Pia Sørensen skrifaði:
Hej. Jeg strikker en str L. Der står i opskriften, efter man har taget ud lige efter ribben, at man skal sætte en mærketråd og arbejder måles ud fra denne. Jeg forstår ikke hvad det betyder? Hvad skal man bruge den til?
03.07.2025 - 13:09DROPS Design svaraði:
Hei Pia. Jo, når man strikker et plagg, skal det ofte måles underveis. På dette plagget skal det settes et merke når arbeidet måler ca 4 cm og fra dette merket skal arbeidet måles fra. Når du begynner på bærestykket er det forklart hvordan det strikkes (stolpemasker, hvilket diagram økninger, glattstrikk osv) og slik dkal det strikkes til arbeidet måler 24 cm fra det merket du satt. mvh DROPS Design
07.07.2025 - 07:36
Britta Hermansen skrifaði:
Jeg er begyndt på Bærestykket, der står man skal tage ud på ret siden, men i diagram A.4 og A.5 ser det ud som om man skal tegne ud på vrangsiden. 1-2 række er ikke noget problem. Række 3 ret række 4 vrang, for mig at se, skal man tage ud på vrangsiden, i række 4? Er det rigtigt?
19.06.2025 - 22:15DROPS Design svaraði:
Hei Britta. Du øker på retten og strikker kastet på neste pinne (vrang). Det gjentar deg i hele oppskriften. Om du ser på diagrammene (alle), så skjer det noe på hver pinne fra retten, mens det fra vrangen er det bare blanke ruter (strikkes vrang fra vrangen). mvh DROPS Design
23.06.2025 - 11:28
Sara skrifaði:
Hej! Jag stickar på rundstickor fram och tillbaka, så då gäller rätstickning om det inte står något annat. Betyder det även att jag stickar rm på de tomma rutorna (avigsidan) i diagrammet? Ska omslagen på avigsidan stickas vridet avigt eller rm? Tack!
30.04.2025 - 07:29DROPS Design svaraði:
Hei Sara. Denne jakken strikkes frem og tilbake og er skrevet deretter. Under Diagram står det forklaring på hvordan de ulike omslagene strikkes. Det er kun de 7 stolpemasker som strikkes i rätstickning. mvh DROPS Design
05.05.2025 - 13:36
Guylaine Reid skrifaði:
Bonjour, pour le modèle Queen Bee, les 13 mailles montées sous la manche, comment elles se tricotent? Avec un motif ou en jersey? Merci Guylaine Reid
07.11.2024 - 02:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Reid, lorsque vous tricotez le bas du gilet, vous allez tricoter toutes les mailles en point fantaisie, y compris les 13 mailles montées sous les manches; lorsque vous tricoterez les manches, ces mailles seront tricotées en jersey. Bon tricot!
07.11.2024 - 09:22
Dana skrifaði:
Hello, I am making size S.
13.07.2024 - 14:43DROPS Design svaraði:
Hi Dana, 68 stitches for the sleeve is correct for your size. Happy knitting!
13.07.2024 - 15:50
Dana skrifaði:
Hello, I finished A.4 and A.5 and I already have 68 stitches on sleeve. Is that correct or I did something wrong? Thank you.
08.07.2024 - 11:50DROPS Design svaraði:
Hi Dana, what is the size you are making?
13.07.2024 - 14:21
Britta skrifaði:
Når jeg har strikket kraven, og skal starte på mønstret, passer det ikke med maskerne, jeg har 6 masker for meget . Min veninde har også prøvet uden held. Hun har købt sweater og kan heller ikke få mønsteret til at passe.
15.04.2024 - 13:56DROPS Design svaraði:
Hej Britta, i den mindste størrelse har du 149m. 1.pind strikkes: 7kant, A.1=21m, A.4=3m (31m forstykke), 1m, 1oms, 18m, 1oms, 1m (20m+2nye ærme), A.5=2m, A.2=42m, A.4=3m (47m ryg), 1m, 1oms, 18m, 1oms, 1m (20m+2nye ærme), A.5=2m, A.3=22m, 7kant (31m forstykke) = 149m +2+2=153 masker :)
16.04.2024 - 08:22
Susanne skrifaði:
"In dieser Weise weiterarbeiten und dabei die RAGLANZUNAHMEN arbeiten – siehe oben; an den Ärmeln in jeder Hin-Reihe insgesamt 24-27 x in der Höhe zunehmen." Wie ist das gemeint? Die Ärmel werden doch sowieso weiterzugenommen. Ich stricke Größe M und verstehe nicht, was mit der 27x gemeint ist bzw. was ich hier machen muss.
