Jo skrifaði:
I am very confused. I’ve only just started, and the ribbing does not make sense to me. I’ve never had decreases in ribbing so that’s new, but more so the stitch decreases do not add up to the stitch count I am expected to have at the end of the ribbing. According to my math the decreases should bring me from 304 to 262, not 270. And on top of that, the pattern does not account for the stitches that were decreases the previous row. What am I doing wrong?
14.12.2025 - 03:28
Terri skrifaði:
I’m not sure I did the bind off around the neck correctly. Should I be picking up any stitches around the neck? I have 104 stitches from decreases and 32 from front neck pattern says knit142 but that would only leave 6 stitches to pick up and I have a bigger gap than that. Was I supposed to bind off 3 stitches at the beginning of every row once I put the 32 neck stitches on their thread?
11.12.2025 - 21:33DROPS Design svaraði:
Dear Terri, in 2nd size you have slipped the middle 32 sts for neck and cast off on each side of neck: 2 sts 1 time and 1 st 1 time = 3 sts on each side = 6 sts in total + the 104 sts remaining from yoke = 32+6+104=142 sts. Happy knitting!
12.12.2025 - 08:06
Serafina skrifaði:
Mitä seuraava katkelma tarkoittaa: ”Päätä SAMALLA pääntien kummastakin reunasta joka 2.kerros: 2 silmukkaa kerran ja 1 silmukka 1-1-1-2-2-2 kertaa.”? Pitääkö siis joka 2. kierros kaventaa 3 silmukkaa kummastakin reunasta jos neulon L kokoa? Ja onko nämä siis putkeen? Ja millainen kavennus on kyseessä? Ylivetokavennus vai voinko neuloa kaksi yhteen? Kiitos avustanne!
11.12.2025 - 20:03DROPS Design svaraði:
Hei, päätä aluksi kummastakin reunasta joka 2.kerros 2 silmukkaa (eli neulo 2 kerrosta ja päätä kummankin kerroksen alusta 2 silmukkaa). Päätä sitten 2 seuraavan kerroksen alusta vielä 1 silmukka. Silmukat päätetään, eli neulo aluksi 2 silmukkaa ja vedä sitten ensimmäiseksi neulottu silmukka toisen yli.
12.12.2025 - 16:39
Serafina skrifaði:
Raglankavennuksia tehdessä onko se siis 2 silmukkaa neulottu oikein molemmin puolin hihan ja etu-/takakappaleen rajakohtaa? Eli siis yhteensä 4 oikein neulottu silmukkaa per hihan ja etu-/takakappaleen rajakohtaa vai vaan 1 silmukka molemmin puolin eli 2 silmukkaa yhteensä?
07.12.2025 - 15:16DROPS Design svaraði:
Hei, jokaisessa rajakohdassa on 2 oikeaa silmukkaa ja raglankavennukset tehdään näiden 2 silmukan kummallakin puolella.
09.12.2025 - 16:23
Margaretha skrifaði:
Jag kan inte fortsätta stickningen när det bara är 25 cm kvar! Fortsätter man minska efter det att mosstickningen är slut ca 10 -15 cm efter ärmhålen? Så fruktansvärt dåligt mönster. Är van stickerska men detta har varit så dåligt. Men hag måste ju avsluta projektet
03.12.2025 - 17:52DROPS Design svaraði:
Hei Margaretha. Ta en titt på vårt svar gitt til deg tidligere idag (08/12/25). mvh DROPS Design
08.12.2025 - 13:03
Terri skrifaði:
I am on the neck portion of pattern and don’t understand after I place stitches on thread . Work to beginning and start from wrong side and continue pattern back and forth?
02.12.2025 - 13:22DROPS Design svaraði:
Dear Terri, after you have slipped the middle stitches on front piece on a thread, continue the round just as before, decreasing and working pattern just as before, then at the end of the round, instead of continuing the next round, cut the yarn. Slip the stitches to the stitches on the thread onto right needle without workign them so that you can now start working in rows from neck on one side of front piece to the other side of front piece, work now back and forth alternately from RS and from WS decreasing for raglan and casting off for neck as stated. Happy knitting!
