Céline skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas comment tricoter la manche (taille L). Après avoir relevé les 12 mailles sous le bras et placé le marqueur à 6 mailles - je suppose que c’est ce qu’il faut faire mais vous ne le précisez pas - comment dois-je débuter le rang afin de garder le même motif ? 10.08.2025 - 07:53
10.08.2025 - 07:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Céline, calculez où commencer le motif en fonction de la 1ère maille de la manche et des mailles montées sous la manche, ajustez le début du tour si besoin, vous commencerez en jersey et continuerez tout simplement le motif ajouré de l'empiècement, comme avant. Bon tricot!
11.08.2025 - 07:47
Cėline skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas comment tricoter la manche (taille L). Après avoir relevé les 12 mailles sous le bras et placé le marqueur à 6 mailles - je suppose que c’est ce qu’il faut faire mais vous ne le précisez pas - comment dois-je débuter le rang afin de garder le même motif ?
10.08.2025 - 07:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Céline, vous continuez le point ajouré sur le plus de mailles possible tout le tour, autrement dit, veillez à bien continuer le point ajouré de l'empiècement sans le décaler, mais tricotez en jersey les mailles au milieu sous la manche que vous ne pouvez pas tricoter dans le point ajouré. Bon tricot!
11.08.2025 - 07:46
Céline skrifaði:
De même, pour les devants - toujours en taille L : 28 augmentations d'une maille de raglan + 12 augmentations de col V donnent 3 mailles de départ pour le devant + 28 mailles + 12 mailles = 43 mailles et vous indiquez 44 mailles comme nombre final après les augmentations. Si vous pouvez m'expliquer également comment vous parvenez à ce nombre et quelle est mon erreur, je vous remercie.
04.08.2025 - 09:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Céline, comme la maille du raglan côté manche appartient au devant, vous avez donc 1 maille en plus pour le devant. Bon tricot!
04.08.2025 - 11:37
Céline skrifaði:
Bonjour, Je réalise une taille L. Vous indiquez de tricoter 28 fois une augmentation de chaque côté des mailles raglan. Une manche étant composée au début de 19 mailles, 28 augmentations de 2 mailles donnent 56 mailles. 19 + 56 = 75 mailles, donc je ne comprends pas comment vous obtenez 73 mailles pour une manche à la dernière augmentation ? Merci pour votre aide.
04.08.2025 - 09:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Céline, les 19 mailles des manches sont tricotées ainsi au début: 1 fil marqueur, 1 m endroit, (augmentations raglan), A.1, A.2, A.3, (augmentations raglan), 1 m end, 1 fil marqueur - autrement dit, la maille endroit après le fil marqueur et celle juste avant le fil marqueur est attribuée aux devants/ au dos lors de la division. Bon tricot!
04.08.2025 - 11:37
Laila Møller skrifaði:
Når der står at alle pinde i mønstret ses fra ret siden , hvad skal man så strikke på vrangen ?
08.07.2025 - 21:36DROPS Design svaraði:
Hei Laila. Diagrammet viser alle pinde, men alle pinde er vist fra retsiden. For eksempel strikkes en tom firkant ret, når man er på retsiden, men vrang, når man er på vrangen. Mvh DROPS Design
09.07.2025 - 14:11
Margriet skrifaði:
De omslag in het telpatroon moet in de teruggaande naald niet! gedraaid, maar gewoon averechts worden gebreid. Anders krijg je geen gaatje.
03.03.2025 - 11:36
Dana Dehnke skrifaði:
Die Jacke ist eigentlich gut gelungen. Beim Tragen rollen sich allerdings die Ärmel nach außen auf. Was kann man da noch machen?
04.10.2024 - 09:05DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Dehnke, Sie können die Jacke mit Stecknadeln auf einer geeigneten Unterlage spannen, anfeuchten (z.B. mit einer Sprühflasche für Blumen) und trocknen lassen, danach entfernen Sie die Stecknadeln, dann sollte sich die Rände nicht mehr rollen.
04.10.2024 - 15:44
La Souris skrifaði:
Bonjour, je ne sais pas comment tricoter les manches sans qu'elles s'evasent. J'ai beaucoup plus de mailles au fur et à mesure, comment eviter ce problème s'il vous plaît. 🙏
13.09.2024 - 10:32DROPS Design svaraði:
Bonjour La Souris, votre nombre de mailles doit toujours rester le même, on n'augmente pas, autrement dit, continuez bien le point ajouré comme avant, mais tricotez en jersey les mailles sous la manche que vous ne pouvez pas tricoter en point ajouré (vous devez avoir 2 jetés pour chaque double diminution pour bien conserver le bon nombre de mailles). Bon tricot!
13.09.2024 - 16:32
La Souris skrifaði:
Bonjour, comment eviter que les bords des manches s'enroulent ? Merci pour l'aide 🙂
12.09.2024 - 10:48
La Souris skrifaði:
Bonjour, comment eviter que les bords des manches s'enroulent ? Merci pour l'aide 🙂
12.09.2024 - 09:58DROPS Design svaraði:
Bonjour La Souris, vous pouvez les bloquer: humidifiez le gilet (ou au moins le bas des manches) et laissez le sécher bien à plat, les manches resteront bien plates. Bon tricot!
