Maddalena De Marchi skrifaði:
Buongiorno,gentilmente c’è un video per capire il punto nocciolina?Sono una principiante.Grazie e buona giornata.
07.01.2025 - 09:50DROPS Design svaraði:
Buonasera Maddalena, provi a vedere se questo video le può essere di aiuto. Buon lavoro!
19.01.2025 - 15:27
Heidi skrifaði:
Maskeantallet stemmer ikke på forstykket når jeg skal sette av masker til hals. Hva er riktig antall?
05.06.2024 - 20:11DROPS Design svaraði:
Hei Heidi. Vi skal hjelpe deg så godt vi kan, men fint om du kan opplyse hvilken str. du strikker. Sjekk at du har felt riktig i den str. du strikker etter. Etter fellinge til ermhull skal du ha 69-77-81-85-87-91 masker, så settes 19 masker på 1 tråd (= hals) = 50-58-62-66-68-72 masker (= 25-29-31-33-34-36 masker tilbake på hver skulder). Hvilket maskaantall har du? mvh DROPS Design
10.06.2024 - 08:52
Concetta La Scala skrifaði:
Come si lavora con 2 filati , alternandosi con con i filati?Prima una maglia con un filo e poi la 2 con l'altro filo e via di seguito. Grazie
08.03.2024 - 16:51DROPS Design svaraði:
Buonasera Concetta, deve lavorare con entrambi i filati. Buon lavoro!
09.03.2024 - 17:06
Rita skrifaði:
Kan ik voor dit patroon alpaca silk brushed (Color14 al in bezit)gebruiken in combinatie met Flora 14 ijsblauw
17.12.2023 - 18:59DROPS Design svaraði:
Dag Rita,
In het patroon worden 2 draden van garencategorie A gebruikt. Dit komt ongeveer overeen met de dikte van garens uit garencategorie C. Als je alleen Brushed Alpaca Silk gebruikt komt de stekenhouding wel ongeveer overeen, maar als je er nog een draad van categorie A bij neemt, komt het niet meer overeen.
P.s.: met de garenvervanger kun je ook een vervangend garen berekenen. Hiervan vindt je een link onderaan de materialenlijst bij ieder patroon.
20.12.2023 - 19:26
DEVOT JOSIANE skrifaði:
Bonjour. Pouvez vous me faire parvenir un tuto explicatif pour ce modèle afin de tricoter la nope avec les mailles à deux rangs dessous et jeté, soit sur 7 mailles (4 mailles et 3 jetés) Avec mes remerciements. Cordialement
23.10.2023 - 17:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Devot, au lieu de piquer l'aiguille dans la maille suivante sur l'aiguille gauche (vous la tricoterez à la fin), *piquez l'aiguille droite 2 rangs sous cette maille, faites 1 jeté sur l'aiguille droite et ramener le fil, cette maille doit faire environ 2 cm, faites 1 jeté*, puis recommencez de *-* jusqu'à ce qu'il y ait un total de 4 mailles et 3 jetés = 7 mailles au total- avec l'aiguille gauche, reprenez ces 7 mailles (à partir de la dernière tricotée), puis tricotez les ensemble à l'endroit avec la maille suivante sur l'aiguille gauche (celle au-dessus de là où vous avez piqué votre aiguille). Bon tricot!
24.10.2023 - 08:57
Aline Deschesnes skrifaði:
J ai de la difficulté a comprendre l'emmanchure. J aimerai avoir plus explication ou un vidéo merci
30.11.2022 - 13:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Deschesnes , pour l'emmanchure dos/devant, vous devez rabattre de chaque côté tous les 2 rangs: fois 3-3-3-5-5-7 mailles, 0-0-0-1-2-3 fois 2 mailles et 1-1-2-2-2-2 fois 1 maille soit un nombre différent de mailles et de fois en fonction de votre taille, pensez à bien rabattre le même nombre de mailles à chaque fois en début de rang sur l'endroit et en début de rang sur l'envers. N'hésitez pas à nous indiquer votre taille si besoin. Bon tricot!
30.11.2022 - 17:00
Sofia skrifaði:
Finn det någon instruktionsvideo för den här typen av musch där man ska hämta upp tråd från varv nedanför?
08.05.2022 - 09:34
Caroline skrifaði:
Bonjour, je peine à faire les nopes dans ce modèle. Il ne s’agit pas de la même façon de faire que dans le tutoriel de nopes joint aux explications. Serait-il possible d’avoir une vidéo pour ce type de nopes s’il-vous-plaît ? Merci d’avance. Caroline
28.02.2022 - 21:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Caroline, cette vidéo montre ce type de nope pour un autre modèle, la seule différence est qu'ici vous allez piquer l'aiguille 2 rangs plus bas et non 6 rangs plus bas comme dans la vidéo, le reste de la nope se fait de la même façon - cf time code 01:33. Bon tricot!
