Aggie skrifaði:
I think there is a mistake in the sleeves section. For sizes S and M, it says to decrease 2 stitches 4 times every 8 cm, which gives a total decreasing length of 32 cm . However, then it says to work without decreases until the sleeve measures 29/28 cm from division.
15.01.2022 - 18:25DROPS Design svaraði:
Dear Aggie, it's 4 times in total. The first decrease is when it measures 2 cm, so you only need to work each 8 cm 3 more times. So that's 26 cm. After that, you work 3/ 2 more cm without decreases, until 29 cm. Happy knitting!
17.01.2022 - 00:41
Marina skrifaði:
Moet ik bij een totale hoogte van 5 cm meerderen of na 10 cm vanaf de eerste naald? Op tekening lijkt het 5, maar in de beschrijving denk ik 10.
13.01.2022 - 13:56DROPS Design svaraði:
Dag Marina,
Je meerdert vanaf een hoogte van 5 cm vanaf de markeerdraad. (Bij de halsrand heb je een markeerdraad ingevoegd.) Vanaf de opzet is het dus 10 cm.
13.01.2022 - 18:59
Sam skrifaði:
I've gotten to the part right before the vents but I don't want vents and I wasn't sure how to go on without making them. Would I just continue knitting, or would I have to increase? I'm making the size XL. Any help would be appreciated!
03.01.2022 - 05:32DROPS Design svaraði:
Dear Sam, increase the number of sts stated for each piece: back piece and each front piece and work then with 5 sts in garter stitch on each side with rib K1, P1 ending with K1 before the front band sts at the end of row from RS. Happy knitting!
03.01.2022 - 13:07
Pauline skrifaði:
Hi it looks to be a lovely simple pattern and the wool makes it look all the more luxurious but as I've never used Melody before 300g for my size seems to be a lot less than I would normally expect to knit a cardigan on 8mm needles is this correct?
07.12.2021 - 22:57DROPS Design svaraði:
Dear Pauline, if you get the correct tension as stated in the pattern (12 sts x 14 rows stocking stitch = 10 x 10 cm), then you should need 300 g DROPS Melody in size M and L. Happy knitting!
08.12.2021 - 07:59
Vibe Eriksen skrifaði:
Hej. Jeg er gået i gang med at strikke Rhythmic Rain Jacket og er nået ril glatstrikning under bærestykkets ribstykke. Jeg synes, der er meget stor forskel på fastheden i strikket på de to områder, fordi den skifter mellem pind 6 og pind 8. Ribstykke ser også meget lille ud i forhold til størrelsen og sidder stramt over skuldrene. (Min strikkefasthed passer med det angivne). Hvorfor har I valgt at tage så stort et spring fra pind 6 til 8?? Mvh Vibe Eriksen
29.11.2021 - 21:15DROPS Design svaraði:
Hei Vibe. Denne jakken har en slik design at det er valgt å ha en strikkefasthet på 12 masker i bredden og 14 pinner i høyden med glattstrikk på pinne 8. Mens det øverst på bærestykket ("vrangbord") er det valgt å strikkes med en mindre pinne. Da sitter den fint over skuldrene, mens den har et litt "oversize" preg over resten av jakken. mvh DROPS Design
30.11.2021 - 10:41
Minodora skrifaði:
How many each 50 g is necessery for a pull size xl? Thanks
16.11.2021 - 21:14DROPS Design svaraði:
Dear Minodora, you will find the total amount of yarn required under the header, in other words you need here 350 g DROPS Melody/50 g a ball = 7 balls Melody to work this jacket in XL - try our yarn converter to see other alternatives if you lilke to, and read more about alternatives here. Happy knitting!
17.11.2021 - 07:47
Annie skrifaði:
Bonjour, Pouvez vous me confirmer que l’échantillon en jersey (10x10cm) qui donne 12 mailles en largeur et 14 rangs en hauteur, est bien réalisé avec des aiguilles n°8. Merci d’avance.
10.10.2021 - 16:56DROPS Design svaraði:
Bonjour Annie, l'échantillon de ce modèle est bien de 12 mailles x 14 rangs jersey = 10 x 10 cm, avec les aiguilles 8 ou celles qui vous seront nécessaires pour obtenir ces mesures - retrouvez ici plus d'infos sur l'échantillon. Bon tricot!
11.10.2021 - 07:49
Donatella skrifaði:
Buongiorno! È possibile eseguire un'alzata sulla scollatura dietro? Se si, in che punto della lavorazione?
