Françoise SCHALK skrifaði:
Excusez-moi, je viens de trouver la réponse: les pelotes de silk ne font que 25 gr, ce que je n'avais pas vu!
19.03.2025 - 17:47
Sturm Frédérique skrifaði:
Bonjour, Quand je relève les mailles pour la première fois pour tricoter le devant gauche, j'arrive au bout des 15cm du dos. Est-ce normal ? Je pensais qu'il fallait seulement arriver à la fin des augmentations du dos. Rien n'est précisé. Merci pour votre réponse.
20.12.2024 - 06:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Sturm, les mailles du devant gauche sont à relever le long des 24 rangs (en taille M) tricotés avec augmentations pour le dos - dans cette vidéo et dans cette leçon, nous montrons comment relever les mailles des devants pour ce type d'épaules/de construction. Bon tricot!
20.12.2024 - 07:19
Frédérique STURM skrifaði:
Bonjour, je ne trouve pas la référence des boutons drops en 540. Pourriez-vous me donner les dimensions des boutons svp ?\r\nMerci
23.11.2024 - 18:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Sturm, ces boutons font 34 mm de diamètre - retrouvez-les ici. Bon tricot!
25.11.2024 - 08:23
Kumru AKGÜN skrifaði:
Zodra ik de achterpand en de voorpanden op nld 9 heb opgezet wordt er aangegeven dat de meerderingen op de voorpanden doorgaan maar er wordt nergens vermeld hoeveel keer meerderen en op welke naalden er meerderingen zijn. Graag uw hulp
11.10.2024 - 11:44DROPS Design svaraði:
Dag Kumru AKGÜN,
Het aantal keren dat je deze meerderingen moet doen staat aangegeven bij de voorpanden. Deze aantallen maak je gewoon af.
19.10.2024 - 11:27
Carol skrifaði:
I find the pattern far to detailed and therefore difficult to understand, that is why I have knitted for over 60 years NOT using circular needles, which means beautiful patterns like this one, I am not able to take advantage of. Very sad, Carol
28.05.2024 - 23:38
Carol skrifaði:
I love this jacket pattern but do knit with circular needles as I find it too complicated. Is their any way I can make this beautiful jacket using pointed needles?
28.05.2024 - 19:09DROPS Design svaraði:
Dear Carol, this pattern is designed to be knitted from the top down, with increases imitating sewn in sleeves. Because of the number of stitches we suggest to use circular needles. We are sure if you follow the instructions (and look at the tutorial videos) you will have succes! Happy Knittting!
28.05.2024 - 22:32
Micheline LEBEAU skrifaði:
J'ai arrêté le dos à 16cmde hauteur d'emmanchure (comme indiqué) et les devants à 30cm. comment faire pour réunir dos et devants à la même hauteur. Merci pour votre réponse
13.04.2024 - 15:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lebeau, dans ce type de modèles avec épaules européennes, les épaules dos/devants n'ont pas la même hauteur car les épaules vont légèrement retomber en arrière. Retrouvez dans cette leçon comment on tricote le devant d'un pull et comment on assemble ensuite le devant et le dos; dans votre cas, vous ne tricoterez pas en rond mais en rangs pour la veste. Bon tricot!
15.04.2024 - 07:21
Bine skrifaði:
Welche Größe trägt das Model? Laut Anleitung werden bei den Ärmeln zuerst Maschen abgenommen und erst vor dem Rippenmuster wieder zugenommen - sehen deshalb nicht so weit wie auf den Bildern aus. Stimmt da die Anleitung nicht? Ich stricke Größe S. Für Ihre Antwort vielen Dank im voraus.
28.02.2024 - 22:07DROPS Design svaraði:
Liebe Bine, meistens tragen unsere Modelle entweder S oder M, um Ihre Größe aber zu wählen, lesen Sie hier. Man braucht mehr Maschen für die gleiche Breite wenn man Bündchen strickt, deshalb wird es vor den Bündchen zugenommen. Viel Spaß beim Stricken!
