Jenny skrifaði:
Is it correct that the back is 10 cm shorter than the front when you join the pieces? Thanks
07.12.2025 - 17:40DROPS Design svaraði:
Hi Jenny, it is correct, a part of the front arm will be at the back of the jumper. Happy knitting!
07.12.2025 - 18:07
Irene skrifaði:
Welche Körpergröße hat das Model und welche Pullovergrösse trägt es? Viele Grüße Irene
07.12.2025 - 14:25DROPS Design svaraði:
Liebe Irene, hier lesen Sie mal, wie Sie Ihre Größe wählen. Viel Spaß beim Stricken!
08.12.2025 - 09:38
Pelin skrifaði:
I joined the front and back piece in the round, with 4 extra stitches cast on both sides. for the arms i knit up 36 stitches on the front, down 18 stitches on the back, and then back and forth for 3cm. i finished 1 sleeve and the hole is so small, when i sewed it, it made no difference to the shape! when i start back and forth on my next sleeve, do i leave those 4 cast on stitches untouched and then sew them at the end? how big is the hole supposed to be? or was i correct the first time?
21.11.2025 - 22:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Pelin, you are working size L, correct? Your armhole should be 21 cm deep (see chart) - as front piece is longer than front piece you will pick up more stitches along front piece so that's right too, maybe then this lesson can help you, we are showing there how to pick up sts along an armhole (not in the bottom stitches under sleeve), so same technique (even if with more usual shoulders). Hope it can help. Happy knitting!
24.11.2025 - 08:14
Nadia skrifaði:
Bonjour, J'ai fait ce pull: de haut en bas, j'ai tout recalculé pour faire des épaules classiques. Il est réussi je pense. Ma question reste pour mes choix futurs. Est-il possible de tricoter des épaules comme Drops le propose sans avoir les plis ? Peut-être en faisant des épaules plus étroites ?
31.10.2025 - 14:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Nadia, vous pouvez tout à fait opter pour un modèle avec des épaules droites, plus "classiques", retrouvez tous nos modèles de pulls ici, choisissez les filtres correspondant à votre recherche pour l'affiner. Bon tricot!
03.11.2025 - 07:22
Nadia skrifaði:
Bonjour, En tricotant plus étroit, est-il possible d'éviter l'horrible pli qui longe l'emmanchure jusqu'au bas du corps ?
29.10.2025 - 16:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Nadia, ce modèle se tricote de haut en bas avec des épaules biaisées dans le dos; si vous préférez avoir les épaules bien droites, vous pouvez vous orienter sur un modèle tricoté de bas en haut - retrouvez des exemples ici, pensez à ajouter des filtres si besoin. Bont ricot!
30.10.2025 - 18:47
Sticka skrifaði:
Hej! Vilken storlek bär modellen på bilden? ☺️
30.09.2025 - 21:37
Chobelet Marie Chantal skrifaði:
J’aimerais faire ce pull mais je ne sais pas tricoter avec des aiguilles circulaire, comment faire avec des aiguilles droite ? Merci bonne journée
26.09.2025 - 11:24
Chobelet M Chantal skrifaði:
Je cherche des modèles avec aiguilles droites
25.09.2025 - 10:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Chobelet, nombre de nos modèles peuvent être facilement adaptés pour aiguilles droites; vous trouverez ici quelques astuces. Bon tricot!
26.09.2025 - 07:30
Isabelle skrifaði:
Bonjour je voudrais réaliser le modèle infusion en rose taille s comment savoir combien commander de pelote merci
13.09.2025 - 19:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Isabelle, vous trouverez la quantité pour chaque taille sous l'onglet "Explications" en haut de page; si vous voulez le tricoter avec une seule couleur, additionnez les couleurs, il vous en faudra probablement un peu moins. Votre magasin pourra vous assister si besoin, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
15.09.2025 - 08:10
Anita skrifaði:
Har dere oppskrift på at genseren strikkes nedenfra og opp? Jeg liker ikke å begynne øverst oppe på en genser, det blir uoversiktlig og rotete
25.08.2025 - 08:25DROPS Design svaraði:
Hej Anita. Nej det har vi dessvärre inte. Mvh DROPS Design
26.08.2025 - 12:01
Pink Infusion#pinkinfusionsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr 4 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með skáhallandi öxl / evrópskri öxl og röndum. Stærð XS - XXL.
