Tawn skrifaði:
I finally figured out the decrease 1 in A.3/A.4 after reviewing the instructions from your comment to Lisa’s questions and the pattern and found the Decrease 2 TIP, Decrease 1 section.
01.01.2026 - 11:56DROPS Design svaraði:
Well done!
02.01.2026 - 13:30
Tawn skrifaði:
No need to answer my previous questions. I made it through to the armholes, however, I am legitimately stuck at this step. “At the beginning of the next 2 rows cast off 5-5-7-7-8-8 stitches for the armholes. Then decrease on each side as follows – read DECREASE TIP-2.”, Do I cast off then knit the rest of the row for the first 2 rows, then on the 3rd row begin the decrease?
30.12.2025 - 23:10DROPS Design svaraði:
Hi Tawn, 'at the beginning of the next 2 rows cast off 5-5-7-7-8-8 stitches for the armholes' means that you have to cast off x sts at the beginning of row, knit to the end, then turn your work (wrong side) and cast off x sts at the beginning of next row (one row after another). Later you follow the DECREASE TIP-2. Happy knitting!
31.12.2025 - 09:09
Tawn skrifaði:
“ Knit 1 row from the right side where you decrease 14-15-16-18-18-21 stitches evenly spaced – read DECREASE TIP-1 = 97-105-113-123-135-147 stitches.” Do I knit 1 row then do the decrease or knit the whole row where i start the decrease?
29.12.2025 - 08:28
Tawn skrifaði:
Can you give me detailed instructions for this line? I am knitting a size medium. “Continue this rib for 6 cm. Knit 1 row from the right side where you decrease 14-15-16-18-18-21 stitches evenly spaced – read DECREASE TIP-1 = 97-105-113-123-135-147 stitches.”
29.12.2025 - 05:48DROPS Design svaraði:
Hi Tawn, I am glad thet it has already been resolved :) Happy knitting!
31.12.2025 - 09:29
Hilde De Smet skrifaði:
Goedeavond , voor A1 is het steeds van recgts naar links om het patroon te lezen ? Normaal is het eerst van l n r en dan van r n l, als men heen en weer breit, maar dan klopt het toch niet
21.12.2025 - 23:58
Virginie skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas dès le départ, j'ai monté ma bordure en côte mais le motif apparaît sur l'envers et non l'endroit ? Si on fait les diminutions sur l'endroit et le jersey sur l'endroit le motif sera à l'intérieur du tricot... Comment ça se fait ? Merci d'avance
20.12.2025 - 00:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Virginie, je ne suis pas bien sûre de comprendre de quelle bordure / de quel motif vous parlez, pouvez-vous nous en dire plus? Merci pour votre compréhension.
22.12.2025 - 17:27
Isabel skrifaði:
Hur ska jag ändra längden på västen? Stickar st S men vill ha den totalt 47 cm lång istället för 54 cm
06.11.2025 - 13:51DROPS Design svaraði:
Hei Isabel. Da strikker du 7 cm mindre mellom vrangborden og før du starter fellingene til ermhull. mvh DROPS Design
17.11.2025 - 09:38
Joanne skrifaði:
Hi, can you confirm the needle sizes for the neck please. It states 3mm in the description, but at the beginning of the pattern there is no mention of 3mm needles. Many thanks
22.06.2025 - 21:25DROPS Design svaraði:
Hi Joanne, The neck is worked with needle size 3.5 mm. Regards, Drops team.
23.06.2025 - 06:33
Lisa skrifaði:
What is A.1, A.2, A.3, and A.4? and how do you do them?
20.06.2025 - 22:33DROPS Design svaraði:
Hi Lisa! A.1, A.2, A.3, and A.4 reffers to pattern chart - you can see it under the pattern text, at the bottom part of page, above schematics. See also how to read knitting diagrams in this lesson. Happy knitting!
21.06.2025 - 07:39
Lisa skrifaði:
Sorry to bother you. on the DECREASE TIP-2 it says A.2 over the next 3 stitches(= 2 stitches decreased). what does that exactly look like and I thought A.2 wasn't a decrease. what exactly is A.2? Thank you
20.06.2025 - 22:15DROPS Design svaraði:
Hi Lisa, A.2 reffers to pattern chart - you can see it under the pattern text, at bottom part of page, above schematics. A.2 in this pattern exactly means that you knit 3 sts together, i.e. 2 sts decrease. See also how to read knitting diagrams in this lesson. Happy knitting!
