Isabelle skrifaði:
Bonjour je voudrais réaliser le modèle infusion en rose taille s comment savoir combien commander de pelote merci
13.09.2025 - 19:30
Anita skrifaði:
Har dere oppskrift på at genseren strikkes nedenfra og opp? Jeg liker ikke å begynne øverst oppe på en genser, det blir uoversiktlig og rotete
25.08.2025 - 08:25DROPS Design svaraði:
Hej Anita. Nej det har vi dessvärre inte. Mvh DROPS Design
26.08.2025 - 12:01
Emma skrifaði:
Bonjour, j'aimerais tricoter ce pull mais d'une couleur unie, combien de gramme de drops-kid-silk je vais avoir besoin ? Bonne journée
14.08.2025 - 16:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Emma, vous pouvez additionner le poids de chaque couleur pour avoir le poids total nécessaire, comme on tricote ici des rayures, il vous en faudra peut-être un peu moins, mais comme ce pull a été tricoté ainsi, nous avons pas le poids exact avec une seule couleur (et nous ne l'avons plus). Votre magasin pourra vous aider si besoin, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
15.08.2025 - 07:34
Ingeborg skrifaði:
Het aantal bollen klopt niet, en heb moeten bij bestellen
05.08.2025 - 14:06
Esther skrifaði:
Er staat in het patroon: Meerder tegelijkertijd NA de markeerdraad op het begin van de naald (aan de goede kant gezien) Maar bij tips voor meerderen aan de goede kant: Meerder richting rechts VOOR DE MARKEERDRAAD: Richting rechts op de goede kant is toch het begin van de naald? Ik snap dit niet. Terwijl in het patroon staat:
04.08.2025 - 18:48DROPS Design svaraði:
Dag Esther,
Als het goed is staat bij tip voor het meerderen ook hoe je na de markeerdraad moet meerderen. Dus bij tip voor het meerderen kies je wat op dat moment van toepassing is in het patroon.
09.08.2025 - 18:18
Johanna Liljedahl skrifaði:
Hej. Om jag vill sticka denna i baby merino hur ska jag då räkna? Är det bara att räkna på längd?
16.05.2025 - 19:54DROPS Design svaraði:
Hej Johanna, brug vores omregner, vælg DROPS Kid-Silk, vælg 275g (mindste størrelse), vælg 1 tråd, så får du et alternativ op med 629g DROPS Baby Merino, du fordeler det naturligvis som med Kid-Silk ifølge opskriften :)
21.05.2025 - 14:08
Anita Norbäck skrifaði:
Tack för snabbt svar Anita
11.02.2025 - 11:32
Anita Norbäck skrifaði:
Stickar denna tröja. st.M har kommit till när jag skall sticka ihop bak o framst. bakstycket skall enligt mönstret vara 15 cm långt och framstycket 27 cm långt. Detta kan väl inte stämma? Är något av måtten rätt och i så fall vilket? Behöver ett snabbt svar. Anita
10.02.2025 - 18:03DROPS Design svaraði:
Hej Anita. Jo det stämmer. Eftersom det är en europeisk axel så blir framstycket längre än bakstycket ("sömmen" sitter inte mitt uppepå axeln utan längre bak som du ser på bilderna). Mvh DROPS Design
11.02.2025 - 10:05
Cindy Van Reck skrifaði:
Klopt het dat de strepen niet overeen komen op het voor- en achterpand of heb ik iets fout gedaan?
29.01.2025 - 15:32DROPS Design svaraði:
Dag Cindy,
De strepen horen op het voor- en achterpand op dezelfde hoogte te zitten.
05.02.2025 - 20:18
Sylvie FARAVEL skrifaði:
Bonjour, ce pull est magnifique mais on ne peut pas le faire de façon classique ? En commençant par le bas, je ne suis pas très douée et ne connaît pas le tricot rond . Merci.
