Natalia skrifaði:
Perdón, y si en lugar de karisma + kid silk uso fabel + kid silk? Que opción quedará mejor? Gracias!
09.07.2025 - 09:22DROPS Design svaraði:
Hola Natalia, es mejor la opción de DROPS Karisma y DROPS Kid Silk, porque la textura de la combinación DROPS Fabel+ DROPS Kid Silk es demasiado fina y hace que la labor no tenga el cuerpo suficiente para que el dibujo resalte bien.
19.07.2025 - 18:00
Karyn Parker skrifaði:
Hi, i cannot find any size chart. Can you please give me the finished chest size and length for XXL and XXXL with number of balls needed. TIA.
09.07.2025 - 06:45DROPS Design svaraði:
Hi Karyn, you will find the size chart for this garment below the pattern. Number of balls needed is respectively 12 and 13. Happy knitting!
09.07.2025 - 07:36
Natalia skrifaði:
Buenas!Si quiero hacer la talla XL con hilo karisma+ kid silk, cuantos ovillos necesito de cada uno? Son los mismos metros que si uso Air? Me salen 1650m... Tengo que coger la misma longitud de karisma y de kid? Gracias!
09.07.2025 - 00:19DROPS Design svaraði:
Hola Natalia, sí, necesitas la misma cantidad de metros de cada uno de los hilos que los de DROPS Air. Así que necesitas 1650 metros de DROPS Kid-Silk (8 ovillos) y 1650 metros de DROPS Karisma (17 ovillos).
19.07.2025 - 17:59
Eileen skrifaði:
Hi, I’m looking to knit this pattern but having trouble working out the measurements for each size. What size would suit a 102cm bust? And what is the yardage for each size? Thanks!
02.07.2025 - 11:54DROPS Design svaraði:
Hi Eileen, There is a size chart at the bottom of the pattern, with all the measurements for the different sizes. A chest size of 102 cm would be size M on the chart. Drops Air is sold in 50 g (1.8 oz) balls, with a yardage of approx. 164 yards per ball. Regards, Drops Team.
03.07.2025 - 07:23
Elizabeth skrifaði:
Good morning Are you sure that this is correct as it seems insufficient for this jumper. Hi Elizabeth, Drops Nepal is sold in 50 g balls. For size XL you will need 11 balls. For size XXL 12 balls. Regards, Drops Team. 20.06.2025 - 05:59
20.06.2025 - 09:49
Elizabeth Cotterell skrifaði:
I would like to make the above pattern in XL or the next size up. How many balls of yarn are required? Drops Nepal aran wool/alpaca mix
19.06.2025 - 18:22DROPS Design svaraði:
Hi Elizabeth, Drops Nepal is sold in 50 g balls. For size XL you will need 11 balls. For size XXL 12 balls. Regards, Drops Team.
20.06.2025 - 05:59
Agnès skrifaði:
Je viens de renvoyer le lien de ma galerie google photos. Comme j'avais fait les fois précédentes...
15.06.2025 - 09:06
Agnès skrifaði:
Bonjour, J'ai envoyé le lien (à 2 reprises) de mon pull terminé. Sera t-il visible bientôt ? Merci
26.05.2025 - 10:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Agnès, pouvez-vous le renvoyer encore une fois en veillant à bien respecter les consignes - retrouvez plus d'infos ici. Merci d'avance.
27.05.2025 - 14:46
Agnès skrifaði:
Bonjour, j'arrive à la fin du pull qui est très réussi (merci pour le modèle) mais j'ai plusieurs questions : Pourquoi le dos n'est-il pas plus haut que le devant ? Je pensais faire quelques rangs supplémentaires au niveau du dos, qu'en pensez-vous ? Pour le col double, que signifie "un jeté à la fin d'une section maille envers sur deux". Merci par avance
13.04.2025 - 23:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Agnès, choix de styliste, l'encolure devant et dos sont ici identiques; comme c'est souvent le cas dans ce type de pull raglan ou encolure ronde, vous pouvez ajouter des rangs raccourcis si vous préférez avoir une échancrure devant. Pour les augmentations du col doublé, augmentez ainsi: (1 m end, 1 m env, augmentez 1 m, 1 m end, 1 m env), répétez de (à) tout le tour. Vous avez ainsi augmenté 1 m env dans 1 section en mailles envers des côtes sur 2 et tricotez ensuite (1 m end, 2 m env, 1 m end, 1 m env) tout le tour. Bon tricot!