01.03.2022 - 09:56
Kiya Stangbye Thorberg skrifaði:
Flora 22 hedder Tåge og ikke Kridt. Plus Kid-Silk 40 Perlerosa virker for varm ift. den kolde farve i viser på billedet. Kan der være skrevet forkert og der er brugt Kid-Silk 04 Rosa med Flora Tåge? Hilsen Kiya Thprberg
15.02.2022 - 06:06DROPS Design svaraði:
Hej Kiya, Tak for info, nu stemmer det, den er strikket i DROPS Flora 22 hvid tåge og DROPS Kid-Silk 40 perlerosa
15.02.2022 - 09:04
Marion skrifaði:
Als ik het patroon lees begrijp ik niet dat je een rondbreinaald moet gebruiken voor het aparte achter en voorpand …. dan krijg je rond achter- en voor pand? Kunnen mij vertellen hoe ik dat moet zien ?
08.02.2022 - 21:38DROPS Design svaraði:
Dag Marion,
Vanwege het grote aantal steken wordt een rondbreinaald geadviseerd omdat de steken dan beter op de naald passen (met name bij de grotere maten), maar je kunt de panden inderdaad ook op rechte naalden breien.
11.02.2022 - 14:30
Heart Catcher#heartcatchersweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Flora og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með gatamynstri og kúlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 231-4 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermi): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við 2 lykkjur í hvorri hlið á stykki (2 lykkjur fleiri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum, neðan frá og upp og er saumað saman í lokin. Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 90-98-110-122-130-142 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fækkið um 13-13-19-19-21-21 lykkjur jafnt yfir = 77-85-91-103-109-121 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 6-1-4-1-4-1 lykkjur sléttprjón, A.1 alls 3-4-4-5-5-6 sinnum á breiddina, A.2, 6-1-4-1-4-1 lykkjur sléttprjón og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur á hæðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið lykkjur af fyrir handvegi í hlið í byrjun á hverri umferð þannig (haldið áfram með mynstur þar sem heilt gatamynstur / kúlumynstur gengur jafnt upp á breiddina, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni): Fellið af 3-3-3-5-5-7 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 0-0-0-1-2-3 sinnum og 1 lykkja 1-1-2-2-2-2 sinnum = 69-77-81-85-87-91 lykkjur. Haldið áfram með mynstur yfir lykkjur sem ganga jafnt upp í heilu gatamynstri / kúlumynstri á breiddina, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 46-48-48-50-52-54 cm (stillið af þannig að næsta umferð sé umferð í sléttprjóni frá réttu), fellið af miðju 27-27-29-29-31-31 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig (21-25-26-28-28-30 lykkjur eftir á hvorri öxl). Haldið áfram með mynstur yfir lykkjur sem ganga jafnt upp í heilu gatamynstri / kúlumynstri á breiddina, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT er fellt af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 1 lykkju 2 sinnum = 19-23-24-26-26-28 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram fram og til baka eins og áður þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og bakstykki þar til stykkið mælist ca 42-44-44-46-46-48 cm (stillið af að næsta umferð sé umferð í sléttprjóni frá réttu). Setjið nú miðju 19 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig (25-29-31-33-34-36 lykkjur eftir á hvorri öxl). Haldið áfram með mynstur yfir lykkjur sem ganga jafnt upp í heilu gatamynstri / kúlumynstri á breiddina, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni og 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT er fellt af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 2-2-3-3-4-4 sinnum = 19-23-24-26-26-28 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram fram og til baka eins og áður þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 50-54-54-58-62-62 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Í fyrstu umferð er fækkað um 8-10-8-10-10-8 lykkjur jafnt yfir = 42-44-46-48-52-54 lykkjur. Þegar ermin mælist 12 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING! Aukið svona út með 5½-5-4½-4-3-2½ cm millibili alls 6-7-8-8-9-11 sinnum = 54-58-62-64-70-76 lykkjur. Þegar ermin mælist 46-46-45-43-43-41 cm, fellið af lykkjur fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 4 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 3 sinnum, 1 lykkju 2 sinnum, síðan eru felldar af 2 lykkjur þar til stykkið mælist 51 cm, fellið síðan af 3 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í og saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. KANTUR Í HÁLSMÁLI. Prjónið upp ca 74 til 92 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði) frá réttu, innan við 1 kantlykkju með stuttan hringprjón 4. Lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar kantur í hálsmáli mælist 2½ cm, prjónið kant fyrir uppábrot þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Fellið af þegar kantur í hálsmáli mælist 2 cm frá uppábroti. Saumið kant í hálsmáli niður að röngu á peysu. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #heartcatchersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.