21.06.2025 - 07:38
May Flowers Vest#mayflowersvest |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónað vesti / slipover úr DROPS Soft Tweed. Stykkið er prjónað með V-hálsmáli, köntum í stroffprjóni og með útsaumuðum blómum. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-42 |
||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 111 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjufjölda sem eftir er með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 14) = 7,7. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 6. og 7. hverja lykkju og 7. og 8. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um úrtöku við handveg og V-hálsmáli): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 2 lykkjur í byrjun á umferð þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, prjónið A.2 yfir næstu 3 lykkjur (= 2 lykkjur færri). Fækkið um 2 lykkjur í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.2 yfir næstu 3 lykkjur (= 2 lykkjur færri), prjónið 2 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja garðaprjón. Fækkið um 1 lykkju í byrjun á umferð þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, prjónið A.3 yfir næstu 3 lykkjur (fækkað er um 2 lykkjur í fyrstu umferð og aukið er út um 1 lykkju í annarri umferð í A.3 = 1 lykkja færri). Fækkið um 1 lykkju í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.4 yfir næstu 3 lykkjur (fækkað er um 2 lykkjur í fyrstu umferð og aukið er út um 1 lykkju í annarri umferð í A.4 = 1 lykkja færri), prjónið 2 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja garðaprjón. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Síðan er stykkið sett saman. Að lokum er kantur í handvegi prjónað í hring á hringprjóna og kantur í hálsmáli prjónað fram og til baka á hringprjóna. Þegar allt stykkið hefur verið prjónað til loka eru saumuð út blóm á framstykkið. BAKSTYKKI: Fitjið upp 111-120-129-141-153-168 lykkjur á hringprjóna 3,5 með DROPS Soft Tweed. Prjónið stroff fram og til baka þannig: 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkjuna í A.1, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 14-15-16-18-18-21 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 = 97-105-113-123-135-147 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð brugðið til baka frá röngu (kantlykkjur eru prjónaðar slétt). Prjónið nú sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í byrjun á næstu 2 umferðum eru felldar af 5-5-7-7-8-8 lykkjur fyrir handveg. Fækkið síðan lykkjum í hvorri hlið þannig – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið um 2 lykkjur eins og útskýrt er í A.2 í 4. hverri umferð 0-0-0-2-4-7 sinnum, fækkið síðan um 1 lykkju eins og útskýrt er í A.3/A.4 í 4. hverri umferð 8-10-10-9-8-6 sinnum (= 8-10-10-13-16-20 lykkjur færri fyrir handveg í hvorri hlið) = 71-75-79-83-87-91 lykkjur. Prjónið sléttprjón og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af miðju 31-31-33-33-35-35 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja = 19-21-22-24-25-27 lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram með sléttprjón og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum (passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur). Stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 111-120-129-141-153-168 lykkjur á hringprjóna 3,5 með DROPS Soft Tweed. Prjónið stroff fram og til baka þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 14-15-16-18-18-21 lykkjur jafnt yfir = 97-105-113-123-135-147 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð brugðið til baka frá röngu (kantlykkjur eru prjónaðar slétt). Prjónið nú sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Fækkið nú lykkjum fyrir handveg jafnframt því sem lykkjum er fækkað fyrir V-hálsmáli – lestu þess vegna allan kaflann áður en þú prjónar. HANDVEGUR: Í byrjun á næstu 2 umferðum er fækkað um 5-5-7-7-8-8 lykkjur fyrir handveg. Síðan er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig – munið eftir ÚRTAKA-2. Fækkið um 2 lykkjur eins og útskýrt er í A.2 í 4. hverri umferð 0-0-0-2-4-7 sinnum, fækkið síðan um 1 lykkju eins og útskýrt er í A.3/A.4 í 4. hverri umferð 8-10-10-9-8-6 sinnum = 8-10-10-13-16-20 lykkjur færri fyrir handveg í hvorri hlið. V-HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm, fellið af miðjulykkju í umferð og hægri og vinstri öxl eru prjónaðar hvor fyrir sig til loka. Hægri öxl: Haldið áfram fram og til baka og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá réttu (þ.e.a.s. frá hálsi) – munið eftir ÚRTAKA-2. Fækkið um 2 lykkjur eins og útskýrt er í A.2 í 4. hverri umferð 4-4-4-4-4-4 sinnum, fækkið síðan um 1 lykkju eins og útskýrt er í A.3 í 4. hverri umferð 8-8-9-9-10-10 sinnum = 16-16-17-17-18-18 lykkjur færri fyrir V-hálsmáli. Þegar allar úrtökur fyrir V-hálsmáli og handveg hafa verið gerðar til loka, eru 19-21-22-24-25-27 lykkjur eftir fyrir öxl. