Viviana Belinsky skrifaði:
Hola! Por favor, no entiendo esto: cuando dejo de hacer los aumentos en A1 y A3 en el cuerpo, a partir de la separación de las mangas, no me queda el patrón de calado como antes. Cambia. Es posible que sea un error del patrón? Muchas gracias por leerme
18.09.2023 - 06:35DROPS Design svaraði:
Hola Viviana, pasaremos tu consulta al departamento de diseño.
25.09.2023 - 00:21
Viviana skrifaði:
Hola! Quisiera saber si los 8 puntos que agrego ,según mí talle, bajo la manga los debo tejer en Jersey o en fantasía. Y no entiendo en la espalda cuando dice seguir con A1 y A3 (debería ser A2?) Muchas gracias
04.09.2023 - 00:43DROPS Design svaraði:
Hola Viviana, sí, en la espalda sería de A.1 a A.3 (incluyendo A.2); ya hemos corregido la errata. Los puntos bajo la manga se trabajan como el resto de los puntos. Y los puntos bajo la manga se trabajan en punto jersey.
10.09.2023 - 19:56
Deana skrifaði:
Dear Garn studio, thank you very much for your reply. Unfortunately, it did not help at all, I have no idea how to continue the garment after increases in size s. I tried all possible combinations, but nothing adds up. I have noticed that many knitters ask the same question, can't you make an additional chart that will clearly show what to knit, what to leave out, like you did for many other garments? Otherwise, it is just impossible. Thanks a lot for your help!
26.04.2023 - 22:24DROPS Design svaraði:
Dear Deana, as previously said, mark in the diagram A.1 / A.3 the last row where you stop increasing, and the first stitch in A.1 + last stitch in A.3, draw a line and then continue working diagrams forgetting the stitches on the right side of the line in A.1/ left side of the line in A.3 - work lace pattern as before making sure there is always as many yarn overs as decrease. Should you need any further individual assistance, please contact the yarn where you bought the yarn, even per mail or telephone, they will be able to help you. Happy knitting!
27.04.2023 - 08:19
Deana skrifaði:
Dear Garn studio, I have no idea how to continue after increase. I read all comments, tried all stitch combinations, but no luck at all. I am working on size S and had exact number of stitches after increase. Can you please explain in detail which stitches in patterns A1-A3 to knit and which to leave out. Thank you so much in advance! And thank you for all lovely pattegns, it is great joy to knit them!
25.04.2023 - 17:38DROPS Design svaraði:
Dear Deana, note in the diagram the last row worked in A.1 and in A.3 and work these stitches as in diagram making sure in both A.1 and A.3 you will have as many yarn overs as you will decrease stitches working every remaining stitches in stocking stitch, and continue with A.2 inbetween as before. Happy knitting!
26.04.2023 - 08:37
Diane skrifaði:
Bonjour, je fais la taille L, j’ai fini les augmentations, j’ai 311m comme requis. Je ne comprends pas comment ne pas augmenter en faisant A1 à A3 pour me rendre à environ 26 cm du marqueur du col. Est-ce possible de m’expliquer s.v.p. ce que veut dire tricoter en jersey les m qui ne peuvent plus se tricoter en point fantaisie. En faisant les diagrammes comme illustrés, on augmente inévitablement. Merci beaucoup pour votre aide habituelle.
28.02.2022 - 22:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Diane, tracez un trait dans A.1 et A.3 pour montrer votre première maille dans A.1 et votre dernière maille dans A.3 et tricotez maintenant les autres mailles, sans faire les jetés du début de A.1 et de la fin de A.3 = chaque jeté doit être compensé par 1 diminution, si ce n'est pas le cas, ne faites pas le jeté, tricotez simplement en jersey. Bon tricot!
01.03.2022 - 10:01
Diane skrifaði:
Bonjour, je crois que l’erreur n’est pas dans le diagramme mais dans les instructions de l’augmentation du 4 rang au fil marqueur 4. J’ai fait exactement ce qui est indiqué, et le trou est trop éloigné des 2 mailles jersey de chaque bord du fil marqueur. Le jeté qui doit être tricoté torse envers n’est pas le 2e, mais le premier qu’on rencontrera puisque c’est un rang envers. Merci
16.02.2022 - 12:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Diane et merci pour vos éclaircissements, votre commentaire a été transmis à nos stylistes, car à priori, vous avez raison. Merci! Bonne continuation!
