Le Dantec Louisa skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas très bien comment réaliser les côtes 2x2. Il est précisé de tricoter, entre autres, les diagrammes A1,A2,A3 après le 1er rang endroit mais, par exemple, pour A2 il faut tricoter 2 mailles ensemble au 3ème rang; Du coup, il me manquera une maille au rang suivant pour les côtes 2x2. Pouvez-vous me dire ce que je n'ai pas compris? Je vous remercie. Cordialement.
30.12.2021 - 18:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Louisa, dans les diagrammes A.2 et A.3 il faut répéter les 2 premiers 2 tours (voir la fin du 1er paragraphe de la partie DOS & DEVANT). Bon trciot!
30.12.2021 - 18:53
Katja Sprenger skrifaði:
Graag zou ik bovenstaande trui willen breien. Na de boord, als de steken zijn geminderd, heb je voor maat XL 310 steken over. Het lijf heeft een breedte van 62 cm, in het rond is dit dan 124 cm. Wordt het lijf dan niet veel te breed? Het proeflapje geeft aan 10 cm is 20 steken. Ik begrijp dat een kabelpatroon meer steken nodig heeft, maar 62 steken over het gehele lijf lijkt mij erg veel. Hoor graag, hartelijk dank.
22.12.2021 - 14:30DROPS Design svaraði:
Dag Katja,
Ja, dat klopt, dit is inderdaad het verschil in aantal steken dat je extra nodig hebt, door het kabelen.
13.02.2022 - 09:56
Jeffrey skrifaði:
How to knit the increase in sleeves with the pattern? It says that increase by making 1 yarn over on each side of the marker-stitch, but how do I keep up with the pattern? And also how do I work the neck?
14.12.2021 - 15:34DROPS Design svaraði:
Dear Jeffrey, please read through the pattern carefully before starting. The pattern tells you at the sleeve that"NOTE: The increased stitches are first worked in A.9/A.10 until there is room for a complete repeat, then worked in A.4." That is how you incorporate the increased stitches. Happy Stitching!
15.12.2021 - 00:54
Marja Steinhoff skrifaði:
Merkkien selityksessä taitaa olla virhe. 7.merkin kohdalla.
14.12.2021 - 12:41DROPS Design svaraði:
Kiitos! Nyt ohje on korjattu.
16.02.2022 - 17:57
Jannie Wouters skrifaði:
Nog een opmerking . Ik brei de trui in XL. Daarvoor staan boven het boord 310 steken aangegeven. Gegeven: 20 steken is 10 cm. Dat zou dus 155 cm moeten worden. Op d e plattegrond is de breedte 62 cm, x 2 is dit 124 cm. rond. Wordt het dus niet veel te breed met de aangegeven hoeveelheid steken??
22.11.2021 - 14:11
Jannie Wouters skrifaði:
Naar mijn mening staat er bij de verklaring van het telpatroon een fout. Het 4de teken van onderaf gaat over 3 steken en er worden maar 2 steken beschreven. Moet zijn: 1 st. op kabelnaald achter het weer, 2 recht, 1 av. van de kabelnaald en niet : 1 recht. Heb ik gelijk?
22.11.2021 - 09:44
Merja Haavisto skrifaði:
Teen L koon neuletta. ohjeen mukaan luodaan 304 silmukkaa, mutta kun laskee silmukat ohjeesta, tulee 300. Kumpi on oikein?
19.11.2021 - 11:59DROPS Design svaraði:
Työhön luodaan 304 silmukkaa. Laskin mallineuleen silmukat ja sain myös tällöin lopputulokseksi 304 silmukkaa.
08.12.2021 - 17:07
Roger skrifaði:
How do I knit the A.5 diagram in Drops 224-10. From right to left in the first row it is knit stitch 1, knit stitch 2, then how do I knit stitch 3 and stitch 4 - the thick diagonal line over two stitches. The same happens in A.9, A.6, A.8 and A.10
12.11.2021 - 02:29DROPS Design svaraði:
Dear Roger, diagrams are worked in the round, this means you will read every row from the right towards the left, A.5 is worked as follows on R1: P2, cable over 2 sts (see 8th symbol), P2, K6, P2. Then on R2: P2, K2, P2, K6, P2. Read more about diagrams here. Happy knitting!
12.11.2021 - 07:50
Karine skrifaði:
Kuidas seda pikemaks kududa? Kust peaks juurde lisama pikkusele ja kuidas soonikut teha parajat. Ma koon Merino Extra Fine lõngast S suurust, kui ma kudusin selle järgi siis soonik tuli väga suur.
30.10.2021 - 17:14DROPS Design svaraði:
Tere Karine! Soonik tundubki algul palju laiem, kuna on vähe ridu kootud ja soonik venib lõputult laiuses. Hiljem hakkab soonik rohkem kokku hoidma. Samas on selles juhendis soonik natuke vabam, et ei kisuks liialt kokku. Et soonik tugevamalt ümber hoiaks, võiks luua hoopis nii palju/vähe silmuseid, kui on vaja mustrit alustades, st 238-254-270-310-326-350 s. Pikkuse lisamiseks kuduge kehaosa nii pikaks kui vaja, enne käeaukude alustamist. Sama varrukatel. Head kudumist!
