Amila skrifaði:
I beskrivningen står det: Sticka slätstickning och öka till raglan på vartannat varv till det har ökats totalt 18-19-20-22-23-24 gånger på höjden. Sticka till arbetet mäter 14-15-16-17-18-19 cm från efter halskanten. Betyder det att efter att man ökat till raglan på vartannat varv till angivet antal på höjden, ska man sedan fortsätta med enbart slätstickning utan att öka till raglan fram tills plagget delas på fram- och bakstycke?
20.04.2023 - 22:38DROPS Design svaraði:
Hei Amila Ja, det stemmer. Litt avhengig av hvilken str. man strikker, er det bare snakk om noen omganger, til du har det riktige målet. mvh DROPS Design
24.04.2023 - 13:34
Vivian skrifaði:
Hei, Kan denne genseren strikkes i kid silk? Hvis ja, skal det brukes enkel eller dobbel tråd? Takk for hjelpen!
20.03.2022 - 22:14DROPS Design svaraði:
Hei Vibian, Du kan gjerne bruke Kid Silk, siden det tilhører samme garngruppe som Baby Merino. Da bruker du enkel tråd og følger mønsteret som beskrevet. Vi anbefaler alltid å lage en strikkelapp før du begynner for å sjekke strikkefastheten din og justere pinnenr. hvis nødvendig. God fornøyelse!
21.03.2022 - 07:04
Ola Elsesy skrifaði:
Thank u 4 this nice pattern , l want know whate the number of stitches that l cast on ander sleeves on sleeves and th body debended on ??
29.12.2021 - 13:39DROPS Design svaraði:
Dear Ola, it depends on the size and the gauge and the yarns used. Happy knitting!
31.12.2021 - 20:24
Blue Stream#bluestreamsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð 2-12 ára.
DROPS Children 41-15 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 88 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 5,5. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. og 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 4 prjónamerki í umferð þannig (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar, síðan er fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-92-96-100-104-108 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með DROPS Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 104-108-112-116-120-124 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = mitt að aftan, látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Setjið síðan 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 19-20-21-22-23-24 lykkjur, setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (= ermi), setjið næsta prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 38-40-42-44-46-48 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 19-20-21-22-23-24 lykkjur fram að prjónamerki á bakstykki. Prjónið sléttprjón og byrjið útaukningu fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 18-19-20-22-23-24 sinnum á hæðina = 248-260-272-292-304-316 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 cm frá eftir kanti í hálsmáli. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá prjónamerki þannig: Prjónið yfir fyrstu 35-38-40-43-45-47 lykkjur í sléttprjóni (= hálft bakstykki), setjið næstu 54-54-56-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 70-76-80-86-90-94 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 54-54-56-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 35-38-40-43-45-47 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 152-164-172-184-192-200 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 16-19-22-24-27-30 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 164-176-184-196-204-212 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Peysan mælist ca 36-40-44-48-52-56 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 54-54-56-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 60-60-62-66-68-70 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6 nýjar lykkjur. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með ca 2-2½-3-3½-4-4½ cm millibili alls 8 sinnum á hæðina í öllum stærðum = 44-44-46-50-52-54 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist ca 20-24-27-31-34-38 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-8-6-6-4-6 lykkjur jafnt yfir = 48-52-52-56-56-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Ermin mælist ca 23-27-30-35-38-42 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluestreamsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 41-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.