Larysa skrifaði:
For the V-Neck decrease, I know you have to decrease on every 2nd and 4th row a specified number of times. My question is would you decrease twice on row 4, as 2 is a multiple of 4. That would mean row 4, 8 and 12 would have 2 decreases. Is that correct? Thank you!
26.01.2025 - 20:55DROPS Design svaraði:
Hi Larysa, No, you decrease 1 stitch for the V-neck first every 4th row one time, then decrease 1 stitch every 2nd row the correct number of times and finally every 4th row again the correct number of times. So always 1 stitch decreased on a decrease row. Happy knitting!
27.01.2025 - 07:20
Aurélie skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas les explications pour la bordure droite. Où doit s'arrêter la bordure? Je n'ai pas d'anneau marqueur dans le dos selon les explications. La bordure n'est pas en une seule partie? Est-ce qu'il faut relever les mailles jusqu'à l'épaule opposée?
22.01.2025 - 23:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Aurélie, le marqueur au milieu de l'encolure dos est indiqué à la fin du paragraphe ASSEMBLAGE; effectivement, la bordure des devants se tricote en 2 parties, pour le devant droit, on commence sur l'endroit en bas du devant et on termine au milieu de l'encolure dos = au marqueur; pour le devant gauche, on commence au marqueur et on termine en bas du devant gauche. Bon tricot!
23.01.2025 - 10:19
Sue skrifaði:
I've just finished this and it's lovely- apart from it's too small! Made the medium size and it measures 3" smaller across the bust than the pattern says. I've double checked my tension and it's spot on, and I've used the correct size needles..... is this usual for Drops patterns?
26.08.2024 - 17:50DROPS Design svaraði:
Dear Sue, if your tension was right ( 17 sts in width = 10 cm / 4"), then the 91 sts for back piece minus 2 edge stitches (seam allowance) (for ex) should be approx. 52 cm, ie measurements shown in chart. It's easy to lose tension when working, make sure to keep the same tension as for the swatch or adjust neeedle size if needed. Happy knitting!
27.08.2024 - 09:07
Carro skrifaði:
Vänster framkant måste det stå fel i antal maskor som ska minskas efter resåren väl? I storlek M lade jag upp 56 maskor och ska minska 11 så det ska bli 46 maskor. Det stämmer ju inte???? Måste bara 10 maskor minskning
15.08.2024 - 11:30
Sietske Donkers skrifaði:
Goedendag ik heb een vraag over de V hals. Er staat minder zo iedere 4e naald 1 keer. De 4e naald is averechts. Klopt dit? Doe ik dit 1x en ga ik dan door naar elke 2e naald 12 x? Ik minder toch in de naald met het werk aan de goede kant voor me? Graag hoor ik van u. Alvast bedankt Hartelijke groeten van Sietske
10.07.2024 - 14:26DROPS Design svaraði:
Dag Sietske,
Het gaat er met name om dat je om de 4 naalden mindert, dus als je op een bepaalde naald geminderd hebt, doe je dat 4 naalden later weer. De eerste mindernaald voor de v-hals is op de goede kant, zoals beschreven bij de V-hals, dus de eerstvolgende (na 4 naalden) ook.
11.07.2024 - 21:04
Katie Franklin skrifaði:
Great pattern! Knitted this up with Knit Picks Wonderfluff in Wonderland Heather! [I live in the states so Drops is hard to come by :( ] I used 4.5 & 4 mm needles and I used ~300 grams of yarn. I wish I could post a picture here because it is such a lovely gift for my mother!
17.03.2024 - 18:16
Barbora skrifaði:
Hello, if Im beginning the test for knitting tension what size of needle am I suppose to use 4mm or 5 mm? It doesnt say in the manual. Thank you
28.01.2024 - 18:16DROPS Design svaraði:
Dear Barbora, the 4mm needles are only used for the rib. So, since we will only use the 5mm needles for the stocking stitch pattern we need to calculate the gauge with those. Happy knitting!