24.09.2021 - 07:51DROPS Design svaraði:
Buonasera Donatella, può apportare le modifiche che desidera al modello: può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia per un'assistenza più personalizzata. Buon lavoro!
26.09.2021 - 20:59
Inke Jörgensen skrifaði:
Very beautiful!
24.08.2021 - 21:20
Susanne skrifaði:
Can‘t wait for the pattern
13.08.2021 - 18:38
Rhythmic Rain Jacket#rhythmicrainjacket |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, köntum í stroffprjóni og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 228-41 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 142 lykkjur) og dragið frá kant að framan (= 10 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 11) = 12. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 12. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-7-7 næstu hnappagötum með ca 9-9-8-8-8-8 cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka frá miðju að framan, ofan frá og niður. Lykkjur eru fyrst auknar út í stroffi á eftir kant í hálsmáli, síðan eru lykkjur auknar út í sléttprjóni. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 71-73-75-79-85-87 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið) á hringprjón 6 með DROPS Melody. Prjónið 1 umferð brugðið. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 6 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Fellið síðan af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið stroff í 5 cm. Setjið 1 prjónamerki innan við 5 kantlykkjur að framan, stykkið er nú mælt héðan. BERUSTYKKI: Haldið áfram í stroffprjóni og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 5 cm frá prjónamerki er aukið út þannig: Aukið út um 1 lykkju í öllum brugðnu einingum, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn í byrjun á öllum brugðnu einingum = 101-104-107-113-122-125 lykkjur. Haldið svona áfram – frá röngu: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í fyrstu umferð svo ekki myndist gat. Þegar stykkið mælist 10 cm frá prjónamerki, aukið út um 1 lykkju í öllum brugðnu einingum, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn í lokin á öllum brugðnu einingum = 131-135-139-147-159-163 lykkjur. Prjónið síðan þannig – frá röngu: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í fyrstu umferð svo ekki myndist gat. Haldið áfram þar til stykkið mælist 13 cm frá prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 11-19-21-23-25-31 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 142-154-160-170-184-194 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 15 cm frá prjónamerki, aukið út um 10 lykkjur jafnt yfir. Aukið svona út með 2½-3-2½- 2½-2-2 cm millibili alls 4-4-5-6-7-8 sinnum = 182-194-210-230-254-274 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni yfir kanta að framan þar til stykkið mælist ca 25-27-28-30-32-34 cm frá prjónamerki. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar í næstu umferð þannig: Prjónið 30-32-34-37-41-45 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 36-38-42-46-50-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 50-54-58-64-72-80 lykkjur slétt (= bakstykki), setjið næstu 36-38-42-46-50-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 30-32-34-37-41-45 lykkjur slétt sem eftir eru (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 122-130-138-150-166-182 lykkjur. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Prjónið þar til stykkið mælist 13-13-14-14-14-14 cm frá skiptingu, stillið af að síðasta umferð sé frá röngu (eða óskaðri lengd, nú eru eftir ca 16 cm að loka máli). Nú skiptist stykkið og það er prjónað til loka í hlutum þannig að það myndist klauf í hvorri hlið. Setjið fyrstu og síðustu 33-35-37-40-44-48 lykkjur á þráð = 56-60-64-70-78-86 lykkjur á prjóni (= bakstykki). BAKSTYKKI: Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem auknar er út 23-25-25-27-31-33 lykkjur jafnt yfir = 79-85-89-97-109-119 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6 og prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: 2 lykkjur í garðaprjón, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið og 2 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið stroff svona í 16 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur frá vinstra framstykki á prjóninn (= 33-35-37-40-44-48 lykkjur). Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 11-11-13-14-16-16 lykkjur jafnt yfir = 44-46-50-54-60-64 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6 og prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: 2 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið stroff svona í 16 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. HÆGRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur frá hægra framstykki á prjóninn (= 33-35-37-40-44-48 lykkjur). Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 11-11-13-14-16-16 lykkjur jafnt yfir = 44-46-50-54-60-64 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6 og prjónið næstu umferð þannig – frá röngu og mitt að framan: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið og 2 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið stroff svona í 16 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Peysan mælist 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 36-38-42-46-50-52 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 8 og prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 42-44-48-52-56-58 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-8-4½-3½-2½-2½ cm millibili alls 4-4-6-7-8-8 sinnum = 34-36-36-38-40-42 lykkjur. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist 29-28-27-26-23-22 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 12 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út um 6 lykkjur jafnt yfir = 40-42-42-44-46-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 12 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 41-40-39-38-35-34 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rhythmicrainjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 228-41
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.