27.03.2024 - 14:42DROPS Design svaraði:
Liebe Susanne, die Raglanzunahmen für die Ärmel stricken Sie insgesamt 27 Mal in jeder 2. Reihe - siehe RAGLANZUNAHMEN, bei den Vorderteilen + Rückenteil nehmen Sie wie in den Diagrammen gezeigt, dh wenn A.4 und A.5 fertig sind, sind die Zunahmen für Vorder- + Rückenteile fertig. Vie Spaß beim Stricken!
02.04.2024 - 12:27
Susanne skrifaði:
Hej Jag har en fråga gällande Ranglan-avsnittet. Det står efter hur många gånger man ska öka på ärmarna (32-36-41 ggr) att: ”När A4 och A5 är färdigstickade, stickas det så här - från rätsidan”. Min fråga är: vad menas med ”färdigstickade”? Ska A4 och A5 bara stickas i en omgång? En omgång ger 24 ökningar för ärmarna. Eller ska de stickas under hela serien för ökningen av ärmarna, stickas klart för att sedan inte stickas fler gånger?
28.02.2024 - 20:32
Els skrifaði:
Vergeet mijn vraag, brei XXL! Excuus
19.02.2024 - 16:53
Queen Bee Cardigan#queenbeecardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og gatamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 231-15 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð í umferð frá réttu! Á framstykki og bakstykki er útaukning fyrir laskalínu í mynsturteikningu. Aukið er út fyrir laskalínu í hvorri hlið á ermi þannig: Aukið út um 1 lykkju á eftir 1. og 3. prjónamerki og á undan 2. og 4. prjónamerki með því að slá einu sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið í næstu umferð (= frá röngu), svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað til loka, hafa útaukningar verið gerðar til loka á framstykki og bakstykki. Nú heldur útaukningin einungis áfram á ermum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = prjónið frá réttu eins og áður þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman og endið með 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroffið í hálsmáli mælist 3 cm, fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum eins og útskýrt er að ofan með ca 8-8-8½-8-8-8½ cm millibili. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 139-145-149-153-163-173 lykkjur á hringprjóna 2,5 með DROPS Baby Merino. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan stroff þannig – frá réttu: 7 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið stroff í 3 cm. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna 3. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út um 10-4-28-24-42-60 lykkjur jafnt yfir (aukið út með uppslætti og ekki er aukið út yfir lykkjur í köntum að framan) = 149-149-177-177-205-233 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur að framan halda áfram í garðaprjóni og uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið). Setjið 1 prjónamerki mitt að framan innan við 7 kantlykkjur að framan. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: Stærð S-M: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Vinstra framstykki: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1, A.4. Vinstri ermi: Prjónið 1 lykkju sléttprjón, setjið 1. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 18 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, setjið 2. prjónamerki, 1 lykkja sléttprjón. Bakstykki: Prjónið A.5, A.2 er prjónað yfir 42 lykkjur, A.4. Hægri ermi: Prjónið 1 lykkju sléttprjón, setjið 3. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 18 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, setjið 4. prjónamerki, 1 lykkja sléttprjón. Hægra framstykki: Prjónið A.5, A.3 og endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 153-153 lykkjur (meðtalinn allur uppsláttur). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, aukið út á ermum í hverri umferð frá réttu alls 24-27 sinnum. Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið þannig – frá réttu: Vinstra framstykki: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1, A.2, A.7. Vinstri ermi: Haldið áfram í sléttprjóni og aukið út í annarri hverri umferð eins og áður. Bakstykki: Prjónið A.6, A.2 yfir 70 lykkjur, A.7. Hægri ermi: Haldið áfram í sléttprjóni og aukið út í annarri hverri umferð eins og áður. Hægra framstykki: Prjónið A.6, A.2, A.3 og endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Stærð L-XL-XXXL: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Vinstra framstykki: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.6, A.2 er prjónað yfir 14-14-28 lykkjur. A.4. Vinstri ermi: Prjónið 1 lykkju sléttprjón, setjið 1. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 18 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, setjið 2. prjónamerki, 1 lykkja sléttprjón. Bakstykki: Prjónið A.5, A.2 er prjónað yfir 56-56-84 lykkjur, A.4. Hægri ermi: Prjónið 1 lykkju sléttprjón, setjið 3. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 18 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, setjið 4. prjónamerki, 1 lykkja sléttprjón. Hægra framstykki: Prjónið A.5, A.2 og endið með 14-14-28 lykkjur. A.7 og endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 181-181-237 lykkjur (meðtalinn allur uppsláttur). