Hanne Pedersen skrifaði:
Jeg har nu strikket for- og bagstykke indtil ærmegabet. Når jeg prøver strikketøjet folder bagstykket ved udtagningerne ved mønsterborten. Kan jeg regne med, at det går væk i vask eller skal jeg starte forfra med blusen, hvis jeg vil have det glat? Hvad mon gik galt?
10.12.2025 - 18:55DROPS Design svaraði:
Hei Hanne. Er det strikket veldig stramt i kanten? Prøv å fukte/væte plagget og la det tørke flatt og se om det ikke blir glatt. mvh DROPS Design
15.12.2025 - 13:24
Joke Eduard skrifaði:
Ik wil bij dit model graag de achterkant hoger. Zover ik nu kan zien, is dat niet zo. Hoe kan ik dit aanpassen?
27.11.2025 - 10:45DROPS Design svaraði:
Dag Joke,
Helaas is het voor ons niet mogelijk om patronen aan te passen naar persoonlijke wensen. Wellicht kun je in een winkel bij je in de buurt om advies vragen of op een ander forum.
27.11.2025 - 21:34
Ellen skrifaði:
On knitting the sleeve cap. If I knitted the 7 rows that contain the short rows and my cap does not measure 4 cm do I start the 7 row sequence again, and if it then measures the 4 cm required at row 4 do I first finish the sequence or immediately knit to end and start knitting in the round.
04.07.2025 - 13:30DROPS Design svaraði:
Dear Ellen, after short rows continue back and forth until sleeve measures 4 cm from where they were picked up, then continue in the round in stocking sttich, from mid under sleeve. Happy knitting!
04.07.2025 - 15:25
Ellen skrifaði:
On the symbol chart how can both the block and the cross mean the same. Also, Im left handed, how do I read the chart. Please help
18.06.2025 - 20:07DROPS Design svaraði:
Hi Ellen, The black squares symbolise that there is no stitch (go straight to the next symbol), whereas the squares with a cross are purled from the right side and knitted from the wrong side. As a left hander (and if you naturally work from left to right) then you need to read the diagrams from left to right when working from the right side and right to left when working from the wrong side. Regards, Drops Team.
19.06.2025 - 06:41
Ia Koyno skrifaði:
Hi, I can't understand the logic behind the sleeve cap here. I'm knitting the smallest size and according to the pattern, I should knit up 53 stitches up from the bottom of the armhole and up the front to the shoulder and 32 stitches from the shoulder and down the back. Shouldn't it be the other way around - more stitches at the back? Also in the lessons section, there is an explanation for a European shoulder (sleeve) with a different logic. I'm confused. Please explain it to me! Thank you!
18.03.2025 - 09:29DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Koyno, as armhole is longer on front piece (25 cm) than on back piece (15 cm) you will pick up more stitches along front than along back piece. This video shows how to pick up stitches and how to work the short rows (remember to follow the inscructions for your size). Hope it can help. Happy knitting!
18.03.2025 - 16:16
Mimmi Hansson skrifaði:
Jag förstår inte hur ökningen för halsen efter de stickade 7 cm på framstycket ska ske. Vad menas med ” När arbetet mäter 7 cm från där du stickade upp maskor, ökas det maskor mot halsen. Öka i början av varje varv från rätan som beskrevs ovan, det ökas sedan 3 maskor (det ökas bara från rätsidan). Öka 1 maska totalt 4 gånger = 38-42-44-48-50-54 maskor.”
28.01.2025 - 20:11DROPS Design svaraði:
Hej Mimmi. Har du sett att vi har flera videor på hur man stickar europeisk axel? Kanske t.ex. denna video kan hjälpa dig att förstå hur du ska göra (det är inte samma maskantal men den kan nog hjälpa dig att förstå ändå). Mvh DROPS Design
29.01.2025 - 10:42
Jane Stevenson skrifaði:
Forest Mystery Drops 243-11. Please can you advise where you measure from on the Front before joining front and back. pattern says ‘continue with stocking stitch back and forth till front piece measures 25-26- etc. Do you mean measure from knitted up stitches? Thanks
16.01.2025 - 12:12DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Stevenson, yes, measure front piece from the stitches knitted up for shoulders on front piece - see also this lesson or this video. Happy knitting!
16.01.2025 - 17:34
Amelie skrifaði:
Hallo, ich habe ein Frage zum Stricken der Ärmel. Ich habe jetzt die verkürzten Reihen gestrickt. Wenn ich nun in Runden stricke ohne die Maschen aus der unteren Ärmelseite aufzunehmen entsteht da ein Loch. Ist das so gewollt, dass man es dort am Ende zunäht oder muss ich die Maschen dazwischen aufnehmen?
