Cornelia skrifaði:
Hello, the modell should be worked only on the right side or also on the wrong side? And if it is worked on the wrong side also, should I read the diagram from left side or the right side? Thank you for your answer.
08.09.2024 - 21:29DROPS Design svaraði:
Dear Cornelia, Diagrams show all rows in pattern seen from the right side. That is, it shows rows both from the right side and wrong side. When working rows from the wrong side, read the diagram in the opposite directions, from left to right. For more information you can read the following lesson: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=68&cid=19. Happy knitting!
08.09.2024 - 22:42
Sanne skrifaði:
Opskriften er fyldt med fejl. Når mønster plus masker der skal tages ud inden inddeling til ærmer og krop er helt forkert
24.11.2023 - 20:54
Shari skrifaði:
There seems to be a mistake in under the Double Neck Section. It states: “Now cast on 6 new stitches at the end of the next 2 rows = 99-103-105-111-115-121 stitches. Continue in stockinette stitch back and forth with 1 stitch in garter stitch in each side towards mid front.” It seems like it should say “Continue in rib back and forth …” Is this a correct assumption?
08.06.2023 - 18:59DROPS Design svaraði:
Dear Shari, you are right, pattern has been now fixed,thanks for your feedback. Happy knitting!
09.06.2023 - 08:50
Ilaria skrifaði:
Buongiorno ho appena iniziato a lavorare questo bel giacchino. Ho un dubbio. Lavorando il bordo del collo doppio a un certo punto è indicato: “Avviare Avviare 6 maglie alla fine dei 2 ferri successivi” . Queste 6+6 maglie ai lati vanno poi lavorate a m rasata? Ma nel momento in cui poi piego il bordo, e lavoro ogni maglia insieme a quelle del bordo di avvio, ai lati restano degli “scalini” formati dalla lavorazione di queste 6 maglie. Come Risolvere? Grazie
20.02.2023 - 13:51DROPS Design svaraði:
Buonasera Ilaria, non ci sono correzione previste per questo modello al momento. Buon lavoro!
20.02.2023 - 23:44
Dominique Collado skrifaði:
Bonjour, je ne me retrouve pas dans l augmentation après le motif : l’ouvrage mesure environ 19-19-20-20-21-21 cm à partir du marqueur et on a 265-279-293-321-349-363 mailles. Puis on augmente de :Tricoter 1 rang endroit sur l’endroit en augmentant en même temps 6-8-16-4-10 mailles . Mais je n arrive pas au même compte que vous :285-301-337-353-373 mailles. Pouvez.vous m'éclairer ? Merci beaucoup
08.01.2023 - 08:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Collado, les augmentations ne se font pas en taille S, seulement dans les autres tailles, autrement dit, en taille M, vous aviez 279 m + 6 m = 285 mailles et ainsi de suite. Vous gardez bien 265 mailles en S et augmentez uniquement dans les autres tailles. Bon tricot!
09.01.2023 - 09:47
Maria Paula Marques skrifaði:
Penso que já compreendi e que o meu erro foi que na carreira anterior (sexta), pelo avesso, tinha tricotado as três malhas que se tinham formado como uma única malha e deveria tê-las tricotado uma a uma, certo? Deste modo na sétima volta torno a obter o número inicial de malhas! :)
15.10.2022 - 01:31
Maria Paula Marques skrifaði:
Boa noite! Estou a fazer este modelo e fiquei com uma dúvida. No esquema A1, na sétima fila ficam a faltar duas malhas, com o passar das duas malhas que deslizaram para a agulha da direita por cima da malha tricotada em meia. Como consigo tricotar as três restantes malhas, se duas delas ficaram a faltar, só me tendo sobrado uma? E continuar com as oito malhas por padrão? Desde já o meu muito obrigada!
14.10.2022 - 23:53DROPS Design svaraði:
Boa tarde, Obrigada pela sua pergunta! Permitiu-nos detectar um lapso nas explicações dos símbolos do diagrama. Pelo avesso, tricotam-se 3 malhas liga. Desta forma, já não irão faltar malhas. Bons tricôs e parabéns pela escolha deste bonito modelo!
18.10.2022 - 15:57
Purlyplatypus skrifaði:
Spring in Vienna
05.08.2022 - 07:28
Linda Barlow skrifaði:
Love the lacy yoke and the cardigan style.
