Alana skrifaði:
Small and medium sizes cast on 128 but the yoke round requires 132 stitches to complete the round. This doesn’t make sense. Could you please help?
18.08.2024 - 02:10DROPS Design svaraði:
Dear Alana, after finishing doubleneck you start knit pattern. 1 stitch is increased in each repeat of A.1 = 132-132-140-140-148-156 stitches. Happy knitting!
18.08.2024 - 16:17
Grollier skrifaði:
Après avoir tricoté le col et les augmentations du 1er tour A1 il est dit de tricoter A2 sur A 1 ? comment dois-je faire ?
24.07.2024 - 22:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Grollier, vous devez tricoter A,2 sur les memes mailles ou vous avez tricote le diagramme A.1 precedemment. Bon tricot!
26.07.2024 - 14:40
Gallienne skrifaði:
Bonjour, selon vous pourrait-on rajouter des rangs raccourcis à ce pull, après les côtes du col ? Merci.
19.05.2024 - 18:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Gallienne, probablement oui, vous pouvez vous inspirer par ex de cette vidéo. Bon tricot!
21.05.2024 - 13:02
Gallienne skrifaði:
Bonjour, pour l’empiètement, on tricote une fois un rang avec A1.Ensuite il est dit: tricoter 1 tour comme avant, A1 est terminé,mais comme on avait fait pour A1 1m envers,1 jeté,1m envers, comment refaire ce segment là? Faut-il faire 1m envers,1 jeté,ensuite tricoter le jeté torse a l’envers,puis 1m envers? Merci pour votre réponse.
19.05.2024 - 18:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Galienne, tricotez le 2ème rang de A.1 comme le montre le diagramme, autrement dit: 1 m end, 2 m env, 2 m end, 3 m env (tricotez le jeté torse à l'envers pour éviter un trou), 2 m end, 2 m env, 1 m end. Bon tricot!
21.05.2024 - 13:01
Pia skrifaði:
Tak 😊🧶
19.03.2024 - 20:07
Pia skrifaði:
Hej🧶 Var det ikke muligt, at få et grundmønster, til garngruppe 1, hvor der tages ud på ærmet, på hver 4 omgang. Tak for nogle fine mønstre og smukt garn.
16.03.2024 - 20:59DROPS Design svaraði:
Hej Pia, jo men på den her tager du ud på ærmesiden på hver 4 omgang :)
19.03.2024 - 14:15
Ann-Christin Johansson skrifaði:
Vad menas med ingen maska
09.03.2024 - 13:34DROPS Design svaraði:
Hei Ann-Christin. At det er ingen maske. Strikk neste maske som vises i diagrammet. F.eks i 1. rad i diag A.2 strikkes det slik: 1 rett - 2 vrang - 1 kast - 1 rett - 3 vrang - 1 rett - 1 kast - 1 rett - 2 vrang - 1 rett. På denne raden er det økt med 2 masker og du vil da se disse 2 maskene i 2. rad i diagrammet. I 3.rad i A.2 felles det 2 masker og siden disse maskene ikke fins lengre når du skal strikk 4. rad vises det med en sort rute (= ingen maske). mvh DROPS Design
11.03.2024 - 14:25
Frau Heiniger skrifaði:
Welche Grösse trägt das Model? Steht das irgendwo? (Zum Abschätzen wie gross die Grössen bemessen sind)
24.02.2024 - 08:33DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Heiniger, unsere Modelle tragen meistens entweder S oder M aber um Ihre passende Größe zu finden, messen Sie am besten einen ähnlicher Pullover den Sie gerne tragen, diese Mae mit den in der Maßskizze vergleichen; hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim stricken!
26.02.2024 - 07:56
Wargnie skrifaði:
Bonjour, Doit on continuer le graphique A2 quand on aborde les côtés du bas du pull? Merci d'avance pour votre réponse. 😊
15.01.2024 - 08:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Wargnie, tout à fait, continuez à tricoter les mailles comme avant: en jersey avec A.2 tout juste comme avant. Bon tricot!
