Margaret skrifaði:
Hi, this pattern looks lovely. Is it possible to knit this on two needles? Thank you.
12.05.2021 - 16:59DROPS Design svaraði:
Dear Margaret, please see THIS lesson about adapting our patterns for straight needles. Happy Knitting!
12.05.2021 - 17:09
Berit Terjesen skrifaði:
Får ikke til overgangen mellom bærestykke og bol. På diagram A6 har jeg strikket en omgang mer enn til merket XXXL ( øverst på diagrammet) . masketallet stemmer både til bol og armer . skal de 9 maskene som legges opp under armene strikkes rett hele veien ned? Jeg trenger en bedere forklaring enn mønsteret gir
11.05.2021 - 11:01DROPS Design svaraði:
Hej Berit, jo i den største størrelse har du 13 masker ret i hver side under ærmet. Alle 140 masker på bolen er beskrevet i opskriften og du starter med de 7 masker rett, A.4 over de neste 9 masker osv.... God fornøjelse!
14.05.2021 - 08:51
Sanna skrifaði:
Hej! Jag kan inte se någon beskrivning till detta mönstret. Den måste laddas upp igen för all text har fallit bort. Jag kan endast se diagrammen och måttbeskrivningen allra sist. Jag önskar påbörja detta mönster så snart som det är möjligt för er att ladda upp texten. Tack Sanna
03.05.2021 - 15:27DROPS Design svaraði:
Hej Sanna. Tack för info, nu finns mönstret även på svenska. Mvh DROPS Design
04.05.2021 - 10:09
PATRICIA RODRIGUES skrifaði:
Olá. Lindo modelo. Estou com dificuldades, ao terminar o encaixe sempre estão sobrando pontos, é assim mesmo?
07.03.2021 - 05:25DROPS Design svaraði:
Bom dia. Não deveriam sobrar pontos mas não sabemos por que estão sobrando pontos. Talvez aumentos a mais? Bom Tricô!
08.03.2021 - 10:05
Ida skrifaði:
Lovely snow
10.01.2021 - 09:34
Ana Silva skrifaði:
Lost in translation
08.01.2021 - 19:19
Donata skrifaði:
Marshmallow
08.01.2021 - 13:21
Mimmi skrifaði:
Underbar
08.01.2021 - 06:53
Diamonds in the Sky#diamondsintheskysweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Snow eða DROPS Wish. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, gatamynstri og ¾-löngum, víðum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 221-29 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 46 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 4,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur með prjónamerki (prjónamerki situr mitt á milli þessa 2 lykkja) - í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í útaukningsumferð) þannig. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, það eiga að myndast göt. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur á framstykki og bakstykki og í sléttprjóni á ermum. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Hvert stykki er prjónað í hring á hringprjón hvert fyrir sig, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 46-48-50-54-56-58 lykkjur á stuttan hringprjón 8 með Snow eða Wish. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið) hringinn í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-8-6-6-4-2 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 56-56-56-60-60-60 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á hringprjón 9. Setjið 1 prjónamerki eftir 20-20-20-21-21-21 lykkjur (= ca mitt að framan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Nú er mynstrið prjónað og það eru sett 4 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= í skiptinguna á milli bakstykkis og hægri ermi), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, slétt lykkja yfir næstu 7 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli hægri ermi og framstykki), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1 yfir fyrstu 5-5-5-6-6-6 lykkjurnar, A.2 yfir næstu 8 lykkjur, A.3 yfir næstu 4-4-4-5-5-5 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli framstykkis og vinstri ermi), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 7 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli vinstri ermi og bakstykkis), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1 yfir fyrstu 5-5-5-6-6-6 lykkjur, A.2 yfir næstu 8 lykkjur, A.3 yfir næstu 4-4-4-5-5-5 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Fyrsta útaukningin fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, er nú lokið. Haldið áfram hringinn með mynstur svona og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 14-16-17-18-20-21 sinnum = 168-184-192-204-220-228 lykkjur. Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 20-23-24-26-29-30 cm frá prjónamerki eftir stroff. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki eftir stroff í hálsi án þess að auka út fleiri lykkjur (prjónið eins margar lykkjur af mynstri og hægt er að laslaklínu, en passið uppá að það séu gerðir jafnmargir uppslættir og lykkjur sem fækkað var í mynstri þannig að lykkjufjöldinn haldist stöðugur – þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar í sléttprjóni). Í næstu umferð (þ.e.a.s. í umferð með sléttum lykkjum) – stillið af að umferðin byrji nú 1 lykkju á undan byrjun á umferð, prjónið þannig: Setjið fyrstu 39-43-45-47-51-53 lykkjurnar á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-5-7-7-9-9 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 45-49-51-55-59-61 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 39-43-45-47-51-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-5-7-7-9-9 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 45-49-51-55-59-61 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 100-108-116-124-136-140 lykkjur. Prjónið sléttar lykkjur fram að miðjulykkju sem fitjuð var upp undir ermi. Nú byrjar umferð á undan þessari lykkju. Síðan á mynstrið frá berustykki að halda áfram á fram- og bakstykki. Þess vegna er mikilvægt að stilla af í hvaða umferð í mynsturteikningu á að byrja þegar mynstrið er prjónað. Prjónið mynstur og sléttprjón í hliðum þannig: * Prjónið 1-3-5-3-6-7 lykkjur, A.4 yfir næstu 9 lykkjur (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð), prjónið A.6 yfir næstu 24 lykkjur (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð), prjónið fyrstu 8-8-8-16-16-16 lykkjur í A.6, prjónið A.5 yfir næstu 8 lykkjur (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð), 0-2-4-2-5-6 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar í umferð. Þegar stykkið mælist 24 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir = 110-118-128-136-150-154 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 54-56-58-60-52-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 39-43-45-47-51-53 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 9 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 5-5-7-7-9-9 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 44-48-52-54-60-62 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 20-18-17-15-13-12 cm, aukið út 4-4-4-4-6-6 lykkjur jafnt yfir = 48-52-56-58-70-68 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 24-22-21-19-17-16 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #diamondsintheskysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 221-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.