04.08.2022 - 14:21
Line Klestrup Larsen skrifaði:
Den er fin
04.08.2022 - 13:15
Rain Romance Jacket#rainromancejacket |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-13 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan, þ.e.a.s. prjónið frá réttu þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman og endið með 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu strax eftir kanti í hálsmáli. Síðan eru fellt af fyrir 4-4-5-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 10-10½-9-9½-9½-10 cm millibili. ÚRTAKA (á við um ermar): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 87-91-93-99-103-109 lykkjur með DROPS Air yfir hringprjón 5 og hringprjón 3,5 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 5 og haldið lykkjum á hringprjóni 3,5 (uppfitjunarkanturinn er gerður svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 4 cm. Nú eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 99-103-105-111-115-121 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff (einnig yfir nýjar lykkjur) með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Þegar stroffið mælist 8 cm frá uppfitjunarkanti og næsta umferð er prjónuð frá réttu, brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig, 1 lykkja garðaprjón, 5 lykkjur stroff eins og áður, prjónið síðan stroff JAFNFRAMT því sem önnur hver lykkja á prjóni er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 5 lykkjur stroff eins og áður og 1 lykkju í garðaprjóni. Nú ertu með tvöfaldan kant í hálsmáli. Setjið 1 prjónamerki innan við 6 ystu lykkjur í umferð. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 lykkjur í garðaprjóni (kantur að framan), prjónið brugðnar lykkjur þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð og aukið jafnframt út um 22-24-28-34-42-42 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, endið með 6 lykkjur í garðaprjóni (kantur að framan) = 121-127-133-145-157-163 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í garðaprjóni – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram með stroff: STÆRÐ S, M og L: Þegar stykkið mælist 3-3-4 cm frá prjónamerki, aukið allar 2 lykkjur brugðið til 3 lykkjur brugðið í næstu umferð frá réttu (aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á undan öllum 2 lykkjum brugðið) = 157-165-173 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat). STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Þegar stykkið mælist 2-3-3 cm frá prjónamerki, aukið út aðra hverja 2 lykkjur brugðið til 3 lykkjur brugðið í næstu umferð frá réttu (aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á undan annarri hverri 2 lykkju brugðið) = 167-181-188 lykkjur. Haldið áfram með stroff (fyrsta umferð, ranga, prjónið uppsláttinn snúinn slétt svo ekki myndist gat). Þegar stykkið mælist 4-5-5 cm frá prjónamerki, aukið út þær 2 lykkjur brugðið sem eftir eru til 3 lykkjur brugðið = 189-205-213 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjón yfir garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat). ALLAR STÆRÐIR: Stykkið mælist nú ca 4-4-5-5-6-6 cm frá prjónamerki og það eru 157-165-173-189-205-213 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 lykkjur í garðaprjóni, A.1, prjónið A.2 alls 16-17-18-20-22-23 sinnum, prjónið A.3 og 6 lykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 til A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, mælist stykkið ca 19-19-20-20-21-21 cm frá prjónamerki og það eru 265-279-293-321-349-363 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón með 6 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm frá prjónamerki, prjónið þannig: STÆRÐ S: Skiptið stykkinu fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan. STÆRÐ M, L, XL, XXL og XXXL: Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 6-8-16-4-10 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 285-301-337-353-373 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 6 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 22-24-26-28-30 cm, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan. SKIPTIÐ STYKKINU FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR ÞANNIG: Prjónið 43-47-49-54-58-62 lykkjur eins og áður, setjið næstu 52-54-58-66-66-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 75-83-87-97-105-113 lykkjur sléttprjón, setjið næstu 52-54-58-66-66-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 43-47-49-54-58-62 lykkjur eins og áður. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 173-189-201-221-241-261 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 6 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 21 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 26-28-32-32-36-40 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 199-217-233-253-277-301 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 6 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum frá réttu. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 52-54-58-66-66-68 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 58-60-66-74-76-80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi – mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3-3-3-2-2-2 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-4-2½-2-2-1½ cm millibili alls 4-4-6-9-9-10 sinnum = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 36-34-33-31-29-28 cm frá skiptingu. Nú eru eftir 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 10-10-10-12-12-12 lykkjur jafnt yfir 60-62-64-68-70-72 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 8 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum. Ermin mælist ca 44-42-41-39-37-36 cm. Prjónið hina ermin á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rainromancejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.