DROPS 240-1 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri Á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. Aukið út til hægri Á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til hægri Á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. Aukið út til vinstri Á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. RENDUR: 2 umferðir með 1 þræði í litnum ljós bleikur + 3 þræðir í litnum kirsuber. 2 umferðir með 2 þráðum í litnum ljós bleikur + 2 þræðir í litnum kirsuber. Prjónið 14-15-16-17-18-19 cm með 1 þræði í litnum natur + 2 þræðir í litnum ljós bleikur + 1 þræði í litnum kirsuber. 2 umferðir með 3 þráðum í litnum ljós bleikur + 1 þræði í litnum natur. 2 umferðir með 3 þráðum í litnum natur + 1 þræði í litnum ljós bleikur. 4 þræðir í litnum natur að loka máli. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efsti hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar í kringum hvorn handveginn. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Í lokin er prjónaður kantur í kringum hálsmál, prjónað í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 26-26-28-30-30-30 lykkjur á hringprjón 7 með 4 þráðum í litnum kirsuber. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 merki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Merkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjurnar í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR merki í byrjun umferðar og á UNDAN merki í lok umferðar – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út á sama hátt – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið alveg eins út bæði frá réttu og frá röngu alls 18-20-22-22-24-28 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 62-66-72-74-78-86 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Síðan er prjónað sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 12-13-13-14-15-15 cm meðfram handvegi. Nú er byrjað að prjóna RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til stykkið mælist 14-15-15-16-17-17 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 18-20-22-22-24-28 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónuð er upp 1 lykkja í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki) með 4 þráðum í litnum kirsuber. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á eftir 3 lykkjum – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum 22-24-26-26-28-32 lykkjur. Geymið stykkið þegar síðasta umferð hefur verið prjónuð frá röngu. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 18-20-22-22-24-28 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á undan 3 lykkjum – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum 22-24-26-26-28-32 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 22-24-26-26-28-32 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 18-18-20-22-22-22 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón eins og áður yfir 22-24-26-26-28-32 lykkjur frá vinstra framstykki = 62-66-72-74-78-86 lykkjur. Þegar stykkið mælist 22-23-25-26-27-29 cm, er byrjað að prjóna RENDUR – munið eftir útskýringu að ofan. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 24-25-27-28-29-31 cm, mælt yst meðfram handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið 62-66-72-74-78-86 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 4-4-4-8-12-12 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 62-66-72-74-78-86 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-4-4-8-12-12 nýjar lykkjur í lok umferðar = 132-140-152-164-180-196 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með rendur þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm – mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 24-24-24-28-32-36 lykkjur jafnt yfir = 156-164-176-192-212-232 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 7 og 4 þræði í litnum kirsuber, prjónið upp frá réttu 32-34-36-38-40-40 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 18-18-18-20-20-22 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 50-52-54-58-60-62 lykkjur meðfram handvegi. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 2-2-2-3-5-5 cm. Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 7 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 4-4-4-4-5-7 cm, fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 10-10-10-7-7-6 cm millibili alls 4-4-4-5-5-5 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 11 cm, prjónið RENDUR eins og á fram- og bakstykki. Prjónið áfram þar til ermin mælist 40-40-40-39-38-36 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir ermi. Nú eru eftir ca 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-6-4-6-4 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 48-48-48-47-46-44 cm. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, nema prjónið lykkjur upp á gagnstæða vegu, þ.e.a.s. það eru prjónaðar upp 18-18-18-20-20-22 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 32-34-36-38-40-40 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 64 til 76 lykkjur á stuttan hringprjón 6 með 4 þráðum í litnum kirsuber. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Fellið laust af. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pinkinfusionsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.