Mariabelen skrifaði:
Buenas noches, en la explicacion del diagrama A2, dice que en la fila 11 hay que mover patron dos puntos hacia la derecha, no entiendo muy bien, esto quiere decir que dos puntos antes de terminar la fila 10; tengo que empezar la fila 11 siguiendo el diagrama de la fila 11?
25.07.2025 - 03:22DROPS Design svaraði:
Hola Mariabelen, trabajas la vuelta 10 normal. Después mueves el hilo 2 puntos hacia atrás y comienzas la vuelta en este punto; trabaja la fila 11 según el diagrama desde estos 2 puntos hacia atrás hasta el final habitual de la vuelta (es decir, la vuelta tendrá 2 puntos de más). En la siguiente vuelta el inicio de la vuelta estará igual que en la vuelta 10.
27.07.2025 - 22:28
Emmy skrifaði:
Waarom steeds van boven naar beneden? voor veel mensen is dit verwarrend, onder andere voor mij. ook bij niet alle patronen een getekend patroon, is er niet meer bij, deze keer wel maar vele keren niet. ik heb leren breien met deze uitgetekende patronen
19.07.2025 - 14:55DROPS Design svaraði:
Dag Emmy,
De patronen worden in Noorwegen ontworpen en vervolgens in verschillende talen over gezet en gratis aangeboden op de site. In Noorwegen is het van oorsprong de gewoonte om van boven naar beneden te breien. Mocht je er niet uit komen dan hebben we verschillende video's en instructies om je te helpen. Ook bij het patroon staan links naar video's en lessen.
20.07.2025 - 13:37
Heidi skrifaði:
Guten Tag Wieviel Bewegungsspielraum ist bei den vorgegebenen Größen eingerechnet? Muss ich zu meinen Körpermaßen noch etwas dazulernen, dass der Pulli etwas lockerer sitzt? Über eine Antwort würde ich mich sehr freuen Liebe Grüße Heidi
08.07.2025 - 20:12
Coccinella skrifaði:
Many thanks for your reply and explanation I am looking forward to knitting the sand piper sweater
29.06.2025 - 19:56
Coccinella skrifaði:
Sorry, But I'm not understanding the diagram ,AI does it mean that this makes a hole and an increase ,the diagram is not very clear Many thanks
28.06.2025 - 22:49DROPS Design svaraði:
Dear Coccinella, the 0 symbol is for a yarn over that is not worked twisted in the next round. When worked in this way, a larger hole will be formed. The yarn over is still an increase, even if it forms a decorative hole, so it increases the number of stitches in the row. However, if there is a decrease in the same row, the number of stitches will remain the same, so the yarn over's only purpose will be to form a decorative hole, for the lace pattern. Happy knitting!
29.06.2025 - 19:14
Cathie Castaneda skrifaði:
Hello! Just wanted to say how much I love being able to click on the size button on the pattern and my size is circled throughout the pattern. Great feature! Also, I love the Increase/decrease calculator feature!!! It makes it so easy to do increases and decreases. Thank you!
17.06.2025 - 20:41
Cathleen Castaneda skrifaði:
Hello! At the neckline, if I cast on using the “Long tail method “ which includes knitting the loops as they are being cast on, do I still knit an additional “1st” row or does knitting the loop in the long tail cast on row count as the knitted 1st row? Thank you!
25.05.2025 - 08:04DROPS Design svaraði:
Dear Cathleen, you can cast on stitches with your preferred method. But you will still need to work a knit row; it's just that the cast on row will be more firm. Happy knitting!
25.05.2025 - 22:58
Joseph Isaac Calagna skrifaði:
Hello! At the neckline, if I cast on using the “Long tail method “ which includes knitting the loops as they are being cast on, do I still knit an additional “1st” row or does knitting the loop in the long tail cast on row count as the knitted 1st row? Thank you!
25.05.2025 - 07:42DROPS Design svaraði:
Dear Joseph, you can cast on stitches with your preferred method. But you will still need to work a knit row; it's just that the cast on row will be more firm. Happy knitting!
25.05.2025 - 22:58
Anna Solbakken Vareberg skrifaði:
Hei! Hvor mye bevegelsesvidde er det ment å ha i denne genseren/ hvor mye har modellen?
24.03.2025 - 16:08DROPS Design svaraði:
Hej Anna, du finder tøjets mål i måleskitsen nederst i opskriften. Du kan se at den mindste størrelse måler 50x2=100 cm i brystvidde/omkreds, så den er ret stor :)
27.03.2025 - 13:15
Myriam Marty skrifaði:
Bonjour, Je n'aime pas les aiguilles circulaires, donc comment puis-je tricoter ce pull avec des aiguilles normales. Je vous remercie Myriam Marty
15.03.2025 - 21:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Marty, cette leçon pourra vous aider à adapter les explications sur aiguilles droites; notez toutefois que pour certains modèles, le tricot en rond est bien souvent plus simple. Bon tricot!
