Oddny skrifaði:
Kan dokke sortere mønstrane dokka slik at vi slepp å leite gjennom so mange mønstrar før vi finn dei som er strikka nedafrå og opp. Lettare for hendene å sleppe å ha med heile bolen for å strikke armane. Takk
28.02.2025 - 15:23DROPS Design svaraði:
Hej Oddny, de fleste foretrækker at strikke ovenfra og ned og du kan strikke ærmerne først :) - men ja, se her: Nedefra og op - til barn
06.03.2025 - 13:27
Lena skrifaði:
Stickar st 7/8 Varifrån skall man mäta innan man stickar ihop fram och bakstycke? Axel?
10.01.2025 - 15:16DROPS Design svaraði:
Hei Lena. Målt ytterst langs ermehullet, Denne genseren har også mange hjelpevideo om du trenger. mvh DROPS Design
13.01.2025 - 14:18
Sisa skrifaði:
I love this pattern and love the fit on my little one. Would love an adult version so we can match
19.12.2024 - 00:24DROPS Design svaraði:
Dear Sia, please find all our jumpers for woman with this kind of construction here - feel free to add filters to affine the search. Happy knitting!
20.12.2024 - 11:21
Kinou skrifaði:
Bonjour, j’en suis au devant, je tricote la taille 7/8, et me retrouve avec 58 m. Mon souci est la mesure de 15cm le long de l’emmanchure avant les augmentations. Je mesure à partir d’où ? Je suis vraiment désolée et me sens plutôt idiote. Ce modèle est super joli et ma petite fille surveille plutôt impatiemment mes progrès !! Merci beaucoup
30.11.2024 - 16:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Kinou, mesurez le long de l'un des côtés du devant, à partir des mailles relevées pour l'une des épaules, regardez aussi dans cette leçon à partir de la 6ème photo (11 cm dans la leçon). Bon tricot!
02.12.2024 - 09:08
Natália skrifaði:
Hi, I’m knitting a 2yo size and on the neck I noticed it only says knit 14cm but isn’t it too big for 2yo size? It is the same 14cm specified for all sizes, even 2yo?
20.11.2024 - 17:15DROPS Design svaraði:
Dear Natalia, please find all finished measurements for each size in the chart at the bottom of the page, compare these to a similar garment the child have to find out the matching size; due to the different construction for this jumper, look at videos & lessons explaining how to work each piece/part of the jumper under tabs Videos & Lessons at the top of the page. Happy knitting!
21.11.2024 - 08:32
Cannata Letteria skrifaði:
Buona sera ,nel modello per fare il davanti dice di riprendere 16 maglie fino al marcatore a me però ne risultano di più: 16 sono gli aumenti per la spalla + i ferri dove c'è il marcatore. Non riesco a capire dove sbaglio Grazie
06.10.2024 - 17:09DROPS Design svaraði:
Buonasera, deve riprendere il numero di maglie indicato per la sua taglia. Buon lavoro!
06.10.2024 - 23:23
Letisia Phillips skrifaði:
I love the pattern so far. I have a question on how to increase the 20 stitches for the ribbing
13.08.2024 - 22:21DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Philiips, in this lesson we explain how to increase evenly, this should then help you. Happy knitting!
14.08.2024 - 07:37
Letisia Phillips skrifaði:
Can you make a full video on how to knit the all jumper
12.08.2024 - 20:59DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Phillips, you will find under tab "videos" at the top of the pattern different videos showing how to process each part of the jumper; you will also find under tab "lessons" next to the "videos" tab 5 lessons showing step by step how to work the jumper, all of these should be able to help you, feel free to ask any further questions if needed. Happy knitting!
13.08.2024 - 08:54
Uli skrifaði:
Wenn ich diese Anleitung in SAFRAN stricken möchte, werden zwei Fäden von SAFRAN gleichzeitig verstrickt, richtig? Wie errechne ich den Verbrauch von SAFRAN, da bei der Originalanleitung ja zwei verschiedene Garne verwendet werden? Besten Dank und Gruß. Uli
19.03.2024 - 02:10DROPS Design svaraði:
Liebe Uli, richtig, diesen Pullover können Sie mit 2 Fäden Safran stricken, benutzen Sie den Garnumrechner um die neue Garnmenge kalkulieren zu lassen. Viel Spaß beim Stricken!