15.01.2024 - 10:17
Ingrid Menger skrifaði:
Na het meerderen in de raglan: 12 keer op de panden is 48 steken en 6 keer op de mouwen is 24 steken. Er staan andere getallen in het patroon
05.01.2024 - 17:38
Spill the Beans#spillthebeanssweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu og köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-5 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Í mynsturteikningu A.2 er lykkjum aukið út og fækkað, þ.e.a.s. að í 1. og 4. umferð eru 13 lykkjur í hverri mynstureiningu og í 2. og 3. umferð eru 15 lykkjur í hverri mynstureiningu. LASKALÍNA: Lykkjur eru auknar út á eftir/undan A.2 í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma. Í byrjun er aukið út hvoru megin við A.2 í annarri hverri umferð (8 lykkjur fleiri), síðan breytist útaukningin. Útaukning fyrir framstykki/bakstykki heldur áfram eins og áður í annarri hverri umferð, en á ermum er einungis aukið út í 4. hverri umferð – þ.e.a.s. að í annarri hverri umferð með útaukningu á framstykki/bakstykki er ekki aukið út á ermum (4 lykkjur fleiri). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 128-128-136-136-144-152 lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS Alpaca. Prjónið stroff mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ S, M og XXL: Prjónið 1 lykkju brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 lykkju brugðið. STÆRÐ L, XL og XXXL: Prjónið 1 lykkju slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 lykkju slétt. ALLAR STÆRÐIR: Setjið einn merkiþráð í byrjun umferðar og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu (mitt að aftan). Prjónið stroff hringinn svona þar til kanturinn í hálsmáli mælist 10 cm (stroffið er síðar brotið inn að röngu, þannig að það myndast kantur í hálsmáli ca 5 cm). BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið frá byrjun umferðar þannig: Prjónið 10-10-12-12-14-16 lykkjur sléttprjón, A.1 (= hálft bakstykki), 20 lykkjur sléttprjón (= ermi), A.1, 20-20-24-24-28-32 lykkjur, A.1 (= framstykki), 20 lykkjur (= ermi), A.1, 10-10-12-12-14-16 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki). Aukið er út um 1 lykkju í hverri mynstureiningu með A.1 og það eru 132-132-140-140-148-156 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð til viðbótar í mynstri sem byrjað er á, mynsturteikning A.1 er lokið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Lestu næsta kafla áður en þú prjónar áfram! Lestu LASKALÍNA í útskýringu að ofan. Prjónið sléttprjón, prjónið mynsturteikningu A.2 yfir mynsturteikningu A.1 og aukið út fyrir laskalínu þannig: Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út 22-22-26-30-30-31 sinnum í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma. Það eru 308-308-348-380-388-404 lykkjur í umferð. Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu á framstykki/bakstykki og í annarri hverri umferð eins og áður, en á ermum er einungis aukið út í 4. hverri umferð. Aukið svona út 8-12-10-12-16-20 sinnum á framstykki/bakstykki (það er aukið út 4-6-5-6-8-10 sinnum á ermum). Alls hefur verið aukið út fyrir laskalínu 30-34-36-42-46-51 sinnum á framstykki/bakstykki og 26-28-31-36-38-41 sinnum á ermum. Þegar öll útaukning fyrir laskalínu hefur verið gerð til loka, eru 356-380-408-452-484-524 lykkjur í umferð. Prjónið eins og áður þar til stykkið mælist 20-22-24-27-29-32 cm mælt frá eftir kant í hálsmáli. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar frá byrjun á umferð þannig: Prjónið 40-44-48-54-60-67 lykkjur sléttprjón, prjónið A.2 (= hálft bakstykki), setjið næstu 72-76-82-92-96-102 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið A.2, prjónið 80-88-96-108-120-134 lykkjur sléttprjón, prjónið A.2 (= framstykki), setjið næstu 72-76-82-92-96-102 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið A.2, prjónið 40-44-48-54-60-67 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki). Nú er fram- og bakstykkið og ermar prjónað til loka hvert fyrir sig, stykkið er núna mælt héðan! