Michelle skrifaði:
How do you knit 3 pearl 3 when you have increased a stitch between 2 stitches making 4 in the A1 and A2 diagram
12.12.2025 - 02:21DROPS Design svaraði:
Dear Michelle, you first increase in A.1 and A.2, then after you have worked A.1/A.2 with K3, P3 finishing with K3, you will work A.3 over A1 and A.5 over A.2 increasing 2 sts in A.3 and 1 st in A.5 so that you will have K5, P4 finishing with K5. Happy knitting!
12.12.2025 - 08:21
Ulla Boesen skrifaði:
Hvad betyder: Sæt 1 mærke efter forkanten i begyndelsen af pinden midt foran? Er det efter de fire kantmasker?
06.12.2025 - 21:39DROPS Design svaraði:
Hei Ulla. Ja, etter de 4 kantmaskene. Dette er et merke det senere skal måles fra (lengden). mvh DROPS Design
08.12.2025 - 14:26
Sylvia skrifaði:
Can I knit the neck and yoke on this pattern with straight needles or must it be done with circular needles please? Thank you. Sylvia
16.11.2025 - 18:07DROPS Design svaraði:
Hi Sylvia, We recommend circular needles due to the number of stitches. Using straight needles it is easy to lose stitches off the end. But this is of course just a recommendation and you can use straight needles if you wish. Regards, Drops Team.
17.11.2025 - 06:47
Defferrard Monique skrifaði:
Bonsoir, je souhaiterais savoir comment faire les augmentations .Si je fais 1end+1aug +1env+1end+1env+1 end+1aug+1env c'est bien ou pas . Merci Cordialement
08.11.2025 - 22:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Defferrard, parlez-vous des augmentations dans les côtes à la fin du col? Vous tricotez en côtes (1 m end, 1 m env), vous allez augmenter dans 1 section en mailles envers sur 2 autrement dit ainsi: (1 m end, 1 m env, 1 m end, 1 m env + 1 augmentation), vous continuerez ensuite en côtes (1 m end, 1 m env, 1 m end, 2 m env). Bon tricot!
10.11.2025 - 07:30
Barbara skrifaði:
Chodziło mi o ściągacz francuski po sekcji: Kończyć schematy A.1 i A.2, dalej przerabiać ściągaczem 3 oczka prawe/3 oczka lewe, aż długość karczku od markera na wykończeniu dekoltu wynosi (4) 5-5-5-6 (6) cm. Przerabiać kolejny rząd na prawej stronie robótki następująco: ROZMIAR (
07.11.2025 - 10:03DROPS Design svaraði:
Witaj ponownie Basiu, ten ściągacz francuskim powstanie po przerobieniu rzędów 3 i 4 schematów A.3/A.5 (ROZMIARY 0/1 – 1/3 – 6/9 – 12/18 miesięcy (2 lata)) lub A.3/A4 (ROZMIAR (<0)).
07.11.2025 - 11:20
Barbara skrifaði:
Czy po przerobieniu 6 cm ściągaczem 3 oczka prawe, 3 oczka lewe nie powinien być dodany 1 ściągacz francuski, jak widać na zdjęciu?
07.11.2025 - 02:39DROPS Design svaraði:
Witaj Basiu, dokładnie, patrz część KARCZEK: "Dalej przerabiać na drutach z żyłką nr 4 i przerobić 1 ściągacz francuski ponad wszystkimi oczkami". Pozdrawiamy!
07.11.2025 - 08:23
Torunn Tverborgvik skrifaði:
Ønsker oppskrift der eg begynner nede på jakken
03.10.2025 - 14:20
Margaux skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas bien l'alternance des diagrammes A3/A5. J'ai bien tricoté sur l'endroit le rang 1 avec des augmentations, et ai obtenu 184 mailles. Le rang 2 se tricote sur l'envers donc 4 m end / 5 m env, rang 3, 4, 5 au point mousse et rang 6 sur l'envers 4 m end/5 m envers ? Puis reprendre les côtes sur ce modèle. Je me retrouve avec des côtes décalées/inversées et une large ligne de point mousse qui n'apparaît pas sur le modèle ?
01.10.2025 - 22:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Margaux, au 2ème rang de A.3 et A.5, vous tricotez A.3 (= 5 m env sur l'envers), puis vous répétez (A.5 = 4 m end, A.3 = 5 m env) jusqu'à la fin du rang. Au 3ème rang, tricotez (A.3 = 5 m end, A.5 = 4 m end), et A.3 = 5 m end; au 4ème rang: tricotez toutes les mailles de A.3 et A.5 à l'endroit sur l'envers pour toutes les mailles, au 5ème rang: tricotez toutes les mailles de A.3 et A.5 à l'endroit sur l'endroit et au 6ème rang tricotez A.3 (5 m env), puis (A.5 = 4 m end, A.3 = 5 m env). Bon tricot!
