Letisia Phillips skrifaði:
I love the pattern so far. I have a question on how to increase the 20 stitches for the ribbing
13.08.2024 - 22:21DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Philiips, in this lesson we explain how to increase evenly, this should then help you. Happy knitting!
14.08.2024 - 07:37
Letisia Phillips skrifaði:
Can you make a full video on how to knit the all jumper
12.08.2024 - 20:59DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Phillips, you will find under tab "videos" at the top of the pattern different videos showing how to process each part of the jumper; you will also find under tab "lessons" next to the "videos" tab 5 lessons showing step by step how to work the jumper, all of these should be able to help you, feel free to ask any further questions if needed. Happy knitting!
13.08.2024 - 08:54
Uli skrifaði:
Wenn ich diese Anleitung in SAFRAN stricken möchte, werden zwei Fäden von SAFRAN gleichzeitig verstrickt, richtig? Wie errechne ich den Verbrauch von SAFRAN, da bei der Originalanleitung ja zwei verschiedene Garne verwendet werden? Besten Dank und Gruß. Uli
19.03.2024 - 02:10DROPS Design svaraði:
Liebe Uli, richtig, diesen Pullover können Sie mit 2 Fäden Safran stricken, benutzen Sie den Garnumrechner um die neue Garnmenge kalkulieren zu lassen. Viel Spaß beim Stricken!
19.03.2024 - 11:17
Kerstin Stenholm skrifaði:
Hej! Jag kan inte sticka armarna med rundstickor, för få maskor, blir inte snyggt med strumpstickor heller. Kan man sticka armen på annat sätt. Annars blir det ingen tröja av det här Med vänlig hälsning, Kerstin
16.03.2024 - 19:58DROPS Design svaraði:
Hej Kerstin, jo du kan strikke rundt på strømpepinde (det gør vi). Eller så kan du vælge at strikke frem og tilbage fra midt under ærmet og sy det sammen bagefter.
19.03.2024 - 14:44
Rachel skrifaði:
Are we able to do this on straight kneedles ? X
10.03.2024 - 09:55DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, yes, you can. We even have atutorial, showing you how to do it, here: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=13&cid=19 I hope this helps. Happy Knitting!
10.03.2024 - 22:14
Sylvie Guibaud skrifaði:
Bonjour. Est-ce que les 6 premières augmentations dos et devant se font côté encolure ?
01.01.2024 - 12:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Guilbaud, je ne suis pas bien sûre de comprendre de quelles augmentations vous parlez, mais vous retrouverez la technique des épaules européennes dans les vidéos en bas de page, vous verrez ainsi comment tricoter ces augmentations au début du dos et du devant. Bon tricot!
02.01.2024 - 12:00
Sabine skrifaði:
Vielen Dank!
14.11.2023 - 14:01
Sabine skrifaði:
Warum wird immer mit zwei Garne gestrickt? Ich habe die Baby Merino und finde hierzu keine Anleitung
13.11.2023 - 18:50DROPS Design svaraði:
Liebe Sabine, hier finder Sie Pullover, die mit einem Garn der Garngruppe A (mit nur 1 Faden = Maschenprobe von 25-23 Maschen) gestrickt werden, benutzen Sie den Garnumrechner, falls das gewünschte Modell nicht mit Baby Merino gestrickt wird. Viel Spaß beim stricken!
14.11.2023 - 10:15
Morag Ogilvie skrifaði:
Do you have this pattern in adult sizes please?
19.09.2023 - 18:26DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Ogilvie, please find all our jumpers with european shoulders in adult size here. Happy knitting!
20.09.2023 - 07:19
Sweet Peppermint#sweetpeppermintsweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, sléttprjóni og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð 2 – 12 ára.
DROPS Children 47-12 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráður situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efsti hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp í kringum hvorn handveginn. Ermakúpan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna, eftir það er prjónað í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í hálsmáli í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 20-20-24-26-26-26 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 merki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Merkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR merki í byrjun á umferð (séð frá réttu) og á UNDAN merki í lok umferðar – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út á sama hátt – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 14-16-16-16-18-20 sinnum. Eftir síðustu útaukningu eru 48-52-56-58-62-66 lykkjur á prjóni, stykkið er nú mælt héðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 5-5-6-7-7-8 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi. Nú er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið, aukið út innan við 3 lykkjur í hvorri hlið, munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið svona út í annarri hverri umferð (= hverri umferð frá réttu) alls 4 sinnum = 56-60-64-66-70-74 lykkjur. Prjónið slétt þar til stykkið mælist 9-9-10-11-12-12 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 14-16-16-16-18-20 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. lykkjur eru prjónaðar upp jafnt yfir frá hálsmáli og við merki í hlið, sjá D í teikningu með máli). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu, aukið er út á eftir 3 lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum = 18-20-20-20-22-24 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 14-16-16-16-18-20 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. lykkjur eru prjónaðar upp jafnt yfir frá merki í hlið og inn að hálsmáli, sjá E í teikningu með máli). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið út á undan 3 lykkjum – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út 1 lykkju alls 4 sinnum = 18-20-20-20-22-24 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 18-20-20-20-22-24 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 12-12-16-18-18-18 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón eins og áður yfir 18-20-20-20-22-24 lykkjur frá vinstra framstykki = 48-52-56-58-62-66 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 11-13-14-15-16-18 cm, mælt yst meðfram handvegi. Nú er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið, aukið út innan við 3 lykkjur í hvorri hlið, munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING frá réttu. Aukið út í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 4 sinnum = 56-60-64-66-70-74 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 15-17-18-19-20-22 cm. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið 56-60-64-66-70-74 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 6-8-8-8-8-8 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 56-60-64-66-70-74 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 6-8-8-8-8-8 nýjar lykkjur í lok umferðar = 124-136-144-148-156-164 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 30-34-38-42-46-49 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-24-24-28-28-28 lykkjur jafnt yfir = 144-160-168-176-184-192 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroffprjón 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið í 6 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 36-40-44-48-52-55 cm frá efsta punkti á öxl á framstykki. VINSTRI ERMI: Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg (ATH! Ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp í framstykki, en ca 3-5 cm niður á framstykki, þetta er mitt ofan á öxl). Notið hringprjón 5 og 1 þráði í hvorri tegund, byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp 42-44-46-50-54-56 lykkjur í kringum handveg – passið uppá að prjónaðar séu jafn margar lykkjur hvoru megin við merki meðfram handvegi. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna, þetta er gert til að ermin fái betra form og passi betur. Umferð 1 (rétta): Prjónið 4 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 2 (ranga): Prjónið 4 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 3 (rétta): Prjónið 8 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 4 (ranga): Prjónið 8 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 5 (rétta): Prjónið 12 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 6 (ranga): Prjónið 12 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 7 (rétta): Prjónið að byrjun á umferð. Prjónið áfram hringinn í sléttprjóni yfir allar lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 3.-4.-5.-5.-4½.-5. hverjum cm alls 5-5-5-6-7-7 sinnum = 32-34-36-38-40-42 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 20-24-28-32-36-40 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Það eru eftir ca 6 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-6-8-6-8-6 lykkjur jafnt yfir = 40-40-44-44-48-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 26-30-34-38-42-46 cm frá merki. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 68 til 84 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með 1 þræði í hvorri tegund. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 14 cm. Fellið laust af. Brjótið stroffið niður að innanverðu á stykki og festið með nokkrum sporum. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetpeppermintsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 47-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.