Marte skrifaði:
Hei! Nå har jeg forsøkt dette flere ganger men kommer feil ut hver gang! Jeg ender opp med feil antall masker når jeg avslutter etter å ha satt aller markørene i arbeidet! Jeg satt en markør u starten av arbeidet, og antar T den markerer midten av bakstykke? Når jeg er ferdig med å strikke « de siste 11 maskene» samt økt en har jeg 4 masker igjen til markøren som angirmin start. Hva gjør jeg feil? Skal jeg ikke strikke masken med markøren og regne den med?
17.02.2023 - 11:41DROPS Design svaraði:
Hej Marte, vi har rettet placeringen af mærkerne til raglan, de nye placeringer er skrevet ind i selve opskriften på nettet :)
24.02.2023 - 11:07
Britta Moers skrifaði:
Hallo, ich verstehe folgende Anleitung nicht. "Nur noch am Rumpfteil zunehmen. D.h. am Rumpfteil wird weiter in jeder 2.Runde zugenommen und an den Ärmeln nur noch in jeder 4. Runde." Meinen Sie, dass ich nur VOR dem 1. Markierer und nicht NACH dem 1.Markierer zunehmen soll? Über eine Antwort würde ich mich sehr freuen. LG Britta
12.02.2023 - 21:11DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Moers, also ja genau, es wird vor 1. Markierer dann nach 2. Markier und vor 3. markier und nach 4. Markierer zugenommen (nicht nach 1. und vor 2. weder nach 3. und vor 4. = Ärmel). Viel Spaß beim stricken!
13.02.2023 - 10:28
Alex skrifaði:
Hi! I see some people have a similar question to me. I'm hoping to get a little more clarity. When I see these instructions: Knit 12 and increase 1 stitch, insert marker-1 in the next stitch, knit 21 (sleeve) Do I knit 12, yarn over, knit 1, place marker, knit 21? Thanks in advance!
03.02.2023 - 02:41DROPS Design svaraði:
Hi Alex, It is best to increase the 1 stitch in the middle of the knitted stitches. Then insert the marker in stitch-13 and knit 21 more stitches. Hope this helps and happy knitting!
03.02.2023 - 06:55
Mina skrifaði:
Hi, I am a the beginning of this pattern (double neck) and I finished the 13cm rib. The next step is to work the row in knit and place the markers following instructions, I just want to make sure that I do not increase between markers 1 and 2 and between markers 3 and 4 at this stage (sleeves)? Thank you.
31.01.2023 - 22:22DROPS Design svaraði:
Dear Mina, at this stage, you need to increase stitches before the first marker, between the 2nd and 3rd markers and at the end of the round (after the 4th marker). Happy knitting!
31.01.2023 - 22:52
Merle skrifaði:
Comment tricoter un motif en Jacquard en commençant par le haut du pull-over ?
23.01.2023 - 11:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie, vous trouverez ici des modèles jacquard tricotés de bas en haut; si vous voulez tricoter un motif centré (de type intarsia), il sera plus simple de tricoter chaque partie séparément. Bon tricot!
23.01.2023 - 14:56
Ina skrifaði:
Bei dem Absatz RAGLANZUNAHMEN steht, dass man in Hin-Reihen vor dem 1. und 3. Markierer und nach dem 2. und 4. Markierer zunehmen soll, also 4 Maschen in dieser ersten verkürzten Reihe. ( Und die restlichen 4 Maschen in der nächsten Rückreihe). Im Abschnitt HALSAUSSCHNITT steht aber für die Hinreihe, dass man beidseitig der Markierer zunimmt, also 8Maschen in der ersten Hinreihe. Ich verstehe nicht, wie die Erklärungen in den beiden Abschnitten zusammenpassen?
21.01.2023 - 10:45
Anja skrifaði:
Bei den Zunahmen der Halsblende komme ich nicht auf die richtige Maschenzahl. Ich habe 92 Maschen auf der Nadel. 12+1+21+23+2+21+11+1= 92 Maschen. Ich muss aber auf 96 Maschen kommen. Wo sind die fehlenden 4 Maschen?
18.01.2023 - 23:33DROPS Design svaraði:
Liebe Anja, die Markierer sollen je in einer Masche angebracht werden und nicht zwischen den Maschen, daher kommen sicher Ihre 4 fehlenden Maschen. Viel Spaß beim stricken!
19.01.2023 - 10:54
Sonja skrifaði:
Why do I have to cut the strand at the end of Double Neck and Neckline? I am pretty new to knitting, so maybe I’m not reading the instructions right.
12.01.2023 - 17:47DROPS Design svaraði:
Dear Sonja, you have to cut the yarn before working the neckline since the beginning of rows should start on another place as before - after short rows you will cut yarn again to start from mid back again. This video shows how to work the short rows and increase for the raglan at the same time and should help you understanding how to do (but remember to follow the instructions in the pattern, video is just showing the technique). Happy knitting!
13.01.2023 - 08:24
Oddrun skrifaði:
Hvorfor er ermene kortere på de største størrelsene enn på de minste størrelsene?
08.01.2023 - 20:20DROPS Design svaraði:
Hei Oddrun, Det er kortere mål på ermene i større størrelser pga videre skulder og lengre bærestykke i disse størrelsene. God fornøyelse!
09.01.2023 - 06:58
Amanda skrifaði:
Hello! For the markers the pattern says they should be added in knit stitches in the ribbing. But I can't make this work. First marker ends up in a knit stitch, but the second is in a purl stitch. I knit 12+1(with marker), next stitch is a knit stitch. So I knit another 21, but then the next stitch is a purl. Am I missing something or is the pattern wrong with regards to where to place the markers? And what type of increase should be used? yo or inc?