17.02.2022 - 10:50
Diane skrifaði:
Bonjour, si les trous doivent suivre le long des 2 mailles jersey qui séparent le devant et la manche, il y a sans doute une erreur dans l’explication du rang 4 pour le fil marqueur 4. On devrait tricoter 1er jeté torse à l’envers (pas de trou), 1 m envers, 1 jeté envers (trou), 1 m envers. Fil marqueur, 1 m envers (manche). Exact? Merci
16.02.2022 - 03:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Diane, le diagramme est juste, tricotez bien les jetés comme indiqué: le 1er jeté de A.3 (vu sur l'envers = à gauche du diagramme) se tricote à l'endroit (= trou = raglan); le 2ème jeté de A.3 se tricote torse (augmentation sans trou) et le 3ème jeté est celui du point ajouré. Dans A.1 vous terminez de la même façon: 1er des 3 jetés = point ajouré, 2ème jeté = augmentation à tricoter torse sans trou, 3ème jeté = trou pour le raglan. Bon tricot!
16.02.2022 - 11:42
Diane skrifaði:
Bonjour, je débute ce modèle en taille L, et je suis surprise de constater que pour le 4e rang des augmentations du raglan, la façon dont on doit tricoter les jetés ne sont pas à l’inverse l’un de l’autre lorsqu’on est au début et à la fin du rang. Si je tricote comme je comprends, d’un côté le trou sera plus éloigné de la manche et ce sera l’inverse à l’autre bout. Est- ce moi qui n’ai pas compris ce que je dois faire? Merci
15.02.2022 - 13:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Diane, vous devez toujours avoir 2 mailles jersey pour le raglan, et de part et d'autre de ces 2 mailles jersey, vous allez tricoter les jetés (= augmentations) à l'envers; ainsi vous créez à chaque fois une bande de jours en diagonale le long des 2 mailles du raglan; les augmentations des manches figurent bien dans les diagrammes, au 4ème rang, vous tricotez dans A.3 et A.1: le 1er et le 4ème jeté à l'envers mais le 2ème torse à l'envers; Bon tricot!
15.02.2022 - 17:08
Annette Parlo skrifaði:
Har afsluttet udtagningerne og har nu 275 masker på pinden. Skal man bare strikke 41 masker glatstrik på forstykkerne? Hvor mange masker ret skal der strikkes efter mærketråden (ærmet) inden A1 uden udtagning startes?
23.09.2021 - 18:27DROPS Design svaraði:
Hei Annette. For at vi skal kunne hjelpe deg best mulig, er det fint om du opplyser hvilken str. du strikker. mvh DROPS Design
28.09.2021 - 15:31
Giang skrifaði:
Can i ask about the sleeves, i am knitting size M and if i work on 61 stitches in A2 ( A 2 is 6 stitches) so 1 stitches is left, what should I do with that stitch? Thank you
22.07.2021 - 12:03DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Giang, when working the sleeve you have to continue A.2 over the 61 sts slipped on a thread after yoke, ie work the first 3 sts at the beg of the round (the one picked up middle under sleeve) adjusting so that the pattern continues over the next 61 sts and work the last 3 sts the same way, knit the remaining stitches mid under sleeve that cannot be worked in pattern as before. Happy knitting!