22.04.2025 - 08:44
Mona Johansson skrifaði:
Jag önskar få beskrivningen till modell ai372 . Tack
01.02.2025 - 18:28DROPS Design svaraði:
Hej Mona. Du kan skriva ut den helt gratis här direkt på denna sidan. Mvh DROPS Design
04.02.2025 - 15:35
Stone Cables#stonecablessweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með laskalínu, köðlum og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-4 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 224 lykkjur) og deilið þeim lykkjum með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 20) = 11,2. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 10. og 11. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er gerður uppsláttur til skiptis á eftir ca 11. hverja lykkju. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur færri) þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. ATH! Þegar ekki er lengur pláss fyrir heilan kaðal við laskalínu eru kaðlalykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ÚTAUKNING (á við um mitt undir ermum): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki í: Prjónið að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju (lykkja með prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt og síðan jafnóðum inn í mynstur A.1. LEIÐBEININGAR: Þegar fella á af fyrir handveg á fram- og bakstykki og ermum, verður að passa uppá að það sé gert í sömu umferð í mynstri sem er merkt með A.x á fram- og bakstykki og ermum (kaðlar sem eru stakir). Þetta er gert til að hægt sé að snúa öllum köðlunum í sömu umferð í mynstri þegar prjónað er áfram. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handvegi. Síðan eru ermar prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón upp að handveg. Síðan eru ermar settar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki. Berustykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í hálsmáli í stroffprjóni. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 224-232-250-264-292-314 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stroffið mælist 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5, prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 20-20-22-24-24-26 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA í útskýringu að ofan = 204-212-228-240-268-288 lykkjur. Prjónið eftir mynsturteikningu þannig: * Prjónið A.1 yfir 20-24-32-38-30-40 lykkjur, A.2 yfir 11-11-11-11-22-22 lykkjur (= 1-1-1-1-2-2 mynstureiningar með 11 lykkjum), A.3 (= 9 lykkjur), A.4 (= 42 lykkjur), A.5 (= 9 lykkjur), A.6 yfir 11-11-11-11-22-22 lykkjur (= 1-1-1-1-2-2 mynstureiningar með 11 lykkjum) *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum. Setjið eitt prjónamerki mitt í lykkjurnar sem voru prjónaðar í mynstri A.1 (10-12-16-19-15-20 lykkjur með A.1 hvoru megin við hvort prjónamerki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið mynstur svona þar til stykkið mælist ca 35-35-36-36-36-36 cm frá uppfitjunarkanti – sjá LEIÐBEININGAR! Í næstu umferð eru felldar af 3-3-4-4-5-5 lykkjur hvoru megin við hvort prjónamerki (= 6-6-8-8-10-10 lykkjur í hvorri hlið) fyrir handveg. Nú eru 96-100-106-112-124-134 lykkjur á framstykki og bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 48-48-50-50-52-54 lykkjur á sokkaprjón 4 með DROPS Air. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stroffið mælist ca 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 5, prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 6-6-6-8-8-8 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 54-54-56-58-60-62 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umferð, þetta prjónamerki er notað síðar þegar lykkjur eru auknar út mitt undir ermi. Prjónið síðan eftir mynsturteikningu þannig: Prjónið A.1 yfir 9-9-10-11-12-13 lykkjur, prjónið A.3 (= 9 lykkjur), A.7 (= 18 lykkjur), A.5 (= 9 lykkjur) og prjónið A.1 yfir síðustu 9-9-10-11-12-13 lykkjur. Þegar stykkið mælist ca 8 cm frá uppfitjunarkanti í öllum stærðum, er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING í útskýringu að ofan. Endurtakið útaukningu með ca 6½-4½-3-3-2½-2 cm millibili alls 6-8-11-11-13-15 sinnum = 66-70-78-80-86-92 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist ca 44-43-42-41-40-38 cm frá uppfitjunarkanti (styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú eru eftir ca 25-27-28-30-32-34 cm að stroffi í hálsmáli, mátið e.t.v. ermina og prjónið að óskaðri lengd – munið eftir LEIÐBEININGAR! Fellið af 6-6-8-8-10-10 lykkjur mitt undir ermi = 60-64-70-72-76-82 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt, en setjið prjónamerkið sem er mitt undir ermi í síðustu lykkju í umferð. BERUSTYKKI: Setjið ermar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg = 312-328-352-368-400-432 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Síðan eru 2 lykkjurnar sem sitja hvoru megin við hvert prjónamerki prjónaðar í sléttprjóni, afgangur af lykkjum eru prjónaðar inn í mynstur eins og áður. Prjónið mynstur eins og áður þar til stykkið mælist ca 4-4-2-4-2-1 cm frá þar sem stykkið var sett saman. Haldið áfram með mynstur eins og áður og byrjið úrtöku fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 22-24-27-28-32-35 sinnum. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð fyrir laskalínu til loka eru 136-136-136-144-144-152 lykkjur í umferð og berustykkið mælist ca 24-26-27-29-31-33 cm frá þar sem stykkið var sett saman. Í næstu umferð er mynstrið prjónað eins og áður, en yfir kaðla í mynstri eru prjónaðar sléttar lykkjur og lykkjum er fækkað jafnt yfir þannig: Fækkið um 6 lykkjur yfir kaðla á framstykki, fækkið um 3 lykkjur yfir kaðla á fyrri ermi, fækkið um 6 lykkjur yfir kaðla á bakstykki og fækkið um 3 lykkjur yfir kaðla á seinni ermi = 118-118-118-126-126-134 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 36-32-30-38-34-38 lykkjur jafnt yfir í umferð = 82-86-88-88-92-96 lykkjur. Stykkið mælist ca 64-66-68-70-72-74 cm frá öxl og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stroffið mælist ca 12 cm. Í næstu umferð eru lykkjur auknar út til að kantur í hálsi verði ekki of stífur þegar hann er brotinn niður. Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir annarri hverri brugðinni lykkju = ca 102-107-110-110-115-120. Uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið í næstu umferð, svo ekki myndist gat. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til kanturinn í hálsi mælist ca 14 cm (kantur í hálsi er síðar brotinn niður þannig að við frágang verður hann ca 7 cm). Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi ekki stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #stonecablessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.