Pia skrifaði:
Hej. Hvis jeg følger opskriften som beskriver, hvordan man tager ud i vrang m, kommer der et hul. Skal man ikke tage ud i vrang m, som jeres intro video, vises nederst i forlængelse af opskriften?
05.01.2023 - 18:50DROPS Design svaraði:
Hei Pia. Øk 1 maske ved å lage 1 kast om pinnen etter annenhvert vrangparti. På neste omgang strikkes kastet VRIDD VRANG, slik at det ikke blir hull (men det vil alltid bli et bittelite hull). mvh DROPS Design
06.01.2023 - 14:06
Heather skrifaði:
Please help! I am working on size medium and am certain that my stitch count is accurate. I have gone to put the stitch markers in but am left with 4 stitches extra at the end every time. I noticed that someone else had the same issue, but I don't understand the answer. How do you place the markers inside the stitches? Any guidance you can provide would be greatly appreciated! Thank you very very much.
02.12.2022 - 02:56DROPS Design svaraði:
Hi heather, You count 29 stitches and insert the first marker in the 30th stitch, count 28 more stitches and insert the next marker in the 59th stitch, count 58 more stitches and insert the next marker in 118th stitch, count 28 more stitches and insert the last marker in the 147th stitch. This leaves you with 29 stitches after the last marker = 176 stitches in total. So always insert the markers in the next stitch after counting (not between the stitches). Happy knitting!
02.12.2022 - 08:13
Rutsy skrifaði:
Hello, which is the size that the model is wearing? I'm asking because I'm very bad at finding my size and I have a similar body than hers, thank you!
03.11.2022 - 05:25DROPS Design svaraði:
Hi Rutsy, You will find a size chart at the bottom of the pattern, with all the measurements for the different sizes. Happy crafting!
03.11.2022 - 06:48
Julie skrifaði:
In the yoke division for increase for the raglan, after placing the markers for the S size, based on 160 stitches, I have 4 stitches left over. Can you tell me why please.
18.06.2022 - 08:04DROPS Design svaraði:
Dear Julie, you insert the markers inside the stitches. For size S, you have 172 stitches + the 4 stitches with the stitch marker = 176 stitches. For size XS, you have 156 stitches + the 4 stitches with the stitch marker = 160 stitches. Happy knitting!
18.06.2022 - 16:00
Marguerite Thur skrifaði:
Please explain increase every 2nd row. My take on this. Row 1 increase. Row 2 and 3 work even. Repeat. If this is the case I'll be 2 inches over the 6 1/4 inches for the L size. Thank you.
01.05.2022 - 04:20DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Thur, when you increase on every 2nd row, work like this: 1 row with increases, 1 row without increases, and repeat these 2 rows. Happy knitting!
02.05.2022 - 10:33
Susan skrifaði:
Are there german short rows in this pattern? if not, can I add them to the back of the neck for a better fit? I feel like the front of high neck sweaters always ride up my neck and make it very uncomfortable if I don't add german short rows.
11.04.2022 - 06:44DROPS Design svaraði:
Hi Susan, The pattern does not include short rows, but you can make an elevation at the beck of the neck if you wish. We have a number of jumper patterns with elevations if you need help. Happy knitting!
11.04.2022 - 07:10
Jo skrifaði:
My round is starting from the centre of the back. I have now reached the instruction to divide for front and back to finish the bottom ribs but my working yarn is in the centre of the back. How do I proceed from here?
01.03.2022 - 16:13DROPS Design svaraði:
Dear Jo, you can either work to the side (the extra row worked on the half of sts won't be visible) - or then cut the yarn and join it on the side to work each piece separately. Happy knitting!
01.03.2022 - 16:39
Vaillant skrifaði:
Bonsoir, petit souci sur les dernières augmentations du col : j’ai 168 mailles et je dois augmenter 32 mailles pour atteindre 200 mailles. : je dois faire une augmentation toutes les 5,25 mailles : comment faire ? Merci
05.01.2022 - 20:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vaillant, cette leçon explique comment répartir des augmentations (et des diminutions) en fonction du résultat quand il ne tombe pas juste. Dans votre cas, vous allez augmenter après chaque 5ème maille, il restera 8 mailles à la fin du tour. Bon tricot!
06.01.2022 - 07:42
Patrizia skrifaði:
Vi ringrazio e chiedo scusa perché la mia domanda era rivolta ad un altro modello, il 228-44, identico nella lavorazione degli aumenti.
