Elly skrifaði:
Op 18 maart vroeg ik hoe verder te gaan na naald 11. Ik heb gebreid volgens het antwoord. Het resultaat is niet goed. Ook op 18 maart stelde Julie een vraag hierover (in het engels). Zij kreeg een ander antwoord. Haar antwoord lijkt mij logischer. Mijn vraag: Is het niet zo, dat vanaf pen 12 weer hetzelfde wordt begonnen als bij pen 1 tot en met 10?
29.03.2023 - 23:26DROPS Design svaraði:
Dag Elly,
inderdaad je hebt gelijk! De volgende naald begin weer op dezelfde plek als de eerste naalden. Mijn excuses!
05.04.2023 - 10:50
Julie skrifaði:
On diagram A2 around 11 said Note: on round 11 in the diagram move the start of the round 2 stitches to the right so the pattern fits around the york. Then start the next of the round at the same place as before. Please help I am stuck with that round. Thank you.
18.03.2023 - 18:06DROPS Design svaraði:
Dear Julie, on round 10, work the whole round as before until 2 stitches are left. Now, start working round 11 on these 2 stitches and work A.2 as before; you should end the round after working over these stitches again. Now round 12 should start on the same stitch as rounds 1-10. Happy knitting!
19.03.2023 - 19:59
Elly skrifaði:
Op naald 11 verplaats ik het patroon 2 steken naar rechts. Begin ik dan de volgende naald (12) op dezelfde plek als naald 11 of als naald 10?
18.03.2023 - 14:29DROPS Design svaraði:
Dag Elly,
De volgende naald begin je op dezelfde plaats als naald 11, anders had er in de beschrijving gestaan dat je weer 2 steken terug naar links moest verplaatsen.
19.03.2023 - 16:26
Vickyed skrifaði:
Was the sweater photographed knitted in the Muskat or Cotton Merino please?
06.03.2023 - 19:46DROPS Design svaraði:
Dear Vickyed, the sweater was knitted with DROPS Muskat. Happy knitting!
07.03.2023 - 10:16
Roberta skrifaði:
Buongiorno. Ho appena iniziato questo modello con Belle. Chiedo conferma: nei diagrammi, il giro dopo il gettato tra due maglie, va lavorato a dritto (non a dritto ritorto) per mantenere il traforo del motivo? Grazie per la gentile risposta.
28.02.2023 - 08:22DROPS Design svaraði:
Buonasera Roberta, se nel diagramma è indicata la casellina bianca, si lavora a diritto. Buon lavoro!
02.03.2023 - 19:08
Maria Collinge skrifaði:
Whispering Sands
22.01.2023 - 23:26
Janne skrifaði:
Kreemivaht
19.01.2023 - 22:00
Bente skrifaði:
Bluse til strandtur
19.01.2023 - 18:07
Kari Little skrifaði:
Sandy Stroll
19.01.2023 - 10:44
Claudia skrifaði:
Dünenmelodie
19.01.2023 - 09:27
Sand Piper#sandpipersweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Muskat eða DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 239-4 |
||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 122-126-130-136-142-148 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með DROPS Muskat eða DROPS Cotton Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan þannig (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 36-38-40-44-48-52 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 158-164-170-180-190-200 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið A.1 hringinn á berustykki. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4-4-5-5-6-6 cm frá prjónamerki, aukið út um 40-44-50-56-60-64 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 198-208-220-236-250-264 lykkjur. Þegar stykkið mælist 7-7-8-8-9-10 cm frá prjónamerki, prjónið A.2 hringinn á berustykki. ATH: Í 11. umferð í mynsturteikningu færist byrjun á umferð um 2 lykkjur til hægri til að mynstrið gangi jafnt upp alla umferðina hringinn. Síðan byrjar næsta umferð aftur eins og áður. JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í mynsturteikningu er aukið út jafnt yfir þannig: Ör-1: Aukið út um 42-44-50-58-62-66 lykkjur jafnt yfir = 240-252-270-294-312-330 lykkjur (nú er pláss fyrir 40-42-45-49-52-55 mynstureiningar með A.2 hringinn á berustykki). Ör-2: Aukið út um 38-42-48-56-58-58 lykkjur jafnt yfir = 278-294-318-350-370-388 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 hringinn á berustykki. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út jafnt yfir þannig: Ör-3: Aukið út um 32-36-42-50-50-52 lykkjur jafnt yfir = 310-330-360-400-420-440 lykkjur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.4 berustykkið hringinn. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka í þinni stærð, prjónið sléttprjón, en athugið að í sumum af stærðum skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan, áður en A.4 hefur verið prjónað til loka. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar berustykkið mælist 17-18-20-21-23-25 cm frá prjónamerki, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Ef ekki hefur verið búið að prjóna A.4 til loka í þinni stærð, prjónið A.4 til loka á fram- og bakstykki og ermum. Prjónið 47-51-55-61-65-69 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki), setjið næstu 60-64-70-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 95-101-110-122-130-138 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 60-64-70-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 48-50-55-61-65-69 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 210-222-244-268-288-308 lykkjur. Ef ekki er búið að prjóna A.4 til loka í þinni stærð, prjónið A.4 til loka (mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hliðum mitt undir hvorri ermi, en passið uppá að mynstrið haldið áfram yfir lykkjur frá berustykki og prjónið mynstrið eins langt og hægt er inn að hvorri hlið undir ermum, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Þegar prjónaðir hafa verið 6-6½-7-7-7½-7½ cm sléttprjón eftir A.4, prjónið A.3 hringinn á fram og bakstykki. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón í 6-6½-7-7-7½-7½ cm. Prjónið síðan A.3 aftur hringinn á fram- og bakstykki. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 25-26-26-27-27-27 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-22-22-26-28-30 lykkjur jafnt yfir = 230-244-266-294-316-338 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 60-64-70-78-80-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 70-74-82-90-94-98 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi (mitt í 10-10-12-12-14-16 lykkjur). Byrjið umferð við prjónamerki. Ef A.4 hefur ekki verið prjónað til loka á berustykki í þinni stærð, prjónið A.4 til loka (mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi, en passið uppá að mynstrið haldið áfram yfir lykkjur frá berustykki og prjónið mynstrið eins langt og hægt er inn að miðju mitt undir ermi, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn. Síðan er lykkjum fækkað mitt undir ermi og mynstrið prjónað. Lestu kaflann ÚRTAKA og MYNSTUR að neðan áður en þú prjónar áfram! ÚRTAKA: Þegar ermin mælist 4-4-4-4-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-8-4-3-2½-2½ cm millibili alls 5-5-8-11-12-13 sinnum = 60-64-66-68-70-72 lykkjur. MYNSTUR: Þegar prjónað hefur verið alls í 7-8-7-6-5-5 cm sléttprjóni eftir A.4, prjónið þannig: * Prjónið A.3 hringinn á ermi, síðan eru prjónaðir 7 cm sléttprjón *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, síðan er A.3 prjónað einu sinni til viðbótar. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Prjónið þar til ermin mælist 39-39-37-37-35-33 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-12-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir = 72-76-78-80-84-86 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 47-47-45-45-43-41 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sandpipersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.