Jan Gardner skrifaði:
Hi, following on from Gerry Hill’s question, I also don’t understand the part about cutting the yarn and starting the body from the side. I don’t really understand the answer either. My question is, would it matter if I used the original starting point, i.e. mid back, to knit the body? (I’m unsure if doing that would have implications later on.)
28.11.2025 - 15:49DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Gardner, you can start on mid back but note that the pattern will not fit in the round, so starting mid under one sleeve might help to start from mid under sleeve and work the first half of piece in pattern to the other sleeve, than start again from mid under sleeve to the end of the round. Happy knitting!
01.12.2025 - 06:44
Gerry Hill skrifaði:
Hi, Two questions please firstly what is yarn group B I am using english double knitting wool.Secondly I have just got to the dividing point and I don\'t understand why I had to break of the yarn and start again under the arm, I am on circular needles and am obviously in the wrong place in the row now, why can\'t I just carry on from the original starting point ? I need to know soon please as I am knitting this for charity and I need to get it done, Thanks
20.11.2025 - 19:43DROPS Design svaraði:
Hi Gerry, Our yarn group B is a selection of 8 ply double knit yarns (click on Yarns & Needles at the top of the page, then Yarn groups lower right to see our selection). When dividing, you finish mid-back and the new round for the body begins under one sleeve. If you do not wish to cut the yarn, you can work forwards to mid-under one sleeve, then continue the body starting the new round from there. However make sure you follow the pattern on from the yoke and work it as far as it will go under each sleeve (it will not always fit under the sleeve). Regards, Drops Team
21.11.2025 - 06:32
Andrea Döppenschmitt skrifaði:
Die Möglichkeit, die Größe bei Modellen zu markieren ist eine große Erleichterung! Vielen Dank dafür!
15.11.2025 - 07:07
Dorys Blouin skrifaði:
Bonjour, Est-ce que vous avez les dimensions pour les grandeurs, svp? Je ne sais pas trop quelle grandeur que je dois choisir. Merci et bonne journée!
30.08.2025 - 21:27
Pascale skrifaði:
Bonjour, Je viens de comprendre le tour avec la flèche ! Belle journée
26.08.2025 - 08:34
Pascale skrifaði:
Bonjour, Je suis au niveau du jacquard A1, je ne comprends pas ce que signifie augmenter 44 mailles au tour avec la flèche . Vous remerciant par avance
25.08.2025 - 22:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Pascale, cette leçon explique comment augmenter à intervalles réguliers (pensez à utiliser la calculette disponible sur cette page) - vous trouverez cette étape en photo ici, réalisée lors d'un knit-along - la version photographiée est pour les enfants mais la technique est la même. Bon tricot!
26.08.2025 - 16:03
Jean Wilson skrifaði:
I have downloaded this pattern DROPS 235-39 the diagrams A1 A2 A3 A4 and A5 seam to me be upside down so confused how to knit
13.04.2025 - 15:37DROPS Design svaraði:
Hi Jean, All diagrams are read from the bottom up (even when you are working top down), and are read from right to left when working in the round. Happy Easter!
13.04.2025 - 17:45
Cécile skrifaði:
Bonjour, je fais la taille XL. A la fin de l'empiècement j'ai 154 mailles, et je dois augmenter 46 mailles pour atteindre 200 mailles. D'après le calculateur, je tricote 1 maille, j'augmente 1 maille, puis j'augmente en alternant toutes les 3 et 4 ème mailles , à la fin il doit me rester 2 mailles ... Le souci c'est que dans ce cas, je n'arrive a faire que 44 augmentations et non 46... Et je n'obtiens que 198 mailles et non 200. Je suis perdue...
11.04.2025 - 13:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Cécile, en procédant ainsi: 1 m, (1 augm), [3 m, (1 augm)]x15, [4 m, (1 augm)]x16, [3 m, (1 augm)]x14, 2 m, vous aurez: 1+(3x15)+(4*16)+(3x14)+2=154m tricotées et 2+(4x15)+(5x16)+(4x14)+2=200 mailles. Vous avez augmenté 1+15+16+14=46 fois. Bon tricot!
11.04.2025 - 16:16
Annette Watts skrifaði:
I am a very experienced knitter but am finding the increase evenly instructions frustrating . E.G. A1 size M increase 48 st evenly =224. Every 4 stitches gives 192 stitches and Every 5 stitches gives 240 . What am i not getting? Hope to have an answer soon. Best Wishes
06.01.2025 - 18:52DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Watts, increase alternately after each 4th and each 5th stitch until you have increased 48 stitches - read more here. Happy knitting!
07.01.2025 - 09:27
Valerie Randall skrifaði:
Can you please tell me in inches what your sizes S,M,L etc. are?
25.08.2024 - 12:55DROPS Design svaraði:
Dear Valerie, in the US version of the pattern (https://www.garnstudio.com/pattern.php?id=11147&cid=17) you can find the measurements in inches of the chest and full length. You can obtain the rest by converting the size chart in cm at the bottom of the page to inches here: https://www.garnstudio.com/conversions.php?cid=17. Happy knitting!
25.08.2024 - 23:13
Christmas Time Sweater#christmastimesweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og marglitu mynstri með jólasveinum, jólatrjám, snjóköllum og hjörtum. Stærð S - XXXL. Þema: Jól.
