Rohini Gadkari skrifaði:
How can I knit this pattern with straight needles?
02.08.2022 - 11:03DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Gadkari, this lesson explains how to adapt a pattern into straight needles, it might be sometimes easier to work in the round, see our lesson or our video showing how to work a jumper top down, they might help you. Happy knitting!
02.08.2022 - 11:46
De Jong Sonia skrifaði:
Zet 6 steken op (in de zijkant onder de mouw) ik begrijp niet wat ze daar mee bedoelen, is het mogelijk om een beetje uitlag
17.05.2022 - 18:27DROPS Design svaraði:
Dag Sonia,
In de video over hoe je een trui van boven naar beneden breit is dit uitgelegd op ongeveer
19.05.2022 - 20:43
Andy skrifaði:
Hallo, welche Größe ist xxl ?
25.04.2022 - 07:21DROPS Design svaraði:
Liebe Andy, messen Sie einen ähnlichen Pullover, den Sie gern haben und vergleichen Sie diese Maßen mit den in der Maßskizze. So finden Sie die passenden Größe. Hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim stricken!
25.04.2022 - 08:37
Marja Stoelwinder skrifaði:
Wanneer is deze mooie trui beschikbaar? kan niet wachten hihi
11.03.2022 - 08:57
Camilla skrifaði:
Kronblad-genser. Eller Petalsweater
01.02.2022 - 17:22
Sofie Deylgat skrifaði:
Blue sky
01.02.2022 - 11:46
VIVIANNE VERRY skrifaði:
ELEGANT CROWN
17.01.2022 - 15:03
MAILA LAIHO skrifaði:
Laineet
16.01.2022 - 14:49
Louise Murphy skrifaði:
Sweetpea
16.01.2022 - 08:39
Nicole Vandenberghe skrifaði:
Beautiful!
15.01.2022 - 13:14
Echo Mountain#echomountainsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-18 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- UPPHÆKKUN: Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þig langar ekki til að hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = mitt að aftan. Byrjið við prjónamerki frá réttu, prjónið 16-17-18-18-19-20 lykkjur slétt, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið 32-34-36-36-38-40 lykkjur brugðið. Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-54-57-60 lykkjur slétt, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-72-76-80 lykkjur brugðið. Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-90-95-100 lykkjur slétt, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið 96-102-108-108-114-120 lykkjur brugðið. Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að prjónamerki mitt að aftan. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Hægt er að prjóna upphækkun aftan í hnakka ef óskað er eftir því. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-84-88-88-92-96 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með DROPS Paris. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Í næstu umferð er önnur hver 1 lykkja brugðið aukin út til 2 lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir annarri hverri brugðinni lykkju = 100-105-110-110-115-120 lykkjur. Haldið áfram með stroff – ATH: Í fyrstu umferð er uppslátturinn prjónaður frá útaukningu snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Þegar stroffið mælist 5 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 14-15-16-20-23-26 lykkjur jafnt yfir = 114-120-126-130-138-146 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Þegar upphækkunin hefur verið prjónuð til loka, prjónið berustykkið eins og útskýrt er að neðan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, farðu beint áfram í berustykki. BERUSTYKKI: Prjónið sléttprjón í 2-3-3-4-4-5 cm – JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 16-20-24-30-32-34 lykkjur jafnt yfir = 130-140-150-160-170-180 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nú er A.1 prjónað alls 13-14-15-16-17-18 sinnum hringinn á berustykki. Haldið áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 234-252-270-304-323-342 lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 6-12-10-8-5-6 lykkjur jafnt yfir = 240-264-280-312-328-348 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 36-40-42-46-50-54 lykkjur sléttprjón (½ bakstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 72-80-84-92-100-108 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið 36-40-42-46-50-54 lykkjur sléttprjón (½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 156-172-184-200-220-240 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 22 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 36-40-42-46-50-56 lykkjur jafnt yfir = 192-212-226-246-270-296 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið aðeins laust af með sléttum lykkjum. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 48-52-56-64-64-66 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið er notað þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3-3-2-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-3-2-2-1½-1½ cm millibili alls 3-5-8-8-9-11 sinnum = 48-48-48-56-56-56 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 32-30-29-28-26-25 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 12 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri leng á undan gatamynstri og stroffi. Prjónið A.2 alls 6-6-6-7-7-7 sinnum hringinn á ermi. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Haldið áfram með stroff með 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er önnur hver 1 lykkja brugðið aukin út til 2 lykkjur brugðið = 60-60-60-70-70-70 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 44-42-41-40-38-37 cm frá skiptingu. Fellið aðeins laust af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #echomountainsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.