Dini skrifaði:
Hallo! Ich bin eine Strick-Anfängerin, daher fallen mir Umrechnungen noch sehr schwer. Was muss ich beachten, wenn ich hier Wolle der Garngruppe A oder B nehmen möchte? Danke!
15.02.2025 - 00:34DROPS Design svaraði:
Liebe Dini, dann sollen Sie zuerst sicher sein, daß Ihre Maschenprobe in der Breite sowie in der Länge stimmt, dann finden Sie hier, wie man die neue Garnmenge kalkuliert. Viel Spaß beim Stricken!
17.02.2025 - 07:53
Bob Berry skrifaði:
Good pattern
09.01.2025 - 01:37
GUIDA MICHELA PIVA skrifaði:
Non ho capito come usare due misure di ferri contemporaneamente come descritto per il collo in questo modello. Grazie
29.12.2023 - 22:10DROPS Design svaraði:
Buongiorno Guida, deve semplicemente avviare le maglie usando 2 ferri tenuti insieme al posto di uno: serve per avviare le maglie in modo più morbido. Buon lavoro!
30.12.2023 - 10:45
Helle Borgen skrifaði:
Jeg har strikket helt ned ti pil 3 uden at dele arbejdet til ærmer. Kan jeg dele nu og så klippe op til resten af ærmet efterfølgende? Det er jo umuligt at trævle arbejdet op i dét garn! Måske skal det gøres tydeligt, at man skal læse videre i opskriften inden man strikker hele mønsteret. Vh Helle
20.12.2023 - 17:07DROPS Design svaraði:
Hej Helle, Strikker du i DROPS Melody og har du 16 pinde på10 cm, så skal du kun lige have nået til 3.pil når arbejdet måler 23-25-27-29-31-33 cm... men prøv at trevle forsigtigt op :)
21.12.2023 - 15:28
Annie skrifaði:
Does this pattern have positive ease? If yes, how many inches; 1+, 2+ ?
08.01.2023 - 07:14DROPS Design svaraði:
Dear Annie, feel free to choose your own "ease" either posititve and how much by checking the measurements in the chart, and comparing them to a similar garment you have and like the size. Read more here. Happy knitting!
09.01.2023 - 09:43
Vibeke skrifaði:
Hej. Kan denne trøje strikkes med noget andet garn fra Drops end Melody? Mvh Vibeke
07.11.2022 - 13:24DROPS Design svaraði:
Hei Vibeke. Jo, du kan strikke den med 2 tråder av DROPS Brushed Alpaca Silk, eller 2 tråder DROPS Sky eller 3 tråder av DROPS Kid-Silk. Bruk vår garnkalkulator for å regne ut hvor mye garn du da trenger. Linken finner du til høyre eller under bildet. Bare husk å få den oppgitte strikkefastheten når det byttes garn. mvh DROPS Design
07.11.2022 - 14:23
Lemon Meringue Sweater#lemonmeringuesweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, hringlaga berustykki og marglitu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 231-55 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 72-74-76-80-84-86 lykkjur með litnum natur í DROPS Melody yfir stuttan hringprjón 4,5 og stuttan hringprjón 6 sem liggja saman. Dragið út hringprjón 6 og haldið lykkjunum eftir á stutta hringprjóninum 4,5 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 11 cm. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð í stroffi prjónuð eins og áður jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Setjið 1 prjónamerki í umferð. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan, berustykkið er mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26-26-26-28-28 lykkjur jafnt yfir = 96-100-102-106-112-114 lykkjur. Prjónið sléttprjón með litnum natur. Þegar stykkið mælist 3-4-5-5-5-6 cm frá prjónamerki, aukið út um 32-32-34-34-36-38 lykkjur jafnt yfir = 128-132-136-140-148-152 lykkjur. Þegar stykkið mælist 4-5-6-6-7-8 cm frá prjónamerki, prjónið A.1 í kringum berustykki. Sjá LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1, aukið út lykkjur jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan: Ör-1: Aukið út um 32-36-40-48-52-52 lykkjur jafnt yfir = 160-168-176-188-200-204 lykkjur (nú er pláss fyrir 40-42-44-47-50-51 mynstureiningar í umferð). Ör-2: Aukið út um 32-36-40-46-46-54 lykkjur jafnt yfir = 192-204-216-234-246-258 lykkjur (nú er pláss fyrir 32-34-36-39-41-43 mynstureiningar í umferð). Ör-3: Aukið út um 8-12-24-30-34-38 lykkjur jafnt yfir = 200-216-240-264-280-296 lykkjur (nú er pláss fyrir 25-27-30-33-35-37 mynstureiningar í umferð). Haldið áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 23-25-27-29-31-33 cm frá prjónamerki við hálsmál, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig (A.1 heldur áfram á fram- og bakstykki og ermum). Setjið fyrstu 38-42-48-52-54-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 62-66-72-80-86-94 lykkjur, setjið næstu 38-42-48-52-54-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið mynstur eins og áður yfir síðustu 62-66-72-80-86-94 lykkjur. Klippið þráðinn. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 136-144-160-176-192-208 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið – mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við annað prjónamerkið og haldið áfram með mynstur. ATH: Prjónið mynstur eins langt og hægt er að prjónamerki í hvorri hlið – mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hliðum undir ermi. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA = 132-140-156-172-188-204 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón með litnum vanillugulur þar til stykkið mælist 18 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 32-34-38-42-46-50 lykkjur jafnt yfir = 164-174-194-214-234-254 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 8 cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 38-42-48-52-54-54 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 6 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 44-48-56-60-64-64 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi – mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með mynstur – mynstrið gengur ekki jafnt upp mitt undir ermi. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum vanillugulur. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 4-4-3-3-3-2 cm frá skiptingu fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 7-5½-3½-2½-2-2 cm millibili alls 4-5-8-10-11-10 sinnum = 36-38-40-40-42-44 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 32-31-30-28-27-25 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 10 cm að loka máli. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-10-10-10-10-12 lykkjur jafnt yfir = 44-48-50-50-52-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 42-41-40-38-37-35 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lemonmeringuesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-55
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.