07.01.2025 - 14:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Faravel, probablement, en faisant les ajustements nécessaires; mais ce sera bien plus simple de suivre les explications, surtout pour ce type de constructions; vous trouverez sous l'onglet Vidéos et sous l'onglet Leçons plusieurs vidéos/leçons montrant comment tricoter un pull avec ce type d'épaules, si vous êtes plus à l'aise en différentes parties, consultez nos différents modèles de pulls, certains d'entre eux se tricotent de bas en haut avec des coutures. Bon tricot!
07.01.2025 - 17:05
Pink Infusion#pinkinfusionsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr 4 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með skáhallandi öxl / evrópskri öxl og röndum. Stærð XS - XXL.
DROPS 240-1 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. RENDUR: 2 umferðir með 1 þræði í litnum ljós bleikur + 3 þræðir í litnum kirsuber. 2 umferðir með 2 þráðum í litnum ljós bleikur + 2 þræðir í litnum kirsuber. Prjónið 14-15-16-17-18-19 cm með 1 þræði í litnum natur + 2 þræðir í litnum ljós bleikur + 1 þræði í litnum kirsuber. 2 umferðir með 3 þráðum í litnum ljós bleikur + 1 þræði í litnum natur. 2 umferðir með 3 þráðum í litnum natur + 1 þræði í litnum ljós bleikur. 4 þræðir í litnum natur að loka máli. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efsti hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar í kringum hvorn handveginn. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Í lokin er prjónaður kantur í kringum hálsmál, prjónað í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 26-26-28-30-30-30 lykkjur á hringprjón 7 með 4 þráðum í litnum kirsuber. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 merki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Merkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjurnar í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR merki í byrjun umferðar (séð frá réttu) og á UNDAN merki í lok umferðar – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út á sama hátt – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið alveg eins út bæði frá réttu og frá röngu alls 18-20-22-22-24-28 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 62-66-72-74-78-86 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Síðan er prjónað sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 12-13-13-14-15-15 cm meðfram handvegi. Nú er byrjað að prjóna RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til stykkið mælist 14-15-15-16-17-17 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 18-20-22-22-24-28 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónuð er upp 1 lykkja í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki) með 4 þráðum í litnum kirsuber. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á eftir 3 lykkjum – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum 22-24-26-26-28-32 lykkjur. Geymið stykkið þegar síðasta umferð hefur verið prjónuð frá röngu. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 18-20-22-22-24-28 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á undan 3 lykkjum – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum 22-24-26-26-28-32 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 22-24-26-26-28-32 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 18-18-20-22-22-22 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón eins og áður yfir 22-24-26-26-28-32 lykkjur frá vinstra framstykki = 62-66-72-74-78-86 lykkjur. Þegar stykkið mælist 22-23-25-26-27-29 cm, er byrjað að prjóna RENDUR – munið eftir útskýringu að ofan. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 24-25-27-28-29-31 cm, mælt yst meðfram handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið 62-66-72-74-78-86 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 4-4-4-8-12-12 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 62-66-72-74-78-86 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-4-4-8-12-12 nýjar lykkjur í lok umferðar = 132-140-152-164-180-196 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með rendur þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm – mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 24-24-24-28-32-36 lykkjur jafnt yfir = 156-164-176-192-212-232 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 7 og 4 þræði í litnum kirsuber, prjónið upp frá réttu 32-34-36-38-40-40 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 18-18-18-20-20-22 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 50-52-54-58-60-62 lykkjur meðfram handvegi. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 2-2-2-3-5-5 cm. Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 7 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 4-4-4-4-5-7 cm, fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 10-10-10-7-7-6 cm millibili alls 4-4-4-5-5-5 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 11 cm, prjónið RENDUR eins og á fram- og bakstykki. Prjónið áfram þar til ermin mælist 40-40-40-39-38-36 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir ermi. Nú eru eftir ca 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-6-4-6-4 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 48-48-48-47-46-44 cm. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, nema prjónið lykkjur upp á gagnstæða vegu, þ.e.a.s. það eru prjónaðar upp 18-18-18-20-20-22 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 32-34-36-38-40-40 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 64 til 76 lykkjur á stuttan hringprjón 6 með 4 þráðum í litnum kirsuber. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Fellið laust af. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pinkinfusionsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.