Charlaine skrifaði:
Ronde des fleurs
02.02.2022 - 13:46
Mette skrifaði:
Tulip Tango
19.01.2022 - 22:16
Hannah skrifaði:
Holland Jumper
19.01.2022 - 07:54
Isolde skrifaði:
Power of Spring
18.01.2022 - 09:49
Linda Tvedt skrifaði:
Vår og sommerlig
17.01.2022 - 14:36
Christine Finegan skrifaði:
Tulip fields
17.01.2022 - 14:26
Fanny skrifaði:
Tulpankrans
17.01.2022 - 00:19
Lena skrifaði:
Den ser bedårende ud, som en smuk sommer have
16.01.2022 - 22:36
Bodil skrifaði:
Tulip field
16.01.2022 - 11:13
Alexa skrifaði:
Raster Melody
15.01.2022 - 11:05
Spring Parade#springparadesweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, blómum / þjóðlegu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-8 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 99 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 33) = 3. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 99-102-108-111-120-123 lykkjur á hringprjón 3 með litnum einhyrningur í DROPS Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir í litinn hvítur. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur. Þegar stroffið mælist 3 cm, setjið 1 merki í byrjun á umferð, berustykkið er nú mælt frá þessu merki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 33-42-36-45-48-57 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 132-144-144-156-168-180 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið A.1 alls 11-12-12-13-14-15 sinnum á breiddina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Aukið nú út jafnt yfir í mynstri við hverja ör þannig: Ör 1: aukið út um 36-36-48-36-48-48 lykkjur = 168-180-192-192-216-228 lykkjur. A.1 er prjónað 14-15-16-16-18-19 sinnum á breiddina. Ör 2: aukið út um 36-36-36-36-48-48 lykkjur = 204-216-228-228-264-276 lykkjur. A.1 er prjónað 17-18-19-19-22-23 sinnum á breiddina. Ör 3: aukið út um 36-36-36-36-36-48 lykkjur = 240-252-264-264-300-324 lykkjur. A.1 er prjónað 20-21-22-22-25-27 sinnum á breiddina. Ör 4: aukið út um 24-36-36-36-36-36 lykkjur = 264-288-300-300-336-360 lykkjur. A.1 er prjónað 22-24-25-25-28-30 sinnum á breiddina. Ör 5: aukið út um 24-24-36-36-36-36 lykkjur = 288-312-336-336-372-396 lykkjur. A.1 er prjónað 24-26-28-28-31-33 sinnum á breiddina. Ör 6: aukið út um 0-12-36-36-24-24 lykkjur = 288-324-372-372-396-420 lykkjur. A.1 er prjónað 24-27-31-31-33-35 sinnum á breiddina. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, mælist stykkið ca 23 cm frá merki. Prjónið nú mynstur JAFNFRAMT skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, lestu allan næsta kafla áður en þú prjónar áfram! MYNSTUR: Prjónið A.2 alls 24-27-31-31-33-35 sinnum á breiddina. Aukið út jafnt yfir í síðustu útauknings umferð þannig: Ör 7: Aukið út um 0-0-0-0-12-12 lykkjur = 288-324-372-372-408-432 lykkjur. A.2 er prjónað 24-27-31-31-34-36 sinnum á breiddina. SKIPTING: Þegar stykkið mælist 23-23-24-26-28-30 cm frá merki í hálsmáli, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 42-48-54-54-60-66 lykkjur, setjið næstu 60-66-78-78-84-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-12-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 84-96-108-108-120-132 lykkjur, setjið næstu 60-66-78-78-84-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-12-12-12 lykkjur undir ermi og prjónið 42-48-54-54-60-66 lykkjur. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 180-204-228-240-264-288 lykkjur. Prjónið A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið fyrstu 0-0-0-16-16-16 umferðir af A.2 einu sinni til viðbótar. Prjónið nú stykkið með litnum hvítur og sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 20-22-23-23-23-23 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 6-6-6-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 186-210-234-252-276-300 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið þar til stroffið mælist 5 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm, mælt frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-66-78-78-84-84 lykkjur af þræði í annarri hlið á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-12-12-12 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 66-72-84-90-96-96 lykkjur. Setjið 1 merki mitt í nýjar lykkjur undir ermi. Prjónið nú mynstur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað, lestu allan kaflann áður en þú prjónar áfram! MYNSTUR: Prjónið A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið fyrstu 0-0-0-16-16-16 umferðir með A.2 einu sinni til viðbótar. Prjónið nú ermina með litnum hvítur og sléttprjóni. ÚRTAKA: Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-2½-1½-1½-1-1 cm millibili alls 8-10-15-17-19-18 sinnum = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist ca 34-34-34-32-30-29 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-2-3-1-2-0 lykkjur jafnt yfir = 54-54-57-57-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3, prjónið stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #springparadesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.