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum (passið uppá að affellingarkanturinn dragi ekki stykkið saman). Stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. Vinstri öxl: Haldið áfram fram og til baka og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli í lok umferðar frá réttu (þ.e.a.s. frá hálsi) – munið eftir ÚRTAKA-2. Fækkið um 2 lykkjur eins og útskýrt er í A.2 í 4. hverri umferð 4-4-4-4-4-4 sinnum, fækkið síðan um 1 lykkju eins og útskýrt er í A.4 í 4. hverri umferð 8-8-9-9-10-10 sinnum = 16-16-17-17-18-18 lykkjur færri fyrir V-hálsmáli. Þegar allar úrtökur fyrir hálsmáli og handveg hafa verið gerðar til loka, eru 19-21-22-24-25-27 lykkjur eftir fyrir öxl. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum (passið uppá að affellingarkanturinn dragi ekki stykkið saman). Stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana með lykkjuspori. Saumið hliðarsaum frá handveg og niður innan við 1 kantlykkju garðaprjón. Endurtakið í hinni hliðinni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið neðst í V-hálsmáli á framstykki og prjónið upp lykkjur frá réttu með hringprjón 3 og DROPS Soft Tweed þannig: Prjónið upp 159 til 192 lykkjur innan við 1 kantlykkju garðaprjón í kringum allan kantinn í hálsi. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 3. Prjónið síðan mynstur A.1 fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið – stillið mynstrið þannig að það byrjar og endar með fyrstu lykkju í A.1 innan við 1 kantlykkju garðaprjón, þannig að mynstrið byrji alveg eins í hvorri hlið. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Leggið hægri hluta af kanti í hálsmáli mitt að framan yfir vinstri hlutann, þannig að þeir skarist. Saumið fallega niður í ystu kantlykkju við hálsmál. Endurtakið alveg eins að innanverðu, þannig að vinstri hlutinn sé saumaður niður við hægri hlutann innan á stykkinu. KANTUR Í HANDVEGI: Byrjið við hliðarsaum undir ermi með hringprjón 3,5 og DROPS Soft Tweed og prjónið upp frá réttu ca 144 til 168 lykkjur innan við 1 kantlykkju garðaprjón í kringum handveg. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 3. Prjónið A.1 hringinn í 3½ til 4 cm. Prjónið 1 umferð í mynstri eins og áður, en í hverja af neðstu 11-11-13-13-15-15 endurtekningum með A.1 á handveg (þ.e.a.s. fyrstu 5-5-6-6-7-7 endurtekningar í byrjun á umferð og síðustu 6-6-7-7-8-8 endurtekningar í lok umferðar), fækkið allar 2 lykkjur brugðið til 1 lykkja brugðið með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman. Þetta er gert til að kantur í handvegi leggist fallega undir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. ÚTSAUMUR: Nú eru saumuð út blóm neðst á framstykki. Staðsetjið blómin í línu þannig að neðri kantur á krónblöðum séu ca 2 cm yfir stroffkanti og það eru ca 8,5 – 9 cm á milli blóma. BLÓM - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Blómið mælist ca 4,5 til 5 cm á hæð og ca 2,5 cm á breidd. Blómið samanstendur af 2 blöðum neðst, 1 stilk og sjálfu blóminu. Fyrst er blaðið saumað út, síðan stilkurinn og sjálft blómið. Allt blómið er saumað út með keðjusaumi. BLÖÐ: Blöðin eru saumuð út með 1 þræði með litnum skógargræn og samanstendur af 2 keðjusaumum sem báðir byrja frá sama gati á neðsta punkti á blóminu. Byrjaðu á að sauma út þannig: SPOR 1: Saumaðu keðjusaum ca 2 cm og láttu sauminn snúa á ská upp og aðeins til hægri – sjá mynsturteikningu B og útskýringu á mynsturteikningu. SPOR 2: Saumaðu út seinni keðjusauminn út frá sama byrjunargati og fyrri saumur, þessi saumur á að snúa á ská upp og aðeins til vinstri. Blöðin eru tilbúin. STILKUR: Stilkurinn er saumaður út með 1 þræði með litnum skógargrænn og samanstendur af 2 snúnum keðjusaumum á hæðina, þar sem sá fyrri byrjar frá sama gati og byrjun á báðum blöðunum á blóminu. Byrjaðu á að sauma út þannig: Saumaðu einn snúinn keðjusaum ca 1,5 cm og láttu sauminn snúa beint upp á milli blaðanna tveggja – sjá mynsturteikningu A og útskýringu á mynsturteikningu. Saumaðu eitt spor til viðbótar á hæðina. Stilkurinn er tilbúinn. Klippið þráðinn frá og festið. BLÓM: Hvert blóm er saumað út með 2 þráðum og keðjusaumi í mismunandi litum. Dauf bleikur, dökk bleikur, bleikur, natur og ljós bleikur og samanstendur af 3 keðjusaumum sem allir byrja í sama gati og þar sem stilkurinn endaði. Byrjaðu á að sauma út þannig: SPOR 1: Saumaðu keðjusaum ca 1,5 cm og láttu sauminn snúa á ská upp og aðeins til hægri – sjá mynsturteikningu B og útskýringu á mynsturteikningu. SPOR 2: Saumaðu annan keðjusaum út frá sama byrjunargati og sá fyrri, þessi saumur á að snúa á ská upp og aðeins til vinstri. SPOR 3: Saumaðu þriðja keðjusauminn út frá sama byrjunargati og fyrsti saumur, þessi saumur á að fara beint upp á milli hinna tveggja saumana. Blómið er tilbúið. Klippið þráðinn frá og festið. Saumaðu eins mörg blóm og þig langar til og skiptu litunum að eigin ósk. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mayflowersvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-42
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.