 Malvina skrifaði:
 
																									Malvina skrifaði:
												
Bonjour, Je suis débutante, j’ai du mal à comprendre cette indication : « Au rang suivant, sur l'endroit augmenter 1 maille envers dans une section 1 maille envers sur 2 en faisant 1 jeté » Qu’est ce qu’une Section ? Je vous remercie pour votre aide :)
06.11.2024 - 18:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Malvina, les sections en mailles envers correspondent aux "groupes" de mailles envers, quand vous augmentez dans 1 sections en mailles envers des côtes sur 2 , vous aurez ensuite des côtes (1 m end, 1 m env, 1 m end, 2 m env). Bon tricot!
07.11.2024 - 08:44
																									 Shay skrifaði:
 
																									Shay skrifaði:
												
The photo show so ridge stitches between A1/A2 and A4/A5 however I do not see the ridge stitches described in the pattern instructions before increasing the stitches to knit 5 and 4 purl. Am I misunderstanding the instructions? Thanks
03.11.2024 - 01:57DROPS Design svaraði:
Dear Shay, at the start of the yoke you work 1 ridge. Then, you work a ridge as represented in the charts A.4 and A.5. Finally, you work a 3rd ridge right before dividing for the body and sleeves. Happy knitting!
03.11.2024 - 18:54
																									 María Jesús skrifaði:
 
																									María Jesús skrifaði:
												
Buenas noches. En qué se diferencia seguir el patrón A1 y A2 de hacer 3 puntos derechos y tres reves? Gracias
21.10.2024 - 23:53DROPS Design svaraði:
Hola María Jesús, en la 1ª fila trabajas todos los puntos de derecho (A.2 también)y haces una hebra. Entonces trabajas: 1 derecho, 1 hebra, 1 derecho (tanto en A.1 como en A.2) tantas veces como sea necesario según la talla. Después de esta fila con aumentos, el patrón A.2 y A.1 consiste en trabajar: en A.1 3 derechos por el lado derecho o 3 reveses por el lado revés. En A.2, 3 reveses por el lado derecho o 3 derechos por el lado revés. Es decir, los diagramas incluyen la fila de derecho con aumentos.
27.10.2024 - 18:21
																									 Winnie skrifaði:
 
																									Winnie skrifaði:
												
Een vraagje voor de zekerheid; bij het lijf staat dat je het lijf moet breien en dan staat er dat je steken moet meerderen. Ik neem aan dat je de steken moet meerderen voordat je het lijf gaat breien en dan de boord moet breien. Ik brei het vestje
16.10.2024 - 10:45DROPS Design svaraði:
Dag Winnie,
Je meerdert gelijk in het begin van het lijf verdeeld steken terwijl je 1 naald recht breit aan de goede kant.
16.10.2024 - 20:22
																									 Cornelia Keller skrifaði:
 
																									Cornelia Keller skrifaði:
												
Guten Morgen, ich stricke den Baby glam Cardigan und wollte die dafür angegebenen Knöpfe Drops Nr. 628 (6 Stck.) bestellen. Leider sind sie nicht erhältlich. Können Sie mir bitte eine Alternative anbieten oder mir mitteilen welchen Durchmesser die Knöpfe haben? Vielen Dank . Mit freundlichen Grüßen Cornelia Keller
30.08.2024 - 07:03DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Keller, hier lesen Sie mehr über diese Knöpfe, fragen Sie mal Ihr DROPS Händler, vielleicht bekommen Sie diese Knöpfe bald wieder. Viel Spaß beim Stricken!
30.08.2024 - 14:46
																									 Simone skrifaði:
 
																									Simone skrifaði:
												
Moin! Ich stricke die Jacke in Größe 68/74. Jetzt bin ich bei der Passe und habe 302 Maschen mit der Strickschrift A3 und A5 auf der Nadel in der Hinreihe. Jetzt soll ich A3 und A4/A5 zu Ende stricken und dann im Rippenmuster 5 re. / 4 li. Maschen weiter stricken. Und da komme ich mit den Strickanleitungen nicht konform. Ich habe da 5 re. ,aber nur 3 li. Maschen???!!! Wo ist mein Denkfehler??? Liebe Grüße Simone 😎
16.07.2024 - 00:42DROPS Design svaraði:
Liebe Simone, Sie müssten nach der 1. Reihe von A.3/A.5 202 Maschen auf der Nadel haben, nicht 302. Dann nehmen Sie so ab, dass nur noch 191 Maschen vorhanden sind. A.4 stricken Sie in der von Ihnen gewählten Größe gar nicht, nur A.3 und A.5. Und dabei kommen Sie auf 5 Maschen rechts und 4 Maschen links. A.4 gilt nur für die kleinste Größe. Gutes Gelingen!
22.07.2024 - 09:17
																									 Debouck skrifaði:
 
																									Debouck skrifaði:
												
Bonjour quand vous écrivez par A3/A5 combien de mailles avons nous avant de faire les côtes 5 mailles endroits / 4mailles envers merci
12.07.2024 - 14:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Debouck, au 1er rang, vous avez 3 m dans chaque A.3 et 3 m dans chaque A.5; au 1er rang des diagrammes, vous augmentez 2 m dans chaque A.3 (= 5 m dans chaque A.3) et 1 m dans chaque A.5 (= 4 m dans chaque A.5). Bon tricot!
29.07.2024 - 09:36
																									 Ingrid Janson skrifaði:
 
																									Ingrid Janson skrifaði:
												