17.03.2025 - 08:30
Sand Piper#sandpipersweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Muskat eða DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 239-4 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 122-126-130-136-142-148 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með DROPS Muskat eða DROPS Cotton Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan þannig (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 36-38-40-44-48-52 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 158-164-170-180-190-200 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið A.1 hringinn á berustykki. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4-4-5-5-6-6 cm frá prjónamerki, aukið út um 40-44-50-56-60-64 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 198-208-220-236-250-264 lykkjur. Þegar stykkið mælist 7-7-8-8-9-10 cm frá prjónamerki, prjónið A.2 hringinn á berustykki. ATH: Í 11. umferð í mynsturteikningu færist byrjun á umferð um 2 lykkjur til hægri til að mynstrið gangi jafnt upp alla umferðina hringinn. Síðan byrjar næsta umferð aftur eins og áður. JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í mynsturteikningu er aukið út jafnt yfir þannig: Ör-1: Aukið út um 42-44-50-58-62-66 lykkjur jafnt yfir = 240-252-270-294-312-330 lykkjur (nú er pláss fyrir 40-42-45-49-52-55 mynstureiningar með A.2 hringinn á berustykki). Ör-2: Aukið út um 38-42-48-56-58-58 lykkjur jafnt yfir = 278-294-318-350-370-388 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 hringinn á berustykki. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út jafnt yfir þannig: Ör-3: Aukið út um 32-36-42-50-50-52 lykkjur jafnt yfir = 310-330-360-400-420-440 lykkjur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.4 berustykkið hringinn. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka í þinni stærð, prjónið sléttprjón, en athugið að í sumum af stærðum skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan, áður en A.4 hefur verið prjónað til loka. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar berustykkið mælist 17-18-20-21-23-25 cm frá prjónamerki, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Ef ekki hefur verið búið að prjóna A.4 til loka í þinni stærð, prjónið A.4 til loka á fram- og bakstykki og ermum. Prjónið 47-51-55-61-65-69 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki), setjið næstu 60-64-70-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 95-101-110-122-130-138 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 60-64-70-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 48-50-55-61-65-69 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 210-222-244-268-288-308 lykkjur. Ef ekki er búið að prjóna A.4 til loka í þinni stærð, prjónið A.4 til loka (mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hliðum mitt undir hvorri ermi, en passið uppá að mynstrið haldið áfram yfir lykkjur frá berustykki og prjónið mynstrið eins langt og hægt er inn að hvorri hlið undir ermum, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Þegar prjónaðir hafa verið 6-6½-7-7-7½-7½ cm sléttprjón eftir A.4, prjónið A.3 hringinn á fram og bakstykki. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón í 6-6½-7-7-7½-7½ cm. Prjónið síðan A.3 aftur hringinn á fram- og bakstykki. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 25-26-26-27-27-27 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-22-22-26-28-30 lykkjur jafnt yfir = 230-244-266-294-316-338 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 60-64-70-78-80-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 70-74-82-90-94-98 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi (mitt í 10-10-12-12-14-16 lykkjur). Byrjið umferð við prjónamerki. Ef A.4 hefur ekki verið prjónað til loka á berustykki í þinni stærð, prjónið A.4 til loka (mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi, en passið uppá að mynstrið haldið áfram yfir lykkjur frá berustykki og prjónið mynstrið eins langt og hægt er inn að miðju mitt undir ermi, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn. Síðan er lykkjum fækkað mitt undir ermi og mynstrið prjónað. Lestu kaflann ÚRTAKA og MYNSTUR að neðan áður en þú prjónar áfram! ÚRTAKA: Þegar ermin mælist 4-4-4-4-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-8-4-3-2½-2½ cm millibili alls 5-5-8-11-12-13 sinnum = 60-64-66-68-70-72 lykkjur. MYNSTUR: Þegar prjónað hefur verið alls í 7-8-7-6-5-5 cm sléttprjóni eftir A.4, prjónið þannig: * Prjónið A.3 hringinn á ermi, síðan eru prjónaðir 7 cm sléttprjón *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, síðan er A.3 prjónað einu sinni til viðbótar. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Prjónið þar til ermin mælist 39-39-37-37-35-33 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-12-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir = 72-76-78-80-84-86 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 47-47-45-45-43-41 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sandpipersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.