Nadine skrifaði:
Bonjour, Comment faire une réhausse dans le dos pour ce pull, nombre de mailles, etc... merci d’avance pour votre réponse
26.04.2025 - 11:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Nadine, vous pouvez toujours tricoter des rangs raccourcis pour former une réhausse dos si vous le souhaitez, cette vidéo par exemple pourra probablement vous aider. Bon tricot!
28.04.2025 - 07:48
Camilla skrifaði:
Hvorfor står det legg opp på settpinner når genseren (uten splitt) skal strikkes rundt?
12.04.2025 - 15:34DROPS Design svaraði:
Hei Camilla, Antall masker er for få til å kunne bruke rundpinne mens du strikker halsen uten splitt. Når du har økt nok masker på bærestykke, kan du bytte til rundpinne. God påske!
13.04.2025 - 17:56
Mira skrifaði:
Ich habe den Knoten gelöst ^^ Ich habe nicht die Maschen Markiert sondern zwischen den Maschen Markiert. Die Lösung kam mit als ich die raglanzunahme nochmal durchgelesen habe. Man muss wirklich gut zuhören bei den Anleitungen ^^
08.04.2025 - 13:17
Mira skrifaði:
Ich hab einen Knoten im Kopf... bei mir bleiben nachdem ich 86 Maschen auf der nadel habe wenn ich die Markierer verteile am ende 4 Maschen übrig. Ich finde meinen Fehler einfach nicht und stehe gerade auf dem Schlauch ^^
08.04.2025 - 12:20DROPS Design svaraði:
Liebe Mira, beachten Sie, daß die Markierer jeweils in einer Masche (und nicht zwischen Maschen) eingesetzt werden, daher kommen sicher die 4 fehlende Maschen. Viel Spaß beim Stricken!
08.04.2025 - 14:55
Paula skrifaði:
Hola! Tengo una duda, si al llegar a los 240p con los aumentos, el canesú no llega a medir 13cm sino que mide 11, debo continuar sin aumentos antes de separar las mangas o es mejor separar y luego continuar hasta los 13cm? Gracias!
23.03.2025 - 17:47DROPS Design svaraði:
Hola Paula, sí tienes los puntos suficientes pero no el largo necesario (13 cm), comprueba que la prenda tenga el ancho correcto (31cm) y que no haya variado la tensión. Si tiene el ancho correcto, puedes trabajar sin aumentos hasta alcanzar los 13cm; si no, tienes que aumentar hasta alcanzar el ancho correcto y adaptar el resto del patrón al nuevo número de puntos.
23.03.2025 - 19:58
Marianne Madsen skrifaði:
Hej Strikkes slidsen bag på i retstrikning hele vejen ned, til den slutter? På forhånd tak. Vh. Marianne Madsen
14.02.2025 - 12:08DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, ja det gør de :)
18.02.2025 - 10:12
Kathrine Sellevoll skrifaði:
Hei! Jeg har strikket ferdig genseren, men ser at barnet ikke får genseren over hodet da linningen er for trang. Resten ser ut til å passe. Kan jeg hente opp maskene med sikring og strikke en ny vrangbord nedenfra og opp eller går ikke det? I såfall hva anbefaler dere å gjøre? Mvh Kathrine
13.02.2025 - 05:00DROPS Design svaraði:
Hej Kathrine, ja det kan du gøre. Se her hvordan du kan forlænge: Hvordan forlenge strikket erme/bol eller Hvordan rekke opp....
18.02.2025 - 09:25
Sheliak skrifaði:
Bonjour Je dois bien faire un échantillon en rond pour ce modèle ? Merci
06.12.2024 - 18:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Sheliak, si votre tension est différente lorsque vous tricotez en rond ou lorsque vous tricotez en allers et retours alors oui mieux vaut tricoter votre échantillon en rond. Bon tricot!
09.12.2024 - 07:47
JC skrifaði:
Rosy Cheeks Sweater: I saved this pattern twice by mistake but for some reason it just won't delete when I try to bin it? Can this please be resolved? Thanks
20.11.2024 - 10:47DROPS Design svaraði:
Dear JC, do you mean save as in Save in your computer or as to favourite a pattern? If you saved it as favourite, you should click on the bin symbol at the top right corner of the photo in your "My Favourites" section. Then refresh the page and the pattern should be removed from your "Favourites". If you mean saving it into your computer as a PDF, then the problem may be in the computer or browser. Happy knitting!
24.11.2024 - 18:05
Kasia skrifaði:
Dzień dobry. Jestem na etapie raglanu. Według instrukcji "dodawać oczka po prawej i lewej stronie znacznika CO DWA OKRĄŻENIA". Czy to znaczy, że 1. rząd dodaję oczka, 2 rząd przerabiam normalnie na prawo, 3 rząd dodaję oczka? Czy 2 rząd na prawo, 3 rząd na prawo, 4 dodaję (pozostawiając dwa okrążenia między zwiększeniami)?