19.03.2024 - 11:17
Kerstin Stenholm skrifaði:
Hej! Jag kan inte sticka armarna med rundstickor, för få maskor, blir inte snyggt med strumpstickor heller. Kan man sticka armen på annat sätt. Annars blir det ingen tröja av det här Med vänlig hälsning, Kerstin
16.03.2024 - 19:58DROPS Design svaraði:
Hej Kerstin, jo du kan strikke rundt på strømpepinde (det gør vi). Eller så kan du vælge at strikke frem og tilbage fra midt under ærmet og sy det sammen bagefter.
19.03.2024 - 14:44
Sweet Peppermint#sweetpeppermintsweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, sléttprjóni og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð 2 – 12 ára.
DROPS Children 47-12 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráður situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efsti hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp í kringum hvorn handveginn. Ermakúpan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna, eftir það er prjónað í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í hálsmáli í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 20-20-24-26-26-26 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 prjónamerki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Prjónamerkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR prjónamerki í byrjun á umferð (séð frá réttu) og á UNDAN prjónamerki í lok umferðar – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út á sama hátt – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 14-16-16-16-18-20 sinnum. Eftir síðustu útaukningu eru 48-52-56-58-62-66 lykkjur á prjóni, stykkið er nú mælt héðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 5-5-6-7-7-8 cm, mælt frá prjónamerki yst meðfram handvegi. Nú er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið, aukið út innan við 3 lykkjur í hvorri hlið, munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið svona út í annarri hverri umferð (= hverri umferð frá réttu) alls 4 sinnum = 56-60-64-66-70-74 lykkjur. Prjónið slétt þar til stykkið mælist 9-9-10-11-12-12 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 14-16-16-16-18-20 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. lykkjur eru prjónaðar upp jafnt yfir frá hálsmáli og við prjónamerki í hlið, sjá D í teikningu með máli). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu, aukið er út á eftir 3 lykkjur – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum = 18-20-20-20-22-24 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 14-16-16-16-18-20 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. lykkjur eru prjónaðar upp jafnt yfir frá prjónamerki í hlið og inn að hálsmáli, sjá E í teikningu með máli). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið út á undan 3 lykkjum – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út 1 lykkju alls 4 sinnum = 18-20-20-20-22-24 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 18-20-20-20-22-24 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 12-12-16-18-18-18 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón eins og áður yfir 18-20-20-20-22-24 lykkjur frá vinstra framstykki = 48-52-56-58-62-66 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 11-13-14-15-16-18 cm, mælt yst meðfram handvegi. Nú er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið, aukið út innan við 3 lykkjur í hvorri hlið, munið eftir ÚTAUKNING frá réttu. Aukið út í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 4 sinnum = 56-60-64-66-70-74 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 15-17-18-19-20-22 cm. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið 56-60-64-66-70-74 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 6-8-8-8-8-8 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 56-60-64-66-70-74 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 6-8-8-8-8-8 nýjar lykkjur í lok umferðar = 124-136-144-148-156-164 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 30-34-38-42-46-49 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-24-24-28-28-28 lykkjur jafnt yfir = 144-160-168-176-184-192 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroffprjón 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið í 6 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 36-40-44-48-52-55 cm frá efsta punkti á öxl á framstykki. VINSTRI ERMI: Leggið stykkið flatt og setjið 1 prjónamerki efst í handveg (ATH! Ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp í framstykki, en ca 3-5 cm niður á framstykki, þetta er mitt ofan á öxl). Notið hringprjón 5 og 1 þráði í hvorri tegund, byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp 42-44-46-50-54-56 lykkjur í kringum handveg – passið uppá að prjónaðar séu jafn margar lykkjur hvoru megin við prjónamerki meðfram handvegi. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna, þetta er gert til að ermin fái betra form og passi betur. Umferð 1 (rétta): Prjónið 4 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 2 (ranga): Prjónið 4 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 3 (rétta): Prjónið 8 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 4 (ranga): Prjónið 8 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 5 (rétta): Prjónið 12 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 6 (ranga): Prjónið 12 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 7 (rétta): Prjónið að byrjun á umferð. Prjónið áfram hringinn í sléttprjóni yfir allar lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 3.-4.-5.-5.-4½.-5. hverjum cm alls 5-5-5-6-7-7 sinnum = 32-34-36-38-40-42 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 20-24-28-32-36-40 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Það eru eftir ca 6 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-6-8-6-8-6 lykkjur jafnt yfir = 40-40-44-44-48-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 26-30-34-38-42-46 cm frá prjónamerki. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 68 til 84 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með 1 þræði í hvorri tegund. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 14 cm. Fellið laust af. Brjótið stroffið niður að innanverðu á stykki og festið með nokkrum sporum. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetpeppermintsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 47-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.