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, aukið út á ermum í hverri umferð frá réttu alls 32-36-41 sinnum. Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið þannig – frá réttu: Vinstra framstykki: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.6, A.2 yfir 28-28-42 lykkjur, A.7. Vinstri ermi: Haldið áfram í sléttprjóni og aukið út í annarri hverri umferð eins og áður. Bakstykki: Prjónið A.6, A.2 yfir 84-84-112 lykkjur, A.7. Hægri ermi: Haldið áfram í sléttprjóni og aukið út í annarri hverri umferð eins og áður. Hægra framstykki: Prjónið A.6, A.2 yfir 28-28-42 lykkjur og endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Stærð XXL: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Vinstra framstykki: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1. A.2, A.4. Vinstri ermi: Prjónið 1 lykkju sléttprjón, setjið 1. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 18 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, setjið 2. prjónamerki, 1 lykkja sléttprjón. Bakstykki: Prjónið A.5, A.2 er prjónað yfir 70 lykkjur, A.4. Hægri ermi: Prjónið 1 lykkju sléttprjón, setjið 3. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 18 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, setjið 4. prjónamerki, 1 lykkja sléttprjón. Hægra framstykki: Prjónið A.5, A.2, A.3 og endið með endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 209 lykkjur (meðtalinn allur uppsláttur). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, aukið út á ermum í hverri umferð frá réttu alls 39 sinnum. Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið þannig – frá réttu: Vinstra framstykki: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1, A.2 yfir 28 lykkjur, A.7. Vinstri ermi: Haldið áfram í sléttprjóni og aukið út í annarri hverri umferð eins og áður. Bakstykki: Prjónið A.6, A.2 yfir98 lykkjur, A.7. Hægri ermi: Haldið áfram í sléttprjóni og aukið út í annarri hverri umferð eins og áður. Hægra framstykki: Prjónið A.6, A.2 yfir 28 lykkjur, A.3 og endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm frá prjónamerki eftir kanti í hálsmáli mitt að framan – endið þannig að síðasta umferðin sé prjónuð frá réttu. Þegar útaukning fyrir ermar hefur verið gerð til loka eru 349-361-409-425-465-501 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Haldið áfram með kant að framan og mynstur eins og áður yfir fyrstu 57-57-64-64-71-78 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 68-74-84-92-98-102 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 13 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), haldið áfram með mynstur eins og áður yfir næstu 99-99-113-113-127-141 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 68-74-84-92-98-102 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 13 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), haldið áfram með mynstur eins og áður yfir síðustu 57-57-64-64-71-78 lykkjur (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 239-239-267-267-295-323 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (haldið áfram í réttri umferð í mynsturteikningu): STÆRÐ S-M-XXL: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1, A.2 yfir 182-182-238 lykkjur, A.3 og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. STÆRÐL-XL-XXXL: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.6, A.2 yfir 224-224-280 lykkjur (= 12 sinnum á breidd), A.7 og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 24-24-25-25-25-25 cm frá skiptingu – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð frá réttu þar sem aukið er út um 24-24-26-26-30-32 lykkjur jafnt yfir = 263-263-293-293-325-355 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá röngu: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkjur brugðið, 1 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið stroff svona í 3 cm. Fellið af. ERMI: Setjið 68-74-84-92-98-102 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 3, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 13 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 81-87-97-105-111-115 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkju undir ermi og byrjið umferð hér. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-3½-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 8-9-12-14-15-15 sinnum = 65-69-73-77-81-85 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 37-36-35-34-32-30 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 1 lykkju = 66-70-74-78-82-86 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið stroff í 3 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 40-39-38-37-35-33 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #queenbeecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.