Lilian skrifaði:
Bliver den højere i nakken end foran i halsen
28.05.2022 - 10:30DROPS Design svaraði:
Hei Lilian. Denne modellen har ingen forhøyning bak, slik at det blir lik foran og bak. Ønsker du å ha den høyere bak enn foran, kan du fint strikke en forhøyning bak. mvh DROPS Design
30.05.2022 - 09:05
Lisbeth Sand skrifaði:
Vedr. Lucky Wish - Når jeg skal vælge størrelse, skal jeg kende brystmål for de enkelte størrelser. De mangler i opskriften! Send gerne svar til min mail. TAK
21.03.2022 - 08:42DROPS Design svaraði:
Hei Lisbeth. Om du ser på målskissen finner du alle målene til oppskriften. Siden det ikke er økninger/fellinger i sidene på gensren, er brystmålet det samme som det nederste målet. mvh DROPS Design
21.03.2022 - 14:23
Ensimmäistäkertaakaarrokkeella skrifaði:
En ymmärrä mitä tarkoitetaan "Jatka neulomalla mallineuletta piirroksen A.1 mukaisesti (= 16-17-19-20-21-23 kpl 6 silmukan mallikertaa)." Neulon kokoa L ja työssä on pääntien reunuksen jälkeen 114s ja lisäyksien jälkeen kun mallipiirros on neulottu, 304s eli lisätään 190s. Eli missä vaiheessa tehdään lisäykset? En siis osaa tulkita tuota mallipiirrosta A1.
07.03.2022 - 18:46DROPS Design svaraði:
Hei, lisäykset tehdään piirroksen A.1 mukaisesti. Kaikki lisäykset on merkitty piirrokseen mustalla ympyrällä.
04.05.2022 - 17:12
Annette Christensen skrifaði:
Hej jeg har strikket lucky Wish i str L, hvor der skulle bruges 350 g af hver farve, jeg lavede min i en farve, jeg bestilte 14 nøgler garn, jeg har kun brugt 12 nøgler garn, tænker at der er fejl i opskriften Mvh Annette
01.03.2022 - 20:14DROPS Design svaraði:
Hej Annette, Garnforbruget er beregnet for 2 farver, men tak for info, vi noterer det, hvis vi skulle få andre kommentarer om flere som har et helt nøgle tilovers i hver farve :)
02.03.2022 - 12:15
Jenny De Kort skrifaði:
Hoe moet ik a1 in het patroon lezen?
16.02.2022 - 14:52DROPS Design svaraði:
Dag Jenny,
Je vraag begrijp ik niet helemaal, maar als er in de beschrijving staat dat je A.1 moet breien, dan brei je inderdaad het telpatroon. Je leest het telpatroon van onder naar boven.
17.02.2022 - 10:22
Ingrid skrifaði:
Mijn man wil deze trui maar met een hogere (dubbele) kraag. Vermeerder ik zowel het stukje van 4 cm met bijvoorbeeld 3 cm alsook het volgende stuk met nogmaals 3 cm? Dus : 7 cm 2recht/3 averecht en daarna verminderd 2 recht/2 averecht tot totale hoogte 18 cm.
12.01.2022 - 17:21DROPS Design svaraði:
Dag Ingrid,
Je hoeft alleen het stukje van 4 cm te verlengen om de hals hoger (meer richting de kin) te maken.
13.01.2022 - 19:16
Katarina skrifaði:
Stickar tröjan Lucky Wish 224/21 och har nu börjat fundera på diagrammet. Är mittbak alltid längst till höger på diagrammet eller är det från maska 1 i rapporten och därifrån rakt ner? Lyckas inte riktigt klura ut det varken på tröjan eller diagrammet.
03.01.2022 - 20:22DROPS Design svaraði:
Hej Katarina, hvis du sætter 1 mærke i overgangen midt bagpå, og i hver overgang imellem diagrammerne, så vil du altid huske hver udtagning og du vil let kunne se hvor omgangen starter. God fornøjelse!
17.01.2022 - 14:32
Aletta Doppenberg skrifaði:
Dit wordt mijn volgende trui ( voor mijn vriend) de vraag is over het product alpaca. waar komt de wol vandaan en hoe wordt het dier geschoren. Kortom, hoe diervriendelijk wordt het dier gehouden? bedankt voor het antwoord.
29.09.2021 - 11:44DROPS Design svaraði:
Dag Aletta,
DROPS werkt samen met de grootste en serieuze producenten die diervriendelijkheid uiterst serieus nemen en de EU-regelgeving en wetten volgen.
30.09.2021 - 10:45
Lucky Wish#luckywishsweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr 2 þráðum DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli og hringlaga berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-21 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 80 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 5. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 100-105-110-115-120-130 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með 1 þræði í hvorum lit í DROPS Alpaca (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fækkið nú um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman = 80-84-88-92-96-104 lykkjur. Haldið áfram með stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið þar til stroffið mælist alls 12 cm. Síðar er kanturinn í hálsi brotinn niður tvöfaldur og við frágang þá mælist hann ca 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. BERUSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð mitt að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-18-26-28-30-34 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 96-102-114-120-126-138 lykkjur. Prjónið nú eftir mynsturteikningu A.1 (= 16-17-19-20-21-23 mynstureiningar með 6 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 256-272-304-320-336-368 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-0-0-4-8-0 lykkjur jafnt yfir = 256-272-304-324-344-368 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist ca 26-28-29-31-33-35 cm frá prjónamerki. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 38-40-44-49-53-58 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 52-56-64-64-66-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 76-80-88-98-106-116 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 52-56-64-64-66-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 38-40-44-49-53-58 lykkjur sem eftir eru slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 164-176-192-216-236-256 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 32-32-33-33-33-33 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 6 cm að loka máli). Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið stroff í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 68-70-72-74-76-78 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 52-56-64-64-66-68 lykkjur frá þræði í annarri hliðinni á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 6-8-8-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 58-64-72-74-78-80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-8-8-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 6-4-3-2½-2½-2½ cm millibili alls 6-8-11-11-12-12 sinnum = 46-48-50-52-54-56 lykkjur. Prjónið áfram án útaukninga þar til ermin mælist 39-38-37-36-34-32 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út um 2-4-2-4-2-4 lykkjur jafnt yfir = 48-52-52-56-56-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist ca 43-42-41-40-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi ekki stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #luckywishsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.