28.01.2024 - 23:15
Iona Jeanie Eadie skrifaði:
I understand your schematic drawings to calculate which size I should knit but can you please say which size the model is wearing as this will give the 'truest' indication of the size I need to knit. AND just to clarify: the bottom of the garment smallest size 49 (x 2) = 98cm, which = 38inches, and is this for the FINISHED garment? AND since it appears to be square in shape, does this mean the finished bust measurement would also be 38 inches please? :)
18.09.2023 - 21:04
Iona Jeanie Eadie skrifaði:
I understand your schematic drawings to calculate which size I should knit but can you please say which size the model is wearing as this will give the 'truest' indication of the size I need to knit. AND just to clarify: the bottom of the garment smallest size 49 (x 2) = 98cm, which = 38inches, and is this for the FINISHED garment? AND since it appears to be square in shape, does this mean the finished bust measurement would also be 38 inches please? :)
18.09.2023 - 21:03DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Eadie, the shematic drawing shows the finished measurements in cm, so that width of piece on the bottom will be 49 cm in size S lying flat x 2 = 98 cm circumference. Our models most often wear a size S or a size M. Measuring a similar garment you have and like the shape will help you finding the best matching size, as every body is different. Happy knitting!
19.09.2023 - 09:07
Flo skrifaði:
Hallo... Ein schönes Teil 😄. Gibt es die Anleitung auch in deutsch, Englisch oder französischer? Danke
24.07.2023 - 12:26DROPS Design svaraði:
Liebe Flo, alle unsere Anleitungen sind in deutsch, English und französisch erhältlich :) Klicken Sie auf dem dropdown Menu unter die Fotos um die Sprache zu ändern. Viel Spaß beim stricken!
28.07.2023 - 08:08
Sweetness Imprint#sweetnessimprintcardi |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp, með gatamynstri og picotkanti. Stærð S - XXXL.
DROPS 231-27 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 105 lykkjur) mínus kantlykkjur (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim 103 lykkjum sem eftir eru með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 5,1. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna ca 4. og 5. hverja lykkju slétt saman, lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Ef auka á út, þá er það gert í þessu dæmi með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). PICOT: Prjónið 1 lykkju slétt, * stingið inn hægri prjóni á milli 2 næstu lykkja á vinstri prjóni (þ.e.a.s. á milli lykkja á prjóni, ekki í gegnum lykkjurnar), sláið 1 sinni uppá hægri prjón, dragið uppsláttinn fram á milli lykkja og setjið uppsláttinn á vinstri prjón *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum (= 3 nýir uppslættir á vinstri prjóni), prjónið sléttar lykkjur og fellið af 7 lykkjur (= 1. lykkja á hægri prjóni + 3 uppslættir + 3 lykkjur). Haldið nú áfram að prjóna frá *-* og fellið af 7 lykkjur alveg eins meðfram öllum affellingarkantinum. Þegar ekki eru nægilega margar lykkjur eftir til að gera nýjan picot eru þær lykkjur sem eftir eru felldar af með sléttum lykkjum. Klippið þráðinn og þræðið í gegnum síðustu lykkjuna. Festið enda. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkin er prjónað fram og til baka í stykkjum, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður, fyrst fram og til baka á hringprjóna síðan er prjónað í hring á sokkaprjóna. Frágangur á stykkinu er eins og útskýrt er í uppskrift. Að lokum eru prjónaðir kantar að framan fram og til baka og fellt er af með picot. BAKSTYKKI: Fitjið upp 104-112-120-126-140-154 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4 með DROPS Air. Prjónið stroff þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 9 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 19-21-23-23-27-29 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 85-91-97-103-113-125 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorir hlið. Prjónið nú mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 3-6-9-5-10-16 lykkjur sléttprjón, A.2 yfir næstu 70-70-70-84-84-84 lykkjur (= 5-5-5-6-6-6 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið fyrstu 7 lykkjur í A.2, 3-6-9-5-10-16 lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka þar til stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í byrjun á næstu 2 umferðum eru felldar af 2-4-4-4-7-11 lykkjur fyrir handveg = 81-83-89-95-99-103 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með mynstur eins og áður yfir miðju 77-77-77-91-91-91 lykkjur, 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið og sléttprjón yfir aðrar 1-2-5-1-3-5 lykkjur í hvorri hlið. Prjónið svona þar til stykkið mælist ca 51-53-55-57-59-61 cm – stillið af að prjónaðar séu minnst 2 umferðir sléttprjón eftir heilt gatamynstur á hæðina áður en úrtaka fyrir hálsmáli byrjar. Stykkið er nú prjónað í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Fellið af miðju 29-29-31-31-33-33 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 25-26-28-31-32-34 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 52-56-60-64-72-78 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjón, A.1 þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 9 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 9-10-10-11-13-13 lykkjur jafnt yfir = 43-46-50-53-59-65 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorir hlið til baka frá röngu.. Prjónið nú mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 3-3-4-4-5-5 lykkjur sléttprjón, A.2 yfir næstu 28-28-28-42-42-42 lykkjur (= 2-2-2-3-3-3 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið fyrstu 7-7-7-0-0-0 lykkjur í A.2 (þ.e.a.s. á einungis við um stærð S, M og L, í stærð XL, XXL og XXXL eru ekki prjónaðar fleiri lykkjur í A.2), 3-6-9-5-10-16 lykkjur sléttprjón og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að fækka lykkjum fyrir v-hálsmáli jafnframt því sem lykkjur eru felldar af fyrir handvegi – lestu því allan næsta kafla áður en þú prjónar áfram. V-HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið út umferðina eins og áður. Snúið og prjónið 1 umferð brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið til baka frá röngu. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 1 sinni (= fyrsta úrtakan sem er útskýrð að ofan), í annarri hverri umferð 12-12-13-13-14-14 sinnum og í 4. hverri umferð 3 sinnum = 16-16-17-17-18-18 lykkjur færri fyrir v-hálsmáli – ef úrtaka fyrir v-hálsmáli kemur mitt í gatamynstri, prjónið sléttprjón í stað mynsturs. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm, fellið af 2-4-4-4-7-11 lykkjur fyrir handveg í næstu umferð frá röngu. Þegar allar úrtökur fyrir v-hálsmáli og handveg hafa verið gerðar til loka eru 25-26-28-31-32-34 lykkjur eftir fyrir öxl. Prjónið sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 52-56-60-64-72-78 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4 með DROPS Air. Prjónið stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 þar til 1 lykkja er eftir – stillið af að byrjað og endar er með 1 kantlykkju í hvorri hlið (séð frá réttu), þannig að stroffið gangi jafnt upp við frágang á stykki og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 9 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-11-11-12-14-14 lykkjur jafnt yfir = 43-46-50-53-59-65 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið til baka frá röngu. Prjónið nú mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 3-6-9-5-10-16 lykkjur sléttprjón, byrjið á 1.-1.-1.-7.-7.-7. lykkju í A.2 og prjónið A.2 yfir næstu 28-28-28-35-35-35 lykkjur (= 2-2-2-2½-2½-2½ mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið fyrstu 7 lykkjur í A.2, prjónið 3-3-4-4-5-5 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að fækka lykkjum fyrir v-hálsmáli jafnframt því sem lykkjur eru felldar af fyrir handvegi – lestu því allan næsta kafla áður en þú prjónar áfram. V-HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, mynstur eins og áður þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Snúið og prjónið 1 umferð brugðið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið til baka frá röngu. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 1 sinni (= fyrsta úrtakan sem er útskýrð að ofan), í annarri hverri umferð 12-12-13-13-14-14 sinnum og í 4. hverri umferð 3 sinnum = 16-16-17-17-18-18 lykkjur færri fyrir v-hálsmáli – ef úrtaka fyrir v-hálsmáli kemur mitt í gatamynstri, prjónið sléttprjón í stað mynsturs. