Peggy M skrifaði:
I'm confused as to where I start the charts. Do I read them bottom to top? And do I alternate from right to left on right side rows and left to right on wrong side rows? The down arrow =knitting direction has me confused.
21.09.2024 - 05:59DROPS Design svaraði:
Dear Peggy, the charts are read from bottom to top and then from right to left on right side rows and from left to right on wrong side rows. The knitting direction arrows are for the schematic below the charts. You can find more information about charts here: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=68&cid=19. Happy knitting!
23.09.2024 - 00:44
Paulette Pol skrifaði:
XL, devant : après avoir monté les 35 mailles pour l'encolure, il faut travailler pendant 29 cm. J'ai du mal à comprendre à partir de quoi on doit mesurer ces 29 cm. Sur la vidéo, vous mettez un marqueur avant les petites augmentations de l'épaule pour l'encolure. Est-ce à partir de ce marqueur-là que l'on doit mesurer? C'est ce qu'il me semble, mais j'ai de gros doutes. Merci de me corriger si je me trompe.
11.08.2024 - 04:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Pol, ces 29 cm sont mesurées à partir des mailles relevées pour l'épaule, retrouvez cette mesure dans cette leçon, 6ème photo. Bon tricot!
12.08.2024 - 08:09
Anita skrifaði:
Bij het patroon forrest mystery begrijp ik de uitleg niet . Wat wordt er bedoeld met de cijfers 0 0 2 2 0 2 kan u dit mij uitleggen?
05.07.2024 - 14:05DROPS Design svaraði:
Dag Anita,
Het eerste cijfer geldt voor de eerste maat, het tweede cijfer voor de volgende maat, enzovoort. Als er een nul staat in de maat die breit kun je dus die informatie overslaan en verder gaan met de volgende informatie in de beschrijving.
07.07.2024 - 09:30
Birgit Jessen skrifaði:
Hallo! Ich bin jetzt da wo rechtes und linkes Vorderteil zusammen auf eine Nadel kommen (mit Halsausschnitt in der Mitte), da heißt es in der Anleitung: Dann glatt rechts und im Muster wie zuvor in Hin- und Rück-Reihen stricken. In dieser Weise weiterarbeiten, bis die Arbeit eine Länge von 25-26-28-29-30-31 cm hat, nach einer Rück-Reihe enden. Von wo werden die 26 cm (bei Größe M) gemessen? Vom Halsausschnitt? VG Birgit
04.05.2024 - 17:32DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Jessen, die 26 cm messen Sie an der Kante beim Armloch, vom Anfang der Schulter an; siehe auch 14. Foto bei dieser Lektion (15 cm in der Lektion). Viel Spaß beim Stricken!
06.05.2024 - 08:12
Jaenna skrifaði:
Ich verstehe nicht wo genau die Markierung am Ärmel angebracht werden soll. In der Anleitung steht „1 Markierer in der mittleren der aufgefassten Masche anbringen“ Soll das heißen oben an der Schulter mittig aller aufgefassten Maschen ? Vielen Dank
04.04.2024 - 19:12DROPS Design svaraði:
Liebe Janna, ja genau, dh in der mittleren Maschen von den 85-89-93-97-101-105 Maschen die aufgefassen wurde, die Markierung wird ganz oben am Schulter sein. Viel Spaß beim Stricken!
05.04.2024 - 08:05
Creations skrifaði:
I think the key for the chart is incorrect. The mock cable should be flanked by 2 reverse stockinette stitches each side and therefore the X in the key for the chart should read "purl on right side, knit on wrong side" Can you confirm please? Thanks
26.02.2024 - 09:43DROPS Design svaraði:
That's the case, the x are for the reversed stocking stitch, so that there are P2 on each side of the mock cable, then depending of the diagram (eg where you will work the mock cables) you will have a different number of sts in stocking stitch on either side of these P2. Happy knitting!
26.02.2024 - 13:45
Liliane Kopp skrifaði:
Hej! Jag gör den minsta storleken S. Har nu kommit till framstycket och gjort halsringningen fram. Man ska sedan fortsätta tills \"arbetet mäter 25 cm\" och sedan sätta ihop fram- och bakstycket. Jag undrar varifrån man ska mäta, från axeln halsringningen eller vad? Verkar mest rimligt att man ska mäta från halsringningen, eftersom bakstyckets övre fläta på bilderna ligger bakom axeln. Men jag blir lite osäker, tacksam för hjälp!
