Charlotte Larsen skrifaði:
Str. XL - 112 masker
28.06.2024 - 14:43DROPS Design svaraði:
Hei Charlotte. Ja, 19 masker (9+10) til bakstykket, 37 masker til hvert erme og 19 masker til forstykket. Strikk A.1 over 5 masker + A.2 (4 m) + A.3 (16 m) + A.4 (5 m), + A.3 (16 m) + A.5 (4 m) + A.6 over 11 masker + A.2 (4 m) + A.3 (16) + A.4 (5 m) + A.3 (16 m) + A.5 (4 m) + A.6 over 6 masker =112 masker. Du starter midt bak, de 9 første maskene er halve bakstykket (A.1 over 5 masker + A.2), så strikker du 1. erme (A.3+A.4+A.3), deretter forstykket (A.5 + A.6 over 6 masker + A.2), så 2.erme (A.3+A.4+A.3) og til slutt den andre delen av bakstykket: A.5 + A.6 over 6 masker). mvh DROPS Design
01.07.2024 - 11:45
Charlotte Larsen skrifaði:
Jeg er startet på Winter Owl sweater og forstår ikke en lyd - har lavet hals en ret omgang hvor der er taget ud en vrang omgang og pindeskift. og nu til mønster A1 over 5 mask - det er som der står en gang og mønster A2 halvt bagstykke - men hvor mange gang - det giver ingen mening og har nu haft flere til at kikke på opskriften - please hjælp - er masker til ryg 19 ? og 37 til ærmer og 19 til forstykke og så 37 til ærme
28.06.2024 - 09:13DROPS Design svaraði:
Hej Charlotte, hvilke størrelse strikker du, så skal vi prøve at forklare 1.omgang
28.06.2024 - 14:23
Ana Maria Alvez skrifaði:
Me gustaria conseguir este patron,hay que comprar? Me puedes asesorar?
11.06.2024 - 19:10
Diny skrifaði:
Hoe vaak wordt het patroon in de hoogte herhaald? Wanneer ga ik over naar tricotsteek? Ik brei het vest, maar in de beschrijving van vest en trui zie ik hetzelfde. Kan ik ook langer doorgaan met het patroon dan op de foto's is te zien?
03.06.2024 - 15:32DROPS Design svaraði:
Dag Diny,
Het patroon brei je op de pas, zodra je verder gaat met het lijf, brei je tricotsteek. Je mag natuurlijk langer door gaan met het patroon.
03.06.2024 - 20:24
Elke skrifaði:
Wie teile ich die 104 Maschen der Passe für Rücken, Vorderteil und Ärmel auf. Diese Angabe fehlt. Danke
22.04.2024 - 23:53DROPS Design svaraði:
Liebe Elke, so stricken Sie die 104 Maschen: A.1 über 5 Maschen, A.2 (2 Maschen) (= ca. halbes Rückenteil) A.3 (16 Maschen), A.4 (5 Maschen), A.3 (16 Maschen) (= Ärmel), A.5 (2 Maschen), A.6 über 11 Maschen, A.2 (2 Maschen) (= Vorderteil), A.3 (16 Maschen), A.4 (5 Maschen), A.3 (16 Maschen) (= Ärmel), A.5 (2 Maschen), A.6 über 6 Maschen (restliches Rückenteil) = 5+2+16+5+16+2+11+2+16+5+16+2+6=104 Maschen. Viel Spaß beim Stricken!
23.04.2024 - 08:37
Fracinel skrifaði:
Bonjour,je ne comprend pas A5,A6 au dessus des 11 mailles ( X L ) A 5=4 MAILLES A 6=5 MAILLES = 9 mailles et non 11 mailles
14.04.2024 - 12:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Fracinel, quand on tricote A.6 au-dessus des 11 mailles suivantes, vous tricotez 2 fois les 5 mailles de A.6 et vous terminez par la 1ère maille de A.6 (ainsi le motif commence et se termine de la même façon. Effectivement, A.5 = 4 mailles en taille XL mais A.5 n'est pas à répéter en largeur, c'est A.6 que l'on va répéter pour avoir 11 mailles. Bon tricot!
15.04.2024 - 08:38
Francinel skrifaði:
Magnifique nais incompréhensible dommage j'ai essayé plusieurs fois, Je ne comprend pas ça ne correspond pas
14.04.2024 - 11:50
Johanna skrifaði:
Hei! Olen tekemässä neuleen M -koossa, ja minua mietityttää mallikerta A.6. Laskin silmukat joita on 104 lähtiessäni tekemään kaarroketta, mutta jos ohjeen mukaan tekisin A.6. kaavaa, minulla pitäisi olla 106 silmukkaa (taakse 11+6 silmukkaa vaikka kyseessä on 5 silmukan malli). Mikä kohta tässä jää minulta ymmärtämättä?
06.04.2024 - 20:43DROPS Design svaraði:
Hei, tarkistin mallineuleen silmukkaluvut, mutta en löytänyt virhettä. Neulo seuraavasti: A.1 (5 s), A.2 (2 s), A.3 (16 s), A.4 (5 s), A.3 (16 s), A.5 (2 s), A.6 (11 s), A.2 (2 s), A.3 (16 s), A.4 (5 s), A.3 (16 s), A.5 (2 s) ja A.6 (6 s) = 104 s.