05.01.2023 - 22:40DROPS Design svaraði:
Hi Amanda, The markers are inserted in a knitted round (you are finished with the rib). Remember to increase between some of the markers as described in the text). Happy knitting!
26.01.2023 - 07:05
Early Moorning Mist#earlymoorningmistsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með tvöföldum kanti í hálsmáli og laskalínu. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-16 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð á undan / eftir 1 lykkju í sléttprjóni (lykkja með merki í). Aukið út fyrir fram- og bakstykki á undan 1. og 3. merki og á eftir 2. og 4. merki þegar prjónað er frá réttu / á eftir 1. og 3. merki og á undan 2. og 4. merki þegar prjónað er frá röngu. Aukið út fyrir ermar á eftir 1. og 3. merki og á undan 2. og 4. merki þega prjónað er frá réttu / á undan 1. og 3. merki og á eftir 2. og 4. merki þegar prjónað er frá röngu. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður frá röngu þannig: Á UNDAN MERKI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR MERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Uppslátturinn er prjónaður frá réttu þannig: Á UNDAN MERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann (uppslátturinn snýr til hægri). Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR MERKI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann (uppslátturinn snýr til vinstri). Það eiga ekki að myndast göt. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-92-96-100-104-108 lykkjur á stuttan hringprjón 5 með DROPS Air. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 13 cm. Í næstu umferð eru sett 4 merki í stykkið, þetta er gert jafnframt því sem aukið er út um 4 lykkjur í umferð eins og útskýrt er að neðan – merkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu: Prjónið 10-12-12-14-14-16 lykkjur slétt og aukið jafnframt út um 1 lykkju (hálft bakstykki), setjið 1. merki í næstu lykkju, prjónið 21 lykkjur slétt (ermi), setjið 2. merki í næstu lykkju, prjónið 21-23-25-27-29-31 lykkjur slétt og aukið jafnframt út um 2 lykkjur jafnt yfir (framstykki), setjið 3. merki í næstu lykkju, prjónið 21 lykkjur slétt (ermi), setjið 4. merki í næstu lykkju, prjónið slétt yfir síðustu 11-11-13-13-15-15 lykkjur og aukið jafnframt út um 1 lykkju (hálft bakstykki) = 92-96-100-104-108-112 lykkjur. Klippið þráðinn. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú er hálsmálið prjónað með stuttum umferðum JAFNFRAMT því sem aukið er út fyrir laskalínu – þetta er gert eins og útskýrt er að neðan. Byrjið frá réttu, 2 lykkjur á undan lykkju með 3. merki (þ.e.a.s. í vinstri hlið á hálsmáli að framan, séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, hvoru megin við 4 lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá lykkju með 2. merki (hægir hlið í hálsmáli að framan – það hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði, prjónið til baka frá röngu og aukið út fyrir laskalínu þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem stutta umferðin byrjaði við 3. merki (það hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði, prjónið til baka frá réttu og aukið út fyrir laskalínu þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við 2. merki (það hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði, prjónið til baka frá röngu og aukið út fyrir laskalínu þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá 3. merki (það hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Klippið þráðinn. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: = 124-128-132-136-140-144 lykkjur. Nú er prjónað hringinn yfir allar lykkjur eins og útskýrt er að neðan. STÆRÐ S, M, L og XL: Byrjið mitt að aftan, prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu á fram- og bakstykki og ermum (þ.e.a.s. hvoru megin við 4 lykkjur með merki í) í 2. hverri umferð alls 2-8-10-11 sinnum = 140-192-212-224 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 18-15-14-16 sinnum á fram- og bakstykki (9-7-7-8 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 24-27-28-31 sinnum á fram- og bakstykki og 15-19-21-23 sinnum á ermum. Eftir síðustu útaukningu eru 248-280-296-320 lykkjur í umferð. Farðu áfram í ALLAR STÆRÐIR. STÆRÐ XXL og XXXL: Byrjið mitt að aftan, prjónið sléttprjón og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í hverri umferð á fram- og bakstykki 2-6 sinnum og í 2. hverri umferð á ermum 1-3 sinnum = 152-180 lykkjur. Aukið síðan út á fram- og bakstykki og ermum í 2. hverri umferð (þ.e.a.s. hvoru megin við 4 lykkjur með merki í) alls 10-7 sinnum = 232-236 sinnum. Haldið áfram í sléttprjóni og með útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, aukið einungis út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í 2. hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 18-22 sinnum á fram- og bakstykki (9-11 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 34-39 sinnum á fram- og bakstykki og 24-25 sinnum á ermum. Eftir síðustu útaukningu eru 340-368 lykkjur í umferð. Farðu áfram í ALLAR STÆRÐIR. ALLAR STÆRÐIR: = 248-280-296-320-340-368 lykkjur. Prjónið sléttprjón án útaukninga þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm mælt mitt að framan eftir stroff í hálsmáli. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 37-42-43-48-51-58 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 49-57-61-65-67-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 75-83-87-95-103-115 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 49-57-61-65-67-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 38-41-44-47-52-57 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 162-178-190-206-226-250 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 26 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-22-22-26-26-34 lykkjur jafnt yfir = 180-200-212-232-252-284 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 49-57-61-65-67-69 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 55-63-69-73-77-79 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu, það á að nota merkiþráðinn síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 7-4-3-2½-2-2 cm millibili alls 5-8-10-11-12-12 sinnum = 45-47-49-51-53-55 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 39-38-36-35-33-31 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-5-7-5-7-5 lykkjur jafnt yfir = 52-52-56-56-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 44-43-41-40-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki og festið með 4 punktum með því að sauma það niður með spori í hverja laskalínu. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #earlymoorningmistsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.