07.02.2024 - 13:45DROPS Design svaraði:
Hei Liliane. Ja, fra halsringningen :) mvh DROPS Design
16.02.2024 - 09:11
Emmanuelle skrifaði:
Bonjour, après les rangs raccourcis du haut de la manche, il est dit de continuer en aller-retour en commençant par un rang envers (dans la traduction française). Or le rang précédent (7) se faisant déjà sur l'envers, le suivant (8) ne devrait-il pas être logiquement un rang sur l'endroit ? Merci pour votre réponse.
25.01.2024 - 17:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Emmanuelle, c'est exact, après les rangs raccourcis, on continue en jersey, en commençant sur l'endroit, merci pour l'info, correction faite. Bon tricot!
26.01.2024 - 08:39
Jessie Davies skrifaði:
I don’t think my question was clear: are there increases before the ribbing on the back the same as the front? Same number of stitches? The pattern does not indicate an ncrease. Many thanks
09.12.2023 - 01:57DROPS Design svaraði:
Dear Jessie, yes, you knit the back like you have knitted the front. Same number of stitches and the same increases. Happy Knitting!
10.12.2023 - 21:19
Susi skrifaði:
Zitat : "PULLOVER – KURZBESCHREIBUNG DER ARBEIT: Der Pullover wird glatt rechts mit 1 Faden von jeder Garnqualität in Streifen gestrickt." Da stimmt doch der Text nicht. Wir haben weder 2 Garne, noch Streifen bei diesem Modell. Oder ?
05.12.2023 - 09:46
Forest Mystery#forestmysterysweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, gatamynstri og klauf í hliðum. Stærð S-XXXL
DROPS 243-11 |
|||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri Á EFTIR MERKI / 3 lykkjur í hálsmáli: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. Aukið út til hægri Á UNDAN MERKI / 3 lykkjur í hálsmáli : Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til hægri Á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. Aukið út til vinstri Á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efsti hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað fram í hring á hringprjón niður að klauf. Lykkjur eru prjónaðar upp í kringum hvorn handveginn. Ermar eru fyrst prjónaðar fram og til baka, síðan í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli í hring. BAKSTYKKI: BAKSTYKKI: Fitjið upp 39-39-43-43-47-47 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Lima. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið eitt merki innan við ystu 12 lykkjurnar í hvorri hlið. Merkin eiga að vera innan við ystu 12 lykkjurnar í hverri umferð héðan í frá – prjónið A.1 og A.2 yfir þessar 12 lykkjur. Nú er prjónað svona JAFNFRAMT sem aukið er út á EFTIR merki í byrjun umferðar og á UNDAN merki í lok umferðar: A.1, prjónið sléttprjón fram að næsta merki, A.2. Í næstu umferð (ranga) er aukið út á eftir A.2 og A.1 - lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið alveg eins út bæði frá réttu og frá röngu alls 34-38-40-44-46-50 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu eru 107-115-123-131-139-147 lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka, haldið áfram með A.1 og A.2 í hvorri hlið. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir svona, setjið 1 merki í hvora hlið. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 15-16-16-17-18-19 cm mælt frá merki. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykki samkvæmt útskýringu að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið við vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð) – sjá teikningu. Prjónið upp 34-38-40-44-46-50 lykkjur á hringprjón 4 innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp lykkjur jafnt yfir á milli hálsmáls og merki í hlið). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: Prjónið sléttprjón þar til 12 lykkjur eru eftir, endið með A.2. Þegar stykkið mælist 7 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu eins og útskýrt er að ofan, aukið síðan út 3 lykkjur (einungis er aukið út frá réttu). Aukið út 1 lykkju alls 4 sinnum = 38-42-44-48-50-54 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá réttu, klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið hægri öxl samkvæmt útskýringu að neðan. Prjónið upp 34-38-40-44-46-50 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp lykkjur jafnt yfir frá prjónamerki í hlið og inn að hálsmáli). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: Prjónið A.1, prjónið síðan sléttprjón út umferðina. Þegar stykkið mælist 7 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu samkvæmt útskýringu að ofan, aukið út innan við 3 lykkjur (einungis er aukið út frá réttu). Aukið út um eina lykkju alls 4 sinnum = 38-42-44-48-50-54 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður yfir 38-42-44-48-50-54 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 31-31-35-35-39-39 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið síðan sléttprjón og mynstur eins og áður yfir 38-42-44-48-50-54 lykkjur frá vinstra framstykki = 107-115-123-131-139-147 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og mynstur fram og til baka. Haldið áfram þar til stykkið mælist 25-26-28-29-30-31 cm, endið eftir umferð frá röngu. Nú er fram- og bakstykkið sett saman samkvæmt útskýringu að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið eins og áður yfir 107-115-123-131-139-147 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 6-6-10-10-14-18 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið eins og áður yfir 107-115-123-131-139-147 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 6-6-10-10-14-18 nýjar lykkjur í lok umferðar = 226-242-266-282-306-330 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og haldið áfram með A.1 og A.2 eins og áður á bakstykki og framstykki. Prjónið í hring þar til stykkið mælist ca 44-46-48-50-52-54 cm, mælt frá efsta punkti á öxl (endið eftir heila mynstureiningu af A.1 / A.2 á hæðina). Setjið síðustu 113-121-133-141-153-165 lykkjur frá bakstykki á þráð og prjónið áfram yfir lykkjur frá framstykki samkvæmt útskýringu að neðan: Skiptið yfir á hringprjón 3, prjónið 2 lykkjur GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan 0-0-2-2-0-2 lykkjur slétt, 2-2-2-2-2-2 lykkjur brugðið, 2-2-2-2-2-2 lykkjur slétt, 0-0-0-0-2-2 lykkjur brugðið, 0-0-0-0-2-2 lykkjur slétt, A.3, sléttprjón yfir næstu 87-95-103-111-119-127 lykkjur og aukið út 47-51-55-59-63-71 lykkjur jafnt yfir (= 134-146-158-170-182-198 lykkjur á eftir útaukningu), prjónið A.3 0-0-0-0-2-2 lykkjur slétt, 0-0-0-0-2-2 lykkjur brugðið, 2-2-2-2-2-2 lykkjur slétt, 2-2-2-2-2-2 lykkjur brugðið, 0-0-2-2-0-2 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón = 160-172-188-200-216-236 lykkjur. Haldið áfram að prjóna þannig – fyrsta umferð frá röngu: 2 lykkjur garðaprjón, 0-0-2-2-0-2 lykkjur brugðið, 2-2-2-2-2-2 lykkjur slétt, 2-2-2-2-2-2 lykkjur brugðið, 0-0-0-0-2-2 lykkjur slétt, 0-0-0-0-2-2 lykkjur brugðið, A.3, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 15-15-17-17-19-21 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið, A.3, 0-0-0-0-2-2 lykkjur brugðið, 0-0-0-0-2-2 lykkjur slétt, 2-2-2-2-2-2 lykkjur brugðið, 2-2-2-2-2-2 lykkjur slétt, 0-0-2-2-0-2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með stroff og A.3/ A.4 í hvorri hlið í 16 cm. Fellið af. Prjónið á sama hátt yfir lykkjur frá bakstykki. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 3 og prjónið upp frá réttu 53-55-59-61-63-65 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 32-34-34-36-38-40 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 89-93-97-101-105 lykkjur meðfram handvegi. Setjið 1 merki mitt í lykkjurnar sem prjónaðar voru upp. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna, þetta er gert til að fá betra form og flíkin passi betur. Umferð 1 (ranga): Prjónið 18 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 2 (rétta): Prjónið 18 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 3 (ranga): Prjónið 22 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 4 (rétta): Prjónið 22 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 5 (rétta): Prjónið 26 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 6 (rétta): Prjónið 26 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 7 (ranga): Prjónið að byrjun umferðar. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 4-4-5-5-6-7 cm, mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp (öll mál á lengdina eru gerð mitt ofan á ermakúpu) . Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 4 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (fyrir miðju undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist alls 6-6-7-7-8-9 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 12-13-14-15-16-17 sinnum = 61-63-65-67-69-71 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 37-36-34-34-32-30 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir ermi. Það eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-18-16-23-21-19 lykkjur jafnt yfir = 81-81-81-90-90-90 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið A.4 hringinn í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 48-47-46-46-45-44 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, nema prjónið upp lykkjur gagnstætt, þ.e.a.s. prjónið upp 32-34-34-36-38-40 frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 53-55-59-61-63-65 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn við handveg – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra öxlina og prjónið upp frá réttu innan við kantlykkju ca 104 til 120 lykkjur á stuttan hringprjón 3. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroffprjón hringinn (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 9 cm. Fellið af. Ef óskað er eftir að hafa kant í hálsmáli tvöfaldan er stroffið brotið niður að innanverðu á stykki. Saumið nokkur spor við hvora öxl þannig að kantur í hálsmáli fellur fallega að flíkinni. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #forestmysterysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 243-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.