22.07.2021 - 13:28
Galatea Cardigan#galateacardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Kid-Silk og 1 þræði DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og gatamynstri á ermum og bakstykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 220-4 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið er út til skiptist 1 eða 2 lykkjur við prjónamerki (= til skiptis alls 8 og 16 lykkjur fleiri í umferð). Útaukningar á ermum og bakstykki eru teiknaðar inn í A.1 og A.3. Á framstykki er aukið út við ermar þannig: Á UNDAN FYRSTA PRJÓNAMERKI: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt. UMFERÐ 2 (= frá röngu): Uppslátturinn er prjónaður brugðið, það eiga að myndast göt. UMFERÐ 3: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt. UMFERÐ 4: Prjónið að prjónamerki, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið uppsláttinn brugðið, það eiga að myndast göt, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið uppsláttinn snúinn brugðið, það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR FJÓRÐA PRJÓNAMERKI: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið fram að prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. UMFERÐ 2 (= frá röngu): Uppslátturinn er prjónaður brugðið, það eiga að myndast göt. UMFERÐ 3: Prjónið fram að prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. UMFERÐ 4: Prjónið uppsláttinn snúinn brugðið, það eiga ekki að myndast göt, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið uppsláttinn brugðið, það eiga að myndast göt, prjónið 1 lykkju brugðið. ÚRTAKA-1 (á við ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 3 lykkjur slétt (prjónamerki situr í miðju á þessum 3 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 47 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukningu/úrtöku sem á að gera (t.d. 7) = 6,7. Í þessu dæmi eru prjónaðar til skiptis ca 5. og 6. hver lykkja og 6. og 7. hver lykkja slétt saman. HNAPPAGAT (ofan frá og niður): Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): 1 hnappagat = prjónið frá réttu eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman og endið með 1 lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu strax eftir stroffi í hálsmáli, síðan er fellt af fyrir 5-5-6-6-7-7 næstu hnappagötum eins og útskýrt er að ofan með ca 9-9-8½-8½-7½-7½ cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Stykkið er prjónað með 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 83-95-95-107-107-119 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 4 með 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan, í byrjun á umferð mitt að framan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ PRJÓNA! Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar): Teljið 16-19-19--22-22-25 lykkjur (= vinstra framstykki), setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (= ermi), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 21-27-27-33-33-39 lykkjur (= bakstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (= ermi), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Það eru 16-19-19-22-22-25 lykkjur á hægra framstykki á eftir síðasta prjónamerki. Í næstu umferð byrjar mynstur eins og útskýrt er að neðan – prjónið þannig – frá réttu: Prjónið 5 kantlykkjur að framan eins og áður, 10-13-13-16-16-19 lykkjur sléttprjón, aukið út um 1 lykkju fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerkið situr á milli þessa lykkja), prjónið A.1 (= 4 lykkjur), A.2 (= 6 lykkjur), A.3 (= 3 lykkjur) (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerkið situr á milli þessa lykkja), prjónið A.1, A.2 yfir næstu 12-18-18-24-24-30 lykkjur (= 2-3-3-4-4-5 mynstureiningar með 6 lykkjum), A.3, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), prjónið A.1, A.2, A.3 (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr ámilli þessa lykkja), aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 10-13-13-16-16-19 lykkjur sléttprjón og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, JAFNFRAMT er fellt af fyrir fyrsta HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram með þetta mynstur. Á ermum og bakstykki er aukið út í hvorri hlið eins og útskýrt er í A.1 og A.3. Í hvert skipti sem A.1, A.2 og A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er pláss fyrir 2 mynstureiningar fleiri af A.2 á milli A.1 og A.3. Á framstykki er aukið út fyrir LASKALÍNA í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu), aukið er út til skiptis alls 8 til 16 lykkjur í umferð – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu alls 16-16-18-20-22-24 sinnum = 275-287-311-347-371-407 lykkjur. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og garðaprjón eins og áður, en prjónið nú án útaukningar í hlið á A.1 og A.3, þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri í hlið eru prjónaðar í sléttprjóni. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 21-23-26-28-32-35 cm frá prjónamerki í hálsmáli. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig (haldið áfram með mynstur eins og áður á ermum og á bakstykki): Prjónið 41-44-47-53-56-62 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 61-61-67-73-79-85 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 71-77-83-95-101-113 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 61-61-67-73-79-85 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 41-44-47-53-56-62 lykkjur sem eftir eru (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað til loka hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 165-177-189-217-229-253 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og garðaprjón eins og áður yfir lykkjur á framstykki og A.1 til A.3 yfir lykkjur á bakstykki. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 25-25-24-24-22-21 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 6 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan eins og áður, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan eins og áður. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið af með garðaprjón yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 61-61-67-73-79-85 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 lykkjum undir ermi = 67-67-73-81-87-93 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8-8-8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með mynstur hringinn eftir A.2, passið uppá að mynstrið passi við mynstur frá berustykki, þær lykkjur undir ermi sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 3-3-3-3-2-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkju mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 3½-3½-2½-1½-1½-1 cm millibili alls 10-9-11-14-16-18 sinnum = 47-49-51-53-55-57 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 36-34-32-29-26-22 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 7 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-2 = 40-42-44-46-48-50 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Ermin mælist ca 41-39-37-34-31-27 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #galateacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 220-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.