02.10.2025 - 08:50
Clara skrifaði:
Hej, Jeg er nået hertil i opskriften, bærestykke: "Strik 1 pind ret fra retsiden hvor maskeantallet justeres til (139) 163-175-191-195 (207) masker." Jeg kan ikke gennemskue hvor de 9 indtagninger (fra 184 til 175) skal placeres? Er det jævnt fordelt i vrangmaskerne eller hvordan gør jeg det, for at få det rigtige resultat? På forhånd tak,
14.09.2025 - 22:32DROPS Design svaraði:
Hei Clara. Maskeantallet skal justeres på en pinne som strikkes rett. Bare fell disse 9 maskene jevnt fordelt på raden. Bruk vår "tag ud / tag ind kalkulator. Du finner den som et ikon nederst til høyre eller rett under Instruktioner (under bildene). mvh DROPS Design
29.09.2025 - 10:46
Alexandra skrifaði:
Adoro os vossos modelos!
06.08.2025 - 09:45
Sweet Gleam Cardigan#sweetgleamcardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og stroffprjóni á berustykki. Stærð fyrirburar til 2 ára.
DROPS Baby 43-6 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um fyrir miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir í umferð þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkjuna slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar kanturinn í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm, fellið síðan af fyrir (3) 4-5-5-5 (5) næstu hnappagötum með ca (5) 5-5-5-5½ (6) cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp (59) 63-71-75-79 (83) lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Sky. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í (2) 2-3-3-4 (4) cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Í næstu umferð frá réttu er önnur hver ein lykkja brugðið aukin út til tvær lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn – byrjið útaukningu í 2. lykkju brugðið á eftir kanti að framan (frá röngu er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat) = (12) 13-15-16-17 (18) lykkjur fleiri = (71) 76-86-91-96 (101) lykkjur. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist (3) 3-4-4-5 (5) cm. Setjið 1 merki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan, berustykkið er nú mælt frá þessu merki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um (3) 2-0-3-2 (1) lykkjur jafnt yfir = (74) 78-86-94-98 (102) lykkjur. Eftir garðaprjón er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * A.1, A.2 *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.1 og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Á eftir fyrstu umferð eru (107) 113-125-137-143 (149) lykkjur í umferð. Prjónið A.1 og A.2 til loka, síðan er haldið áfram með 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist (4) 5-5-5-6 (6) cm frá merki við hálsmál. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ (fyrirburar): 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * A.3, A.4 *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. STÆRÐ 0/1 – 1/3 – 6/9 – 12/18 mánaða (2 ÁRA): 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * A.3, A.5 *, prjónið *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Á eftir fyrstu umferð eru (141) 166-184-202-211 (220) lykkjur í umferð. Prjónið A.3 og A.4/A.5 til loka, síðan er haldið áfram með 5 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið í stærð (fyrirburar) og 5 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið í hinum stærðum þar til stykkið mælist (8) 10-10-10-12 (12) cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til (139) 163-175-191-195 (207) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist (10) 11-12-12-13 (14) cm frá prjónamerki við hálsmál. Í næstu umferð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu (22) 26-28-30-31 (33) lykkjur eins og áður, setjið næstu (30) 34-36-40-40 (42) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp (4) 4-6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu (35) 43-47-51-53 (57) lykkjur eins og áður, setjið næstu (30) 34-36-40-40 (42) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp (4) 4-6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu (22) 26-28-30-31 (33) lykkjur eins og áður. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = (87) 103-115-123-131 (139) lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan þar til stykkið mælist (6) 9-12-12-15 (16) cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um (12) 14-16-18-18 (20) lykkjur jafnt yfir = (99) 117-131-141-149 (159) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í (2) 2-2-3-3 (3) cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca (20) 24-28-30-34 (36) cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið (30) 34-36-40-40 (42) lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af (4) 4-6-6-8 (8) lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = (34) 38-42-46-48 (50) lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, þ.e.a.s. mitt í (4) 4-6-6-8 (8) lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi (á ekki við um stærð fyrirburar og 0/1 mánaða) – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls (0) 0-1-1-1 (2) sinnum á hæðina = (34) 38-40-44-46 (46) lykkjur. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist (5) 8-10-13-15 (19) cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca (2) 2-2-3-3 (3) cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um (0) 0-0-4-4 (2) lykkjur jafnt yfir = (34) 38-40-40-42 (44) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í (2) 2-2-3-3 (3) cm. Fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca (7) 10-12-16-18 (22) cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetgleamcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 43-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.