22.11.2021 - 14:03
Annette skrifaði:
Can you tell me the finished measurements of the Small and medium sizes please
30.09.2021 - 21:35DROPS Design svaraði:
Dear Annette, you can see all the measurements of teh finished piece on the schematic drawing below the pattern. We suggest you take a sweater that fity the intended user, and compare these measurements. Happy Stitching!
04.10.2021 - 00:27
Ice Island#iceislandsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað með laskalínu, köðlum og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-10 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR PRJÓN: Í stærðum XL, XXL og XXXL verða 4 brugðnar lykkjur hlið við hlið þegar A.1 er prjónað 2 sinnum á breidd. Þannig að stroffið passar undir A.5/A.8, sem er prjónað eftir stroffið. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 23 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 3,8. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna ca 3. og 4. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um mitt undir ermum): Aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með merkiþræði í. Prjónið frá byrjun á umferð þannig: Prjónið lykkju með merkiþræði í (þessi lykkja er alltaf prjónuð sem fyrsta lykkja í A.4), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið mynstur eins og áður fram að lykkju með merkiþræði í, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur jafnóðum inn í A.9/A.10 þar til þú verður með pláss fyrir alla mynstureininguna, síðan eru næstu útauknar lykkjur prjónaðar í A.4. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við merki í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma eins og útskýrt er að neðan. FRÁ RÉTTU: FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR MERKI ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN MERKI ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (= 1 lykkja færri). FRÁ RÖNGU: FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR MERKI ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 2 lykkjur brugðið saman (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN MERKI ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur snúnar brugðið saman, prjónið 1 lykkju brugðið (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handvegi. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, neðan frá og upp að handvegi. Ermar eru settar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur eru felldar af fyrir handvegi. Berustykkið er síðan prjónað í hring upp að hálsmáli jafnframt sem lykkjum er fækkað fyrir laskalínu. Lykkjur eru felldar af fyrir hálsmáli fyrir miðju að framan. Síðan er afgangur af berustykki prjónað fram og til baka á hringprjóna að loka máli. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í hálsmáli í stroffprjóni. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fijtið upp 272-288-304-344-360-392 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Karisma. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff þannig: 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* yfir næstu 20-24-28-24-28-36 lykkjur, prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum - lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN), A.2 (= 18 lykkjur), A.3 (= 26 lykkjur), A.2 (= 18 lykkjur), prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum - lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN), * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 44-52-60-52-60-76 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur - munið eftir LEIÐBEININGAR PRJÓN, prjónið A.2, A.3, A.2, prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur - munið eftir LEIÐBEININGAR PRJÓN, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 20-24-28-24-28-36 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 1 lykkju brugðið. Haldið svona áfram með stroff – ATH: Í mynsturteikningu A.2 og A.3 eru endurteknar einungis 2 fyrstu umferðir á hæðina. Nú er eftir 1 umferð þar til stykkið mælist 5 cm, fækkið lykkjum í stroffprjóni – þetta er gert þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 23-27-31-27-31-39 lykkjur og fækkið jafnframt um 6-6-6-6-6-8 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING, prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið síðustu umferð í A.3 (= 26 lykkjur og 2 lykkjur færri), prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 46-54-62-54-62-78 lykkjur og fækkið jafnframt um 13-13-13-13-13-17 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið síðustu umferð í A.3 (= 26 lykkjur og 2 lykkjur færri), prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir síðustu 23-27-31-27-31-39 lykkjur og fækkið jafnframt um 7-7-7-7-7-9 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur = 238-254-270-310-326-350 lykkjur. Stroffið er nú tilbúið. Setjið 1 merki í fyrstu lykkju í umferð og 1 merki í 120.-128.-136.-156.-164.-176. lykkju í umferð (= í hliðar á fram- og bakstykki). Látið merkin fylgja með í stykkinu. Það á síðar að fella af lykkjur fyrir handveg hvoru megin við þessi merki. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Nú byrjar mynstrið og fyrsta umferðin er prjónuð þannig: Prjónið A.4 yfir fyrstu 17-21-25-21-25-31 lykkjur, prjónið A.5 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum), A.6 (= 17 lykkjur), A.7 (= 24 lykkjur), A.6 (= 17 lykkjur), prjónið A.8 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið A.4 yfir næstu 33-41-49-41-49-61 lykkjur (prjónamerki í hlið situr í miðju að þessum lykkjum), prjónið A.5 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið A.6, A.7, A.6, prjónið A.8 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjum og prjónið A.4 yfir síðustu 16-20-24-20-24-30 lykkjur. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 36 cm í öllum stærðum, fellið af fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. Nú eru ca 26-28-30-32-34-36 cm að loka máli. Stillið af að næsta umferð sé oddatala í umferð í mynsturteikningu, fellið af fyrstu 6-6-7-7-8-8 lykkjur fyrir handveg, haldið áfram með mynstur eins og áður þar til eftir eru 5-5-6-6-7-7 lykkjur á undan næstu lykkju með merki í, fellið af 11-11-13-13-15-15 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður þar til eftir eru 5-5-6-6-7-7 lykkjur í umferð og fellið af síðustu 5-5-6-6-7-7 lykkjur = 108-116-122-142-148-160 lykkjur eftir fyrir framstykki og 108-116-122-142-148-160 lykkjur eftir fyrir bakstykki. Klippið þráðinn. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 56-60-60-64-64-68 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með DROPS Karisma. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 19-15-15-19-19-15 lykkjur jafnt yfir – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 75-75-75-83-83-83 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í fyrstu lykkju í umferð – látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Merkiþráðurinn er notaður þegar auka á út fyrir miðju undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Nú byrjar mynstrið og fyrsta umferðin er prjónuð þannig: Prjónið A.4 yfir fyrstu lykkjuna í umferð (merkiþráðurinn situr í þessari lykkju), prjónið A.9 (= 8-8-8-12-12-12 lykkjur – byrjið í mynsturteikningu við merkiþráðinn fyrir þína stærð og prjónið mynsturteikningu frá hægri til vinstri), prjónið A.6 (= 17 lykkjur), A.7 (= 24 lykkjur), A.6 (= 17 lykkjur), prjónið A.10 (= 8-8-8-12-12-12 lykkjur – byrjið við fyrstu lykkju í A.10 og prjónið frá hægri til vinstri að merkiþræði í þinni stærð). Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 8-10-7-8-9-6 cm, aukið út um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-2½-2½-2½-2-2 cm millibili alls 11-15-17-15-17-19 sinnum = 97-105-109-113-117-121 lykkjur – ATH: Útauknar lykkjur eru fyrst prjónaðar inn í A.9/A.10 þar til nægilegt pláss er fyrir heila mynstureiningu á breiddina, síðan eru næst nýjar lykkjur prjónaðar í A.4. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 51-49-48-46-45-43 cm (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Mátið e.t.v. ermina og prjónið að óskaðri lengd. Stillið af að næsta umferð sé oddatölu umferð í mynsturteikningu og fellið lykkjur af fyrir handveg þannig: Fellið af fyrstu 6-6-7-7-8-8 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður þar til eftir eru 5-5-6-6-7-7 lykkjur í umferð og fellið af síðustu 5-5-6-6-7-7 lykkjur = 86-94-96-100-102-106 lykkjur. Klippið þráðinn. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón 4,5 eins og fram- og bakstykki, þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 388-420-436-484-500-532 lykkjur. Setjið eitt merki í hverja skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma = 4 merki. Látið merkin fylgja með í stykkinu. Merkin eru notuð síðar þegar fækka á lykkjum fyrir laskalínu. Byrjið umferð í skiptingunni á milli bakstykkis og vinstri ermi – setjið e.t.v. eitt merki hér til að merkja byrjun á umferð. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en lykkjur hvoru megin við öll 4 merkin eru prjónaðar í sléttprjóni (= 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma). YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Í næstu umferð byrjar úrtaka fyrir laskalínu, jafnóðum og lykkjum er fækkað er einnig fellt af fyrir hálsmáli mitt að framan og síðasta umferðin er prjónuð fram og til baka frá miðju að framan. Þegar ekki er nægilega mikil til af lykkjum til að gera kaðal, prjónið sléttprjón yfir þessar lykkjur. Lestu kaflann LASKALÍNA og HÁLSMÁL áður en þú prjónar áfram. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 merkin – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 24-27-30-32-36-38 sinnum og síðan í hverri umferð alls 7-7-6-7-4-4 sinnum. HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 55-57-59-60-62-64 cm (stillið af að næsta umferð sé oddatölu umferð í mynsturteikningu), fækkið um 6-6-6-10-10-10 lykkjur jafnt yfir miðju 24-24-24-32-32-32 lykkjur að framan – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING. Setjið síðan miðju 30-32-34-42-46-54 lykkjur á framstykki á þráð fyrir hálsmáli. Prjónið áfram að byrjun á umferð. Klippið þráðinn frá. Byrjið frá röngu við hálsmál og haldið áfram með mynstur fram og til baka. JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá kanti í hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 1-1-1-2-2-2 sinnum í hvorri hlið. Eftir alla úrtöku fyrir laskalínu og hálsmáli eru 98-104-102-112-116-124 lykkjur eftir í umferð. Klippið þráðinn frá. Prjónið tvöfaldan kant í hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið mitt að aftan og prjónið upp ca 134-142-142-162-170-186 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan og á prjóni) á stuttan hringprjón 3,5 með DROPS Karisma. Í næstu umferð er lykkjum fækkað jafnt yfir til að koma í veg fyrir að hálsmálið verði of vítt – prjónið 1 umferð slétt og fækkið jafnframt lykkjum jafnt yfir til 104-108-112-116-120-124 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram með stroff þar til kantur í hálsmáli mælist 8-8-8-10-10-10 cm. Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið auknar út til 3 lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn í hverri brugðinni einingu (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið í næstu umferð, svo ekki myndist gat). Prjónið þar til kantur í hálsmáli mælist ca 11-11-11-13-13-13 cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4,5 og fellið aðeins laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi ekki stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #iceislandsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.