Joanna skrifaði:
Dzień dobry, czy sweter robi się jedną nitką czy dwiema? Na zdjęciach wygląda na grubszy niż zrobiony jedną nitką. Dziękuję
24.02.2025 - 18:15DROPS Design svaraði:
Witaj Joanno, ten sweterek jest wykonany 1 nitką włóczki DROPS Brushed Alpaca Silk. Miłej pracy!
25.02.2025 - 07:59
Mathilde Meidahl Lundberg skrifaði:
Jeg forstår ikke følgende: \"Nu slås der 3 nye masker op til ærmegab i slutningen af de 2 næste pinde = 70-76-84-92-102-112 masker. HERFRA MÅLES ARBEJDET VIDERE!\"\r\n\r\nJeg får står ikke hvorfor det er over de næste to pinde? Og hvor maskerne skal slås op henne? For retstrikken? Også forstår jeg heller ikke hvordan de skal slåes op? Skal de slås op ved at tage garnet om pinden? eller i forlængelse af garnet?\r\n\r\nHåber i kan hjælpe så jeg kan strikke videre:))
02.05.2024 - 15:46
Lise skrifaði:
Ermer: Det står at eg skal legge opp 3 masker i kvar ende, på kvar pinne. Og etterkvart 2 masker, deretter 1 maske i kvar ende. Meinast det på kvar rettpinne og kun det, eller meinast det både på rett- og vrangpinner?
16.09.2022 - 14:00DROPS Design svaraði:
Hei Lise. Det skal legges opp på hver pinne (på slutten av hver pinne), både fra retten og fra vrangen. mvh DROPS Design
19.09.2022 - 09:55
Ulrikke skrifaði:
Hi, Does the recipe knit with two threads of Brushed alpaca silk or is it only one thread?
24.10.2021 - 11:23DROPS Design svaraði:
Dear Ulrikke, this is knitted with only one thread of Brushed Alpaca Silk. Happy knitting!
24.10.2021 - 12:05
Liz skrifaði:
Good morning, I am struggling to understand where I need to carry on increasing, "Continue as before with A.1 towards mid front, increase for neck line and stocking stitch but over the outermost 6 stitches towards the side work 2 ridges (i.e. this is done on the next 4 rows)." Sorry if i am being a bit thick, but can you explain which are the outer most 6sts? Thank you
13.10.2021 - 09:42DROPS Design svaraði:
Dear Liz, this means that for the next 4 rows you will have to work as before over all stiches but knit the last 6 sts from RS/first 6 stitches from WS (= towards armhole/side). Can this help?
13.10.2021 - 14:02
Landy skrifaði:
Bonjour, est ce que ce modèle se réalise avec un seul fil en alpaca silk ou 2 fils? merci
17.09.2021 - 17:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Landy, ce modèle se réalise avec un seul fil en Alpaca Silk.
19.09.2021 - 22:35
Ilona skrifaði:
Ben ik de enige die de patroonuitleg ingewikkeld vind?
01.09.2021 - 16:34
Salla skrifaði:
Translated into Finnish please
27.04.2021 - 11:25
Simona skrifaði:
Si può realizzare con lana mohair?
10.03.2021 - 22:37
Logal skrifaði:
J'aime ce modèle j'attends les explications avec impatience
15.02.2021 - 13:12
Peaches and Cream Jacket#peachesandcreamjacket |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð vafninspeysa úr DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með ¾-löngum puffermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-8 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um handveg): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út innan við 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-3 (á við um hálsmál að framan): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju fyrir hálsmáli með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat – auka á út á eftir síðustu sléttprjónuðu lykkjunni á undan A.1 og á undan fyrstu sléttprjónuðu lykkjunni á eftir A.2. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í sléttprjón. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja sem auka á út/fækka yfir (t.d. 18 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 7) = 2,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca aðra hverja og 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi til skiptis ca hver og önnur hver lykkja og önnur hver og 3. hver lykkja slétt saman. ÚRTAKA-1 (á við um í hliðum á fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan kantlykkju og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA-2 (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VAFNINGSPEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkin eru prjónuð fram og til baka í stykkjum hvert fyrir sig, ofan frá og niður. Að lokum eru lykkjur prjónaðar upp fyrir snúru. Handvegurinn er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður. Síðan er afgangur af ermi prjónaður í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna. HÆGRI ÖXL AÐ AFTAN (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með Brushed Alpaca Silk. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, yfir allar lykkjurnar. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið síðan ystu 3 lykkjur í hvorri hlið á stykki í garðaprjóni og þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 3 cm, prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið eins og áður yfir allar lykkjur og fitjið upp 16-18-18-20-22-24 nýjar lykkjur í lok umferðar fyrir hálsmáli = 38-40-40-42-44-46 lykkjur. Klippið þráðinn frá. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl að aftan. VINSTRI ÖXL AÐ AFTAN (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með Brushed Alpaca Silk. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið síðan ystu 3 lykkjurnar í hvorri hlið á stykki í garðaprjóni og þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 3 cm – stillið af að síðasta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið síðan bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Setjið inn hægri og vinstri öxl á sama hringprjón þannig að 16-18-18-20-22-24 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir hálsmái verða mitt í umferð = 60-62-62-64-66-68 lykkjur. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ PRJÓNAR ÁFRAM! Prjónið mynstur frá réttu þannig: 3 lykkjur garðaprjón, sléttprjón yfir næstu 16-16-16-16-16-16 lykkjur, garðaprjón yfir næstu 22-24-24-26-28-30 lykkjur, sléttprjón yfir næstu 16-16-16-16-16-16 lykkjur, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til prjónaðar hafa verið 6 umferðir garðaprjón yfir lykkjurnar fyrir hálsmáli. Prjónið síðan sléttprjón með 3 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið við handveg. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm frá uppfitjunarkanti á öxlum, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – sjá ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í 4.-4.-4.-2.-2.-2. hverri umferð, alls 2-4-8-11-15-19 sinnum í hvorri hlið = 64-70-78-86-96-106 lykkjur. Stykkið mælist ca 19-20-21-22-23-24 cm frá uppfitjunarkanti. Fitjið nú upp 3 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok 2 næstu umferða = 70-76-84-92-102-112 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið 4 umferðir sléttprjón með 6 lykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-1 (= 2 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 cm og 12-13-14-15-16-17 cm = 64-70-78-86-96-106 lykkjur. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-2 (= 2 lykkjur fleiri). Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm = 70-76-84-92-102-112 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg og aukið jafnframt út um 8-8-9-10-12-14 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð frá röngu = 78-84-93-102-114-126 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Bakstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl og niður. HÆGRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með Brushed Alpaca Silk. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni við handveg, 4-4-4-4-4-4 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 15 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur og sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út fyrir hálsmáli á undan A.1 (séð frá réttu) – sjá ÚTAUKNING-3. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) 4 sinnum í öllum stærðum, síðan í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 8-8-9-11-12-13 sinnum, í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 11-12-11-10-10-10 sinnum og að lokum í 4. hverri umferð 2-2-2-2-2-2 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm, aukið út fyrir handveg alveg eins og á bakstykki, þ.e.a.s. aukið er út innan við 3 lykkjur garðaprjón við handveg í byrjun á umferð (séð frá réttu). Þegar útaukningu fyrir handveg er lokið (auknar hafa verið út 2-4-8-11-15-19 lykkjur fyrir handveg) mælist stykkið ca 19-20-21-22-23-24 cm frá uppfitjunarkanti á öxl. Í lok næstu umferðar frá röngu eru fitjaðar upp 3 nýjar lykkjur fyrir handveg. Haldið áfram eins og áður með A.1 við miðju að framan, útaukningu fyrir hálsmáli og sléttprjóni, en yfir ystu 6 lykkjurnar að hlið eru prjónaðar 4 umferðir garðaprjón (þ.e.a.s. þetta er gert í 4 næstu umferðum). Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið og A.1 við miðju að framan (útaukning heldur áfram eins og áður). Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hlið – munið eftir ÚRTAKA-1. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 og 12-13-14-15-16-17 cm. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið – munið eftir ÚTAUKNING-2. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm. Þegar allar útaukningar við miðju að framan hafa verið gerðar til loka, haldið áfram með mynstur eins og áður þar til útaukningu í hlið er lokið. Þegar öll útaukning og úrtaka hefur verið gerð til loka, eru 52-55-59-63-68-73 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg. Í næstu umferð eru auknar út 6-9-8-7-8-9 lykkjur jafnt yfir = 58-64-67-70-76-82 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 15 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.1 yfir síðustu 15 lykkjurnar (stroffið á að ganga jafnt upp með A.1). Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Framstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með Brushed Alpaca Silk. