauf í hvorri hlið). |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #brightmoonrisingsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 245-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.