Hej!! Förstår inte hur jag skall göra på varvet som är det första på oket, efter två räta varv. Ska öka från 94 till 137 maskor. Jag tolkar det som att jag ska göra ett omslag mellan varje maska* A1, A 2*, men det blir för många . Kan ni förtydliga? Mvh Ingrid J
04.07.2024 - 23:03DROPS Design svaraði:
Hej Ingrid. Du stickar först 4 framkantsmaskor i rätstickning. Sedan stickar du A.1 (=rm, omslag, rm) och A.2 (= rm, omslag, rm). När du har stickat 4 maskor har du alltså ökat 2 maskor. Detta upprepas tills det återstår 6 maskor på varvet, sticka A.1 och 4 framkantsmaskor i rätstickning. Mvh DROPS Design
05.07.2024 - 11:23
																									 Birgitt Wilhelmus skrifaði:
 
																									Birgitt Wilhelmus skrifaði:
												
Das Jäckchen stricke ich für meine Enkelkn in Gr. 80/86. PASSE: Ich habe nun 98 M. auf der Nadel und fange mit dem Muster *A.1,A.2* an. Dann heißt es: Nach der 1.Reihe soll ich 143 M. auf der Nadel haben. Wo bitte sollten denn die 45 M. zugenommen werden? Gerne erwarte ich Ihre Antwort. Mit freundlichen Grüßen Birgitt Wilhelmus
11.06.2024 - 08:36DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Wilhelmus, so stricken Sie die 98 M: 4 Blenden-M, (A.1 = 2 M, A.2 = 2 M) x 22, dann A.1 = 2 M und 4 Blende-Maschen, bei der 1. Reihe wird man 1 Masche in jedemA1. und A.2 zunehmen, so sind es 3 M in jedem A.1 und A.2 dh:: 4 + (3+3)x22 + 3 + 4 = 143. Viel Spaß beim Stricken!
12.06.2024 - 07:51
																									 Tarja skrifaði:
 
																									Tarja skrifaði:
												
Tämä on tosi kiva ohje, olen tehnyt jo neljälle lapselle tällaiset neuletakit. Kiitos suunnittelijalle!
28.04.2024 - 10:41| Sweet Gleam Cardigan#sweetgleamcardigan | ||||||||||
|  |  | |||||||||
| Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og stroffprjóni á berustykki. Stærð fyrirburar til 2 ára.
							DROPS Baby 43-6 | ||||||||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um fyrir miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir í umferð þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkjuna slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar kanturinn í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm, fellið síðan af fyrir (3) 4-5-5-5 (5) næstu hnappagötum með ca (5) 5-5-5-5½ (6) cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp (59) 63-71-75-79 (83) lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Sky. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í (2) 2-3-3-4 (4) cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Í næstu umferð frá réttu er önnur hver ein lykkja brugðið aukin út til tvær lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn – byrjið útaukningu í 2. lykkju brugðið á eftir kanti að framan (frá röngu er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat) = (12) 13-15-16-17 (18) lykkjur fleiri = (71) 76-86-91-96 (101) lykkjur. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist (3) 3-4-4-5 (5) cm. Setjið 1 merki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan, berustykkið er nú mælt frá þessu merki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um (3) 2-0-3-2 (1) lykkjur jafnt yfir = (74) 78-86-94-98 (102) lykkjur. Eftir garðaprjón er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * A.1, A.2 *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.1 og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Á eftir fyrstu umferð eru (107) 113-125-137-143 (149) lykkjur í umferð. Prjónið A.1 og A.2 til loka, síðan er haldið áfram með 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist (4) 5-5-5-6 (6) cm frá merki við hálsmál. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ (fyrirburar): 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * A.3, A.4 *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. STÆRÐ 0/1 – 1/3 – 6/9 – 12/18 mánaða (2 ÁRA): 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * A.3, A.5 *, prjónið *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Á eftir fyrstu umferð eru (141) 166-184-202-211 (220) lykkjur í umferð. Prjónið A.3 og A.4/A.5 til loka, síðan er haldið áfram með 5 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið í stærð (fyrirburar) og 5 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið í hinum stærðum þar til stykkið mælist (8) 10-10-10-12 (12) cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til (139) 163-175-191-195 (207) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist (10) 11-12-12-13 (14) cm frá prjónamerki við hálsmál. Í næstu umferð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu (22) 26-28-30-31 (33) lykkjur eins og áður, setjið næstu (30) 34-36-40-40 (42) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp (4) 4-6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu (35) 43-47-51-53 (57) lykkjur eins og áður, setjið næstu (30) 34-36-40-40 (42) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp (4) 4-6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu (22) 26-28-30-31 (33) lykkjur eins og áður. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = (87) 103-115-123-131 (139) lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan þar til stykkið mælist (6) 9-12-12-15 (16) cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um (12) 14-16-18-18 (20) lykkjur jafnt yfir = (99) 117-131-141-149 (159) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í (2) 2-2-3-3 (3) cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca (20) 24-28-30-34 (36) cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið (30) 34-36-40-40 (42) lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af (4) 4-6-6-8 (8) lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = (34) 38-42-46-48 (50) lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, þ.e.a.s. mitt í (4) 4-6-6-8 (8) lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi (á ekki við um stærð fyrirburar og 0/1 mánaða) – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls (0) 0-1-1-1 (2) sinnum á hæðina = (34) 38-40-44-46 (46) lykkjur. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist (5) 8-10-13-15 (19) cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca (2) 2-2-3-3 (3) cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um (0) 0-0-4-4 (2) lykkjur jafnt yfir = (34) 38-40-40-42 (44) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í (2) 2-2-3-3 (3) cm. Fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca (7) 10-12-16-18 (22) cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. | ||||||||||
| Skýringar á teikningu | ||||||||||
| 
 | ||||||||||
|  | ||||||||||
|  | ||||||||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetgleamcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | ||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 43-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.