13.09.2024 - 07:58
Morgenbris Cardigan#morgenbriscardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, v-hálsmáli og gatmynstri á ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 239-11 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni á framstykki og á bakstykki og inn í mynstur á ermum. V-HÁLSMÁL: Allar útaukningar eru gerðar frá réttu! Sláið 1 sinni uppá prjóninn innan við 1 kantlykkju garðaprjón (= 1 lykkja fleiri). Í næstu umferð (ranga) prjónið uppsláttinn snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Aukið er út um alls 2 lykkjur í hverri útaukningsumferð (1 lykkja í hvorri hlið). HNAPPAGAT (á við um hægri kant að framan þegar flíkin er mátuð): Fellið af fyrir 4 hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Neðsta hnappagatið á að vera ca 6 cm frá neðri kanti og efsta hnappagatið þar sem v-hálsmálið byrjar. Síðustu 2 hnappagötin eru staðsett jafnt á milli efsta og neðsta. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í gatamynstri. JAFNFRAMT er aukið út fyrir v-hálsmáli og laskalínu. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli / kantur að framan í kringum allt opið á peysunni. BERUSTYKKI: Fitjið upp 68-70-72-74-76-78 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú byrjar mynstur á ermum, jafnframt því sem aukið er út fyrir laskalínu og v-hálsmáli – lestu því allan kaflann áður en þú byrjar. Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna umferðina). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu og hvert prjónamerki er sett á milli 2 lykkja. Teljið 3 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki, teljið 19 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki, teljið 24-26-28-30-32-34 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki, teljið 19 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki, það eru 3 lykkjur á prjóni á eftir síðasta prjónamerki (= framstykki). Prjónið frá röngu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 1 lykkja slétt, aukið út um 1 lykkju fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja fyrir laskalínu, prjónið A.1, A.2, A.3, aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu, 2 lykkjur slétt, aukið út fyrir laskalínu, prjónið 22-24-26-28-30-32 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu, 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1, A.2, A.3, aukið út um 1 lykkju fyrir lasalínu, 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með sléttprjón á framstykki / bakstykki, gatamynstur á ermum og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þar til aukið hefur verið út alls 25-26-28-31-34-36 sinnum hvoru megin við prjónamerki. Í hvert skipti sem A.1 og A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið 2 mynstureiningar fleiri af A.2 á breiddina. V-HÁLSMÁL: JAFNFRAMT í 6. Umferð (þ.e.a.s. í 3. umferð frá réttu) aukið út fyrir V-HÁLSMÁLI í hvorri hlið við miðju að framan – sjá útskýringu að ofan, þannig: Aukið út í 4. hverri umferð alls 6-7-8-9-10-11 sinnum, síðan í 6. hverri umferð 4 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er prjónað áfram án útaukninga þar til stykkið mælist 23-24-25-28-31-33 cm, útaukning fyrir v-hálsmáli á nú að vera lokið. Það eru nú 288-300-320-348-376-396 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð þanni: Prjónið fyrstu 39-41-44-48-52-55 lykkjur (framstykki), setjið næstu 67-69-73-79-85-89 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-12-12-14-16-20 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 76-80-86-94-102-108 lykkjur (bakstykki), setjið næstu 67-69-73-79-85-89 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-12-12-14-16-20 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið þær 39-41-44-48-52-55 lykkjur sem eftir eru (framstykki). Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 174-186-198-218-238-258 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hliði. Þegar stykkið mælist 16-17-18-17-16-16 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 38-38-46-50-50-54 lykkjur jafnt yfir = 212-224-244-268-288-312 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 67-69-73-79-85-89 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-12-12-14-16-20 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 77-81-85-93-101-109 lykkjur. Haldið áfram með A.2, þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í A.2 mitt undir ermi, eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 31-31-30-27-25-23 cm frá skiptingu. Fellið af aðeins laust. Prjónið hina ermina á sama hátt. KANTUR FRAMAN / KANTUR HÁLSMÁL: Setjið 1 prjónamerki mitt aftan í hnakka á bakstykki, prjónamerkið er notað þegar telja á helming af lykkjum í kanti að framan/hálsmáli. Kantur að framan er prjónaður upp innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á framstykkjum og í 1. umferð sem var prjónuð í kringum hálsmál. Byrjið neðst í hægra framstykki frá réttu og prjónið upp ca 113-117-121-125-129-133 lykkjur meðfram öllum kanti að framan upp að prjónamerki í hnakka, á hringprjón 4 – látið prjónamerkið sitja hér. Haldið áfram að prjóna upp ca 113-117-121-125-129-133 lykkjur meðfram öllum kantinum að framan niður að kanti á vinstra framstykki, alls á lykkjufjöldinn að vera deilanlegur með 4 + 2 = ca 226-234-242-250-258-266 lykkjur. Það er mikilvægt að stroffið verði ekki of laust og með of mörgum lykkjum, en það má heldur ekki draga kantinn að framan saman vegna of fárra lykkja. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 2 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 2 lykkjur garðaprjón. Þegar stykkið mælist 1 ½ cm fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til stroffið mælist 3 cm. Fellið aðeins laust af. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #morgenbriscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.