29.02.2024 - 08:18
Soya skrifaði:
Hallo, leider komme ich mit folgender Beschreibung aus dem Absatz "linkes Vorderteil" nicht zurecht: "...dafür am Anfang jeder Hin-Reihe wie oben beschrieben nach 9 Blenden-Maschen kraus rechts + 2 Maschen glatt rechts zunehmen". Werden die 9 Blenden-MA weiter im Perlmuster gestrickt oder kraus rechts? Müssen 2 MA zugenommen werden? Weiter unten steht in jeder 4. R 1 MA zunehmen. Komme leider nicht weiter und brauche eure Hilfe... Danke!
11.02.2024 - 20:55DROPS Design svaraði:
Liebe Sojya, die 9 Blenden-Maschen werden im Perlmuster gestrickt und die restlichen Maschen werden glattrechts gestrickt, dann wird man innerhalb 9 Maschen zunehmen: für das linke Vorderteil stricken Sie die 9 Blenden-Maschen im Perlmuster + 2 M glatt rechts, dann nehmen Sie 1 Masche zu, und stricken Sie die restlichen Maschen wie zuvor. Beim rechten Vorderteil nehmen Sie vor den letzten 11 Maschen am Ende einer Hinreihe. Viel Spaß beim stricken!
12.02.2024 - 09:12
Ysa skrifaði:
Bonjour, J'ai commandé les fils préconisés pour cette très belle veste en taille M : 6 pelotes en fil bouclé et 3 en silk . La pelote Brush Alpaca Silk et la pelote Alpaca Bouclé mesurent chacune 147 mètres et je pense que je ne pourrai pas aller au bout de l'ouvrage. Dites-moi vite si je dois commander de suite les 3 pelotes nécessaires en Silk. D'avance merci ! Ysa
06.02.2024 - 18:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Isa, notez que Brushed Alpaca Silk se présente sous la forme de pelotes de 25 g, autrement dit, pour avoir 150 g Brushed Alpaca Silk, il vous faudra 6 pelotes et pas juste 3. Bon tricot!
07.02.2024 - 08:17
Oversized Hug#oversizedhugcardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-21 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. PERLUPRJÓN (prjónað fram og til baka): UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI / 9 kantlykkjur að framan + 2 lykkjur sléttprjón: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI / 9 kantlykkjur að framan + 2 lykkjur sléttprjón: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 5 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 3 lykkjur perluprjón. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: 40-41-42-43-44-45 cm og 48-49-50-51-52-53 cm. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem lykkjur eru auknar út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkin eru prjónuð. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni. Prjónið niður að handvegi jafnframt því sem lykkjur eru auknar út við hálsmál. Kantar að framan eru prjónaðir í perluprjóni. Endurtakið á hinni öxlinni. Við handveg eru framstykkin sett inn á sama hringprjón og bakstykkið, fram- og bakstykkið er prjónað áfram niður á við fram og til baka á hringprjóna þar til stykkið skiptist fyrir klauf í hvorri hlið. Eftir það eru framstykkin og bakstykkið prjónað til loka hvert fyrir sig. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg. Fyrst er prjónuð ermakúpa fram og til baka, eftir það eru ermarnar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru prjónaðar upp lykkjur efst í hvorum kanti að framan fyrir kant í hálsmáli. BAKSTYKKI: Fitjið upp 16-16-18-18-20-20 lykkjur á hringprjón 9 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 prjónamerki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR prjónamerki í byrjun á umferð (séð frá réttu) og á UNDAN prjónamerki í lok umferðar – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út alveg eins – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 22-24-24-26-26-28 sinnum. Eftir síðustu útaukningu eru 60-64-66-70-72-76 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 14-15-16-16-17-18 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, geymið stykkið og prjónið framstykkin eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Notið hringprjón 9, fitjið upp 9 nýjar lykkjur (kantur að framan) á prjóninn og prjónið upp 22-24-24-26-26-28 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónuð er upp 1 lykkja í hverri umferð frá kanti efst á bakstykki) = 31-33-33-35-35-37 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað þannig – frá réttu: PERLUPRJÓN yfir fyrstu 9 lykkjur (kantur að framan) og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 6 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu eins og útskýrt er að ofan, aukið er út á eftir 9 kantlykkjum að framan í garðaprjóni + 2 lykkjur sléttprjón – munið eftir ÚTAUKNING frá réttu. Aukið út um 1 lykkju í 4. hverri umferð (annarri hverri umferð frá réttu) 6-6-7-7-8-8 sinnum, síðan í 6. hverri umferð (3. hverri umferð frá réttu) 2 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 26-27-28-30-31-32 cm, geymið stykkið (útaukningu fyrir hálsmáli er ekki lokið), passið uppá að síðasta umferðin sé prjónuð frá réttu. Prjónið síðan hægra framstykki eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Notið hringprjón 9, prjónið