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 232-248-268-292-320-348 lykkjur (að því gefnu að það eru 13 lykkjur í A.2 í umferð þegar stykkinu var skipt). Prjónið hringinn í sléttprjóni og mynstur eins og áður (nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hliðum eru prjónaðar í sléttprjóni). Prjónið þar til stykkið mælist 20-20-20-19-19-18 cm frá skiptingu – stillið af að síðasta umferð sem er prjónuð sé 4. umferð í mynsturteikningu A.2 og það eru 232-248-268-292-320-348 lykkjur í umferð. Setjið eitt prjónamerki hvoru megin við 13 lykkjur í hverri mynstureiningu A.2 – svo auðveldara sé að sjá hvort mynstrið passi þegar aukið er út fyrir stroffi eins og útskýrt er að neðan. Héðan á einungis að prjóna eins og í 4. umferð í A.2 yfir 13 lykkjur í A.2. Prjónið sléttprjón yfir næstu 40-44-48-54-60-67 lykkjur jafnframt því sem aukið er út um 16-20-20-22-24-25 lykkjur jafnt yfir (56-64-68-76-84-92 lykkjur sléttprjón), prjónið A.2 yfir næstu 13 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnframt því sem aukið er út um 2-2-4-4-6-6 lykkjur jafnt yfir (12-12-16-16-20-20 lykkjur sléttprjón), prjónið A.2 yfir næstu 13 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 80-88-96-108-120-134 lykkjur jafnframt sem aukið er út um 32-40-40-44-48-50 lykkjur jafnt yfir (112-128-136-152-168-184 lykkjur sléttprjón), prjónið A.2 yfir næstu 13 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnframt því sem aukið er út um 2-2-4-4-6-6 lykkjur jafnt yfir (12-12-16-16-20-20 lykkjur sléttprjón), prjónið A.2 yfir næstu 13 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir síðustu 40-44-48-54-60-67 lykkjur jafnframt því sem aukið er út um 16-20-20-22-24-25 lykkjur jafnt yfir (56-64-68-76-84-92 lykkjur sléttprjón). Það eru 300-332-356-388-428-460 lykkjur í umferð. Skiptið yfir í hringprjón 2,5 og prjónið stroff þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á undan fyrsta prjónamerki, 2 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt, prjónið A.2 yfir 13 lykkjur, 1 lykkja slétt, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á undan næsta prjónamerki, 2 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt, prjónið A.2 yfir 13 lykkjur, 1 lykkja slétt, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á undan næsta prjónamerki, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, prjónið A.2 yfir 13 lykkjur, 1 lykkja slétt, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á undan síðasta prjónamerki, 2 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt, prjónið A.2 yfir 13 lykkjur, 1 lykkja slétt, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt. Prjónið stroff svona í 8 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 72-76-82-92-96-102 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á hringprjóna / sokkaprjóna 3,5. Prjónið að auki upp 10-10-12-12-14-14 lykkjur í lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 82-86-94-104-110-116 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í nýjar lykkjur og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu – það á að nota hann síðar þegar fækka á lykkjum. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið hringinn í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 4-3-3-4-2-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 3½-3½-2½-1½-1½-1 cm millibili alls 9-9-12-16-18-20 sinnum = 64-68-70-72-74-76 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 35-34-32-30-28-25 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út 20-16-18-20-22-20 lykkjur jafnt yfir = 84-84-88-92-96-96 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist 8 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-42-40-38-36-33 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið í hálsmáli niður að innanverðu á stykki og saumið niður með nokkrum sporum í hvora hlið þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #spillthebeanssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.