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: A.2 (= 15 lykkjur), 4-4-4-4-4-4 lykkjur sléttprjón, 3 lykkjur garðaprjón við handveg. Haldið svona áfram með mynstur og sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út fyrir hálsmáli á eftir A.1 (séð frá réttu) – munið eftir ÚTAUKNING-3. Aukið svona út í annarri hverri umferð 4 sinnum í öllum stærðum, síðan í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 8-8-9-11-12-13 sinnum, í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 11-12-11-10-10-10 sinnum og að lokum í 4. hverri umferð 2-2-2-2-2-2 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm, aukið út fyrir handveg alveg eins og á bakstykki og hægra framstykki, þ.e.a.s. aukið er út innan við 3 lykkjur garðaprjón við handveg í lok á umferð (séð frá réttu). Þegar útaukningu fyrir handveg er lokið (auknar hafa verið út 2-4-8-11-15-19 lykkjur fyrir handveg) mælist stykkið ca 19-20-21-22-23-24 cm frá uppfitjunarkanti á öxl. Í lok næstu umferðar frá réttu eru fitjaðar upp 3 nýjar lykkjur fyrir handveg. Haldið áfram eins og áður með A.2 við miðju að framan, útaukningu fyrir hálsmáli og sléttprjóni, en yfir ystu 6 lykkjurnar að hlið eru prjónaðar 4 umferðir garðaprjón (þ.e.a.s. þetta er gert í 4 næstu umferðum). Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið og A.2 við miðju að framan (útaukningin heldur áfram eins og áður). Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hlið – munið eftir ÚRTAKA-1. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 og 12-13-14-15-16-17 cm. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið – munið eftir ÚTAUKNING-2. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm. Þegar öll útaukning og úrtaka hefur verið gerð til loka eru 52-55-59-63-68-73 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg. Í næstu umferð eru auknar út 6-9-8-7-8-9 lykkjur jafnt yfir = 58-64-67-70-76-82 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú stroff þannig: A.2 yfir fyrstu 15 lykkjurnar, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur brugðið, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Framstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl. ERMI: Fitjið upp 20-20-20-22-22-22 lykkjur á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 7-8-9-8-8-8 lykkjur jafnt yfir (en ekki er aukið út yfir ystu lykkju í hvorri hlið) – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 27-28-29-30-30-30 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja slétt, prjónið 2 lykkjur í hverja af næstu 25-26-27-28-28-28 lykkjum (þ.e.a.s. prjónið bæði í fremri og aftari lykkjubogann), 1 lykkja slétt = 52-54-56-58-58-58 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka fyrir handveg og fitjið jafnframt upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið, 2 lykkjur 3-3-3-3-4-4 sinnum í hvorri hlið, 1 lykkja 0-1-2-3-3-6 sinnum í hvorri hlið, 2 lykkjur 3-3-3-3-3-3 sinnum í hvorri hlið og að lokum 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið = 88-92-96-100-104-110 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem það var sett saman, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA -2. Fækkið lykkjum svona með 4-4-3-3-2-2 cm millibili alls 3-3-4-4-5-6 sinnum = 82-86-88-92-94-98 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 38-37-37-39-40-40 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 14-14-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir = 68-72-76-80-80-84 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 51-54-57-60-60-63 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 7 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 45-45-46-46-47-47 cm frá uppfitjunarkanti og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju, en skiljið eftir smá op í hvorri hlið til að þræða snúruna í gegn – opin eru staðsett ca 8 cm frá neðri kanti og 2½-3 cm upp að handveg. Saumið ermar við fram- og bakstykki með því að leggja inn ermarnar undir kant í garðaprjóni meðfram handvegi og saumið lítil spor frá réttu (það á ekki að vera laus kantur þegar saumað er og saumað er í ystu lykkju í garðaprjóni frá réttu, þannig að kantur í garðaprjóni liggur fallega utan á ermi). SNÚRA: HÆGRA FRAMSTYKKI AÐ FRAMAN: Byrjið með prjón 4 og Brushed Alpaca Silk og prjónið upp 7 lykkjur frá réttu meðfram hægra framstykki ca 8 cm frá affellingarkanti neðst. Prjónið fyrstu umferð á snúru frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 kantlykkja garðaprjón. Prjónið þar til snúran mælist ca 84 til 94 cm. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI AÐ FRAMAN: Byrjið með prjón 4 og Brushed Alpaca Silk og prjónið upp 7 lykkjur frá réttu meðfram vinstra framstykki ca 8 cm frá affellingarkanti neðst. Prjónið fyrstu umferð á snúru frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 kantlykkja garðaprjón. Prjónið þar til snúran mælist ca 40 cm. Fellið af. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #peachesandcreamjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.