24.10.2024 - 01:18DROPS Design svaraði:
Witaj Kasiu, co 2 okrążenia oznacza, że w jednym okrążeniu dodajesz oczka, a w drugim nie, i tak na zmianę. Pozdrawiamy!
24.10.2024 - 10:55
Rosy Cheeks Sweater#rosycheekssweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu. Stærð 0 – 4 ára.
DROPS Baby 42-3 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Prjónið að lykkju með prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkju með prjónamerki slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið svona út við hvert prjónamerki (alls 8 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, það eiga ekki að myndast göt. Útauknar lykkjur eru síðan prjónaðar í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). HNAPPAGAT (ef prjónað er op/klauf að mitt að aftan): Fellið af fyrir hnappagötum í kanti að aftan (séð frá réttu þegar prjónað er ofan frá). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist ca 1½ cm. Fellið síðan af fyrir 0-0-1-1 (1-1) hnappagötum þegar stykkið mælist ca 4 cm frá fyrra hnappagati. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ef prjónað er op/klauf mitt að aftan er fyrst prjónað fram og til baka, áður en stykkið er sett saman og prjónað er í hring. Berustykkið skiptist fyrir ermar og fram og bakstykki. Fram- og bakstykki heldur áfram í hring. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. PEYSA EKKI MEÐ OPI/KLAUF MITT AÐ AFTAN: Ef þú vilt hafa op/klauf mitt að aftan lestu þá útskýringu hér að neðan. Fitjið upp 64-68-74-78 (82-88) lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með DROPS Safran. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 2 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan), berustykkið er mælt frá þessu prjónamerki! Prjónið 1 umferð slétt og aukið út 8-12-6-14 (14-16) lykkjur jafnt yfir = 72-80-80-92 (96-104) lykkjur. Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, þannig: Teljið 11-13-13-16 (17-19) lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 12 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 22-26-26-32 (34-38) lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 12 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, nú eru eftir 11-13-13-16 (17-19) lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón. Í fyrstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá LASKALÍNA! Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 12-14-16-17 (18-19) sinnum = 168-192-208-228 (240-256) lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið áfram eins og útskýrt er að neðan undir PEYSA. PEYSA MEÐ OPI/KLAUF MITT AÐ AFTAN: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan, niður að þangað til opið/klaufin hefur verið prjónuð til loka, síðan er prjónað áfram í hring. Fitjið upp 71-75-81-85 (89-95) lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS Safran. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 6 lykkjur GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í kanti að aftan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið mælist 2 cm, skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki innan við 6 lykkjur í byrjun á umferð, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út um 7-11-5-13 (13-15) lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kantlykkjur að framan) = 78-86-86-98 (102-110) lykkjur. Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, þannig: Teljið 14-16-16-19 (20-22) lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 12 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 22-26-26-32 (34-38) lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 12 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, nú eru eftir 14-16-16-19 (20-22) lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið. Í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá LASKALÍNA! Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 12-14-16-17 (18-19) sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4-4-5-6 (6-6) cm, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Fellið af 6 fyrstu lykkjur, prjónið síðan eins og áður út umferðina. Prjónið nú áfram hringinn í sléttprjóni og útaukning fyrir laskalínu heldur áfram í annarri hverri umferð. Þegar öll útaukning fyrir laskalínu hefur verið gerð til loka eru 168-192-208-228 (240-256) lykkjur í umferð. Færið umferðina til þannig að umferðin byrjar mitt að aftan. Prjónið síðan eins og útskýrt er undir PEYSA. PEYSA: Þegar stykkið mælist 9-10-11-12 (13-14) cm frá prjónamerki, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 23-27-29-32 (34-37) lykkjur slétt, setjið næstu 38-42-46-50 (52-54) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 lykkjur undir ermi, 46-54-58-64 (68-74) lykkjur slétt, setjið næstu 38-42-46-50 (52-54) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 lykkjur undir ermi, 23-27-29-32 (34-37) lykkjur slétt. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 104-120-128-140 (148-160) lykkjur. Haldið áfram fram hringinn í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 10-13-14-16 (18-21) cm frá skiptingu, aukið út um 12-12-14-14 (16-18) lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = 116-132-142-154 (164-178) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir allar lykkjur í 3 cm. Fellið aðeins laust af. ERMI: Setjið 38-42-46-50 (52-54) lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 44-48-52-56 (58-60) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6 lykkja undir ermi. Byrjið umferð hér. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 1 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með 2½-2½-1½-2 (2-3) cm millibili alls 3-4-6-7 (7-7) sinnum = 38-40-40-42 (44-46) lykkjur. Þegar stykkið mælist 8-11-12-15 (18-23) cm frá skiptingu, aukið út um 4-4-4-4 (6-6) lykkjur jafnt yfir = 42-44-44-46 (50-52) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 2 cm. Fellið laust af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Ef prjónað hefur verið op/klauf mitt að aftan eru tölur saumaðar í kant að aftan sem er án hnappagat. Leggið kantinn með tölum undir kant með hnappagötum og saumið saman neðst niðri. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rosycheekssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 42-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.