Ria skrifaði:
Ik ben er 'al' achter, het hoort bij teltekening A5,A6 Sorry Groetjes Ria
22.01.2026 - 22:47
Ria skrifaði:
Goedenavond , In teltekening 4A staan in de tekens, een schuine streep naar rechts boven, kabelnld 4 st achter het werk enz. Er staat ook een schuine streep links naar boven, 4 st voor het werk enz. Die word niet in het patroon gebruikt, klopt dat? Zo ja, waarom staat de streep er? Het is nogal verwarrend. ik ben er erg benieuwd naar. Groetjes Ria
22.01.2026 - 22:44DROPS Design svaraði:
Dag Ria,
De schuine streep die over acht steken van links boven naar rechts onder loopt wordt in telpatroon A.5 gebruikt.
25.01.2026 - 10:47
Lucia skrifaði:
Gosto Muito
10.01.2026 - 11:12DROPS Design svaraði:
Obrigado em nome da equipa de design DROPS
12.01.2026 - 14:37
Meg skrifaði:
Ciao! Chiedo scusa per la domanda forse banale: nella quantità di lana indicata è compresa quella necessaria per il doppio campione? Oppure va poi disfatto per recuperare il filato? Grazie!
23.12.2025 - 18:25DROPS Design svaraði:
Buonasera Meg, la quantità di filato indicata è quella per il capo, non per i campioni. Buon lavoro!
27.12.2025 - 00:52
Maria Tagliavia skrifaði:
C'è un tutorial per la cucitura delle spalle e il giro manica? Grazie
24.11.2025 - 08:57DROPS Design svaraði:
Buongiorno Maria, può cucire il lavoro a punto maglia o punto materasso. Buon lavoro!
25.11.2025 - 08:58
Fanjat skrifaði:
Ne pas tenir compte de ma question j ai vu la correction merci
09.11.2025 - 20:45
Fanjat skrifaði:
Bonjour dans la taille S pour les emmanchures voys dites 0 tous les 2 rangs? Je ne comprends pas merci de m expliquer.
09.11.2025 - 20:43
Marina skrifaði:
Oubliez ma question précédente je crois avoir compris Pour les rangs endroits on suit les diagrammes 1 2 3 4 5 6 1 Pour les rangs envers on tricote les mailles comme elles se présentent endroit sur endroit envers sur envers sauf bien sûr les 20 mailles du début et fin de rang qui se tricotent au point de blé C'est juste? Merci
16.09.2025 - 19:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Marina, c'est correct. Bon tricot!
17.09.2025 - 08:54
Angela skrifaði:
Has knit now issue 181 made a mistake in this pattern Pattern C has no cable till row 9 and it looks wrong can you help me please
13.08.2025 - 19:06DROPS Design svaraði:
Dear Angela, our diagrams are called A.1 to A.6, not sure which one you call "Pattern C", can you help here giving us the name of the diagram online concerned with your question? Thanks for your comprehension.
14.08.2025 - 08:49
Angela skrifaði:
I think Knit now Issue 181 have made a mistake on part C as there is no cable till row 9 and it doesn’t look right, I looked at the picture and there is a cable before that,l have knitted it as instructed but would have been nice to see the proper pattern, please can you explain this to me thank you
13.08.2025 - 18:56
Sailor's Knots#sailorsknotssweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Soft Tweed eða DROPS Daisy. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum, tvöföldum kanti í hálsmáli og ísaumuðum ermum. Stærð S - XXXL
DROPS 233-2 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermar): Öll útaukning er gerð frá réttu! Sláið 1 sinni uppá prjóninn í hvorri hlið innan við 1 kantlykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ----------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum sem saumuð eru saman í lokin. Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring og brotinn inn svo það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. BAKSTYKKI: Fitjið upp 116-124-136-148-160-172 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Soft Tweed eða DROPS Daisy. Prjónið stroff fram og til baka þannig – fyrsta umferð er prjónuð frá réttu: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slátt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið svona stroff þar til stykkið mælist 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 16-14-18-20-20-20 lykkjur jafnt yfir = 100-110-118-128-140-152 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan mynstur frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið mynstur A.1 þar til 1 lykkja er eftir og 1 kantlykkja í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 44-45-46-47-48-49 cm, fellið af lykkjur fyrir handvegi í hvorri hlið, í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 0-1-2-2-3-4 sinnum, 1 lykkja 0-1-1-4-6-8 sinnum = 94-98-102-106-110-114 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm, fellið miðju 38-38-40-40-42-42 lykkjur af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja = 27-29-30-32-33-36 lykkjur. Prjónið mynstur A.1 þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 116-124-136-148-160-172 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Soft Tweed eða DROPS Daisy. Prjónið stroff fram og til baka þannig – fyrsta umferð frá réttu: : 1 kantlykkja í garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið svona stroff þar til stykkið mælist 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 12-14-10-8-8-8 lykkjur jafnt yfir = 128-138-146-156-168-180 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan mynstur frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið mynstur A.1 yfir 11-16-20-25-31-37 lykkjur, prjónið A.2, A.3, A.4, A.5, A.6, prjónið 11-16-20-25-31-37 lykkjur A.1 og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 44-45-46-47-48-49 cm, fellið lykkjur af fyrir handvegi í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 0-1-1-2-3-4 sinnum, 1 lykkja 0-1-3-4-6-8 sinnum = 122-126-130-134-138-142 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 58-60-61-63-64-66 cm, fækkið um 12 lykkjur jafnt yfir sléttar lykkjur í mynstri A.4 = 110-114-118-122-126-130 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu eru miðju 32 lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli. Síðan eru axlir prjónaðar til loka hvor fyrir sig og lykkjur eru felldar af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 2-2-3-3-3-4 sinnum = 35-37-38-40-41-43 lykkjur eftir í umferð. Þegar stykkið mælist 65-67-69-71-73-75 cm, fækkið um 4 lykkjur í sléttum lykkjum í hverju A.2 og A.3 / A.5 og A.6 = 27-29-30-32-33-35 lykkjur á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 62-62-66-66-70-70 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Soft Tweed eða DROPS Daisy. Prjónið stroff fram og til baka þannig – fyrsta umferð er frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið stroff svona þar til stykkið mælist 7 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fækkið um 8-6-8-8-10-8 lykkjur jafnt yfir = 54-56-58-58-60-62 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 10 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 2½-2½-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 15-15-16-19-19-21 sinnum = 84-86-90-96-98-104 lykkjur. Þegar stykkið mælist 52-51-50-49-48-47 cm, fellið af 3 lykkjur í hvorri hlið. Fellið af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 2-2-3-3-4-4 sinnum, 1 lykkja 0-1-0-1-0-1 sinni. Fellið síðan af 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 57 cm í öllum stærðum, fellið af 3 lykkjur í hvorri hlið, síðan eru felldar af þær lykkjur sem eftir eru. Ermin mælist 58 cm í öllum stærðum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring, byrjið frá réttu við annan axlasauminn. Notið hringprjón 3,5 og DROPS Soft Tweed eða DROPS Daisy. Prjónið upp ca 96 til 108 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 11 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sailorsknotssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 233-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.