15.04.2024 - 18:16
Sar skrifaði:
If I plan to make the sweater 10cm shorter, do I still need to increase 26 stitches (sizeS) on the front/back before I do the rib?
10.03.2024 - 20:37DROPS Design svaraði:
Dear Sir, sure as these increases are worked to avoid the ribbing edge for being too tight; as you need more stitches with smaller needles and rib than for stocking stitch with larger needles. Happy knitting!
11.03.2024 - 08:56
Donata skrifaði:
Buonasera. Ho iniziato a lavorare il maglione Winter Owl Sweater nella taglia xl. Non mi è chiaro come devo continuare quando si dice: "Ripetere i diagrammi A.1, A.3 e A.6. Alla fine dei diagrammi A.2, A.4 e A.5, continuare ad aumentare come prima e lavorare gli aumenti a ritorto come prima fino a quando gli aumenti sono stati lavorati per un totale di 17-19-23-25-27-30 volte (compresi gli aumenti in A.2, A.4 e A.5) = 236-256-292-312-332-360 maglie". Sono al mio primo lavoro.
20.02.2024 - 19:15DROPS Design svaraði:
Buongiorno Donata, i diagrammi A.1, A.3 e A.6 sono più piccoli rispetto agli altri e vengono ripetuti più volte durante la lavorazione degli altri diagrammi. Buon lavoro!
21.02.2024 - 08:48
Winter Owl Sweater#winterowlsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli og áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 243-1 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð í A.2 og A.5. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráður situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 76-80-84-88-92-96 lykkjur með 1 þræði DROPS Nord og 2 þráðum DROPS Kid-Silk yfir stuttan hringprjón 4,5 og stuttan hringprjón 5,5 sem haldið er saman. Dragið út stutta hringprjón 5,5 og haldið lykkjum eftir á stuttum hringprjóni 4,5. (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stykkið mælist 10 cm. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem 4. hver lykkja er prjónuð saman með 4. hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24 lykkjur jafnt yfir = 100-104-108-112-116-120 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Setjið eitt prjónamerki í stykkið, berustykkið er nú mælt héðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á stuttan hringprjón 5,5 og prjónið mynstur þannig (byrjun á umferð er á bakstykki): Prjónið A.1 yfir 5-5-5-5-5-10 lykkjur, A.2 (ca hálft bakstykki), A.3, A.4, A.3 (ermi), A.5, A.6 yfir 11-11-11-11-11-21 lykkjur, A.2 (framstykki), A.3, A.4, A.3 (ermi), A.5, A.6 yfir 6-6-6-6-6-11 lykkjur (afgangur af bakstykki). Haldið áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í A.2, A.4 og A.5 (þ.e.a.s. lykkjur eru auknar út í hverri einingu af A.3, aukið er út alls 8 lykkjur í annarri hverri umferð). Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum snúnar inn í mynstur, það á ekki að myndast gat. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Mynsturteikning A.1, A.3 og A.6 er endurtekið á hæðina. Þegar mynsturteikning A.2, A.4 og A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina heldur útaukning áfram á sama hátt og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur eins og áður. Aukið út eins og útskýrt er að ofan þar til prjónað hefur verið alls 17-19-23-25-27-30 sinnum (ásamt útaukningum sem sýndar eru í A.2, A.4 og A.5) = 236-256-292-312-332-360 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður án útaukninga þar til stykkið mælist 20-22-23-25-27-30 cm frá prjónamerki. Nú skiptist berustykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki frá byrjun á umferð þannig: Prjónið 37-39-44-48-51-57 lykkjur sléttprjón (ca hálft bakstykki), setjið næstu 43-49-57-59-63-65 lykkjur á þráð (ermi), fitjið upp 8-10-10-10-10-8 lykkjur í hlið undir ermi, prjónið 75-79-89-97-103-115 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 43-49-57-59-63-65 lykkjur á þráð (ermi), fitjið upp 8-10-10-10-10-8 lykkjur í hlið undir ermi, prjónið síðustu 38-40-45-49-52-58 lykkjur í sléttprjóni (afgangur af bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað til loka fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 166-178-198-214-226-246 lykkjur. Prjónið hringinn í sléttprjóni þar til stykkið mælist 33-33-34-34-34-33 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 26-26-30-30-34-34 lykkjur jafnt yfir = 192-204-228-244-260-280 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 63-65-67-69-71-73 cm frá öxl. ERMI: Setjið 43-49-57-59-63-65 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-10-10-10-10-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 51-59-67-69-73-73 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í nýjar lykkjur. Prjónið hringinn í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með 6-4-2½-2½-2-1½ cm millibili alls 5-7-11-11-13-12 sinnum = 41-45-45-47-47-49 lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-32-31-29-28-25 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-7-7-9-9-11 lykkjur jafnt yfir = 48-52-52-56-56-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5 og prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af. Ermin mælist alls 39-38-37-35-34-33 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterowlsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 243-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.