20.12.2021 - 16:33DROPS Design svaraði:
Buongiorno Patrizia, abbiamo modificato la sezioni degli aumenti sullo sprone nel modello 228-44: grazie per la segnalazione. Buon lavoro!
05.01.2022 - 10:51
Patrizia Pascali skrifaði:
Buongiorno nella lavorazione del collo credo ci sia un errore :"Quando le coste misurano 6 cm, aumentare tutte le sezioni ogni 1 maglia rovescio a 2 maglie rovescio" perché le sezioni a rovescio sono già state aumentate da 1 a 2 maglie nei precedenti 3 cm . Forse si intende : aumentate a 3 maglie a rovescio? Grazie
19.12.2021 - 10:34DROPS Design svaraði:
Buongiorno Patrizia, abbiamo leggermente modificato il testo: i primi aumenti a 3 cm sono a sezioni alterne, le altre sezioni a rovescio vengono aumentate a 6 cm. Buon lavoro!
20.12.2021 - 08:13
Warm My Heart#warmmyheartsweater |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr DROPS Soft Tweed. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, klauf í hliðum og köntum í stroffprjóni. Stærð XS - XXL.
DROPS 228-18 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING-1: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir aðra hverja brugðna einingu. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 150 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 15. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 15. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki þannig (= 8 lykkjur fleiri í umferð): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður þar sem klaufin byrjar. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað til loka fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 100-104-108-112-120-124 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Soft Tweed. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 3 cm, aukið út aðra hverja 1 lykkja brugðið (séð frá réttu) til 2 lykkjur brugðið – sjá ÚTAUKNING-1 = 125-130-135-140-150-155 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6 cm, aukið út þær 1 lykkja brugðið sem eftir eru til 2 lykkjur brugðið = 150-156-162-168-180-186 lykkjur. Þegar stroffið mælist 8 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 10-20-26-32-32-34 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-2 = 160-176-188-200-212-220 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Setjið eitt prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! BERUSTYKKI: Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig: Hoppið yfir fyrstu 27-29-31-33-36-39 lur (= ½ bakstykki), setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju (= í skiptinguna á milli bakstykkis og ermar), hoppið yfir næstu 24-28-30-32-32-30 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju (= í skiptinguna á milli ermi og framstykkis), hoppið yfir næstu 54-58-62-66-72-78 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju (= í skiptinguna á milli framstykkis og ermi), hoppið yfir næstu 24-28-30-32-32-30 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju (= í skiptinguna á milli ermi og bakstykkis). Nú eru eftir 27-29-31-33-36-39 lykkjur á eftir síðasta prjónamerki (= ½ bakstykki). Prjónið sléttprjón hringinn, JAFNFRAMT í fyrstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 14-16-18-19-21-24 sinnum = 272-304-332-352-380-412 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið áfram þar til stykkið mælist 13-13-15-16-18-20 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 41-45-49-52-57-63 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 54-62-68-72-76-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-10-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 82-90-98-104-114-126 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 54-62-68-72-76-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-10-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 41-45-49-52-57-63 lykkjur (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 184-200-216-232-252-276 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 22-25-25-26-26-26 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Til að koma í veg fyrir að stroffið sem prjóna á dragi stykkið saman, eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 36-44-46-48-52-52 lykkjur jafnt yfir = 220-244-262-280-304-328 lykkjur. Nú skiptist stykkið þannig að það verða jafn margar lykkjur á bakstykki og framstykki = 110-122-131-140-152-164 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: UMFERÐ 1 (= rétta): 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja snúin slétt, 2 kantlykkjur í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja snúin brugðið, 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Stykkið mælist ca 51-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. BAKSTYKKI: Prjónið stroff á sama hátt og á framstykki þar til stroffið mælist 14 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Stykkið mælist ca 61-64-66-68-70-72 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 54-62-68-72-76-80 lykkjur af þræði í annarri hlið á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 4,5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-10-12-12-12 nýjum lykkjum undir ermi = 64-72-78-84-88-92 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 5-5-5-6-6-6 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið lykkjum undir ermi – sjá AFFELLING. Fækkið lykkjum svona með 4½-3-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 7-10-12-14-15-16 sinnum = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 39-40-38-38-36-34 cm. Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 13-14-15-16-17-18 lykkjur jafnt yfir = 63-66-69-72-75-78 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5. Prjónið stroff (= 1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist alls 44-45-43-43-41-39 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #warmmyheartsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 228-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.