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm, fellið af 2-4-4-4-7-11 lykkjur fyrir handveg í næstu umferð frá röngu. Þegar allar úrtökur fyrir v-hálsmáli og handveg hafa verið gerðar til loka eru 25-26-28-31-32-34 lykkjur eftir fyrir öxl. Prjónið sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm. Fellið af. ERMI: Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður. Fitjið upp 61-65-69-71-75-79 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Air. Prjónið sléttprjón fram og til baka í 1-2-2-2-4-6 cm. Prjónið síðan stykkið hringinn þannig: Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð, þ.e.a.s. það verður lítil klauf á ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjón 5. Prjónið mynstur hringinn frá miðju undir ermi þannig: Prjónið 20-22-24-25-27-29 lykkjur sléttprjón, A.2 yfir næstu 14 lykkjur, prjónið fyrstu 7 lykkjur í A.2 (þannig að mynstrið byrjar og endar alveg eins) og 20-22-24-25-27-29 lykkjur sléttprjón. Þegar ermin mælist 3-4-4-4-6-8 cm frá uppfitjunarkanti, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 5½-4-3½-3½-3-2 cm millibili alls 6-7-8-8-9-11 sinnum = 49-51-53-55-57-57 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist alls 39-39-38-38-38-37 cm – stillið af að prjónaðar séu minnst 2 umferðir sléttprjón eftir heilt gatamynstur á hæðina. Nú eru eftir 9 cm að loka máli. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 11-13-13-13-13-13 lykkjur jafnt yfir = 60-64-66-68-70-70 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið A.1 hringinn í 9 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir snúnar sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist alls 48-48-47-47-47-46 cm. Prjónið aðra hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma – byrjið yst á öxl og saumið inn að hálsmáli. Saumið ermakúpuna við handveg og saumið klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma frá handvegi og niður innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið. Setjið eitt prjónamerki mitt aftan í hnakka. Prjónamerkið er notað þegar lykkjur eru prjónaðar upp fyrir kant að framan. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Byrjið neðst á hægra framstykki, frá réttu með hringprjón 4 og DROPS Air. Prjónið upp ca 139 til 163 lykkjur innan við 1 kantlykkju upp að prjónamerki mitt að aftan í hnakka. Lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4 + 3. Snúið og prjónið stroff (fyrsta umferðin er prjónuð frá röngu) þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, JAFNFRAMT er aukið út nákvæmlega þar sem V-hálsmálið byrjar þannig: Stillið af að næsta lykkja sé prjónuð slétt, * prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* 4 sinnum (= 4 lykkjur fleiri), endið með fyrstu lykkju í A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni = ca 143-167 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat og lykkjur eru prjónaðar inn í stroff (= A.1). Haldið áfram með stroff fram og til baka í 2 cm. Fellið nú af fyrir 1 hnappagati þar sem úrtaka fyrir v-hálsmáli byrjar.‘ HNAPPAGAT: Sláið 1 sinni uppá prjóninn eftir 1 lykkju snúna slétt, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt. Haldið áfram með stroff þar til stroffið mælist 4½ cm. Fellið af með PICOT – sjá útskýringu að ofan. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Byrjið við prjónamerki mitt aftan í hnakka og prjónið upp jafn margar lykkjur og á hægri kanti að framan með hringprjón 4 og DROPS Air. Snúið og prjónið stroff (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu) þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, JAFNFRAMT er aukið út nákvæmlega þar sem V-hálsmálið byrjar þannig: Stillið af að næsta lykkja sé prjónuð slétt, * prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* 4 sinnum (= 4 lykkjur fleiri), endið með fyrstu lykkju í A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni = ca 143-167 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat og lykkjur eru prjónaðar inn í stroff (= A.1). Haldið áfram með stroff fram og til baka í 4½ cm. Fellið af með PICOT – sjá útskýringu að ofan. Saumið tölur í vinstri kant að framan og saumið saman 2 kanta að framan mitt aftan í hnakka. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetnessimprintcardi eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.