DROPS 235-39 |
||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR PRJÓN-1: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. LEIÐBEININGAR PRJÓN-2: Ef óskað er eftir meira mynstri á fram- og bakstykki og ermum, er hægt að halda áfram með mynsturteikningu í röð að eigin ósk, en munið eftir að þetta kemur til með að hafa áhrif á efnismagn. Á ermum er mynd staðsett mitt á ermi og það er talið út frá miðju á ermi hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman með litnum ljós grár, prjónið lykkjuna með merki með litnum ljós grár, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman með litnum ljós grár (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-108-112-120-124-128 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum skógargrænn í DROPS Karisma. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) jafnframt því sem prjónaðar eru rendur þannig: Prjónið 2 umferðir með litnum skógargrænn, 2 umferðir með litnum ljós grár, 4 umferðir með litnum skógargrænn, haldið síðan áfram með stroff með litnum ljós grár þar til kanturinn í hálsmáli mælist 4 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð með litnum ljós grár þar sem aukið er út um 26-27-28-34-40-42 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 130-135-140-154-164-170 lykkjur. Setjið 1 merki í stykkið við miðju að framan. Prjónið berustykkið eins og útskýrt er að neðan – berustykkið er mælt frá þessu merki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið sléttprjón með litnum ljós grár. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykki mælist 4-4-5-5-6-7 cm frá merki við hálsmál, aukið út um 38-41-44-46-52-54 lykkjur jafnt yfir – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 168-176-184-200-216-224 lykkjur. Prjónið nú mynstur jafnframt því sem haldið er áfram með útaukningar eins og útskýrt er að neðan – sjá LEIÐBEININGAR PRJÓN-1 og MYNSTUR í útskýringu að ofan. A.1: Prjónið A.1 alls 21-22-23-25-27-28 sinnum hringinn á berustykki. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út um 48-48-56-56-64-72 lykkjur jafnt yfir = 216-224-240-256-280-296 lykkjur. A.2: Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka í þinni stærð, prjónið A.2 alls 27-28-30-32-35-37 sinnum hringinn á berustykki. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út um 40-48-48-56-64-64 lykkjur jafnt yfir = 256-272-288-312-344-360 lykkjur. A.3: Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 alls 32-34-36-39-43-45 sinnum hringinn á berustykki. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út um 32-40-48-48-48-56 lykkjur jafnt yfir = 288-312-336-360-392-416 lykkjur. A.2: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið aftur A.2, alls 36-39-42-45-49-52 sinnum hringinn á berustykki. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út um 16-16-24-40-40-48 lykkjur jafnt yfir = 304-328-360-400-432-464 lykkjur. A.4: Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.4 alls 38-41-45-50-54-58 sinnum hringinn á berustykki. Haldið áfram með mynstur – jafnframt skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Prjónið þar til stykkið mælist 22-24-25-27-29-31 cm frá merki við hálsmál. Útaukning hefur nú verið gerð til loka, en mynstrið er ekki tilbúið enn og prjónað er áfram á fram- og bakstykki og ermum. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 46-50-54-60-66-72 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki), setjið næstu 60-64-72-80-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn með litnum ljós grár (í hlið undir ermi), prjónið 92-100-108-120-132-144 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 60-64-72-80-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn með litnum ljós grár (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 46-50-54-60-66-72 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki). Klippið þráðinn. Fram- og bakstykkið og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 200-216-232-256-280-304 lykkjur. Byrjið umferð við aðra hlið á stykki – mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi og haldið áfram með mynstri frá berustykki – mynstureining (A.4) kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hlið undir ermum, en prjónið mynstur eins langt og hægt er inn að hvorri hlið undir ermum og prjónið þær lykkjur sem eftir eru undir ermi með litnum ljós grár. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.5 alls 25-27-29-32-35-38 sinnum hringinn á berustykki. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum ljós grár – sjá LEIÐBEININGAR PRJÓN-2. Prjónið þar til stykkið mælist 21-21-22-22-22-22 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 40-40-44-52-56-60 lykkjur jafnt yfir = 240-256-276-308-336-364 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 7 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-64-72-80-84-88 lykkjur frá þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi með litnum ljós grár = 68-72-80-88-92-96 lykkjur. Setjið 1 merki í 5. af 8 nýjum lykkjum undir ermi (fyrir miðju undir ermi) og setjið 1 merki í 35.-37.-41.-45.-47.-49. lykkju í umferð (mitt á ermi). Merkið fyrir miðju undir ermi á að nota þegar fækka á lykkjum undir ermi og merkið fyrir miðju á ermi á að nota til að telja út hvar mynstrið á að byrja. Byrjið umferð við merki fyriri miðju undir ermi og haldið áfram með mynstur frá berustykki – mynstureining (A.4) kemur ekki til með að ganga jafnt upp undir ermi, en prjónið mynstrið eins langt og hægt er að miðju undir ermi og prjónið þær lykkjur sem eftir eru undir ermi með litnum ljós grár. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.5 – teljið út frá miðjulykkju á ermi hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi – lykkja með merki í á að passa við lykkju merkta sem miðjulykkja í mynsturteikningu. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum ljós grár – sjá LEIÐBEININGAR PRJÓN-2. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4½-4-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 7-8-11-14-15-16 sinnum = 54-56-58-60-62-64 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 34-33-32-30-29-28 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 7 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-8-10-12-10-12 lykkjur jafnt yfir = 64-64-68-72-72-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 7 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 41-40-39-37-36-35 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #christmastimesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 235-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.