11.01.2025 - 23:01DROPS Design svaraði:
Liebe Amelie, nach der letzten verkürzten Reihen stricken Sie bis unter die Ärmel, hier beginnen jetzt die Runden. Viel Spaß beim Stricken!
13.01.2025 - 09:01
Nicole skrifaði:
Bonjour, dans la partie Dos&Devant, 2eme chapitre, je ne comprends pas « tricoter 0-0-2-2-0-2 mailles endroit « A quoi correspondent les 0 ? Comment tricote t on ces mailles ?
22.10.2024 - 16:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Nicole, quand il y a un "0", ces indications ne concernent pas la taille, autrement dit, vous passez directement à l'indication suivante, soit 2 mailles envers après les 2 m point mousse dans les tailles S, M et XXL. Bon tricot!
22.10.2024 - 16:50
Barbara skrifaði:
What cast off technique do you suggest for the front and back pieces? i tried the sewn cast off but it wrinkles because of the ribbing. thank you
12.10.2024 - 17:28DROPS Design svaraði:
Dear Barbara, here you can find a few methods to cast off in rib stitch: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1686&lang=en. Happy knitting!
13.10.2024 - 23:20
Forest Mystery#forestmysterysweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, gatamynstri og klauf í hliðum. Stærð S-XXXL
DROPS 243-11 |
|||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri Á EFTIR MERKI / 3 lykkjur í hálsmáli: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. Aukið út til hægri Á UNDAN MERKI / 3 lykkjur í hálsmáli : Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til hægri Á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. Aukið út til vinstri Á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efsti hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað fram í hring á hringprjón niður að klauf. Lykkjur eru prjónaðar upp í kringum hvorn handveginn. Ermar eru fyrst prjónaðar fram og til baka, síðan í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli í hring. BAKSTYKKI: BAKSTYKKI: Fitjið upp 39-39-43-43-47-47 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Lima. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið eitt merki innan við ystu 12 lykkjurnar í hvorri hlið. Merkin eiga að vera innan við ystu 12 lykkjurnar í hverri umferð héðan í frá – prjónið A.1 og A.2 yfir þessar 12 lykkjur. Nú er prjónað svona JAFNFRAMT sem aukið er út á EFTIR merki í byrjun umferðar og á UNDAN merki í lok umferðar: A.1, prjónið sléttprjón fram að næsta merki, A.2. Í næstu umferð (ranga) er aukið út á eftir A.2 og A.1 - lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið alveg eins út bæði frá réttu og frá röngu alls 34-38-40-44-46-50 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu eru 107-115-123-131-139-147 lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka, haldið áfram með A.1 og A.2 í hvorri hlið. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir svona, setjið 1 merki í hvora hlið. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 15-16-16-17-18-19 cm mælt frá merki. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykki samkvæmt útskýringu að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið við vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð) – sjá teikningu. Prjónið upp 34-38-40-44-46-50 lykkjur á hringprjón 4 innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp lykkjur jafnt yfir á milli hálsmáls og merki í hlið). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: Prjónið sléttprjón þar til 12 lykkjur eru eftir, endið með A.2. Þegar stykkið mælist 7 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu eins og útskýrt er að ofan, aukið síðan út 3 lykkjur (einungis er aukið út frá réttu). Aukið út 1 lykkju alls 4 sinnum = 38-42-44-48-50-54 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá réttu, klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið hægri öxl samkvæmt útskýringu að neðan. Prjónið upp 34-38-40-44-46-50 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp lykkjur jafnt yfir frá prjónamerki í hlið og inn að hálsmáli). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: Prjónið A.1, prjónið síðan sléttprjón út umferðina. Þegar stykkið mælist 7 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu samkvæmt útskýringu að ofan, aukið út innan við 3 lykkjur (einungis er aukið út frá réttu). Aukið út um eina lykkju alls 4 sinnum = 38-42-44-48-50-54 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður yfir 38-42-44-48-50-54 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 31-31-35-35-39-39 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið síðan sléttprjón og mynstur eins og áður yfir 38-42-44-48-50-54 lykkjur frá vinstra framstykki = 107-115-123-131-139-147 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og mynstur fram og til baka. Haldið áfram þar til stykkið mælist 25-26-28-29-30-31 cm, endið eftir umferð frá röngu. Nú er fram- og bakstykkið sett saman