upp 22-24-24-26-26-28 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki og fitjið upp 9 nýjar lykkjur í lok umferðar (kantur að framan) = 31-33-33-35-35-37 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað þannig – frá réttu: Prjónið sléttprjón þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið perluprjón. Þegar stykkið mælist 6 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu eins og útskýrt er að ofan, aukið er út um 9 lykkjur á undan kantlykkjum að framan í garðaprjóni + 2 lykkjur sléttprjón – munið eftir ÚTAUKNING (einungis er aukið út frá réttu). Aukið út um 1 lykkju í 4. hverri umferð (annarri hverri umferð frá réttu) 6-6-7-7-8-8 sinnum, síðan í 6. hverri umferð (3. hverri umferð frá réttu) 2 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 26-27-28-30-31-32 cm, er prjónað þannig – frá röngu: Prjónið yfir lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 4-4-6-8-12-12 nýjar lykkjur í lok umferðar, prjónið frá röngu yfir 60-64-66-70-72-76 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-4-6-8-12-12 nýjar lykkjur, prjónið frá röngu yfir lykkjur frá vinstra framstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og perluprjóni eins og áður. Haldið áfram með útaukningu fyrir hálsmáli á framstykkjum. Þegar útaukning hefur verið gerð til loka, eru 146-154-162-174-186-194 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki, byrjið affelling fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm – mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Setjið fyrstu og síðustu 41-43-45-48-51-53 lykkjur á þráð, haldið eftir 64-68-72-78-84-88 lykkjum á bakstykki á prjóni. BAKSTYKKI: Prjónið 1 umferð frá réttu þar sem aukið er út um 8-9-10-9-8-9 lykkjur jafnt yfir = 72-77-82-87-92-97 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið stroff þannig – frá röngu: 2 lykkjur GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur perluprjón *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 3 lykkjur brugðið og 2 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af. Peysan mælist alls 66-68-70-72-74-76 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur frá vinstra framstykki á prjóninn, prjónið 1 umferð frá réttu þar sem aukið er út 3-6-4-6-8-6 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 44-49-49-54-59-59 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið frá röngu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni *, 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur perluprjón *, prjónið frá *-* þar til 12 lykkjur eru eftir, prjónið 3 lykkjur brugðið og 9 kantlykkjur að framan í perluprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af. Prjónið hægra framstykki á sama hátt, en í gagnstæða átt, fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 9 kantlykkjur að framan í perluprjóni, * 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur perluprjón *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 3 lykkjur brugðið og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 9, prjónið upp frá réttu 26-27-28-30-31-32 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 14-15-16-16-17-18 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 40-42-44-46-48-50 lykkjur meðfram handvegi. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 2-2-3-4-6-6 cm frá prjónamerki. Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 9 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar (mitt undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 4-4-5-6-8-8 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 9-9-7-7-5-5 cm millibili alls 4-4-5-5-6-6 sinnum = 32-34-34-36-36-38 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 39-38-38-37-37-38 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar. Það eru eftir ca 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-11-11-9-14-12 lykkjur jafnt yfir = 40-40-45-45-50-50 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 8. Prjónið stroffprjón (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur perluprjón) í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 47-46-46-45-45-46 cm frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, en prjónið upp lykkjur gagnstætt við fyrri ermi, þ.e.a.s. prjónið upp 14-15-16-16-17-18 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 26-27-28-30-31-32 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 9, prjónið upp 1 lykkju í hverja af 9 kantlykkjum að framan efst á hægra framstykki, prjónið perluprjón þar til kantur að framan mælist ca 7-7-8-8-9-9 cm, athugið hvort kantur að framan komi ekki mitt að aftan þegar strekkt er aðeins á stykkinu. Fellið af. Prjónið á sama hátt í kantlykkjur að framan efst á vinstra framstykki. Saumið saman báða kanta að framan mitt að aftan og saumið kanta að framan við hálsmál aftan í hnakka. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #oversizedhugcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.