02.12.2025 - 17:24
Margaretha Lagerdahl skrifaði:
När Mosstickningen "tar slut" efter raglanminskningar hur gör jag med mönsterstickningen? ? Fortsätter minskningar på både vänsteroch höger sida om ärmen. Finns varken bilder som förklarar eller relevant text. Väldigt otydligt skrivet
30.11.2025 - 22:20DROPS Design svaraði:
Hei Margaretha. Øverst i oppskriften står det diverse informasjon man trenger å vite før man starter å strikke. Der står det hvordan man strikker RAGLAN, både fra retten og vrangen og før og etter merketråden. I selve oppskriften og under RAGLAN står det hvor mange ganger det skal felles i den størrelsen du strikker. Det er også beskrevet hvor 4 merketråder skal settes = Merketrådene skal brukes når det skal felles til raglan. mvh DROPS Design
08.12.2025 - 10:28
Margaretha Lagerdahl skrifaði:
Har nu kommit till där raglan stickats färdigt över en del av Mosstickningen och skall bli en rätstickning över 4 maskor som bildar "sömmen" men hur minskar man mot själva grundmönstret? Förut var det en minskning på var sin sida efter en rätmaska på var sin sida om markören. Jobbigt mönster överhuvudtaget. Hade nog varit lättare med fram/bakstycke som sys ihop istället för rundstickat. Tacksam för snabbt svar då tröjan förhoppningsvis skulle bli julklapp!
28.11.2025 - 09:55DROPS Design svaraði:
Hei Margaretha. Du strikker etter diagrammene og feller som før, du vil da få en rett maske med felling, 2 rettmaske (merketråden sitter mellom disse 2) og 1 rett maske med felling (husk les forklaring til raglan felling øverst i oppskriften). Du får da en "raglanlinje" bestående av 4 rett masker. mvh DROPS Design
08.12.2025 - 09:49
Serafina skrifaði:
When doing the sleeve and I have to add stitches, I don’t understand how I can do the A.4 pattern because when I add a stitch after the marked stich and try to continue the A.4 guide, it doesn’t work. For example if I next have to purl the marked stitch then the new one should then be knitted normally but then I run into the problem because the next stitch should also be knitted normally?
24.11.2025 - 20:31DROPS Design svaraði:
Hi Serafina, The marker-stitch under the sleeve is always worked as the first stitch in A.4 and you increase by making 1 yarn over before and after this stitch. A.4 is then continued across the sleeve. On the next round, the yarn overs are worked twisted into pattern A.9/A.10 until you have room for a new repeat of A.4 on either side of the marker-stitch (see Increase Tip for sleeves at top of pattern). Hope this helps. Regards, Drops Team
25.11.2025 - 07:02
Nicole skrifaði:
J’ai eu du mal à comprendre le début pourquoi ne pas commencer tout simplement par 5cm de cotes 2/2 et commencer le motif après ? Merci pour ce modèle.
18.11.2025 - 10:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Nicole, les côtes du bas du pull sont tricotées différemment pour mieux préparer les torsades. Bon tricot!
18.11.2025 - 17:06
Ice Island#iceislandsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað með laskalínu, köðlum og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-10 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR PRJÓN: Í stærðum XL, XXL og XXXL verða 4 brugðnar lykkjur hlið við hlið þegar A.1 er prjónað 2 sinnum á breidd. Þannig að stroffið passar undir A.5/A.8, sem er prjónað eftir stroffið. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 23 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 3,8. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna ca 3. og 4. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um mitt undir ermum): Aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með merkiþræði í. Prjónið frá byrjun á umferð þannig: Prjónið lykkju með merkiþræði í (þessi lykkja er alltaf prjónuð sem fyrsta lykkja í A.4), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið mynstur eins og áður fram að lykkju með merkiþræði í, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur jafnóðum inn í A.9/A.10 þar til þú verður með pláss fyrir alla mynstureininguna, síðan eru næstu útauknar lykkjur prjónaðar í A.4. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við merki í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma eins og útskýrt er að neðan. FRÁ RÉTTU: FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR MERKI ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN MERKI ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (= 1 lykkja færri). FRÁ RÖNGU: FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR MERKI ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 2 lykkjur brugðið saman (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN MERKI ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur snúnar brugðið saman, prjónið 1 lykkju brugðið (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handvegi. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, neðan frá og upp að handvegi. Ermar eru settar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur eru felldar af fyrir handvegi. Berustykkið er síðan prjónað í hring upp að hálsmáli jafnframt sem lykkjum er fækkað fyrir laskalínu. Lykkjur eru felldar af fyrir hálsmáli fyrir miðju að framan. Síðan er afgangur af berustykki prjónað fram og til baka á hringprjóna að loka máli. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í hálsmáli í stroffprjóni. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fijtið upp 272-288-304-344-360-392 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Karisma. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff þannig: 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* yfir næstu 20-24-28-24-28-36 lykkjur, prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum - lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN), A.2 (= 18 lykkjur), A.3 (= 26 lykkjur), A.2 (= 18 lykkjur), prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum - lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN), * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 44-52-60-52-60-76 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur - munið eftir LEIÐBEININGAR PRJÓN, prjónið A.2, A.3, A.2, prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur - munið eftir LEIÐBEININGAR PRJÓN, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 20-24-28-24-28-36 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 1 lykkju brugðið. Haldið svona áfram með stroff – ATH: Í mynsturteikningu A.2 og A.3 eru endurteknar einungis 2 fyrstu umferðir á hæðina. Nú er eftir 1 umferð þar til stykkið mælist 5 cm, fækkið lykkjum í stroffprjóni – þetta er gert þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 23-27-31-27-31-39 lykkjur og fækkið jafnframt um 6-6-6-6-6-8 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING, prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið síðustu umferð í A.3 (= 26 lykkjur og 2 lykkjur færri), prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 46-54-62-54-62-78 lykkjur og fækkið jafnframt um 13-13-13-13-13-17 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið síðustu umferð í A.3 (= 26 lykkjur og 2 lykkjur færri), prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir síðustu 23-27-31-27-31-39 lykkjur og fækkið jafnframt um 7-7-7-7-7-9 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur = 238-254-270-310-326-350 lykkjur. Stroffið er nú tilbúið. Setjið 1 merki í fyrstu lykkju í umferð og 1 merki í 120.-128.-136.-156.-164.-176. lykkju í umferð (= í hliðar á fram- og bakstykki). Látið merkin fylgja með í stykkinu. Það á síðar að fella af lykkjur fyrir handveg hvoru megin við þessi merki. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Nú byrjar mynstrið og fyrsta umferðin er prjónuð þannig: Prjónið A.4 yfir fyrstu 17-21-25-21-25-31 lykkjur, prjónið A.5 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum), A.6 (= 17 lykkjur), A.7 (= 24 lykkjur), A.6 (= 17 lykkjur), prjónið A.8 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið A.4 yfir næstu 33-41-49-41-49-61 lykkjur (prjónamerki í hlið situr í miðju að þessum lykkjum), prjónið A.5 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið A.6, A.7, A.6, prjónið A.8 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjum og prjónið A.4 yfir síðustu 16-20-24-20-24-30 lykkjur. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 36 cm í öllum stærðum, fellið af fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. Nú eru ca 26-28-30-32-34-36 cm að loka máli. Stillið af að næsta umferð sé oddatala í umferð í mynsturteikningu, fellið af fyrstu 6-6-7-7-8-8 lykkjur fyrir handveg, haldið áfram með mynstur eins og áður þar til eftir eru 5-5-6-6-7-7 lykkjur á undan næstu lykkju með merki í, fellið af 11-11-13-13-15-15 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður þar til eftir eru 5-5-6-6-7-7 lykkjur í umferð og fellið af síðustu 5-5-6-6-7-7 lykkjur = 108-116-122-142-148-160 lykkjur eftir fyrir framstykki og 108-116-122-142-148-160 lykkjur eftir fyrir bakstykki. Klippið þráðinn. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 56-60-60-64-64-68 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með DROPS Karisma. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 19-15-15-19-19-15 lykkjur jafnt yfir – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 75-75-75-83-83-83 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í fyrstu lykkju í umferð – látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Merkiþráðurinn er notaður þegar auka á út fyrir miðju undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Nú byrjar mynstrið og fyrsta umferðin er prjónuð þannig: Prjónið A.4 yfir fyrstu lykkjuna í umferð (merkiþráðurinn situr í þessari lykkju), prjónið A.9 (= 8-8-8-12-12-12 lykkjur – byrjið í mynsturteikningu við merkiþráðinn fyrir þína stærð og prjónið mynsturteikningu frá hægri til vinstri), prjónið A.6 (= 17 lykkjur), A.7 (= 24 lykkjur), A.6 (= 17 lykkjur), prjónið A.10 (= 8-8-8-12-12-12 lykkjur – byrjið við fyrstu lykkju í A.10 og prjónið frá hægri til vinstri að merkiþræði í þinni stærð). Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 8-10-7-8-9-6 cm, aukið út um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-2½-2½-2½-2-2 cm millibili alls 11-15-17-15-17-19 sinnum = 97-105-109-113-117-121 lykkjur – ATH: Útauknar lykkjur eru fyrst prjónaðar inn í A.9/A.10 þar til nægilegt pláss er fyrir heila mynstureiningu á breiddina, síðan eru næst nýjar lykkjur prjónaðar í A.4. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 51-49-48-46-45-43 cm (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Mátið e.t.v. ermina og prjónið að óskaðri lengd. Stillið af að næsta umferð sé oddatölu umferð í mynsturteikningu og fellið lykkjur af fyrir handveg þannig: Fellið af fyrstu 6-6-7-7-8-8 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður þar til eftir eru 5-5-6-6-7-7 lykkjur í umferð og fellið af síðustu 5-5-6-6-7-7 lykkjur = 86-94-96-100-102-106 lykkjur. Klippið þráðinn. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón 4,5 eins og fram- og bakstykki, þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 388-420-436-484-500-532 lykkjur. Setjið eitt merki í hverja skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma = 4 merki. Látið merkin fylgja með í stykkinu. Merkin eru notuð síðar þegar fækka á lykkjum fyrir laskalínu. Byrjið umferð í skiptingunni á milli bakstykkis og vinstri ermi – setjið e.t.v. eitt merki hér til að merkja byrjun á umferð. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en lykkjur hvoru megin við öll 4 merkin eru prjónaðar í sléttprjóni (= 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma). YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Í næstu umferð byrjar úrtaka fyrir laskalínu, jafnóðum og lykkjum er fækkað er einnig fellt af fyrir hálsmáli mitt að framan og síðasta umferðin er prjónuð fram og til baka frá miðju að framan. Þegar ekki er nægilega mikil til af lykkjum til að gera kaðal, prjónið sléttprjón yfir þessar lykkjur. Lestu kaflann LASKALÍNA og HÁLSMÁL áður en þú prjónar áfram. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 merkin – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 24-27-30-32-36-38 sinnum og síðan í hverri umferð alls 7-7-6-7-4-4 sinnum. HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 55-57-59-60-62-64 cm (stillið af að næsta umferð sé oddatölu umferð í mynsturteikningu), fækkið um 6-6-6-10-10-10 lykkjur jafnt yfir miðju 24-24-24-32-32-32 lykkjur að framan – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING. Setjið síðan miðju 30-32-34-42-46-54 lykkjur á framstykki á þráð fyrir hálsmáli. Prjónið áfram að byrjun á umferð. Klippið þráðinn frá. Byrjið frá röngu við hálsmál og haldið áfram með mynstur fram og til baka. JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá kanti í hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 1-1-1-2-2-2 sinnum í hvorri hlið. Eftir alla úrtöku fyrir laskalínu og hálsmáli eru 98-104-102-112-116-124 lykkjur eftir í umferð. Klippið þráðinn frá. Prjónið tvöfaldan kant í hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið mitt að aftan og prjónið upp ca 134-142-142-162-170-186 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan og á prjóni) á stuttan hringprjón 3,5 með DROPS Karisma. Í næstu umferð er lykkjum fækkað jafnt yfir til að koma í veg fyrir að hálsmálið verði of vítt – prjónið 1 umferð slétt og fækkið jafnframt lykkjum jafnt yfir til 104-108-112-116-120-124 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram með stroff þar til kantur í hálsmáli mælist 8-8-8-10-10-10 cm. Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið auknar út til 3 lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn í hverri brugðinni einingu (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið í næstu umferð, svo ekki myndist gat). Prjónið þar til kantur í hálsmáli mælist ca 11-11-11-13-13-13 cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4,5 og fellið aðeins laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi ekki stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #iceislandsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.