samkvæmt útskýringu að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið eins og áður yfir 107-115-123-131-139-147 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 6-6-10-10-14-18 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið eins og áður yfir 107-115-123-131-139-147 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 6-6-10-10-14-18 nýjar lykkjur í lok umferðar = 226-242-266-282-306-330 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og haldið áfram með A.1 og A.2 eins og áður á bakstykki og framstykki. Prjónið í hring þar til stykkið mælist ca 44-46-48-50-52-54 cm, mælt frá efsta punkti á öxl (endið eftir heila mynstureiningu af A.1 / A.2 á hæðina). Setjið síðustu 113-121-133-141-153-165 lykkjur frá bakstykki á þráð og prjónið áfram yfir lykkjur frá framstykki samkvæmt útskýringu að neðan: Skiptið yfir á hringprjón 3, prjónið 2 lykkjur GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan 0-0-2-2-0-2 lykkjur slétt, 2-2-2-2-2-2 lykkjur brugðið, 2-2-2-2-2-2 lykkjur slétt, 0-0-0-0-2-2 lykkjur brugðið, 0-0-0-0-2-2 lykkjur slétt, A.3, sléttprjón yfir næstu 87-95-103-111-119-127 lykkjur og aukið út 47-51-55-59-63-71 lykkjur jafnt yfir (= 134-146-158-170-182-198 lykkjur á eftir útaukningu), prjónið A.3 0-0-0-0-2-2 lykkjur slétt, 0-0-0-0-2-2 lykkjur brugðið, 2-2-2-2-2-2 lykkjur slétt, 2-2-2-2-2-2 lykkjur brugðið, 0-0-2-2-0-2 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón = 160-172-188-200-216-236 lykkjur. Haldið áfram að prjóna þannig – fyrsta umferð frá röngu: 2 lykkjur garðaprjón, 0-0-2-2-0-2 lykkjur brugðið, 2-2-2-2-2-2 lykkjur slétt, 2-2-2-2-2-2 lykkjur brugðið, 0-0-0-0-2-2 lykkjur slétt, 0-0-0-0-2-2 lykkjur brugðið, A.3, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 15-15-17-17-19-21 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið, A.3, 0-0-0-0-2-2 lykkjur brugðið, 0-0-0-0-2-2 lykkjur slétt, 2-2-2-2-2-2 lykkjur brugðið, 2-2-2-2-2-2 lykkjur slétt, 0-0-2-2-0-2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með stroff og A.3/ A.4 í hvorri hlið í 16 cm. Fellið af. Prjónið á sama hátt yfir lykkjur frá bakstykki. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 3 og prjónið upp frá réttu 53-55-59-61-63-65 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 32-34-34-36-38-40 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 89-93-97-101-105 lykkjur meðfram handvegi. Setjið 1 merki mitt í lykkjurnar sem prjónaðar voru upp. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna, þetta er gert til að fá betra form og flíkin passi betur. Umferð 1 (ranga): Prjónið 18 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 2 (rétta): Prjónið 18 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 3 (ranga): Prjónið 22 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 4 (rétta): Prjónið 22 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 5 (rétta): Prjónið 26 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 6 (rétta): Prjónið 26 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 7 (ranga): Prjónið að byrjun umferðar. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 4-4-5-5-6-7 cm, mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp (öll mál á lengdina eru gerð mitt ofan á ermakúpu) . Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 4 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (fyrir miðju undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist alls 6-6-7-7-8-9 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 12-13-14-15-16-17 sinnum = 61-63-65-67-69-71 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 37-36-34-34-32-30 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir ermi. Það eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-18-16-23-21-19 lykkjur jafnt yfir = 81-81-81-90-90-90 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið A.4 hringinn í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 48-47-46-46-45-44 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, nema prjónið upp lykkjur gagnstætt, þ.e.a.s. prjónið upp 32-34-34-36-38-40 frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 53-55-59-61-63-65 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn við handveg – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra öxlina og prjónið upp frá réttu innan við kantlykkju ca 104 til 120 lykkjur á stuttan hringprjón 3. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroffprjón hringinn (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 9 cm. Fellið af. Ef óskað er eftir að hafa kant í hálsmáli tvöfaldan er stroffið brotið niður að innanverðu á stykki. Saumið nokkur spor við hvora öxl þannig að kantur í hálsmáli fellur fallega að flíkinni. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #forestmysterysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 243-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.